Fleiri fréttir 35 látnir í árás hersins 35 manns hafa látist af völdum hersins í borginni Latakia í Sýrlandi undanfarna fjóra daga, að sögn íbúa. Af sautján manns sem drepnir voru í landinu á mánudag samkvæmt mannréttindasamtökum voru sex í Latakia. 17.8.2011 04:15 Lést í hákarlaárás í brúðkaupsferðinni sinni Yfirvöld á Seychelles eyjum hafa staðfelst að þrítugur karlmaður frá Bretlandi hafi látið lífið þegar hákarl réðst á hann við Paslin eyju í dag. Maðurinn var staddur á eyjunni ásamt eiginkonu sinni í brúðkaupsferð þeirra hjóna. 16.8.2011 23:05 Tveir Palestínumenn falla fyrir hendi Ísraelsmanna Ísraelski herinn felldi tvo Palestínumenn á Gaza-svæðinu í dag. Annar þeirra féll í loftárás en hinn var skotinn þar sem hann nálgaðist landamæri Gaza og Ísrael. 16.8.2011 21:30 Vilja sameiginlega efnahagslega stjórn Leiðtogar Frakklands og Þýskalands, þau Angela Merkel og Nicolas Sarkozy, lögðu það til í dag að allar þær sautján þjóðir sem notast við Evruna skyldu taka upp samræmdar fjárhagsáætlanir í stjórnarskrám sínum. Þá vilja þau sameiginlega stjórn yfir Evrusvæðinu. 16.8.2011 18:06 Uppreisnarmenn eiga ekki í viðræðum við Sameinuðu þjóðirnar Leiðtogi uppreisnarmanna í Líbíu hefur vísað því á bug að hann eigi í viðræðum við erindreka Sameinuðu þjóðanna. Þetta kom fram á upplýsingafundi nú fyrr í dag. Leiðtoginn, Mustafa Abdel Jalil, tók einnig fram að hann ætti ekki í nokkrum viðræðum við ríkisstjórn Muammar Gaddafi. 16.8.2011 17:10 Sjónvarp drepur Áströlsk rannsókn hefur leitt í ljós að sjónvarpsgláp styttir líf fólks. Rannsóknin var birt í British Journal of Sports Medicine. Niðurstaðan var að hver klukkutími af áhorfi eftir 25 ára aldur kostar fólk 22 mínútur af lífi. 16.8.2011 15:30 Átökin í Líbíu - fundir með báðum aðilum Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í Líbíu tilkynnti í dag að hann muni eiga fund með hvorum tveggja, fulltrúum uppreisnarmanna og liðsmönnum Gaddafi. Fundirnir fela ekki í sér sáttarviðræður, enda fara þeir fram með hvorum aðilanum fyrir sig. 16.8.2011 14:43 Símahleranir - Murdoch-feðgar í vandræðalegri stöðu Feðgarnir og fjölmiðlabarónarnir James og Rupert Murdoch standa nú í meiriháttar veseni. Hjá Ofcom, sem er nokkurs konar útvarpsréttarnefnd Bretlands, stendur yfir rannsókn á því hvort þeir séu enn hæfir til að reka fjölmiðil. Þá vex einnig þrýstingur á James að segja af sér sem formaður SKY. Þingmaðurinn Tom Watson kallaði málið „stærstu yfirhylmingu sem hann hefði séð á ævinni". 16.8.2011 14:09 Hungursneyð í Afríku Eftir langvarandi þurrka og uppskerubresti er mikill skortur á matvælum og hráefnum í Afríku. 16.8.2011 11:55 Heræfing í Kóreu veldur titringi Bandaríkin og Suður-Kórea hafa hafið sameiginlega, tíu daga heræfingu á Kóreuskaganum. 16.8.2011 11:18 Sextán ára grunaður um morð Lögreglan í Bretlandi hefur ákært sextán ára dreng fyrir morð sem átti sér stað í óeirðunum í London. 