Fleiri fréttir

Saka Navalní um að ætla sér ofbeldisfulla valdatöku

Ráðamenn í Rússlandi hafa opnað enn eitt dómsmálið gegn stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Að þessu sinni er hann sakaður um að stofna öfgasamtök og gæti fangelsisdómur hans lengst um áratug.

Vill breyta stjórnarskrá til að útiloka stjórnarandstöðuna

Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, talar nú fyrir breytingum á stjórnarskrá landsins til að koma í veg fyrir að stjórnarandstaðan geti komist til valda. Hann boðar þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingarnar eigi síðar en í febrúar.

Flúðu eiturgas frá eldgosinu

Ekkert lát virðist á eldgosinu á La Palma á Kanaríeyjum þó hægt hafi á virkni í nokkra klukkutíma í gær. Um helgina barst mikið magn ösku frá eldgosinu svo loka þurfti flugvelli eyjunnar. Í gær dró einnig úr öskumyndun og sprengingum í eldgosinu en þar hefur sömuleiðis bætt í aftur.

Atlanta-morðinginn lýsir yfir sakleysi

Maður sem hóf skothríð á þremur nuddstofum í Atlanta í Bandaríkjunum og úthverfi borgarinnar í mars segist saklaus gagnvart nýjustu ákærunum gegn honum. Maðurinn skaut átta til bana og þar af sex konur af asískum uppruna.

NASA horfir lengra út í geim

Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið að gera breytingar á starfseminni, sem eiga að stjórna áherslum opinberra geimferða næstu áratugina. Markmiðið er að leggja meiri áherslu á lengri geimferðir og þróun tækni sem þarf til þeirra.

Kanna hvort sprengju hafi verið komið fyrir í Gautaborg

Lögreglan í Gautaborg rannsakar nú hvort að sprengju kunni að hafa verið komið fyrir við fjölbýlishús þar sem mikil sprenging varð snemma í morgun. Fjórir íbúar hússins eru alvarlega slasaðir en að minnsta kosti sextán voru fluttir á sjúkrahús.

Bandaríkin skrefinu nær vanskilum

Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins felldu í gær frumvarp sem ætlað var að tryggja áframhaldandi rekstur Bandaríkjastjórnar og koma í veg fyrir vanskil ríkisins. Til stendur að reyna aftur að koma frumvarpinu í gegn í vikunni.

Hver er þessi Olaf Scholz?

Þjóðverjar munu brátt sjá nýjan mann í embætti kanslara í stað Angelu Merkel sem stýrt hefur landinu frá árinu 2005. Eftir kosningar á sunnudag má telja líklegast að það verði Olaf Scholz fjármálaráðherra sem var kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins (SPD) í nýafstöðnum kosningum.

Líklegur kanslari farinn að herma eftir heimsfrægri líkamsstöðu Merkel

Á meðan því er spáð hér á landi að sama ríkisstjórn haldi velli, virðast Þjóðverjar vera á leið inn í nýja tíma með jafnaðarmann í kanslarastólnum. Stjórnmálafræðiprófessor segir líkindi með því hvernig stjórnmálin hafa þróast á Íslandi og í Þýskalandi - en telur að ekki sé að vænta vinstrisveiflu af Olaf Scholz, sem sé þegar farinn að leika Angelu Merkel.

R. Kel­ly sak­felldur

Tónlistarmaðurinn R. Kelly var fyrir stundu sakfelldur fyrir fjölda brota, sem lutu meðal annars að kynferðislegri misnotkun á börnum, mútum, mannráni og mansali.

Eggi kastað í Macron

Mótmælandi kastaði eggi í Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Samhliða því kallaði hann: „Viva la revolution“ eða „lengi lifi byltingin“. Eggið brotnaði ekki heldur skoppaði af öxl forsetans.

Ætluð­u að ræna eða myrð­a fos­æt­is­ráð­herr­a Holl­ands

Yfirvöld í Hollandi hafa aukið öryggisgæslu Mark Rutte, forsætisráðherra, töluvert vegna ógna frá glæpasamtökum í landinu. Það var gert eftir að lögreglan í Hollandi komst á snoðir um að glæpamenn ætluðu sér að reyna að ræna eða jafnvel myrða forsætisráðherrann fráfarandi.

Dauðsföll vegna ofskammta í nýjum hæðum vestanhafs

Dauðsföll vegna ofskammta af verkjalyfjum hafa náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum. Fíkniefnalögregla Bandaríkjanna (DEA) hefur varað við því að verkjalyf sem ganga kaupum og sölum á svarta markaðinum vestanhafs innihaldi fentanýl eða metamfetamín og það hafi leitt til fjölmargra dauðsfalla.

Kol­a­skort­ur og raf­magns­leys­i Kína

Verksmiðjum hefur verið lokað vegna orkuskorts í Kína sem hefur einnig náð til heimila í norðausturhluta landsins. Meðal annars hefur verksmiðjum fyrirtækja eins og Apple og Tesla verið lokað en orkuskorturinn hefur meðal annars verið rakinn til skorts á kolum.

Öflugur skjálfti við Krít

Öflugur skjálfti varð suður af grísku eyjunni Krít í morgun. Skjálftinn mælist 5,9 að stærð og voru upptök hans um tuttugu kílómetra suðaustur af borginni Heraklion og á um tíu kílómetra dýpi. Fyrstu fréttir hermdu að skjálftinn hafi verið 6,5 að stærð.

