Fleiri fréttir

Pistorius segist hafa verið ástfanginn af kærustunni

Oscar Pistorius, spretthlauparinn þekkti, segist hafa verið mjög ástfanginn af kærustunni sinni og ekki haft neinar fyrirætlanir um að myrða hana. Þetta sagði Pistorius þegar hann mætti fyrir dómara í dag.

Bretar reyni líka að banna klám

Telur líklegt að Bretar muni feta í fótspor Íslendinga og kanna möguleikana á því að takmarka aðgang að klámi á internetinu.

Rændu demöntum að virði 6,5 milljarða í Brussel

Vopnaðir menn rændu sendingu af óslípuðum demöntum á flugvellinum í Brussel í Belgíu í gærkvöldi. Á vefsíðu BBC segir að demantar þessir hafi verið um 50 milljóna dollara eða um 6,5 milljarða króna virði.

Kjötlaus konsert hjá Morrissey

Ekkert kjöt verður á boðstólum matarvagnanna á Staples Center-íþróttahöllinni í Los Angeles þegar breski söngvarinn Morrissey kemur þar fram þann 1. mars.

Chavez kominn til Venesúela

Hugo Chavez, forseti Venesúela, kom heim frá Kúbu í gærmorgun eftir meira en tveggja mánaða erfiða læknismeðferð.

Pistorius fyrir dómara í dag

Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius kemur aftur fyrir dómara í dag en þá verður tekin fyrir beiðni hans um að verða látinn laus úr haldi gegn tryggingu.

Nestlé innkallar tvo rétti vegna hrossakjöts

Svissneski matvælarisinn Nestlé hefur innkallað tvo ferska pastarétti með nautakjöti úr verslunum á Ítalíu og Spáni eftir að rannsókn leiddi í ljós að þeir innihéldu hrossakjöt.

Led Zeppelin á tónleikatúr? Plant er nú til í að vera með

Söngvari rokkhljómsveitarinnar Led Zeppelin, Robert Plant, gaf það í skyn við fréttaskýringaþáttin 60 minutes í Ástralíu á dögunum, að hann væri opinn fyrir því að koma aftur fram með hljómsveitinni árið 2014. Það þykir sæta stórtíðindum því Plant hefur alltaf staðið í vegi fyrir endurkomu hljómsveitarinnar.

Pistorius fyrir dómara á morgun

Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius mun í fyrramálið fara fram á það við dómara að vera settur laus gegn tryggingu. Hann er nú í haldi lögreglu grunaður um að hafa myrt kærustu sína á heimili þeirra með skammbyssu.

Þetta er aðeins of fyndið - Undarlegar geitur slá í gegn

Það er ekki á hverjum degi sem maður heyrir geitur gefa frá sér hljóð sem líkist helst öskrandi mannveru. Í meðfylgjandi myndskeiði má einmitt sjá, og heyra, nokkrar geitur jarma á afar furðulegan hátt. Á tæplega tveimur vikum hafa um fimm milljón manns horft á myndskeiðið sem er á allra vitorði. Orð eru í rauninni óþörf - smelltu á myndskeiðið og þú munt hlæja.

David Cameron sagður glíma við „kvennavandræði“

David Cameron, forsætisráðherra Breta, viðurkennir að hann hafi ekki skipað nógu margar konur í embætti ráðherra í ríkisstjórn sína. Hann segir að kona sín hafi hvatt sig til þess að gefa fleiri konum tækifæri.

Minningarmyndband um kærustu Oscar Pistorius

Reevu Steenkamp, kærustu Oscar Pistorius sem lét lífið af völdum skotsára á föstudag, var minnst í mínútulöngu myndbandi í upphafi raunveruleikaþáttar í Suður-Afríku á laugardagskvöld.

„Herra Bláskjár“ látinn

Petro Vlahos, maðurinn sem fullkomnaði blá- og grænskjástæknina, er allur. Frá þessu greinir fréttastofa BBC.

Richard Briers allur

Breski leikarinn Richard Briers, sem gat sér gott orð fyrir leik í gamanþáttunum The Good Life og Hálandahöfðingjanum (Monarch of the Glen), sem sýndur var á Rúv, er látinn 79 ára að aldri.

Móðir barnamorðingja varar við reynslulausn

Jeannine Dutroux, 78 ára gömul móðir belgíska barnamorðingjans Marc Dutroux varar dómstóla við því að veita syni sínum reynslulausn, og telur miklar líkur á að hann brjóti aftur af sér.

Skot hljóp úr byssu hjá Pistorius á veitingastað

Oscar Pistorius, sem grunaður er um að hafa myrt kærustu sína síðastliðinn föstudag, var nærri því að slasa vin sinn með byssuskoti að því er Suður-Afrískir fjölmiðlar greina frá.

Hugo Chavez snýr aftur til Venesúela

Forseti Venesúela, Hugo Chavez, hefur snúið aftur til heimalands síns eftir að hafa dvalið á Kúbu í þrjá mánuði þar sem hann gekkst undir krabbameinsmeðferð.

Sterar á heimili Pistorius

Sterar fundust á heimili spretthlauparans Oscar Pistorius, sem grunaður er um morð á kærustu sinni, Reeva Steenkamp.

Kántrísöngkona sviptir sig lífi

Unnendur sveitatónlistar í Bandaríkjunum eru harmi slegnir eftir sjálfsvíg söngkonunnar Mindy McCready, en hún fannst látin á heimili sínu í gær eftir að hafa skotið sig í höfuðið.

Knútur til sýnis á ný

Ísbjörninn Knútur hefur verið stoppaður upp og verður framvegis til sýnis á Náttúruminjasafninu í Berlín.

Nota sömu aðferðir og tóbaksfyrirtækin

Stóru fjölþjóðlegu matvælafyrirtækin beita afli sínu óspart til að hafa áhrif á opinberar reglur um matvælaframleiðslu. Breska læknatímaritið Lancet sakar þau um að grafa undan heilbrigðismarkmiðum til að geta grætt á óhollustufæði sínu.

The Economist útskýrir hornin á hjálmum víkinga

Hagfræðitímaritið The Economist birti nýlega mynd af víkingi með horn á hjálmi sínum á forsíðu sinni. Í framhaldinu töldu ritstjórar tímaritis ástæðu til að útskýra þessa myndbirtingu fyrir lesendum sínum, það er hornin á hjálmi víkingsins.

Knútur snýr aftur uppstoppaður

Hvítabjörninn Knútur drapst árið 2011 úr alvarlegri heilabólgu, engu að síður lifir frægðarsól hans enn. Nú geta aðdáendur hans tekið kæta sína á ný en Knútur situr nú uppstoppaður á safni í Berlín.

Hátt í 40 féllu í Bagdad

Hátt í fjörutíu fórust og hundrað og þrjátíu aðrir særðust í röð sprengjuárása í austurhluta Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. Árásirnar einskorðuðust við hverfi þar sem Sjítar eru í meirihluta.

Leyninet fyrirtækja sem stendur að baki hrossakjötshneykslinu

Hrossakjötshneykslið sem skakið hefur Evrópu að undanförnu tók óvænta stefnu í gær. Þá var upplýst að milligönguaðilar við sölu hrossakjöts hafa notað svipað leyninet fyrirtækja og vopnasalinn Viktor Bout studdist við áður en hann var ákærður og dæmdur fyrir ólöglega vopnasölu.

Sjá næstu 50 fréttir