Fleiri fréttir Áfall fyrir hægristjórn Merkel „Við höfum tryggt okkur sögulegan kosningasigur,“ sagði Winfried Kretschmann, leiðtogi Græningja í þýska sambandslandinu Baden-Württemberg, í gær. 28.3.2011 03:30 Sat saklaus í fangelsi í 21 ár Hinn 43 ára Maurice Caldwell, sem setið hefur í fangelsi í Kaliforníu í 21 ár, hefur verið látinn laus. Sakfellingardómi hans var snúið við á síðasta ári. 28.3.2011 00:00 Ætlar að klifra utan á hæsta mannvirki í heimi Hann er búinn að klifra utan á Effeil turninum í París og á Óperuhúsinu í Sydney en næsta verkefni mun vera hæsta mannvirki í heimi, Burj Khalifa turninn í Dúbaí. 27.3.2011 20:14 Sonur háttsetts yfirmanns í lögreglunni í haldi Fimm karlmenn eru sagðir vera í haldi lögreglu eftir að kona ruddist inn á hótel erlendra fréttamanna í Trípólí í gær þar sem hún sagði menn á vegum Gaddafís einræðisherra hafa nauðgað sér. Konan mun vera við góða heilsu og er komin með lögfræðing. 27.3.2011 19:30 Uppskriftin leyndarmál Undirbúningur að brúðkaupi Vilhjálms Prins og Kate Middleton sem fer fram í lok næsta mánaðar er í fullum gangi. Brúðkaupstertan var kynnt í dag en uppskriftin er hins vegar leyndarmál. 27.3.2011 19:15 Eiturslanga slapp úr dýragarði Íbúar í nágrenni við Bronx dýragarðinn í New York ættu að hafa varann á næstu daga. Egypsk Cobra eiturslanga slapp úr dýragarðinum á föstudaginn og geta bit eftir hana leitt til dauða. 27.3.2011 16:33 Harðir bardagar í Misrata Uppreisnarmenn í Líbíu fullyrða að þeir hafi náð bæjunum Brega, Ras Lanuf og Ujala í austurhluta landsins á sitt vald í gær. Brega og Ras Lanuf eru mikilvægir fyrir olíuiðnað landsins en harðar bardagar geysa nú um borgina Misrata í vesturhluta landsins. 27.3.2011 15:34 Hundrað hermenn farist á þremur mánuðum Eitt hundrað hermenn, á vegum Atlantshafsbandalagsins, hafa farist í Afganistan það sem af er þessu ári. Þetta sýna tölur frá Atlantshafsbandalaginu sem danska blaðið Jyllands Posten vísar í. Tölurnar benda til þess að enn sé mikill órói í Afganistan. Árið í fyrra var eitt það mannskæðasta frá árinu 2001 en þá fórust 709 hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins. 27.3.2011 13:18 Heimsendir 21. maí 2011? "Það verður heimsendir þann 21. maí árið 2011, klukkan sex að morgni að staðartíma í Kalíforníu,“ segir útvarpspredikarinn Harlold Camping, sem hefur spáð í tölur í um 70 ár en hann er verkfræðingur að mennt. 27.3.2011 13:11 Tíu milljón sinnum meiri geislavirkni en við eðlilegar aðstæður Geislavirkni í vatni í kjarnakljúfi tvö í kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan er nú tíu milljónum sinnum meiri en við eðilegar aðstæður og hafa starfsmenn sem unnið hafa að kælingu kljúfsins nú verið sendir heim og svæðið í kringum kljúfinn verið rýmt. 27.3.2011 10:04 Færri giftingar en síðustu 20 ár Um 31 þúsund pör gengu í hjónaband í Danmörku í fyrra, en það er 6 prósenta samdráttur frá fyrra ári og fæstu giftingarnar frá árinu 1989. Þetta kemur fram hjá tölfræðistofnun Danmerkur. 26.3.2011 23:45 Fækkun glæpa hjá nýbúum Hlutfall afbrotamanna í hópi nýbúa í Danmörku og afkomenda þeirra hefur dregist verulega saman. 