Fleiri fréttir

Fyrsta barnið látið af völdum Covid-19 í Danmörku

Dönsk heilbrigðisyfirvöld staðfestu í dag að barn, sem er á aldursbilinu núll til níu ára, hafi látist af völdum covid-19. Er það fyrsta barnið sem lætur lífið í Danmörku af völdum sjúkdómsins samkvæmt opinberum gögnum. TV2 greinir frá en barnið glímdi við undirliggjandi alvarleg veikindi.

Fordæmir dóminn yfir Navalní

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kveðst vonsvikinn með fangelsisdóm sem rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hlaut í dag. Navalní var dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að hafa rofið skilorð.

Fjöldi dýra greinst með Covid-19

Fjöldi dýra hefur smitast af kórónuveirunni frá því faraldurinn braust út á síðasta ári. Rannsóknir benda til þess að eigendur geti smitað gæludýr sín.

Yfirgnæfandi meirihluti þingsins samþykkti að ákæra Støjberg

Meirihluti þingmanna danska þingsins hefur samþykkt tillögu um að Inger Støjberg, fyrrverandi innanríkisráðherra og ráðherra innflytjendamála, skuli stefnt fyrir Ríksrétt. Atkvæði voru greidd um það hvort Støjberg skildi ákærð fyrir Ríkisrétti og var það samþykkt með atkvæðum 139 þingmanna en þrjátíu þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni.

Navalní sakfelldur í Moskvu

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní var í dag dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi eftir að hafa rofið skilorð. Hann hefur þó þegar verið eitt ár í stofufangelsi og verður því látinn sitja inni í tvö og hálft ár.

Kafteinn Tom Moore er látinn

Sir Tom Moore kafteinn er látinn, hundrað ára að aldri. Hann var lagður inn á sjúkrahús smitaður af kórónuveirunni um helgina.

„Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps

Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu.

Vaknaður eftir tíu mánaða dá og hefur ekki hugmynd um heimsfaraldurinn

Táningur sem lenti í skelfilegu bílslysi í fyrra hefur legið í dái í tíu mánuði og er þessa dagana að ranka við sér. Aðstandendur drengsins Joseph Flavill segja að hann hafi ekki nokkra einustu hugmynd um að heimsbyggðin hafi meira og minna verið í klóm heimsfaraldurs kórónuveiru í rúmt ár þrátt fyrir að hann hafi sjálfur tvívegis greinst með COVID-19 sjúkdóminn á meðan hann var í dái.

Sputnik V með um 92 prósent virkni

Rússneska bóluefnið Sputnik V veitir tæplega 92 prósenta vörn gegn kórónuveirunni. Þetta er niðurstaða prófana sem sagt er frá í læknaritinu Lancet.

Mikir gróður­eldar í ná­grenni Perth

Miklir skógar- og kjarreldar loga nú í nágrenni áströlsku borgarinnar Perth í vesturhluta landsins en þar eru allir íbúar í útgöngubanni vegna kórónuveirusmits sem upp kom á dögunum.

Neyðarástand í New York vegna mikillar snjókomu

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í New York og New Jersey í Bandaríkjunum eftir gríðarlega snjókomu sem hefur sett allar samgöngur úr skorðum og lokað fyrir bólusetningar gegn kórónuveirunni.

Fimm særðir eftir skot­á­rás í Sví­þjóð

Minnst fimm eru særðir eftir það sem er talið vera skotárás í Helsingborg í Svíþjóð. Lögregla fékk tilkynningu um óeirðir og skotárásir í Söderhverfi á níunda tímanum í kvöld að staðartíma.

Fimm konur saka Man­son um gróft of­beldi

Evan Rachel Wood hefur sakað fyrrverandi maka sinn Marilyn Manson, tónlisetarmann, um að hafa beitt sig „hryllilegu“ ofbeldi um árabil. Hún greindi frá meintum brotum í færslu sem hún birti á Instagram í dag.

Trump situr á digrum sjóðum

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, safnaði 31,5 milljónum dala (rétt rúmum fjórum milljörðum króna) í sérstakan stjórnmálasjóð á vikunum eftir forsetakosningarnar sem hann tapaði í nóvember.

Saksóknarar segja fangelsiskröfu sanngjarna

Skrifstofa Ríkissaksóknara Rússlands segir það að krafa fangelsismálayfirvalda landsins um að stjórnarandstæðingnum Alexi Navalní verði gert að afplána þriggja og hálfs árs skilorðsbundinn dóm frá 2014 sé samkvæmt lögum og sanngjörn.

BBC fjallar um örar breytingar á Skafta­­fells­­jökli

Árið 1989 heimsótti breski ljósmyndarinn Colin Baxter Ísland heim ásamt fjölskyldu sinni og tók ljósmynd af Skaftafellsjökli í öllu sínu veldi. Um þrjátíu árum síðar var sonur hans mættur aftur fyrir framan skriðjökulinn til að feta í fótspor föður síns en við blasti heldur breytt landslag.

Herinn hefur tekið völdin í Mjanmar

Herinn í Mjanmar hefur tekið yfir stjórn landsins en í nótt voru nokkrir af helstu leiðtogum landsins hnepptir í varðhald, þar á meðal Aung San Suu Kyi, sem í raun hefur leitt landið síðustu ár eftir að herinn losaði tök sín.

Sjá næstu 50 fréttir