Fleiri fréttir

Fundust heilir á húfi á eyði­eyju

Þremur míkrónesískum sjómönnum sem strönduðu á örsmárri eyðieyju í vestur-Kyrrahafi var bjargað eftir að björgunarsveitamenn komu auga á SOS-merki sem þeir höfðu skrifað í sandinn á strönd eyjarinnar.

Milljónum aftur gert að halda sig heima

Tugir milljóna manna eru nú aftur komnir í útgöngubann í Filippseyjum en þar óttast læknar að nýleg fjölgun í kórónuveirusmita geti rústað heilbrigðiskerfið.

Tony Blair segir John Hume hafa talað í sig kjark

John Hume sem var einn aðalhvatamaðurinn að föstudagsins langa friðarsamkomulaginu á Norður Írlandi er látinn. Tony Blair segir Hume hafa talað í hann kjark til að ná fram friðarsamningum.

Sér­fræðingar undir stjórn WHO leita upp­runa Co­vid-19

Frumrannsókn sérfræðinga Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og frá Kína hafa lokið frumathugun á uppruna Covid19 veirunnar. Nú er að hefjast viðameiri rannsókn til að finna nákvæmlega hvar veiran flutti sig úr dýrum í menn.

Jóhann Karl yfirgefur Spán vegna fjársvikamáls

Fyrrverandi konungur Spánar, Jóhann Karl, segir í bréfi stíluðu á son sinn Filippus VI. Spánarkonung að hann hyggist yfirgefa Spán vegna ásakana um fjárhagslegt misferli. Bréfið var birt á vef spænsku konungsfjölskyldunnar í dag.

Tugir farþega norsks skemmtiferðaskips smitaðir

Norsk heilbrigðisyfirvöld segja að að minnsta kosti 41 hafi greinst með kórónuveiruna um borð í skemmtiferðaskipinu MS Roald Amundsen sem er nú við höfn í Tromsø í Norður-Noregi.

Þrif á orgeli Notre Dame munu taka fjögur ár

Vinna er hafin við þrif á kirkjuorgeli Notre Dame kirkjunnar í París eftir brunann í kirkjunni í fyrra. Þrífa þarf hverja einustu pípu orgelsins og hefur því verið hafist handa að taka orgelið í sundur.

Trump kallar eftir dauða­refsingu

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kallað eftir því að Dzokhar Tsarnaev, annar tveggja bræðra sem stóðu að baki sprengjutilræðisins á Boston-maraþonið árið 2013, verði aftur dæmdur til dauða.

Geimfararnir lentir í Mexíkóflóa

Bandarísku geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken lentu nú á sjöunda tímanum á jörðu eftir tveggja mánaða dvöl í Alþjóðlegu geimstöðunni.

Fleiri en 200.000 látnir í Rómönsku Ameríku

Tala látinna í Rómönsku Ameríku í kórónuveiruheimsfaraldrinum fór yfir 200.000 manns í gær. Verst er ástandið í Brasilíu og Mexíkó þar sem um 70% dauðsfalla í heimshlutanum til þessa hafa orðið. Nýjum smitum fjölgar enn í löndunum.

Facebook þarf að loka á stuðningsmenn forseta Brasilíu

Hæstiréttur Brasilíu skipaði Facebook að loka aðgangi nokkurra helstu stuðningsmanna Jairs Bolsonaro forseta sem hafa dreift því sem rétturinn telur ósannindi um dómara. Samfélagsmiðlarisinn segir skipunina ógna tjáningarfrelsi og ætlar að áfrýja.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.