Fleiri fréttir

Sameinuðu þjóðirnar uggandi eftir ítrekaðar árásir á kjarnorkuver

Rússar og Úkraínumenn benda enn hvorir á aðra vegna ítrekaðra árása á stærsta kjarnorkuver Evrópu í austurhluta Úkraínu. Árásir þessar hafa aukið á áhyggjur manna af því árásirnar leiði til stórslyss í kjarnorkuverinu sem hafi óafturkræfar afleiðingar í för með sér. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna kallar eftir því að svæðið í kringum kjarnorkuverið verði hlutlaust.

Voru að leita að trúnaðar­gögnum um kjarn­orku­vopn

Fulltrúar Bandarísku alríkislögreglunnar FBI sem gerðu húsleit á heimili Donald Trump í Mar a Lago í Flórída voru meðal annars að leita að trúnaðargögnum er vörðuðu kjarnorkuvopn. Þetta herma heimildir Washington Post. 

Eistar meina flestum Rússum inngöngu í land sitt

Eistland tilkynnti það í morgun að frá byrjun næstu viku mun landið meina allmörgum Rússum inngöngu í landið. Rússar sem hafa fengið vegabréfsáritun frá eistneskum yfirvöldum munu ekki lengur fá að heimsækja Eistland.

Skoða það að taka Freyju af lífi

Yfirvöld í Noregi eru nú með það til skoðunar hvort það eigi að taka rostunginn Freyju af lífi. Freyja hefur upp á síðkastið tekið sér lúr í bátum í höfnum Noregs og sökkt einhverjum þeirra í leiðinni.

Faldi sprengjuna í gervi­fæti

Afganski sjeikinn Rahimullah Haqqani var í dag myrtur í sjálfsvígssprengjuárás í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Talið er að morðinginn hafi falið sprengjuna í gervifæti sínum og sprengt sig er hann var við hlið Haqqani.

Á­rásar­gjarn höfrungur nartar í Japani

Höfrungur hefur bitið að minnsta kosti sex strandgesti í Japan en í gær þurfti að flytja eitt fórnarlamba hans á spítala vegna sára sinna. Yfirvöld hafa sett upp tæki og tól til að reyna að komast hjá árásunum.

Rekin í gegn af fljúgandi sólhlíf

Strandgestur í Garden City í Suður-Karólínu lést af sárum sínum eftir að sólhlíf sem hafði fokið úr festingu sinni lenti í bringu hennar.

Tók banka í gíslingu til að geta tekið út spari­fé sitt

Maður tók banka í gíslingu í Beirút í dag til að krefjast þess að bankinn leyfði honum að taka út sparifé af læstum reikningi svo hann gæti borgað sjúkrareikninga föður síns. Mótmælendur hópuðust fyrir framan bankann til að krefjast þess að bankinn léti undan kröfum mannsins. 

Færast nær fyrsta geimskoti Starship

Starfsmenn geimferðafyrirtækisins SpaceX náðu nýjum áfanga í Texas í vikunni þegar tilraunir voru gerðar með Starship-geimfarið. Kveikt var á hreyflum fyrra og seinna stigs Starship en þetta var í fyrsta sinn sem tilraunir eru gerðar með fyrra stigið, sem kallast Super Heavy.

Við­brögð­in sýna tang­ar­hald Trumps á Rep­úbl­ik­an­a­flokkn­um

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gæti mögulega verið fundinn sekur um brot á lögum sem hann sjálfur þyngdi refsinguna við töluvert. Það er að segja ef hann braut lög með því að flytja opinber gögn, og þar á meðal leynilegt gögn, með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu. Trump er sagður vera að leita sér að lögmönnum til að mögulega verja sig.

Segja Rússland vera hryðjuverkaríki

Þingmenn Lettlands samþykktu í morgun ályktun um að Rússland væri hryðjuverkaríki og aðgerðir Rússa í Úkraínu væru tilraunir til þjóðarmorðs á úkraínsku þjóðinni. Þingmennirnir kölluðu eftir því að önnur ríki lýsi því einnig yfir að Rússland sé hryðjuverkaríki.

Sífellt fleiri reyna að komast til Kanaríeyja og margir hafa dáið

Minnst 9.589 manns hafa flúið frá ríkjum Afríku til Kanaríeyja á þessu ári. Það er aukning um 27 prósent, samanborið við sama tímabil í fyrra. Leiðin er þó mjög hættulegt og minnst þúsund hafa dáið við að fara hana, samkvæmt hjálparsamtökum sem starfa á svæðinu.

Hyggjast banna „Parasite-kjallaraíbúðir“ í Seúl

Yfirvöld í Suður Kóreu hyggjast banna ákveðnar tegundir kjallaraíbúða í Seúl, höfuðborg landsins í kjölfar dauða tveggja kvenna og ungrar stelpu sem fórust í miklum flóðum í borginni fyrr í þessari viku.

Segir Norður-Kóreu vera lausa við Co­vid-19

Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, heldur því fram að landið sé nú alveg laust við Covid-19 sjúkdóminn. Hann segir að lág dánartíðni landsins „fordæmalaust kraftaverk“ en einungis 74 manns hafa látist vegna sjúkdómsins í landinu.

Fundu málverk metið á átta milljarða undir rúmi svikahrapps

Málverk eftir Tarsila do Amaral, einn þekktasta listmálara Brasilíu, fannst falið undir rúmi meints svikahrapps í lögreglurassíu á Ipanema-strönd í Rio de Janeiro á miðvikudagsmorgun. Rassían tengdist margra milljarða listaverkastuldi og fjársvikum sem beindust að 82 ára gamalli konu.

