Fleiri fréttir

Bilið milli hinna ofurríku og hinna eykst enn

Alþjóðlegu hjálparsamtökin Oxfam hvetja til þess að ríkasta fólk veraldar verði skattlagt í meira mæli en nú er gert en í nýrri skýrslu frá samtökunum kemur fram að bilið á milli þeirra ofurríku og annarra á jörðinni hefur aukist eftir kórónuveirufaraldurinn.

Fyrr­verandi þing­kona myrt í Kabúl

Mursal Nabizada, 32 ára fyrrverandi þingkona, og lífvörður hennar voru skotin til bana á heimili Nabizada í Kabúl í gær. Bróðir Nabizada og annar lífvörður særðust í árásinni.

Rússar á heræfingu í Belarús

Loftherir Rússa og Belarús halda í dag sameiginlega æfingu sem ætlað er að auka samhæfni herjanna tveggja og æfa árásir úr lofti og varnir gegn þeim.

Mann­skæðasta slys í þrjá ára­tugi

Að minnsta kosti 68 létust í flugslysi í Nepal í morgun. 72 voru um borð og telja björgunarsveitir ólíklegt að nokkur hafi komist lífs af. Mannskæðara flugslys í Nepal hefur ekki orðið síðan 1992.

Kynbundið ofbeldi fer úr böndunum á Spáni

Tæplega 20 konur á Spáni hafa verið myrtar af maka sínum eða fyrrverandi maka á síðustu 6 vikum. Fjölmiðlar tala um jólamánuðinn sem svartan desember og kvennahreyfingar segja stjórnvöld vera að bregðast konum sem lifa við stanslaust ofbeldi maka sinna.

Ætluðu að smygla til Íslands vegna þrefalt hærra götuverðs

Tveir breskir karlmenn sem gripnir voru með umtalsvert magn af kókaíni á Stansted flugvelli á síðasta ári hugðust smygla efnunum til Íslands þar sem söluverðið er sagt vera þrefalt hærra en í Bretlandi. Annar þeirra er sagður vera umfangsmikill fíkniefnasali í Bretlandi og talið er að hann hafi haft áform um að færa út kvíarnar. 

Neyðarástandi lýst yfir vegna hamfaraflóða

Að minnsta kosti 19 manns hafa látist af völdum flóða í Kaliforníu í Bandaríkjunum og þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna óveðursins.

Fjörutíu látnir hið minnsta eftir flugslys

Að minnsta kosti 64 manns eru látnir eftir að flugvél brotlenti skammt frá flugvelli í Nepal. 72 manns voru innanborðs í flugvél sem var á leið til bæjarins Pokhara frá höfuðborginni Kathmandu. 

Lúxu­s­kerrur Tate gerðar upp­tækar

Yfirvöld í Rúmeníu hafa gert fjölda lúxusbíla Andrew Tate upptæka. Hann var handtekinn í landinu rétt fyrir áramót og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan.

Verður gervigreind banabiti heimalærdóms?

Nýtt gervigreindarforrit sem sett var á markað í lok síðasta árs er svo öflugt að skólayfirvöld óttast að það kunni að eyðileggja tilganginn með heimanámi í framtíðinni. Nemendur geta lagt nánast hvaða spurningu sem er fyrir forritið og fá lýtalaust svar og niðurstöðu.

Óheppilegt myndband virðist vera að leiða til afsagnar ráðherrans

Christine Lambrecht, varnarmálaráðherra Þýskalands, hefur ekki átt sjö dagana sæla frá því að hún birti það sem verður að heita óheppileg áramótakveðja til Þjóðverja á gamlársdag. Sumir hafa gengið svo langt að óska eftir afsögn hennar og nú herma þýskir miðlar að af henni verði. Lambrecht sé á leið úr þýsku stjórninni.

Njósnari Breta tekinn af lífi í Íran

Bresk-ír­anski maður­inn Alireza Ak­bari var tekinn af lífi í Íran eft­ir að hafa verið sakaður um njósn­ir fyr­ir Bret­land. Af­tak­an hef­ur verið fordæmd bæði í Bretlandi og í Íran.

Loftárásir á innviði Kænugarðs

Loftárásir voru gerðar á mikilvæga innviði Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu í morgun. Yfirvöld beina því til íbúa að leita skjóls í loftvarnarbyrgjum.

