Fleiri fréttir

Aldrei fleiri sjálfsmorð í bandaríska hernum

Þrjátíu og tveir bandarískir hermenn tóku sitt eigið líf í júlímánuði á þessu ári, en aldrei hafa fleiri sjálfsmorð orðið í einum mánuði frá því herinn hóf var að birta sjálfsmorðstölur mánaðarlega árið 2009.

Gallabuxnaauglýsing sem sýnir óeirðir tekin úr spilun í Bretlandi

Sjónvarpsauglýsing gallabuxnaframleiðandans Levi's hefur verið tekin úr spilun í Bretlandi. Ástæðan er sú að í auglýsingunni má sjá myndbrot sem þykja minna um of á óeirðirnar í Bretlandi, sem hafa leitt til handtöku um eitt þúsund og sex hundruð ungmenna á örfáum dögum.

531 tonn af hjálpargögnum send til Austur-Afríku

UNICEF hefur sent 531 tonn af hjálpargögnum til neyðarsvæðanna í Austur-Afríku. Í Sómalíu er ástandið skelfilegt og er talið að 29 þúsund börn undir fimm ára aldri hafi látist af hungri og sjúkdómum.

Telur að sterkeindahraðalinn í Sviss muni gagnast mannkyninu

Þó að sterkeindahraðallinn í Sviss beri ekki bera ávöxt í nánustu framtíð mun hann svo sannarlega gera það á endanum, segir ítalskur eðlisfræðingur sem er staddur hér á landi. Óttinn við að hraðallinn geti myndað svarthol hefur alið af sér marga nýja vísindaáhugamenn.

Flugfélög fljúga frítt með hjálpargögn til Afríku

Á fyrstu tólf dögum ágústmánaðar hafa 26 birgðaflutningavélar flogið með 531 tonn af hjálpargögnum frá UNICEF til þurrkasvæðanna á austurodda Afríku. Megináhersla hefur verið lögð á að senda næringarbætt hnetumauk fyrir alvarlega vannærð börn ásamt næringarbættu maís- og sojamjöli sem gera má úr graut. Flutningur nær helmings þeirra birgða sem sendar hafa verið í ágúst hefur verið UNICEF að kostnaðarlausu. Flugfélögin Virgin Airlines, Cargolux og British Airways hafa öll gefið samtökunum birgðaflug. Meðal þeirra hjálpargagna sem hafa borist á svæðið á umræddu tímabili eru 170 tonn af næringarbættu hnetumauki, 172 tonn af maís- og sojamjölsblöndu, 21 tonn af orkuríkum kornstöngum og 37 tonn af mikilvægum lyfjum og saltupplausn til að koma í veg fyrir ofþornun. Einnig hafa verið send á vettvang tæki sem notuð eru til að að hreinsa vatn og gera það hæft til drykkju, tæplega 5 milljónir skammtar af bóluefni gegn mislingum, mænuveiki, stífkrampa, barnaveiki og kíghósta; auk segldúka, tjalda, vatnshreinsitaflna og fleira. UNICEF sendir hjálpargögn alla jafna með skipum. Ástandið er hins vegar svo alvarlegt að þörf er á hraðari flutningsmáta til að brúa bilið þangað til skipsfarmar taka að berast reglulega, þ.e. á næstu vikum. Áframhaldandi þörf Þessi hjálpargögn bætast við þau 1.300 tonn sem dreift var í suðurhluta Sómalíu í síðasta mánuði. Þá hefur miklu magni hjálpargagna einnig verið dreift í öðrum hlutum landsins sem og í Eþíópíu, Keníu og Djibútí. UNICEF áætlar að á næstu sex mánuðum, hið minnsta, þurfi samtökin að senda á vettvang 5.000 tonn af næringabættri fæðu fyrir vannærð börn í hverjum mánuði. Íslendingar hafa verið ötulir við að styrkja neyðaraðgerðir UNICEF í Austur-Afríku. Enn er hægt að leggja söfnuninni lið með því að hringja í söfnunarsímnúmerin 908-1000 (1.000 krónur), 908-3000 (3.000 krónur) og 908-5000 (5.000 krónur). Einnig er hægt að leggja inn á sérstakan söfnunarreikning: 515-26-102040 (kt. 481203-2950)

Litli prinsinn mættur í skólann

Í dag hóf prins Christian, sonur Friðriks krónprins Danmerkur og Maríu konu hans, skólagöngu sína. Christian er fyrsti prinsinn í sögu Danmerkur sem hefur skólagöngu sína í almennum grunnskóla en það er Tranegårdsskolen i Gentofte.