26.3.2011 22:00 Ætlar í mál eftir hanaárás Bandaríkjamaður hefur farið í mál við dýragarð í Illinois í Bandaríkjunum eftir að hani réðst á hann þegar hann var að festa girðingu í dýragarðinum. 26.3.2011 19:53 Fréttaskýring: Hvaða aðgerða ætlar ESB að grípa til? Leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu í gær heildarreglur um björgun evruríkja úr efnahagsvanda. Þeir segja nýju reglurnar marka tímamót, en stjórnarkreppa í Portúgal varpaði skugga á leiðtogafundinn í Brussel sem lauk í gær. 26.3.2011 18:15 Segir hermenn Gadafís ræna konum og nauðga þeim Iman al-Obeidi gekk inn á hótel þar sem erlendir fréttamenn voru að borða morgunmat fullyrti að líbískir hermenn hefðu nauðgað sér eftir að þeir handtóku hana við eftirlitshlið í Trípólí. Hún segist hafa dvalið í fangelsi í tvo daga og fimmtán menn hafi nauðgað sér á meðan. 26.3.2011 17:33 Óbreyttir borgarar féllu í skotárás Nató Sjö óbreyttir borgarar féllu þegar að flugsveitir Nató skutu á tvo bíla á Helmandsvæðinu í Afganistan í gær. Talsmaður Nató segir að fregnir hafi borist af því að leiðtogi talíbana og fylgdarsveinar hans væru í öðrum bílnum. 26.3.2011 16:28 Sjórinn við Fukushima geislavirkur Geislavirkni hefur mælst í sjónum nálægt Fukushima kjarnorkuverinu í Japan, en mælingin sýnir töluvert magn af geislavirkni í sjónum. Geislavirknin var mæld þrjú hundruð metrum frá landi en japanir óttast að geislavirknin breiðist nú í öll vötn á svæðinu. 26.3.2011 13:15 Þúsundir í mótmælagöngu í Lundúnum Búist er við allt að 250 þúsund manns taki þátt í mótmælagöngu í miðborg Lundúna í dag gegn niðurskurðaráformum bresku ríkisstjórnarinnar. 26.3.2011 12:30 Stund jarðar klukkan hálfníu í kvöld Stund jarðar verður haldin um allan heim í kvöld klukkan hálfníu. Meðan á stundinni stendur verða ljós slökkt um allan heim. 26.3.2011 12:15 Höfðu betur gegn hersveitum Gaddafís Líbískir uppreisnarmenn hafa nú náð olíuborginni Ajdabiya á sitt vald og höfðu þar betur gegn hersveitum Gaddafís einræðisherra í nótt. Gaddafí virðist þó ekki vera á þeim buxunum að gefast upp. 26.3.2011 12:00 Finnar tefja afgreiðslu Evrópusambands Ein stærsta snurðan sem hljóp á þráð leiðtogafundar Evrópusambandsins stafar af tregðu finnsku stjórnarinnar til að fallast á aukna fjárhagslega ábyrgð Finnlands á hugsanlegum aðgerðum til bjargar evruríkjum í vanda. 26.3.2011 07:30 Ölvaður ók á barn og flúði Betur fór en á horfðist þegar ölvaður maður ók skellinöðru á barnavagn í Óðinsvéum á fimmtudag. Hálfs árs gömul stúlka sem var í vagninum þeyttist tíu metra vegalengd, en lenti sem betur fer á grasbala við göngustíg og meiddist ekkert. 26.3.2011 00:00 Björn beit 12 ára dreng Tólf ára gamall drengur var bitinn af birni í Härjedalen í miðhluta Svíþjóðar. Lögreglan í Jämtland segir að ekki liggi fyrir hversu alvarlega slasaður drengurinn er. Drengurinn var á skíðum með jafnöldrum sínum við Funäsdalsberget þegar björninn beit hann í báða fótleggina. Hann var einnig bitinn í hrygginn. Sjúkraþyrla var send á vettvang til að sækja drenginn. 