Fleiri fréttir

James Cameron komst niður á 11 kílómetra dýpi

Kanadíski kvikmyndaleikstjórinn James Cameron komst í gærkvöldi niður á botn í Maríana-gilinu í Kyrrahafi eða niður á 11 kílómetra dýpi en í gilinu er mesta hafdýpi heimsins.

Falbauð fundi með ráðherrum

Peter Cruddas, einn af gjaldkerum breska íhaldsflokksins, hefur sagt af sér eftir að blaðamenn Sunday Times komu upp um tilraunir hans til að selja auðmönnum aðgengi að David Cameron og George Osbourne, forsætis- og fjármálaráðherrum landsins.

300 þúsund leituðu hælis í ESB-ríkjum

Hælisleitendum fjölgaði í Evrópusambandsríkjum í fyrra miðað við árið áður. 301 þúsund manns leituðu hælis í fyrra en 259 þúsund árið 2010. Þetta kemur fram í tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.

Búið að ákæra bróðurinn - hjálpaði honum að undirbúa ódæðin

Abdelkader Merah, eldri bróðir fjöldamorðingjans Mohamed Merah, sem drap sjö manns í Toulouse í Frakklandi fyrr í þessum mánuði, hefur verið ákærður fyrir aðild sína að morðunum. Hann er talinn eiga aðkomu að undirbúningi árása bróður síns og fyrir að hjálpað honum að stela mótórhjólinu sem hann notaði í skotárásunum. Abdelkader sagði við lögreglu, stuttu eftir að hann var handtekinn, að hann væri stoltur af gjörðum bróður síns en segist ekki eiga neina aðild að morðunum. Mohamed, bróðir hans, var skotinn af lögreglumönnum þegar þeir réðust til atlögu gegn honum á heimili sínu.

Ökumaður rútunnar handtekinn

Sextíu og fimm ára gamall ökumaður flutningabíls sem ók aftan á rútu á hraðbraut í miðhéruðum Englands í gærmorgun er látinn. Þar með eru fórnarlömb slyssins orðin tvö en þrjátíu og fimm ára gamall farþegi rútunnar var úrskurðaður látinn á slysstað. Fjölmargir slösuðust og þar af liggur einn þungt haldinn á sjúkrahúsi. Ökumaður rútunnar var handtekinn í gær grunaður um að hafa valdið slysinu með glæfralegrum akstri en honum hefur verið sleppt gegn tryggingu. Mikil þoka var á svæðinu þegar umferðarslysið varð en það er sagt eitt það versta í sögu Bretlands í um áratug.

Fjölskyldurnar fá skaðabætur

Fjölskyldur þeirra sem misstu ættingja í blóðbaðinu í Kandahar í Afganistan fyrr í þessum mánuði, þegar bandaríski hermaðurinn Robert Bales myrti sautján óbreytta borgara, hafa fengið greiddar skaðabætur frá Bandaríkjaher.

Neyddu stúlkur í vændi - strikamerki húðflúrað á úlnliðinn

Rannsókn spænsku lögreglunnar á umfangsmiklum vændisglæpahring leiddi meðal annars til þess að nítján ára stúlku var bjargað. Stúlkan var með strikamerki húðflúrað á úlnliðinn á sér, en lögreglan segir að höfuðpaurarnir hafi gert það eftir að hún reyndi að flýja fyrir nokkrum mánuðum.

Bróðir Merah líklega ákærður

Bróðir skotárásarmannsins í Toulouse í Frakklandi verður hugsanlega ákærður fyrir þátttöku í morðunum og að skipuleggja hryðjuverkaárásir. Breska fréttastofan Sky greinir frá þessu. Mohammed Merah var skotinn til bana af frönskum leyniskyttum fyrr vikunni eftir umsátursástand við heimili hans. Hann er talinn hafa myrt sjö manns. Bróðir hans var í framhaldinu handtekinn og yfirheyrður. Lögreglan telur nú að hann hafi tekið þátt í að skipuleggja árásirnar.

Obama í Kóreu

Obama bandaríkjaforseti heimsótti landamæri Norður- og Suður Kóreu í gær, þrátt fyrir aukna spennu á milli ríkjana vegna fyrirhugaðra eldflaugaskota Norður Kóreu. Bandarísk stjórnvöld óttast að um einhvers konar vopnaprófun sé að ræða en Norður Kóresk stjórnvöld segjast vilja koma gervihnetti á sporbaug um jörðu.