Afganskir karlmenn mega ekki lengur láta skerða skegg sitt

Talíbanar í Helmand héraði í Afganistan hafa gefið út skipanir þess efnis að rakarar í héraðinu megi héðan í frá ekki skerða skegg karlmanna. Talíbanar segja slíka iðju vera á skjön við íslömsk lög og að þeim sem brjóta þau lög verði refsað.

Búið að birta Andrési stefnu með lögmætum hætti

Lögmenn Andrésar Bretaprins í Bandaríkjunum hafa gengist við því að honum hafi nú verið birt stefna með réttum hætti, í máli sem Virginia Giuffre hefur höfðað gegn honum. Giuffre sakar hertogann af Jórvík um kynferðisbrot og aðild að mansali.

Flugvellinum á La Palma lokað vegna ösku

Flugvellinum á La Palma hefur verið lokað vegna eldgossins á eyjunni. Mikil læti hafa verið í eldgosinu sem hófst á sunnudaginn og þykk öskuský leiddu til þess að flugvellinum var lokað.

Talibanar hengdu upp lík mannræningja til sýnis

Yfirvöld talibana í borginni Herat í vestanverðu Afganistan drápu fjóra meinta mannræningja og hengdu lík þeirra upp öðrum til varnaðar í opinberu rými. Fórnarlömb mannránsins eru sögð hafa sloppið ómeidd.

Metfjöldi rostunga skráður á rússneska heimskautinu

Rússneskir vísindamenn hafa skýrt frá metfjölda skráðra Atlantshafs-rostunga á Frans Jósefslandi, eyjaklasa austur af Svalbarða. Jafnframt segjast þeir hafa fundið stærstu einstöku rostunganýlendu í sögu heimskautsrannsókna á einni af eyjum rússneska eyjaklasans.

Wire-stjarnan lést úr ofskammti af eiturlyfjum

Réttarmeinafræðingur í New York hefur úrskurðað að Michael K. Williams, leikarinn sem var helst þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni The Wire, hafi látist af því að hafa tekið óvart of stóran skammt af blöndu eiturlyfja og lyfja.

Fjármálastjóri Huawei fær að fara aftur heim til Kína

Fjármálastjóri kínverska tæknirisans Huawei mun fá að snúa aftur til Kína eftir þrjú ár á bak við lás og slá í Kanada. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti þetta í dag en gegn lausninni mun fjármálastjórinn þurfa að viðurkenna brotin sem hann er sakaður um. 

Fimm létust í ó­veðri á hæsta fjalli Evrópu

Fimm manns eru látnir eftir að hafa lent í miklu óveðri þegar verið var að klífa fjallið Elbrus í Kákasusfjöllum. Fjallið er 5.642 metra hátt, í Rússlandi og hæsta fjall Evrópu.

Alræmdur glæpon skotinn til bana í réttarsal

Tveir menn sem voru dulbúnir sem lögfræðingar skutu alræmda glæpaforingja til bana í réttarsal í Delí á Indlandi í morgun. Lögregla telur að annað glæpagengi hafi skipulagt morðið.

Stefna nánum banda­mönnum Trump vegna á­rásarinnar á þing­húsið

Þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Donald Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hefur stefnt fjórum ráðgjöfum og embættismönnum hans til að bera vitni og afhenda gögn. Á meðal þeirra sem er stefnt er Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins.

Unnusti Petito á­kærður fyrir greiðslu­korta­svindl

Yfirvöld í Wyoming í Bandaríkjunum hafa gefið út ákæru á hendur unnusta Gabrielle Petito, ungrar konu sem fannst myrt þar eftir að hún hvarf á ferðalagi með honum, fyrir að svíkja út fé með greiðslukorti.

Lögreglumaðurinn áfrýjar dómi vegna dauða Georges Floyd

Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem var dæmdur í meira en 22 ára fangelsi fyrir að valda dauða George Floyd í Minneapolis í Bandaríkjunum í fyrra hefur áfrýjað dómnum. Chauvin kraup ofan á hálsi Floyd þar til hann lét lífið.

Umdeild endurskoðun í Arizona staðfestir sigur Biden

Sex mánaða löng og afar umdeild endurskoðun einkafyrirtækis á úrslitum bandarísku forsetakosninganna í Arizona sem repúblikanar létu fara fram sýndi að opinber úrslit voru rétt. Stofnað var til könnunarinnar vegna samsæriskenninga um að stórfelld svik hefðu kostað Donald Trump sigurinn í Arizona og fleiri ríkjum.

Aftökur og aflimanir hefjast á ný

Fangelsismálaráðherra Afganistan, Nooruddin Turabi, segir að aftökur og aflimanir verði teknar upp á nýtt, nú þegar talíbanar eru aftur við stjórn í landinu. Þær verði þó mögulega ekki framkvæmdar fyrir opnum tjöldum.

Fyrrverandi forseti Katalóníu handtekinn á Ítalíu

Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu í útlegð, hefur verið handtekinn á Ítalíu. Stjórnvöld á Spáni hafa sakað hann um uppreisn með því að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað árið 2017, sem dómstólar dæmdu ólöglega.

Einn látinn og tólf særðir í skotárás í Bandaríkjunum

Minnst einn er látinn og tólf særðir eftir skotárás í matvöruverslun í Tennessee í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn hóf skothríð í Kroger-verslun í Collierville, sem er úthverfi Memphis. Þegar lögregluþjóna bar að garði komu þeir að árásarmanninum látnum.

Sjá næstu 50 fréttir