25.3.2011 17:35 Miklir kjarreldar í Colorado Rúmlega 8500 manns hafa neyðst til að yfirfega heimili sín í Denver í Colorado í Bandaríkjunum þar sem nú geisar miklir kjarreldar. Eldurinn hefur breiðst út á 6,5 ferkílómetra svæði og um hundrað slökkviliðsmenn berjast nú við hann en mikill vindur gerir þeim erfitt um vik. Engar fregnir hafa borist af meiðslum á fólki en íbúðarhús eru sumstaðar í hættu. 25.3.2011 14:53 Tugþúsundir mótmæla í Jemen Tugþúsundir manna komu saman í höfuðborg Jemens, Sanaa, í dag að loknum föstudagsbænum múslima. Mikil ófriður hefur verið í landinu síðustu vikur og í síðustu viku féllu 50 manns fyrir byssukúlum lögreglunnar. 25.3.2011 13:17 Lögreglumenn skutu 14 ára dreng Fimm brasílískir lögreglumenn hafa verið handteknir eftir að myndband sem virðist sýna þá skjóta fjórtán ára gamlan dreng var sýnt í sjónvarpi. 25.3.2011 10:12 Óttast að gat hafi komið á kjarnakljúfinn Japönsk yfirvöld óttast nú að gat sé á einum kjarnakljúfinum í Fukushima Kjarnorkuverinu. Reynist þetta raunin eykst verulega hættan á alvarlegri geislamengun frá verinu sem varð illa úti í Jarðskjálftanum í Japan á dögunum og í flóðbygjunni sem kom á eftir. 25.3.2011 08:36 Elizabeth Taylor mætti of seint í eigin jarðarför Stórleikkonan Elizabeth Taylor var í gær jörðuð í kirkjugarði í útjaðri Los Angeles borgar, aðeins einum degi eftir að hún lést. Taylor var 79 ára gömul og lést af völdum hjartabilunar. Jarðarförin hófst fimmtán mínútum of seint miðað við auglýstan tíma, en það hafði Taylor sjálf sérstaklega beðið um, að því er upplýsingafulltrúi hennar segir. Þannig tókst henni að verða sein í sína eigin jarðarför. 25.3.2011 07:19 Að minnsta kosti 60 látnir í hörðum skjálfta í Búrma Rúmlega 60 eru látnir og tugir bygginga eru rústir einar eftir að sterkur jarðskjálfti reið yfir Norð-austurhluta Búrma, nálægt landamærunum að Tælandi. Skjálftinn mældist 6.8 stig og varð á tíu kílómetra dýpi og fundu íbúar Bangkok greinilega fyrir honum en borgin er í 800 kílómetra fjarlægð. Yfirvöld segja að tala látinna geti auðveldlega hækkað sérstaklega í bænum Tarlay sem er nálægt upptökunum. Þar hrundu fimm klaustur til grunna og að minnsta kosti 35 íbúðarhús. 25.3.2011 07:15 Tíu þúsund látnir í Japan - sautján þúsund saknað Tala látinna eftir jarðskjálftann í Japan og flóðbylgjuna sem kom á eftir er nú komin yfir tíu þúsund. Rúmlega sautján þúsund manns er enn saknað og tæplega þrjú þúsund manns liggja slasaðir á sjúkrahúsum landsins. 25.3.2011 07:11 Tveir veiktust í kjarnorkuveri Tvær vikur eru nú liðnar frá því jarðskjálftinn mikli reið yfir Japan með gríðarlegi flóðbylgju í kjölfarið. Þessar tvær vikur hefur fólk víða í Japan þurft að búa við margvíslegt harðræði, tíðar rafmagnstruflanir, vöruskort í verslunum og ótta við geislamengun. 