16.8.2011 10:40 Assad herðir atlöguna gegn uppreisnarmönnum Forseti Sýrlands, Bashar Assad, hefur uppá síðkastið hert vígbúnað sinn til muna. Það er tilraun til að kæfa uppreisnina sem þar geisar. Ástæðan er að nú stendur yfir hinn heilagi mánuður múslima, Ramadan. Yfirvöld ætla sér að bæla niður uppreisnarmenn svo halda megin Ramadan heilagan þar í landi. 16.8.2011 10:35 Gríðarleg flóð í Noregi Gríðarleg flóð brustu á í suðurhluta Noregs í morgun eftir miklar rigningar og leysingar á stórum svæðum. Verst hefur ástandið verið í Syðri-Þrændalögum og hefur fjöldi fólks neyðst til þess að yfirgefa heimili sín og sumarhús. Loka þurfti hraðbraut nálægt Strandlykka eftir að aurskriða féll á veginn í gær en skriðan fór einnig yfir lestarteina sem tengja Þrándheim og Osló. 16.8.2011 10:32 11 ára drengur hringdi í lögguna og kvartaði undan þrælkun Aðeins 11 ára gamall drengur hringdi í neyðarlínu lögreglunnar í Þýskalandi til þess að kvarta undan því að honum væri haldið í þrælkunarvinnu á heimili sínu. 16.8.2011 07:49 Maður handtekinn vegna sprengjunnar í Sidney Ástralskur maður hefur verið handtekinn í Bandaríkjunum í tengslum við sprengjutilræðið í Sidney í upphafi mánaðarins. 16.8.2011 07:41 Scud eldflaug skotið á uppreisnarmenn í Líbíu Hersveitir hliðhollar Muammar Gaddafi leiðtoga Líbíu hafa skotið Scud eldflaug á uppreisnarmenn í fyrsta sinn í átökunum sem geisað hafa í landinu undanfarna sex mánuði. 16.8.2011 07:36 Áfram spáð úrhelli í Danmörku Ekkert lát er á úrkomunni í Danmörku og nú spáir veðurstofa lands því að von sé á nýju úrhelli í landinu undir lok þessarar viku. Mikið úrhelli í fyrrinótt olli því að samgöngur fóru víða úr skorðum á Sjálandi og á Fjóni. 16.8.2011 07:28 Kynlíf eykst í takti við aukið jafnrétti kynjanna Í löndum þar sem jafnrétti meðal kynjanna er mest stundar fólk meira kynlíf en í þeim löndum þar sem jafnréttið er minna. 16.8.2011 07:17 Vinstri flokkar yfir í könnunum Stjórnarandstöðuflokkarnir á danska þinginu halda forskoti sínu í skoðanakönnunum. Nýjustu tölur sýna að vinstri flokkarnir hafa tæplega 54 prósenta fylgi, sem myndi skila þeim 95 þingsætum, gegn 45,8 prósentum og 80 þingsætum hjá hægriflokkunum sem hafa stýrt landinu í tíu ár. 16.8.2011 05:30 Þarf að sigrast á félagslegum vandamálum „Þetta hefur orðið til þess að vekja okkur upp hér í landi. Félagsleg vandamál sem hafa grafið um sig áratugum saman hafa nú sprungið framan í okkur,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins. 16.8.2011 04:30 Talin látin eftir fall í Niagara fossana Nítján ára gömul japönsk stúlka féll í nótt í hina heimsfrægu Niagara fossa, sem standa á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Leit að líki stúlkunnar hefur ekki enn borið árangur, en hún er nú talin látin. 15.8.2011 23:00 Árásir í Írak gætu haft áhrif á veru bandaríska hersins í landinu Samstilltar spreningar í Írak hafa orðið að minnsta kosti 74 manns að bana og sært 250 manns. Árásin gæti haft áhrif á brottför bandaríska hersins úr landinu. 