Reynd­i að ráða þjóð­ar­ör­ygg­is­ráð­gjaf­a Trumps af dög­um

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært íranskan hermann fyrir ráðabrugg um að að ráða John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna af dögum. Talið er að morðið hafi átt að vera hefndaraðgerð eftir að Bandaríkjamenn felldu íranskan herforingja í loftárás í Írak.

Neitaði að svara spurningunum

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, neitaði að svara spurningum rannsakenda ríkissaksóknara New York við vitnaleiðslur í dag. Til þess nýtti hann rétt Bandaríkjamanna til þess að sakbenda sjálft sig ekki.

Kínverjar hættir í bili en áskilja sér rétt til hernaðaraðgerða

Stjórnvöld í Kína segja heræfingum við Taívan lokið í bili en herafli landsins sé enn að æfingum og í viðbragðsstöðu. Í yfirlýsingu stjórnvalda segir að eftirlit verði áfram haft með sundinu sem skilur Taívan frá meginlandinu og að herinn sé reiðubúinn til að grípa til aðgerða ef þurfa þykir.

Trump ber vitni í New York

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun bera vitni í í New York í dag. Umræddur vitnisburður er ótengdur húsleit sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna húsleit gerðu á heimili hans í Flórída á mánudaginn og snýr að því hvernig Trump hefur verðmetið eignir sínar í New York í gegnum árin.

Frelsun Krímskaga forsenda stríðsloka, segir Selenskí

Stríðið í Úkraínu hófst með innlimun Krímskaga og mun aðeins enda með frelsun hans, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Selenskí segir Krímskaga tilheyra Úkraínu og að Úkraínumenn muni aldrei gefa hann eftir.

HBO Max ekki væntanleg til Íslands fyrr en 2024

Streymisveitan HBO Max, sem hafði boðað komu sína hingað til lands á seinnihluta þessa árs, verður ekki á boðstólum íslenskra sjónvarpsunnenda fyrr en seint á árinu 2024.

Konan sem ásakaði Emmett Till um áreitni mun ekki sæta ákæru

Ákærukviðdómur í Mississippi í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að það liggi ekki næg sönnunargögn fyrir til að gefa út ákæru á hendur Carolyn Bryant Donham, hvers ásakanir urðu til þess að táningnum Emmett Till var rænt og hann skotinn í höfuðið árið 1955.

Ákærður fyrir að myrða tvo í Albuquerque

Yfirvöld hafa ákært hinn 51 árs gamla Muhammad Syed fyrir morð á tveimur múslimum í Albuquerque í Nýju-Mexíkó en hann er einnig grunaður um að hafa orðið tveimur mönnum til viðbótar að bana.

Fundu líkams­leifar og flug­vél í Ölpunum

Á miðvikudaginn gengu tveir fjallagarpar fram á flugvél í Alpafjöllunum í Sviss sem hafði hrapað í fjallinu fyrir tæpum fimmtíu árum síðan. Við hlið vélarinnar voru líkamsleifar manns.

Maður grunaður um morð á fjórum múslimum hand­tekinn

Lögreglan í Albuquerque í Nýju-Mexíkó hefur handtekið mann sem er grunaður um að hafa myrt Naeem Hussain, 25 ára gamlan múslima, á föstudag og ók bíl sem lögreglan hefur verið að leita að í tengslum við morðið. Lögreglan grunar manninn einnig um að hafa skotið þrjá aðra múslima til bana í borginni.

Allt að áttatíu þúsund hermenn sagðir fallnir eða særðir

Sérfræðingar varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna telja að allt að áttatíu þúsund rússneskir hermenn hafi fallið eða særst í innrás Rússa í Úkraínu. Innrásin hófst þann 24. febrúar en Bandaríkjamenn lýsa átökunum sem þeim erfiðustu fyrir Rússa frá seinni heimsstyrjöldinni.

Styttist í fyrstu tunglferðina

Forsvarsmenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) hafa sett stefnuna á því að fyrsta tunglferð Artemis-áætlunarinnar verði farin þann 29. ágúst. Þá verður geimfari skotið til tunglsins og flogið hring þar í kring og til baka.

Trump-liðar kvarta undan „vopnvæðingu“ dómsmálaráðuneytisins

Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) gerðu í gær húsleit í Mar-a-Lago sveitaklúbbinum í Flórída en Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, býr þar. Fjölmiðlar vestanhafs segja útlit fyrir að atlagan, sem stóð yfir frá morgni til kvölds í gær, tengist meðhöndlun Trumps og starfsmanna hans á opinberum og leynilegum gögnum.

Ezra Miller ákært fyrir húsbrot og að stela áfengi

Leikarinn Ezra Miller var fyrr á þessu ári ákært fyrir húsbrot í Vermont í Bandaríkjunum. Málið er það nýjasta í röð atvika þar sem Miller hefur verið sakað um ofbeldi og óvenjulega hegðun.

Fullviss um að Kína undirbúi innrás

Utanríkisráðherra Taívan kveðst fullviss um að Kínverjar undirbúi innrás inn í landið. Hann segir gremju Kínverja út í Nancy Pelosi, vegna heimsóknar hennar til Taívan, einungis vera afsökun fyrir því að halda heræfingum og ögrunum áfram.

Sjá næstu 50 fréttir