25.3.2011 05:00 Fílskálfar leika sér í uppblásinni sundlaug - samtals 770 kíló Fílskálfarnir Baylor og Tupelo búa í dýragarðinum í Houston í Bandaríkjum. Þeir eru báðir innan við árs gamlir, Baylor sem er tarfur fæddist í maí 2010 en Tupelo sem er kvíga fæddist í október. Hún var heil 124 kíló þegar hún fæddist og er nú orðin um 270 kíló. Baylor er öllu fyrirferðarmeiri, enda eldri, og orðinn 500 kíló. Baylor og Tupelo hafa gaman af því að leika sér í uppblásinni sundlaug sem starfsmenn dýragarðsins fylla reglulega af vatni fyrir þau. Myndband af leik þeirra má sjá með því að smella á tengilinn hér að ofan. Reyndar er það svo að fyrst léku þeir sér alltaf í uppblásinni barnasundlaug sem vegna fyrirferðar fílskálfanna hreinlega sprakk eftir aðeins örfáar mínútur. Nú fá þeir því að leika sér í fjölskyldusundlaug, og er þar átt við mennska fjölskyldu, sem dugar þeim í allt að fimm skipti áður en hún springur. Baylor og Tupelo hafa sérstaklega gaman af því að komast í bað þegar heitt er í veðri. Gestir dýragarðsins fylgjast iðulega spenntir með. 24.3.2011 21:15 Skutu á líbíska flugvél Áhöfn franskrar herþotu skaut á líbíska flugvél í dag, en áhöfn líbísku flugvélarinnar hafði brotið flugbannið yfir líbískri lofthelgi sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna setti á í síðustu viku. Líbíska vélin var nýlent í borginni Misrata þegar ráðist var á hana. Þetta er í fyrsta skiptið sem ráðist er á vél eftir að flugbannið var samþykkt. 24.3.2011 20:05 Portúgalar nálægt því að leita neyðaraðstoðar Portúgal er nú einu skrefi nær því að leita neyðaraðstoðar eins og Írland og Grikkland hafa gert eftir að ríkisstjórn landsins sagði af sér í gær. 24.3.2011 19:22 Enn aukast mótmælin í Sýrlandi Mótmælendur hafa safnast saman í sýrlensku borginni Daraa í dag og hrópað slagorð gegn ríkisstjórninni og forsetanum Al Assad. Í dag voru mótælendur sem féllu fyrir byssukúlum lögreglunnar í gær bornir til grafar og segja sumir að allt að 20 þúsund manns hafi komið saman af því tilefni og mótmælt framferði stjórnarinnar. Að minnsta kosti fimmtán manns hafa látið lífið í bardögum lögreglu og mótmælenda í gær og öryggissveitir yfirvalda hafa umkringt miðborgina til þess að reyna að lægja ófriðaröldurnar. Mótmælendur sækja hinsvegar í sig veðrið og nú er fólk hvatt til þess að koma saman á morgun að loknum föstudagsbænum múslima. 24.3.2011 14:00 Þvertaka fyrir dauða óbreyttra borgara Yfirmaður í Bandaríkjaher staðhæfir að engar staðfestar fregnir hafi borist af mannfalli á meðal óbreyttra borgara í Líbíu af völdum loftárása bandamanna síðustu daga. Þetta gengur þvert á það sem talsmenn Gaddafís einræðisherra hafa staðhæft. Aðmírállinn Gerard Hueber segir að verkefni bandamanna sé að verja saklausa borgara og því séu skotmörk valin með það sem helsta markmið að skaða ekki almenna borgara. 24.3.2011 08:55 Myrtu óbreytta borgara sér til skemmtunar Bandarískur hermaður hefur viðurkennt að hafa verið meðlimur í hópi sem myrti almenna borgara í Afganistan sér til skemmtunar. Hermaðurinn, hinn 23 ára gamli Jeremy Morlock, hefur borið fyrir herrétti að hann hafi ásamt nokkrum félögum sínum í hernum, sviðsett átök til þess að eiga auðvelt með að drepa saklausa menn sem urðu á vegi þeirra. 24.3.2011 08:53 Starfsmenn Fukushima aftur til starfa Starfsmenn Fukushima kjarnorkuversins hafa enn einu sinni snúið aftur til vinnu sinnar við að kæla kjarnaofna versins, en allt starfsfólkið var flutt á brott síðdegis í gær þegar svartur reykur fór að liðast upp frá einum ofninum sem skemmdist þegar jarðskjálftinn reið yfir þann ellefta mars síðastliðinn. Óljóst er hvað olli reyknum en engin merki voru um að eldur hefði brotist út og geilslamengun á svæðinu jókst ekki að því er stjórnvöld segja. 