15.8.2011 21:00 Umferðaröngþveiti í London vegna prufumóts Endurskoðun mun fara fram á leiðinni sem farin verður þegar keppt verður í hjólreiðum á Ólympíuleikunum í Lundúnum eftir rétt tæpt ár. Ástæðan er sú að gríðarlegt umferðaröngþveiti myndaðist í borginni í gær þegar leiðin var prófuð í gær. Loka þurfti rúmlega þúsund götum og hafa margir áhyggjur af því hvað gerist þegar á sjálfa Ólympíuleikana er komið, en þá mun keppnin taka heila fimm daga. 15.8.2011 14:01 Hitabeltisstormurinn Gert stefnir á Bermúda Hitabeltisstormurinn Gert stefnir nú í áttina að Bermúdaeyjum og hefur verið gefin út stormviðvörun á eyjunum vegna hans. 15.8.2011 07:25 Uppreisnarmenn að umkringja Trípólí Uppreisnarmenn í Líbíu sækja nú að tveimur mikilvægum bæjum í grennd við höfuðborgina Trípólí. Bardagar við báða bæina hafa staðið yfir alla helgina. Takist uppreisnarmönnum að ná þessum bæjum á sitt vald er Trípólí algerlega umkringd á landi en herfloti NATO einangrar borgina frá sjó. 15.8.2011 07:05 Mikil óánægja með störf Barack Obama Óánægja almennings í Bandaríkjunum með störf Baracks Obama bandaríkjaforseta hefur aldrei verið meiri frá því hann tók við embætti sínu. 15.8.2011 07:01 Úrhelli truflar aftur samgöngur í Danmörku Verulegar truflanir hafa verið á samgöngum víða á Sjálandi og Fjóni í Danmörku í morgun eftir að mikið úrhelli gekk þar yfir í gærkvöldi og nótt. 15.8.2011 06:56 Kýrin Yvonne vekur mikla athygli í Þýskalandi Þýska þjóðin fylgist nú spennt með tilraunum dýraverndunarsinna til að bjarga kú úr skóglendi Bæjaralands en þar hefur kýrin dvalið síðan hún flúði af bóndabýli sínu í vor. 15.8.2011 06:52 Chavez kominn til Venesúela Forseti Venesúela, Hugo Chavez, hefur snúið aftur til Venesúela eftir aðra umferð lyfjameðferðar sem hann fór í á Kúbu. 15.8.2011 06:30 Herskip skutu á fólk í borginni Latakia Sýrlensk herskip létu skotum rigna yfir hafnarborgina Latakia í gær og urðu í það minnsta nítján að bana. Árásinni var beint að andstæðingum sýrlenskra stjórnvalda sem staðið hafa fyrir mótmælum síðustu vikur. 15.8.2011 04:00 Rakari missti allt sem hann átti í óeirðunum í London Lundúnarbúar eru byrjaðir að safna peningum til að styrkja tæplega níræðan rakara en stofan hans var lögð í rúst í óeirðunum um síðustu helgi. Tæplega átta hundruð óeirðarseggir hafa verið ákærðir. 14.8.2011 20:17 Tólf féllu þegar sprengja sprakk á hóteli Að minnsta kosti tólf féllu þegar sprengja sprakk á hóteli í borginni Dera Allah Yar í Pakistan í morgun, á þjóðhátíðardegi Pakistana. Fjöldi fólks var inni á hótelinu þegar sprengjan sprakk og auk þeirra sem féllu eru að minnsta kosti fjórtán særðir. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á tilræðinu. Borgin Der Allah Yar er í Balochistan-héraði sem er stærsta hérað Pakistans en það er jafnframt það fátækasta. 14.8.2011 17:00 Dregur sig úr kapphlaupinu Tim Pawlenty, fyrrverandi ríkisstjóri í Minnessota, sem þótti framan af einn sigurstranglegasti frambjóðandinn í forkosningum bandaríska repúblikanaflokksins, hefur dregið sig úr kapphlaupinu. 