Skylmingaþrælar handteknir í Róm

Ítalskir lögreglumenn lentu í blóðugum bardaga við skylmingaþræla við hringleikahúsið í Róm í gær. Við hringleikahúsið og önnur forn mannvirki í Róm hafa löngum verið menn klæddir sem skylmingaþrælar sem ferðamenn geta látið mynda sig með fyrir þóknun.

Vondur samverji handtekinn

Búið er að handtaka einn mannanna sem rændu ungan Malasíumann þar sem hann lá meðvitundarlítill í götunni eftir árás óeirðaseggja í Lundúnum á dögunum.

Dani man ekki hvar hann lagði bílnum sínum

Lögregla í Malmö hefur óskað eftir hjálp almennings við að finna bíl sem týndist í júlí. Aldraður Dani lagði bílnum sínum í miðbæ Malmö en man ekki hvar.

Meintur morðingi Bowes handtekinn

Tuttugu og tveggja ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn, grunaður um morðið á Richard Mannington Bowes. Ráðist var á Bowes þegar hann í miðjum óeirðunum í London á mánudag reyndi að slökkva eld í ruslagámi. Hann var barinn til óbóta og hlaut alvarlega höfuðáverka sem drógu hann til dauða í nótt.

Lést í nótt af höfuðáverkum eftir árás í London

Sextíu og átta ára gamall karlmaður lést á sjúkrahúsi í London í nótt en hann varð fyrir árás ræningja í uppþotunum á mánudag í hverfinu Ealing. Maðurinn, Richard Mannington Bowes, var að reyna að slökkva eld í ruslatunnu þegar ráðist var á hann og honum veittir höfuðáverkar sem nú hafa dregið hann til dauða.

Sýrland: Hillary hvetur önnur ríki til að taka þátt í þvingunum

Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur biðlað til annarra ríkja um að taka þátt í viðskiptaþvingunum á Sýrlendinga. Í viðtali við CBS fréttastöðina beindi Hillary orðum sínum sérstaklega til Kínverja og Indverja en ríkin tvö hafa gert stóra olíusamninga við Sýrlendinga.

Obama skýtur fast á þingið

"Sumar af þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í dag eru vegna atburða sem við höfum ekki haft neina stjórn á,“ sagði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, í ræðu í dag.

Vorkennir árásarmönnunum

Tvítugur nemi frá Malasíu, sem var rændur á götum úti eftir að hafa slasast í óeirðum í Lundúnaborg, segist vorkenna árásarmönnum sínum. Almenningur í Bretlandi er snortinn og hafa margir boðist til styrkja þennan ólánsama dreng .

Sænska lögreglan rýmdi líbíska sendiráðið

Þungvopnaðir sænskir lögreglumenn réðust í dag til inngöngu í sendiráð Líbíu í Stokkhólmi, sem sjö líbískir flóttamenn höfðu lagt undir sig. Enginn starfsmaður var í sendiráðinu.

Eistneski byssumaðurinn látinn

Maðurinn sem réðst inn í Varnarmálaráðuneytið í Tallin, höfðuborg Eistlands fyrr í dag, er látinn. Hann réðst inn í ráðuneytið um klukkan 12:30 að íslenskum tíma, hleypti þar af skotvopni og tók sér gísl, samkvæmt því sem greint hefur verið frá í þarlendum miðlum.

Enga kossa takk -við erum Þjóðverjar

Siðareglusamtök í Þýskalandi hafa lagt til að fólki verði bannað heilsast með kossi á vinnustöðum. Knigge samtökin segja að mörgum Þjóðverjum finnist slíkar kveðjur óþægilegar.