24.3.2011 08:43 Að minnsta kosti tíu mótmælendur skotnir til bana Að minnsta kosti tíu mótmælendur létu lífið og tugir eru slasaðir eftir að lögreglan í Sýrlandi hóf skothríð á hóp fólks sem mótmælti drápum á sex mótmælendum í borginni Daraa í fyrrinótt. 24.3.2011 08:39 Yfir 300 þúsund hafa flúið frá Líbíu Barack Obama Bandaríkjaforseti ítrekaði í gær að innrás á landi í Líbíu til að koma Múammar Gaddafí frá völdum kæmi ekki til greina. 24.3.2011 05:00 Fólk hamstrar vatn úr búðum í Tókýó „Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Toru Kikutaka, verslunarmaður í Tókýó, þar sem verslunarhillur með vatnsflöskum tæmdust nánast á augabragði eftir að borgarstjórinn sagði geislamengun hafa mælst í kranavatni borgarinnar. 24.3.2011 04:00 Ríkisstjórn Portúgals fallin Ríkisstjórn Portúgals er fallinn. Þetta tilkynnti forsætisráðherran Jose Socrates seint í kvöld. 23.3.2011 22:45 11 milljónir ná í nýjan Firefox Tæplega ellefu milljónir manna hafa náð sér í nýjustu útgáfuna af Firefox vafranum frá því hann kom á markað á dögunum. Firefox er næst vinsælasti vafrinn í dag og á heimasíðu Mozilla sem gerir vafrann má sjá kort af því í rauntíma hvaðan verið er að ná í nýja vafrann. 23.3.2011 22:30 Forseti Rússlands bauð Deep Purple í hádegisverð Dimitry Medvedev bauð meðlilmum hljómsveitarinnar Deep Purple í lúxus bústað sinn, sem staðsettur er rétt fyrir utan Moskvu, í gær en hljómsveitin hélt tónleika í borginni síðar um kvöldið. 23.3.2011 21:37 Yfir 100 þúsund börn hafa misst heimili sín Yfir hundrað þúsund börn hafa misst heimili sín í kjölfar hamfaranna í Japan. Samtökin Barnaheill – Save the Children vara við því að barnshafandi konur gætu þurft að fæða í neyðarskýlum sem komið var upp í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju sem reið yfir landið. 23.3.2011 21:00 Sjá næstu 50 fréttir
Áfall fyrir hægristjórn Merkel „Við höfum tryggt okkur sögulegan kosningasigur,“ sagði Winfried Kretschmann, leiðtogi Græningja í þýska sambandslandinu Baden-Württemberg, í gær. 28.3.2011 03:30
Sat saklaus í fangelsi í 21 ár Hinn 43 ára Maurice Caldwell, sem setið hefur í fangelsi í Kaliforníu í 21 ár, hefur verið látinn laus. Sakfellingardómi hans var snúið við á síðasta ári. 28.3.2011 00:00
Ætlar að klifra utan á hæsta mannvirki í heimi Hann er búinn að klifra utan á Effeil turninum í París og á Óperuhúsinu í Sydney en næsta verkefni mun vera hæsta mannvirki í heimi, Burj Khalifa turninn í Dúbaí. 27.3.2011 20:14
Sonur háttsetts yfirmanns í lögreglunni í haldi Fimm karlmenn eru sagðir vera í haldi lögreglu eftir að kona ruddist inn á hótel erlendra fréttamanna í Trípólí í gær þar sem hún sagði menn á vegum Gaddafís einræðisherra hafa nauðgað sér. Konan mun vera við góða heilsu og er komin með lögfræðing. 27.3.2011 19:30
Uppskriftin leyndarmál Undirbúningur að brúðkaupi Vilhjálms Prins og Kate Middleton sem fer fram í lok næsta mánaðar er í fullum gangi. Brúðkaupstertan var kynnt í dag en uppskriftin er hins vegar leyndarmál. 27.3.2011 19:15