14.8.2011 16:43 Breivik skoðaði Útey í gallabuxum og bol - Myndband Lögreglan í Osló fór með fjöldamorðingjann Anders Breivik til Úteyjar í gær dag en hann hefur játað að hafa framið fjöldamorð á eyjunni og sprengt sprengju í miðborg Oslóar tuttugasta og annan júlí síðastliðinn. 14.8.2011 14:59 Segir að óeirðirnar muni setja varanlegan svip á breskt samfélag David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að óeirðarseggjum og skemmdarvörgum verði ekki sýnd nein miskunn, en alls hafa 1.276 verið handteknir. Cameron telur að óeirðirnar í Lundúnum muni setjan varanlegan svip á breskt samfélag. 14.8.2011 12:02 Rick Perry sækist eftir tilnefningu sem forsetaframbjóðandi Spenna er að færast í forkosningar bandaríska repúblikanaflokksins eftir að ríkisstjóri Texas lýsti yfir framboði sínu. Tveir sigurstranglegustu frambjóðendurnir eru strangkristnir íhaldsmenn. 14.8.2011 12:00 Skemmdarvörgum verður ekki sýnd nein miskunn David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að óeirðarseggjum og skemmdarvörgum verði ekki sýnd nein miskunn, en hann telur að óeirðirnar í Lundúnum muni setja mark sitt á sögu Bretlands. 14.8.2011 10:20 Pissaði á 12 ára stúlku í flugvél Átján ára piltur, Robert Vietze, hefur verið rekinn úr unglingalandsliði Bandaríkjanna í skíðaíþróttum fyrir að hafa kastað af sér vatni á 12 ára stúlku sem var með honum í flugvél fyrr í vikunni. 13.8.2011 22:00 Bandaríkjamanni rænt í Pakistan Sextíu og þriggja ára bandarískum karlmanni var rænt af átta vopnuðum mönnum í borginni Lahore í Pakistan í morgun. Ræningjarnir komu á nokkrum bílum að heimili mannsins og yfirbuguðu öryggisverði hans og námu hann síðan á brott. 13.8.2011 15:53 Óttast að sænskri konu hafi verið rænt - lýst eftir henni um allan heim Þrítug sænsk kona, Jenny Persson, hefur verið týnd frá 1. ágúst síðastliðnum. Óttast er að henni hafi verið rænt. 13.8.2011 14:00 Læknamóttaka fyrir þá sem dvelja ólöglega í Danmörku Læknafélagið, Rauði krossinn og Flóttamannahjálpin í Danmörku opna innan skamms læknamóttöku fyrir útlendinga sem dvelja ólöglega í landinu. 13.8.2011 13:00 Júlía enn í varðhaldi Júlía Tímosjenko, fyrrum forsætisráðherra Úkraínu, situr enn í varðhaldi eftir að dómstóll hafnaði beiðni hennar um að verða látin laus. 13.8.2011 11:00 Bandarísk ofurlögga ráðleggur Bretum Bresk yfirvöld hafa ráðið bandaríska ofurlöggu til að ráðleggja þeim í baráttunni við glæpagengi. Dómstólar hafa vart undan að afgreiða mál óeirðaseggja í landinu. 13.8.2011 11:00 531 tonn af hjálpargögnum til Afríku Það sem af er mánuði hefur UNICEF sent 531 tonn af hjálpargögnum til þurrkasvæðanna í Austur-Afríku. Um er að ræða matvæli eins og hnetumauk og orkustangir, en einnig lyf, bóluefni, vatnshreinsibúnað og tjöld svo eitthvað sé nefnt. 13.8.2011 10:24 Hörmulegar aðstæður í Sómalíu Kólerufaraldur blasir við á neyðarsvæðunum í Sómalíu þar sem óhreint vatn og ófullnægjandi hreinlætisaðstaða er gróðrarstía fyrir sjúkdóminn. Hundruð þúsunda barna glíma nú við næringarskort á svæðinu og eru viðkvæm fyrir áföllum. 13.8.2011 10:12 Sjá næstu 50 fréttir