Búið að yfirbuga byssumanninn - tók fólk í gíslingu

Lögreglan í Eistlandi hefur yfirbugað byssumann sem réðst inni í varnarmálaráðuneyti Eistlands í Tallinn síðdegis á staðartíma í dag. Ekki er vitað hvort einhver hafi særst í árásinni en skothvellir og sprengingar heyrðu frá byggingunni. Eistneskir fjölmiðlar segja að maðurinn hafi tekið starfsfólk í gíslingu.

Ætla að loka frelsisstyttunni

Frelsisstyttan fræga í New York verður lokuð næsta árið en hún er í brýnni þörf fyrir ítarlegt viðhald. Styttan er einn vinsælasti ferðamannastaður heimsins og gert er ráð fyrir því að viðgerðin kosti rúma þrjá milljarða króna.

Breivik kurteis við yfirheyrslur

Lögreglumaðurinn sem yfirheyrir fjöldamorðingjann Anders Breivik segir að þeir tali saman á þægilegum nótum og engin tilraun sé gerð til þess að brjóta Breivik niður.

Þýski Jack Sparrow höfðar mál gegn Disney

Marcus Off, sem ljáði Johnny Depp rödd sína sem Jack Sparrow í Pirates of the Caribbean-myndunum í Þýskalandi, hefur höfðað mál gegn kvikmyndafyrirtækinu Disney. Hann segir að framlag hans til myndanna hafi verið vanmetið.

"Tróju-treyjum“ dreift til nýnasista

Þýskir nýnasistar glöddust á dögunum þegar þeir mættu á rokkhátíð í Austur-Þýskalandi og fengu að gjöf forláta stuttermabol sem á var prentuð hauskúpa. Fyrir neðan myndina stóð "Hardcore - Rebellen" eða "Gallharðir uppreisnarmenn". Þetta féll tónleikagestum afar vel í geð og fengu færri bolina en vildu. Bolirnir voru hinsvegar þeim göldrum gæddir að þegar þeir fara í þvottavél koma dulin skilaboð í ljós. Skilaboðin eru frá samtökunum Exit sem einbeita sér að því að reyna að fá nýnasista í Þýskalandi til þess að snúa frá villu síns vegar.

Forsætisráðherra Japan ætlar að segja af sér

Japanski forsætisráðherrann Naoto Kan sagðist í gær ætla að segja af sér um leið og ný frumvörp sem tengjast uppbyggingu eftir jarðskjálftann í mars fara í gegnum þingið. Búist er við því að Kan hverfi á braut í lok mánaðarins. Forsætisráðherrann hefur verið undir miklum þrýstingi og hafa vinsældir hans hríðfallið síðustu mánuði.

Norður-Kóreumenn segjast hafa verið að byggja hús

Norður-Kóreumenn vísa því á bug að hafa skotið á nágranna sína í suðri eins og greint var frá í gær. Þeir segja að Suður-kóreskir hermenn hafi haldið að sprengingar frá byggingarsvæði nálægt landamærunum hafi verið hávaði frá stórskotaliði.

Hefnt fyrir drápin á sérsveitarmönnum

Bandarískur hershöfðingi í Afganistan segir að hópi Talíbana sem talinn er hafa staðið á bakvið árás á Chinook þyrlu hersins á dögunum hafi verið útrýmt í loftárás á mánudaginn.

Sýrlenskir skriðdrekar draga sig í hlé

Sýrlenskir skriðdrekar fóru í gærkvöldi frá borginni Hama eftir vikulanga árásarhrinu á borgina sem er eitt af höfuðvígjum mótmælenda í landinu.

Fór þriggja kílómetra lengri leið til Úteyjar

Lögreglan í Noregi hefur vísað á bug fréttum þess efnis að hægt hefði verið að komast frá Ósló í Útey á mun styttri tíma þegar hryðjuverk voru framin á stöðunum tveimur.

Óku inn í hóp og drápu þrjá

Þrír menn létust í óeirðum í Birmingham aðfaranótt miðvikudags. Mennirnir, sem voru á aldrinum 20 til 31 árs, voru í hópi fólks sem reyndi að verja verslanir í hverfi sínu fyrir þjófum þegar bíl var ekið á þá. Ökumaðurinn flúði af vettvangi en maður er nú í haldi lögreglunnar grunaður um að hafa valdið dauða mannanna. Atvikið er rannsakað sem morðmál.