Nítján fórust í rútuslysi

Að minnsta kosti nítján fórust og yfir þrjátíu eru slasaðist eftir að rúta féll ofan í gljúfur í vesturhluta Alsír í morgun. Samkvæmt fréttastofunni APS missti bílstjórinn stjórn á rútunni í beygju með þeim afleiðingum að hún steyptist ofan í glúfrið. Slysið átti sér stað í grennd við bæinn Tiaret, um 250 kílómetrum frá höfuðborginni. Yfirvöld hafa undanfarið verið í sérstöku umferðarátaki en um fjögur þúsund manns látast árlega í umferðarslysum í landinu.

Þrettán ára piltur skotinn til bana í mótmælum

Þrettán ára gamall piltur var skotinn til bana í óeirðum í borginni Port Said í Egyptalandi í gærkvöldi og fjölmargir eru slasaðir. Ástæða óeirðanna er sú að nýlega var knattspyrnulið borgarinnar sett í keppnisbann til ársloka 2013 eftir að uppþot varð á heimaleik liðsins í febrúar síðastliðnum þar sem að minnsta kosti 74 létu lífið.

Áður óþekkt tónverk eftir Mozart fundið

Áður óþekkt tónverk sem talið er vera eftir Mozart fannst í Austurríki fyrir skömmu. Fræðimenn við Mozart-stofnunina í Salzburg telja verkið hafa verið samið árið 1767 eða 1768, þegar Mozart var einungis tíu ára gamall.

Bróðir fjöldamorðingjans með sprengiefni í bíl sínum

Abdelkader Merah, eldri bróðir fjöldamorðingjans Mohamed Merah, sem myrti sjö manns á síðustu vikum í Toulouse í Frakklandi, er í haldi lögreglu ásamt kærustu sinni. Móður þeirra hefur verið sleppt en fjölskyldan var handtekin stuttu eftir að Merah játaði að hafa framið voðaverkin.

Þúsundir krefjast réttlætis

Dauði sautján ára blökkudrengs í Flórída í Bandaríkjunum heldur áfram að kalla fram hörð viðbrögð þar í landi. Pilturinn var á leið heim til sín með sælgæti sem hann hafði keypt sér þegar hann var skotinn til bana. Sá sem skaut hann var hvítur maður sem stýrði nágrannavörslu í hverfinu. Hann gengur enn laus og ber því fyrir sig að hafa verið að verja sig þrátt fyrir að pilturinn hafi verið óvopnaður. Þúsundir hafa mótmælt og krefjast réttlætis í málinu. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, steig svo fram í gær og sagði málið mikinn harmleik sem þyrftI að rannsaka betur.

Jarðskjálfti í Ástralíu

Jarðskjálfti upp á sex komma einn á richter skók ástralska jörð í morgun en þetta er stærsti skjálfti sem mælst hefur í landinu í um fimmtán ár. Upptök hans voru á um þriggja kílómetra dýpi og þrjúhundruð og sautján kílómetra suðvestur af borginni Alice Springs í Mið-Ástralíu. Skjálftinn olli engu tjóni en íbúar á svæðinu fundu vel fyrir honum.

Obama vill láta rannsaka málið til hlítar

„Ef ég ætti son, þá myndi hann líta út eins og Trayvon,“ sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti í gær. Þar með blandaði hann sér í umræðu um mikil hitamál í Bandaríkjunum, sem snýst um dráp á þeldökkum unglingspilti í bænum Sanford í Flórída í síðasta mánuði.

Lögreglan efast um tengsl við al Kaída

Franska lögreglan segist ekki hafa neina ástæðu til að halda að Mohammed Merah hafi verið í sambandi við hryðjuverkasamtökin al Kaída, hvað þá fengið skipanir frá þeim, jafnvel þótt hann hafi fullyrt það sjálfur.

Hermaður kom heim frá Afganistan í gervi Captain America

Ungur piltur í Bandaríkjunum rak upp stór augu þegar Captain American bankaði að dyrum á afmælisdegi hans. Maðurinn á bak við grímuna reyndist síðan vera faðir piltsins sem var nýkominn heim frá Afganistan.

Hollendingurinn fljúgandi reyndist vera gabb

Maður sem birti ótrúlegt myndskeið á vefsíðunni YouTube fyrir stuttu hefur nú viðurkennt að um blekkingu hafi verið að ræða. Myndskeiðið vakti gríðarlega athygli og hafa fjölmiðlar víða um heim fjallað um það.