35 látnir í árás hersins 35 manns hafa látist af völdum hersins í borginni Latakia í Sýrlandi undanfarna fjóra daga, að sögn íbúa. Af sautján manns sem drepnir voru í landinu á mánudag samkvæmt mannréttindasamtökum voru sex í Latakia. 17.8.2011 04:15
Lést í hákarlaárás í brúðkaupsferðinni sinni Yfirvöld á Seychelles eyjum hafa staðfelst að þrítugur karlmaður frá Bretlandi hafi látið lífið þegar hákarl réðst á hann við Paslin eyju í dag. Maðurinn var staddur á eyjunni ásamt eiginkonu sinni í brúðkaupsferð þeirra hjóna. 16.8.2011 23:05
Tveir Palestínumenn falla fyrir hendi Ísraelsmanna Ísraelski herinn felldi tvo Palestínumenn á Gaza-svæðinu í dag. Annar þeirra féll í loftárás en hinn var skotinn þar sem hann nálgaðist landamæri Gaza og Ísrael. 16.8.2011 21:30
Vilja sameiginlega efnahagslega stjórn Leiðtogar Frakklands og Þýskalands, þau Angela Merkel og Nicolas Sarkozy, lögðu það til í dag að allar þær sautján þjóðir sem notast við Evruna skyldu taka upp samræmdar fjárhagsáætlanir í stjórnarskrám sínum. Þá vilja þau sameiginlega stjórn yfir Evrusvæðinu. 16.8.2011 18:06
Uppreisnarmenn eiga ekki í viðræðum við Sameinuðu þjóðirnar Leiðtogi uppreisnarmanna í Líbíu hefur vísað því á bug að hann eigi í viðræðum við erindreka Sameinuðu þjóðanna. Þetta kom fram á upplýsingafundi nú fyrr í dag. Leiðtoginn, Mustafa Abdel Jalil, tók einnig fram að hann ætti ekki í nokkrum viðræðum við ríkisstjórn Muammar Gaddafi. 16.8.2011 17:10
Sjónvarp drepur Áströlsk rannsókn hefur leitt í ljós að sjónvarpsgláp styttir líf fólks. Rannsóknin var birt í British Journal of Sports Medicine. Niðurstaðan var að hver klukkutími af áhorfi eftir 25 ára aldur kostar fólk 22 mínútur af lífi. 16.8.2011 15:30
Átökin í Líbíu - fundir með báðum aðilum Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í Líbíu tilkynnti í dag að hann muni eiga fund með hvorum tveggja, fulltrúum uppreisnarmanna og liðsmönnum Gaddafi. Fundirnir fela ekki í sér sáttarviðræður, enda fara þeir fram með hvorum aðilanum fyrir sig. 16.8.2011 14:43
Símahleranir - Murdoch-feðgar í vandræðalegri stöðu Feðgarnir og fjölmiðlabarónarnir James og Rupert Murdoch standa nú í meiriháttar veseni. Hjá Ofcom, sem er nokkurs konar útvarpsréttarnefnd Bretlands, stendur yfir rannsókn á því hvort þeir séu enn hæfir til að reka fjölmiðil. Þá vex einnig þrýstingur á James að segja af sér sem formaður SKY. Þingmaðurinn Tom Watson kallaði málið „stærstu yfirhylmingu sem hann hefði séð á ævinni". 16.8.2011 14:09
Hungursneyð í Afríku Eftir langvarandi þurrka og uppskerubresti er mikill skortur á matvælum og hráefnum í Afríku. 16.8.2011 11:55
Heræfing í Kóreu veldur titringi Bandaríkin og Suður-Kórea hafa hafið sameiginlega, tíu daga heræfingu á Kóreuskaganum. 16.8.2011 11:18
Sextán ára grunaður um morð Lögreglan í Bretlandi hefur ákært sextán ára dreng fyrir morð sem átti sér stað í óeirðunum í London. 16.8.2011 10:40