Eiturslanga slapp úr dýragarði Íbúar í nágrenni við Bronx dýragarðinn í New York ættu að hafa varann á næstu daga. Egypsk Cobra eiturslanga slapp úr dýragarðinum á föstudaginn og geta bit eftir hana leitt til dauða. 27.3.2011 16:33
Harðir bardagar í Misrata Uppreisnarmenn í Líbíu fullyrða að þeir hafi náð bæjunum Brega, Ras Lanuf og Ujala í austurhluta landsins á sitt vald í gær. Brega og Ras Lanuf eru mikilvægir fyrir olíuiðnað landsins en harðar bardagar geysa nú um borgina Misrata í vesturhluta landsins. 27.3.2011 15:34
Hundrað hermenn farist á þremur mánuðum Eitt hundrað hermenn, á vegum Atlantshafsbandalagsins, hafa farist í Afganistan það sem af er þessu ári. Þetta sýna tölur frá Atlantshafsbandalaginu sem danska blaðið Jyllands Posten vísar í. Tölurnar benda til þess að enn sé mikill órói í Afganistan. Árið í fyrra var eitt það mannskæðasta frá árinu 2001 en þá fórust 709 hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins. 27.3.2011 13:18
Heimsendir 21. maí 2011? "Það verður heimsendir þann 21. maí árið 2011, klukkan sex að morgni að staðartíma í Kalíforníu,“ segir útvarpspredikarinn Harlold Camping, sem hefur spáð í tölur í um 70 ár en hann er verkfræðingur að mennt. 27.3.2011 13:11
Tíu milljón sinnum meiri geislavirkni en við eðlilegar aðstæður Geislavirkni í vatni í kjarnakljúfi tvö í kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan er nú tíu milljónum sinnum meiri en við eðilegar aðstæður og hafa starfsmenn sem unnið hafa að kælingu kljúfsins nú verið sendir heim og svæðið í kringum kljúfinn verið rýmt. 27.3.2011 10:04
Færri giftingar en síðustu 20 ár Um 31 þúsund pör gengu í hjónaband í Danmörku í fyrra, en það er 6 prósenta samdráttur frá fyrra ári og fæstu giftingarnar frá árinu 1989. Þetta kemur fram hjá tölfræðistofnun Danmerkur. 26.3.2011 23:45
Fækkun glæpa hjá nýbúum Hlutfall afbrotamanna í hópi nýbúa í Danmörku og afkomenda þeirra hefur dregist verulega saman. 26.3.2011 22:00
Ætlar í mál eftir hanaárás Bandaríkjamaður hefur farið í mál við dýragarð í Illinois í Bandaríkjunum eftir að hani réðst á hann þegar hann var að festa girðingu í dýragarðinum. 26.3.2011 19:53
Fréttaskýring: Hvaða aðgerða ætlar ESB að grípa til? Leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu í gær heildarreglur um björgun evruríkja úr efnahagsvanda. Þeir segja nýju reglurnar marka tímamót, en stjórnarkreppa í Portúgal varpaði skugga á leiðtogafundinn í Brussel sem lauk í gær. 26.3.2011 18:15
Segir hermenn Gadafís ræna konum og nauðga þeim Iman al-Obeidi gekk inn á hótel þar sem erlendir fréttamenn voru að borða morgunmat fullyrti að líbískir hermenn hefðu nauðgað sér eftir að þeir handtóku hana við eftirlitshlið í Trípólí. Hún segist hafa dvalið í fangelsi í tvo daga og fimmtán menn hafi nauðgað sér á meðan. 26.3.2011 17:33
Óbreyttir borgarar féllu í skotárás Nató Sjö óbreyttir borgarar féllu þegar að flugsveitir Nató skutu á tvo bíla á Helmandsvæðinu í Afganistan í gær. Talsmaður Nató segir að fregnir hafi borist af því að leiðtogi talíbana og fylgdarsveinar hans væru í öðrum bílnum. 26.3.2011 16:28