Bolsonaro til rannsóknar vegna óeirðanna

Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu er grunaður um að hafa hvatt til mótmæla sem leiddu til árásanna á helstu opinberu byggingar Brasilíuborgar. Hæstiréttur landsins hefur staðfest að rannsókn á óeirðunum muni meðal annars snúa að þætti forsetans fyrrverandi.

Fékk 180 þúsund króna rafmagnsreikning: „Þetta eru bara tölurnar sem við erum að eiga við hérna“

Hækkandi rafmagnsverð knýr áfram verðbólguna í Svíþjóð, sem hefur ekki verið meiri í rúma þrjá áratugi. Íslendingur sem búsettur er í Svíþjóð segist finna vel fyrir hækkunum en hann fékk reikning upp á 180 þúsund krónur fyrir síðasta mánuð. Margir hafi skrúfað niður hitann og sitji heima í úlpu og ullarsokkum. Íslendingar megi hrósa happi að vera ekki á evrópskum orkumarkaði. 

Fyrir­tæki Trump greiði 1,6 milljón dollara sekt fyrir skatt­svik

Fyrirtækinu Trump Organization sem er í eigu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur verið gert að greiða rúmlega 1,6 milljón dollara, tæplega 230 milljónir íslenskra króna, í sekt vegna skattsvika. Einn lögfræðinga fyrirtækisins segir Trump ætla að áfrýja dómnum. 

Dularfullt félag safnaði fúlgum fjár fyrir lygarann á þingi

Áður en bandaríski þingmaðurinn George Santos var kjörinn á þing, hringdi innherji í Repúblikanaflokknum í bakhjarla flokksins og bað um fjárveitingu sem átti að fara til kosningabaráttu þingmannsins. Einn þeirra skrifaði undir 25 þúsund dala ávísun en peningarnir virðast aldrei hafa skilað sér í kosningabaráttuna.

Sérstakur rannsakandi skoðar leynileg skjöl í vörslu Bidens

Merrick B. Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað sérstakan rannsakanda til að rannsaka meðhöndlun Joe Biden, forseta, á leynilegum skjölum. Slík skjöl hafa fundist á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr en um tiltölulega fá skjöl er að ræða.

Forstjóri olíufyrirtækis næsti for­seti COP28

Forstjóri Olíufyrirtækis og forystumaður í stofnun Hringborðs Norðurslóða verður næsti forseti loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP28 sem fram fer í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í lok ársins.

Fleiri leyniskjöl finnast hjá Biden

Enn syrtir í álinn hjá Joe Biden Bandaríkjaforseta eftir að fleiri skjöl finnast í hans persónulegu fórum sem áttu að vera háleynileg og aðeins geymd hjá viðeigandi stofnunum.

Webb fann fyrstu fjarreikistjörnuna

Geimvísindamenn hafa í fyrsta sinn fundið fjarreikistjörnu með James Webb sjónaukanum (JWST). Umrædd reikistjarna kallast LHS 475 b og er í um 41 ljósárs fjarlægð. Hún er talin á stærð við jörðina en hún er nokkur hundruð gráðum heitari en jörðin.

Krefjast afsagnar lygarans á þingi

Leiðtogar Repúblikanaflokksins í New York-ríki kölluðu í dag eftir því að George Santos, nýkjörinn þingmaður úr ríkinu segi af sér. Það eigi hann að gera vegna umfangsmikilla lyga hans í kosningabaráttunni. Santos segist hins vegar ætla að sitja sem fastast.

Úkraínuforseti segir hinn frjálsa heim sigra Rússa

Rússneskar hersveitir hafa sótt hart fram við bæinn Soledar skammt frá borginni Bhakmut í austurhluta Úkraínu undanfarna sólarhringa. Mikið mannfall hefur verið á báða bóga í tilraunum Wagner hersveita Rússa til að ná Bhakmut á sitt vald undanfarna mánuði.

Pútín skiptir um herforingja í Úkraínu

Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, tilkynnti í dag að Valery Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, muni taka yfir stjórn innrásar Rússa í Úkraínu. Gerasimov tekur við af herforingjanum Sergei Surovikin, sem hefur verið yfir innrásinni undanfarna þrjá mánuði.

Kardinálinn George Pell er látinn

Hinn umdeildi ástralski kardináli, George Pell, lést í Rómarborg á Ítalíu í gærkvöldi, 81 árs að aldri. Hann var á sínum tíma sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn börnum en síðar sýknaður.

Sjá næstu 50 fréttir