Assad herðir atlöguna gegn uppreisnarmönnum Forseti Sýrlands, Bashar Assad, hefur uppá síðkastið hert vígbúnað sinn til muna. Það er tilraun til að kæfa uppreisnina sem þar geisar. Ástæðan er að nú stendur yfir hinn heilagi mánuður múslima, Ramadan. Yfirvöld ætla sér að bæla niður uppreisnarmenn svo halda megin Ramadan heilagan þar í landi. 16.8.2011 10:35
Gríðarleg flóð í Noregi Gríðarleg flóð brustu á í suðurhluta Noregs í morgun eftir miklar rigningar og leysingar á stórum svæðum. Verst hefur ástandið verið í Syðri-Þrændalögum og hefur fjöldi fólks neyðst til þess að yfirgefa heimili sín og sumarhús. Loka þurfti hraðbraut nálægt Strandlykka eftir að aurskriða féll á veginn í gær en skriðan fór einnig yfir lestarteina sem tengja Þrándheim og Osló. 16.8.2011 10:32
11 ára drengur hringdi í lögguna og kvartaði undan þrælkun Aðeins 11 ára gamall drengur hringdi í neyðarlínu lögreglunnar í Þýskalandi til þess að kvarta undan því að honum væri haldið í þrælkunarvinnu á heimili sínu. 16.8.2011 07:49
Maður handtekinn vegna sprengjunnar í Sidney Ástralskur maður hefur verið handtekinn í Bandaríkjunum í tengslum við sprengjutilræðið í Sidney í upphafi mánaðarins. 16.8.2011 07:41
Scud eldflaug skotið á uppreisnarmenn í Líbíu Hersveitir hliðhollar Muammar Gaddafi leiðtoga Líbíu hafa skotið Scud eldflaug á uppreisnarmenn í fyrsta sinn í átökunum sem geisað hafa í landinu undanfarna sex mánuði. 16.8.2011 07:36
Áfram spáð úrhelli í Danmörku Ekkert lát er á úrkomunni í Danmörku og nú spáir veðurstofa lands því að von sé á nýju úrhelli í landinu undir lok þessarar viku. Mikið úrhelli í fyrrinótt olli því að samgöngur fóru víða úr skorðum á Sjálandi og á Fjóni. 16.8.2011 07:28
Kynlíf eykst í takti við aukið jafnrétti kynjanna Í löndum þar sem jafnrétti meðal kynjanna er mest stundar fólk meira kynlíf en í þeim löndum þar sem jafnréttið er minna. 16.8.2011 07:17
Vinstri flokkar yfir í könnunum Stjórnarandstöðuflokkarnir á danska þinginu halda forskoti sínu í skoðanakönnunum. Nýjustu tölur sýna að vinstri flokkarnir hafa tæplega 54 prósenta fylgi, sem myndi skila þeim 95 þingsætum, gegn 45,8 prósentum og 80 þingsætum hjá hægriflokkunum sem hafa stýrt landinu í tíu ár. 16.8.2011 05:30
Þarf að sigrast á félagslegum vandamálum „Þetta hefur orðið til þess að vekja okkur upp hér í landi. Félagsleg vandamál sem hafa grafið um sig áratugum saman hafa nú sprungið framan í okkur,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins. 16.8.2011 04:30
Talin látin eftir fall í Niagara fossana Nítján ára gömul japönsk stúlka féll í nótt í hina heimsfrægu Niagara fossa, sem standa á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Leit að líki stúlkunnar hefur ekki enn borið árangur, en hún er nú talin látin. 15.8.2011 23:00
Árásir í Írak gætu haft áhrif á veru bandaríska hersins í landinu Samstilltar spreningar í Írak hafa orðið að minnsta kosti 74 manns að bana og sært 250 manns. Árásin gæti haft áhrif á brottför bandaríska hersins úr landinu. 15.8.2011 21:00