Bollywood Bond bannaður í Pakistan

Indverska kvikmyndin Agent Vinod hefur verið bönnuð í Pakistan. Kvikmyndin fjallar um sjarmerandi spæjara sem reynir að koma í veg fyrir að pakistanskir hryðjuverkamenn sprengi kjarnorkusprengju í Nýju-Delí.

Tónlistarmenn í haldi án dóms

Tónlistarmenn sem staðið hafa fyrir friðsömum mótmælum í Aserbaídsjan undanfarið hafa verið barðir og fangelsaðir. Tveir tónlistarmenn hafa verið í haldi frá 17. mars án aðkomu dómstóla fyrir móðgandi ummæli um látna móður forseta landsins.

Hjón fundu sjaldgæfa 6.000 ára gamla rafperlu

Hjón sem voru á gangi eftir ströndinni við Tårs á Lálandi fundu afar sjaldgæfa útskorna rafperlu þar. Rafið er skorið út í líki lítils gullfisks en það er talið vera um 6.000 ára gamalt.

Rigning á Titan á 1.000 ára fresti

Nýja rannsókn sem unnin hefur verið úr gögnum frá Cassini geimfarinu sýna að það rignir á Titan einu af tungli Satrúnusar.

Háværar kröfur um opinbera rannsókn á máli Merah

Háværar kröfur eru uppi í Frakklandi um opinbera rannsókn á því af hverju leyniþjónusta landsins kom ekki í veg fyrir morðin sem Mohammed Merah framdi í Toulouse áður en hann var sjálfur felldur eftir umsátur sérsveitar lögreglunnar í gærmorgun.

Kókaín fannst í blóði Whitney Houston

Andlát söngkonunnar Whitney Houston var slys. Dánarorsökin liggur ljós fyrir, Houston drukknaði í baðkari á herbergi sínu á Beverley Hilton hótelinu í Los Angeles.

Romney þokast nær sigrinum

Mitt Romney er kominn langleiðina að því að tryggja sér útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember næstkomandi. Forvali er nú lokið í helmingi ríkjanna. Slagur repúblikana hefur verið afar langur og óvæginn, en Romney hefur smátt og smátt verið að bæta við sig kjörmönnum á flokksþingið í ágúst. Þar verður frambjóðandi flokksins útnefndur til að takast á við Barack Obama forseta.

Herinn vildi fá öflugri vopn

Amadou Toumani Toure, forseti Malí, komst heilu og höldnu undan þegar herinn í landinu gerði þar valdarán í fyrrinótt. Herinn tók á sitt vald helstu valdastofnanir landsins.

Áhrif á kosningabaráttuna

Mánuður er til forsetakosninga í Frakklandi og margt bendir til þess að voðaverk Mohammeds Merah séu strax farin að hafa áhrif á þær.

Innbyrti 180 poka af heróíni

Rúmlega fimmtug kona var handtekinn á flugvellinum í Dulles í Bandaríkjunum eftir að hún reyndi að smygla 2.3 kílóum af heróíni inn í landið.

Risavaxinn málmbútur féll til jarðar í Síberíu

Rúmlega 200 kílóa málmbútur féll til jarðar í Síberíu fyrr í vikunni. Samkvæmt fjölmiðlum í Rússlandi eru sérfræðingar á vegum rússnesku geimferðastofnunarinnar að rannsaka hlutinn.

Whitney Houston drukknaði í baði

Krufning hefur leitt í ljós að dánarmein stórsöngkonunnar Whitney Houston var drukknun. Svo vriðist sem hún hafi drukknað í baðkarinu þar sem hún fannst þann 11. febrúar síðastliðinn. Það er BBC sem greinir frá þessu.

Leyniskytta felldi Merah

Fjöldamorðinginn Mohammed Merah lést eftir að leyniskytta skaut hann í höfuðið. Saksóknari staðfesti þetta fyrir stuttu.

Tölvuglæpir urðu að pólitísku andófi á síðasta ári

Aðgerðarsinnar stálu mun meira af gögnum frá stórfyrirtækjum á síðasta ári en tölvuþrjótar. Fjarskiptafyrirtækið Verizon hefur birt niðurstöður rannsóknar þar sem rýnt var í fjölda tölvuárása og skaðsemi þeirra.

Sjá næstu 50 fréttir