Sjórinn við Fukushima geislavirkur Geislavirkni hefur mælst í sjónum nálægt Fukushima kjarnorkuverinu í Japan, en mælingin sýnir töluvert magn af geislavirkni í sjónum. Geislavirknin var mæld þrjú hundruð metrum frá landi en japanir óttast að geislavirknin breiðist nú í öll vötn á svæðinu. 26.3.2011 13:15
Þúsundir í mótmælagöngu í Lundúnum Búist er við allt að 250 þúsund manns taki þátt í mótmælagöngu í miðborg Lundúna í dag gegn niðurskurðaráformum bresku ríkisstjórnarinnar. 26.3.2011 12:30
Stund jarðar klukkan hálfníu í kvöld Stund jarðar verður haldin um allan heim í kvöld klukkan hálfníu. Meðan á stundinni stendur verða ljós slökkt um allan heim. 26.3.2011 12:15
Höfðu betur gegn hersveitum Gaddafís Líbískir uppreisnarmenn hafa nú náð olíuborginni Ajdabiya á sitt vald og höfðu þar betur gegn hersveitum Gaddafís einræðisherra í nótt. Gaddafí virðist þó ekki vera á þeim buxunum að gefast upp. 26.3.2011 12:00
Finnar tefja afgreiðslu Evrópusambands Ein stærsta snurðan sem hljóp á þráð leiðtogafundar Evrópusambandsins stafar af tregðu finnsku stjórnarinnar til að fallast á aukna fjárhagslega ábyrgð Finnlands á hugsanlegum aðgerðum til bjargar evruríkjum í vanda. 26.3.2011 07:30
Ölvaður ók á barn og flúði Betur fór en á horfðist þegar ölvaður maður ók skellinöðru á barnavagn í Óðinsvéum á fimmtudag. Hálfs árs gömul stúlka sem var í vagninum þeyttist tíu metra vegalengd, en lenti sem betur fer á grasbala við göngustíg og meiddist ekkert. 26.3.2011 00:00
Björn beit 12 ára dreng Tólf ára gamall drengur var bitinn af birni í Härjedalen í miðhluta Svíþjóðar. Lögreglan í Jämtland segir að ekki liggi fyrir hversu alvarlega slasaður drengurinn er. Drengurinn var á skíðum með jafnöldrum sínum við Funäsdalsberget þegar björninn beit hann í báða fótleggina. Hann var einnig bitinn í hrygginn. Sjúkraþyrla var send á vettvang til að sækja drenginn. 25.3.2011 17:35
Miklir kjarreldar í Colorado Rúmlega 8500 manns hafa neyðst til að yfirfega heimili sín í Denver í Colorado í Bandaríkjunum þar sem nú geisar miklir kjarreldar. Eldurinn hefur breiðst út á 6,5 ferkílómetra svæði og um hundrað slökkviliðsmenn berjast nú við hann en mikill vindur gerir þeim erfitt um vik. Engar fregnir hafa borist af meiðslum á fólki en íbúðarhús eru sumstaðar í hættu. 25.3.2011 14:53
Tugþúsundir mótmæla í Jemen Tugþúsundir manna komu saman í höfuðborg Jemens, Sanaa, í dag að loknum föstudagsbænum múslima. Mikil ófriður hefur verið í landinu síðustu vikur og í síðustu viku féllu 50 manns fyrir byssukúlum lögreglunnar. 25.3.2011 13:17
Lögreglumenn skutu 14 ára dreng Fimm brasílískir lögreglumenn hafa verið handteknir eftir að myndband sem virðist sýna þá skjóta fjórtán ára gamlan dreng var sýnt í sjónvarpi. 25.3.2011 10:12
Óttast að gat hafi komið á kjarnakljúfinn Japönsk yfirvöld óttast nú að gat sé á einum kjarnakljúfinum í Fukushima Kjarnorkuverinu. Reynist þetta raunin eykst verulega hættan á alvarlegri geislamengun frá verinu sem varð illa úti í Jarðskjálftanum í Japan á dögunum og í flóðbygjunni sem kom á eftir. 25.3.2011 08:36