Umferðaröngþveiti í London vegna prufumóts Endurskoðun mun fara fram á leiðinni sem farin verður þegar keppt verður í hjólreiðum á Ólympíuleikunum í Lundúnum eftir rétt tæpt ár. Ástæðan er sú að gríðarlegt umferðaröngþveiti myndaðist í borginni í gær þegar leiðin var prófuð í gær. Loka þurfti rúmlega þúsund götum og hafa margir áhyggjur af því hvað gerist þegar á sjálfa Ólympíuleikana er komið, en þá mun keppnin taka heila fimm daga. 15.8.2011 14:01
Hitabeltisstormurinn Gert stefnir á Bermúda Hitabeltisstormurinn Gert stefnir nú í áttina að Bermúdaeyjum og hefur verið gefin út stormviðvörun á eyjunum vegna hans. 15.8.2011 07:25
Uppreisnarmenn að umkringja Trípólí Uppreisnarmenn í Líbíu sækja nú að tveimur mikilvægum bæjum í grennd við höfuðborgina Trípólí. Bardagar við báða bæina hafa staðið yfir alla helgina. Takist uppreisnarmönnum að ná þessum bæjum á sitt vald er Trípólí algerlega umkringd á landi en herfloti NATO einangrar borgina frá sjó. 15.8.2011 07:05
Mikil óánægja með störf Barack Obama Óánægja almennings í Bandaríkjunum með störf Baracks Obama bandaríkjaforseta hefur aldrei verið meiri frá því hann tók við embætti sínu. 15.8.2011 07:01
Úrhelli truflar aftur samgöngur í Danmörku Verulegar truflanir hafa verið á samgöngum víða á Sjálandi og Fjóni í Danmörku í morgun eftir að mikið úrhelli gekk þar yfir í gærkvöldi og nótt. 15.8.2011 06:56
Kýrin Yvonne vekur mikla athygli í Þýskalandi Þýska þjóðin fylgist nú spennt með tilraunum dýraverndunarsinna til að bjarga kú úr skóglendi Bæjaralands en þar hefur kýrin dvalið síðan hún flúði af bóndabýli sínu í vor. 15.8.2011 06:52
Chavez kominn til Venesúela Forseti Venesúela, Hugo Chavez, hefur snúið aftur til Venesúela eftir aðra umferð lyfjameðferðar sem hann fór í á Kúbu. 15.8.2011 06:30
Herskip skutu á fólk í borginni Latakia Sýrlensk herskip létu skotum rigna yfir hafnarborgina Latakia í gær og urðu í það minnsta nítján að bana. Árásinni var beint að andstæðingum sýrlenskra stjórnvalda sem staðið hafa fyrir mótmælum síðustu vikur. 15.8.2011 04:00
Rakari missti allt sem hann átti í óeirðunum í London Lundúnarbúar eru byrjaðir að safna peningum til að styrkja tæplega níræðan rakara en stofan hans var lögð í rúst í óeirðunum um síðustu helgi. Tæplega átta hundruð óeirðarseggir hafa verið ákærðir. 14.8.2011 20:17
Tólf féllu þegar sprengja sprakk á hóteli Að minnsta kosti tólf féllu þegar sprengja sprakk á hóteli í borginni Dera Allah Yar í Pakistan í morgun, á þjóðhátíðardegi Pakistana. Fjöldi fólks var inni á hótelinu þegar sprengjan sprakk og auk þeirra sem féllu eru að minnsta kosti fjórtán særðir. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á tilræðinu. Borgin Der Allah Yar er í Balochistan-héraði sem er stærsta hérað Pakistans en það er jafnframt það fátækasta. 14.8.2011 17:00
Dregur sig úr kapphlaupinu Tim Pawlenty, fyrrverandi ríkisstjóri í Minnessota, sem þótti framan af einn sigurstranglegasti frambjóðandinn í forkosningum bandaríska repúblikanaflokksins, hefur dregið sig úr kapphlaupinu. 14.8.2011 16:43