Leðurblaka laus í flugvél

Það er ekki á hverjum degi sem þú sest upp í flugvél og í miðju flugi byrjar leðurblaka að fljúga um flugvélina. Farþegar um borð í vél flugfélagsins Delta lentu í því í dögunum.

Yfir ellefu hundruð handteknir

Forsætisráðherra Bretlands segir allt verða gert til að hefta óeirðirnar í landinu. Litið verði framhjá persónuverndarlögum og myndir úr eftirlitsmyndavélum gerðar opinberar til að koma óeirðarseggjum bak við lás og slá. Óeirðirnar, sem hófust í Tottenham á laugardag, hafa breiðst út til fleiri borga.

Þekkir þú þennan mann?

Það er bankað upp hjá mörgum undrandi óeirðaseggnum í Bretlandi þessa dagana. Útifyrir eru lögreglumenn sem draga þá burt í handjárnum.

Ekki nota túrbaninn strákar

Hamid Karzai forseti Afganistans hefur átt fund með klerkaráði landsins og beðið það um að hvetja sjálfsmorðskandídata Talibana til þess að fela ekki sprengjur í túrbönum sínum eða öðrum trúarlegum táknum.

Nú er fótboltabullunum nóg boðið

Er búið að leysa óeirðavandann í Bretlandi? Vegna óeirðanna hefur þurft að fresta nokkrum fótboltaleikjum. Það þykir breskum fótboltabullum einum of langt gengið.

Með kústana á lofti í Lundúnum

Svo virðist sem almenningur í Bretlandi hafi tekið afstöðu með yfirvöldum og lögreglunni vegna óeirðanna sem skekið hafa borgir landsins undanfarna daga.

Nokkuð vissir um að Breivik hafi ekki átt vitorðsmenn

Með hverjum deginum sem líður verður norska lögreglan æ vissari um að fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hafi verið einn að verki þegar hann lét til skarar skríða með skotárás í Utöya og sprengitilræði í miðborg Oslóar í síðasta mánuði. Þetta sagði lögmaður norsku lögreglunnar, Christian Hatlo, á blaðamannafundi í dag. Að hans sögn eru engir aðrir grunaðir um að hafa verið í vitorði með Breivik.

54 látnir eftir sjóslys í Indlandshafi

Að minnsta kosti 54 eru nú látnir eftir að bát hvolfdi nálægt Comoros eyjum í Indlandshafi í gærmorgun. Forseti eyjanna hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna slyssins.

Tíu mínútur til Kaupmannahafnar

Bandaríkjaher fer í dag í annað reynsluflug á nýrri flugvél sem getur flogið á tuttuguföldum hljóðhraða. Það er mjög lauslega um 20 þúsund kílómetrar á klukkustund. Flug frá Reykjavík til Kaupmannahafnar á slíkri vél tæki um 10 mínútur.

Skotið við landamæri Norður- og Suður Kóreu

Suður kóreski herinn skaut í dag viðvörunarskotum eftir að fallbyssuskot frá Norður Kóreumönnum hafnaði skammt frá landamærunum, en hermenn sunnan við landamærin segjast hafa heyrt í þremur fallbyssuskotum og séð eitt þeirra falla nálægt landamæralínunni.

Kínverjar sjósetja flugmóðurskip

Kínverjar hafa sjósett flugmóðurskip, hið fyrsta í sögu landsins. Um er að ræða gamalt Sovéskt skip sem þeir keyptu árið 1998 og hafa verið að endurbyggja. Talið er nær öruggt að þeir ætli sér að koma upp flota svipaðra skipa og styrkja þar með stöðu sína á heimshöfunum.

Klappstýra í liði Bonds á móti Íslandi

"Ég fel Obama forseta það verkefni að grípa til harðra aðgerða gegn Íslandi vegna villimannslegra hvalveiða þjóðarinnar," segir leikkonan Hayden Panettiere í yfirlýsingu.

Sjá næstu 50 fréttir