Breivik skoðaði Útey í gallabuxum og bol - Myndband Lögreglan í Osló fór með fjöldamorðingjann Anders Breivik til Úteyjar í gær dag en hann hefur játað að hafa framið fjöldamorð á eyjunni og sprengt sprengju í miðborg Oslóar tuttugasta og annan júlí síðastliðinn. 14.8.2011 14:59
Segir að óeirðirnar muni setja varanlegan svip á breskt samfélag David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að óeirðarseggjum og skemmdarvörgum verði ekki sýnd nein miskunn, en alls hafa 1.276 verið handteknir. Cameron telur að óeirðirnar í Lundúnum muni setjan varanlegan svip á breskt samfélag. 14.8.2011 12:02
Rick Perry sækist eftir tilnefningu sem forsetaframbjóðandi Spenna er að færast í forkosningar bandaríska repúblikanaflokksins eftir að ríkisstjóri Texas lýsti yfir framboði sínu. Tveir sigurstranglegustu frambjóðendurnir eru strangkristnir íhaldsmenn. 14.8.2011 12:00
Skemmdarvörgum verður ekki sýnd nein miskunn David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að óeirðarseggjum og skemmdarvörgum verði ekki sýnd nein miskunn, en hann telur að óeirðirnar í Lundúnum muni setja mark sitt á sögu Bretlands. 14.8.2011 10:20
Pissaði á 12 ára stúlku í flugvél Átján ára piltur, Robert Vietze, hefur verið rekinn úr unglingalandsliði Bandaríkjanna í skíðaíþróttum fyrir að hafa kastað af sér vatni á 12 ára stúlku sem var með honum í flugvél fyrr í vikunni. 13.8.2011 22:00
Bandaríkjamanni rænt í Pakistan Sextíu og þriggja ára bandarískum karlmanni var rænt af átta vopnuðum mönnum í borginni Lahore í Pakistan í morgun. Ræningjarnir komu á nokkrum bílum að heimili mannsins og yfirbuguðu öryggisverði hans og námu hann síðan á brott. 13.8.2011 15:53
Óttast að sænskri konu hafi verið rænt - lýst eftir henni um allan heim Þrítug sænsk kona, Jenny Persson, hefur verið týnd frá 1. ágúst síðastliðnum. Óttast er að henni hafi verið rænt. 13.8.2011 14:00
Læknamóttaka fyrir þá sem dvelja ólöglega í Danmörku Læknafélagið, Rauði krossinn og Flóttamannahjálpin í Danmörku opna innan skamms læknamóttöku fyrir útlendinga sem dvelja ólöglega í landinu. 13.8.2011 13:00
Júlía enn í varðhaldi Júlía Tímosjenko, fyrrum forsætisráðherra Úkraínu, situr enn í varðhaldi eftir að dómstóll hafnaði beiðni hennar um að verða látin laus. 13.8.2011 11:00
Bandarísk ofurlögga ráðleggur Bretum Bresk yfirvöld hafa ráðið bandaríska ofurlöggu til að ráðleggja þeim í baráttunni við glæpagengi. Dómstólar hafa vart undan að afgreiða mál óeirðaseggja í landinu. 13.8.2011 11:00
531 tonn af hjálpargögnum til Afríku Það sem af er mánuði hefur UNICEF sent 531 tonn af hjálpargögnum til þurrkasvæðanna í Austur-Afríku. Um er að ræða matvæli eins og hnetumauk og orkustangir, en einnig lyf, bóluefni, vatnshreinsibúnað og tjöld svo eitthvað sé nefnt. 13.8.2011 10:24
Hörmulegar aðstæður í Sómalíu Kólerufaraldur blasir við á neyðarsvæðunum í Sómalíu þar sem óhreint vatn og ófullnægjandi hreinlætisaðstaða er gróðrarstía fyrir sjúkdóminn. Hundruð þúsunda barna glíma nú við næringarskort á svæðinu og eru viðkvæm fyrir áföllum. 13.8.2011 10:12