Elizabeth Taylor mætti of seint í eigin jarðarför Stórleikkonan Elizabeth Taylor var í gær jörðuð í kirkjugarði í útjaðri Los Angeles borgar, aðeins einum degi eftir að hún lést. Taylor var 79 ára gömul og lést af völdum hjartabilunar. Jarðarförin hófst fimmtán mínútum of seint miðað við auglýstan tíma, en það hafði Taylor sjálf sérstaklega beðið um, að því er upplýsingafulltrúi hennar segir. Þannig tókst henni að verða sein í sína eigin jarðarför. 25.3.2011 07:19
Að minnsta kosti 60 látnir í hörðum skjálfta í Búrma Rúmlega 60 eru látnir og tugir bygginga eru rústir einar eftir að sterkur jarðskjálfti reið yfir Norð-austurhluta Búrma, nálægt landamærunum að Tælandi. Skjálftinn mældist 6.8 stig og varð á tíu kílómetra dýpi og fundu íbúar Bangkok greinilega fyrir honum en borgin er í 800 kílómetra fjarlægð. Yfirvöld segja að tala látinna geti auðveldlega hækkað sérstaklega í bænum Tarlay sem er nálægt upptökunum. Þar hrundu fimm klaustur til grunna og að minnsta kosti 35 íbúðarhús. 25.3.2011 07:15
Tíu þúsund látnir í Japan - sautján þúsund saknað Tala látinna eftir jarðskjálftann í Japan og flóðbylgjuna sem kom á eftir er nú komin yfir tíu þúsund. Rúmlega sautján þúsund manns er enn saknað og tæplega þrjú þúsund manns liggja slasaðir á sjúkrahúsum landsins. 25.3.2011 07:11
Tveir veiktust í kjarnorkuveri Tvær vikur eru nú liðnar frá því jarðskjálftinn mikli reið yfir Japan með gríðarlegi flóðbylgju í kjölfarið. Þessar tvær vikur hefur fólk víða í Japan þurft að búa við margvíslegt harðræði, tíðar rafmagnstruflanir, vöruskort í verslunum og ótta við geislamengun. 25.3.2011 05:00
Fílskálfar leika sér í uppblásinni sundlaug - samtals 770 kíló Fílskálfarnir Baylor og Tupelo búa í dýragarðinum í Houston í Bandaríkjum. Þeir eru báðir innan við árs gamlir, Baylor sem er tarfur fæddist í maí 2010 en Tupelo sem er kvíga fæddist í október. Hún var heil 124 kíló þegar hún fæddist og er nú orðin um 270 kíló. Baylor er öllu fyrirferðarmeiri, enda eldri, og orðinn 500 kíló. Baylor og Tupelo hafa gaman af því að leika sér í uppblásinni sundlaug sem starfsmenn dýragarðsins fylla reglulega af vatni fyrir þau. Myndband af leik þeirra má sjá með því að smella á tengilinn hér að ofan. Reyndar er það svo að fyrst léku þeir sér alltaf í uppblásinni barnasundlaug sem vegna fyrirferðar fílskálfanna hreinlega sprakk eftir aðeins örfáar mínútur. Nú fá þeir því að leika sér í fjölskyldusundlaug, og er þar átt við mennska fjölskyldu, sem dugar þeim í allt að fimm skipti áður en hún springur. Baylor og Tupelo hafa sérstaklega gaman af því að komast í bað þegar heitt er í veðri. Gestir dýragarðsins fylgjast iðulega spenntir með. 24.3.2011 21:15
Skutu á líbíska flugvél Áhöfn franskrar herþotu skaut á líbíska flugvél í dag, en áhöfn líbísku flugvélarinnar hafði brotið flugbannið yfir líbískri lofthelgi sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna setti á í síðustu viku. Líbíska vélin var nýlent í borginni Misrata þegar ráðist var á hana. Þetta er í fyrsta skiptið sem ráðist er á vél eftir að flugbannið var samþykkt. 24.3.2011 20:05
Portúgalar nálægt því að leita neyðaraðstoðar Portúgal er nú einu skrefi nær því að leita neyðaraðstoðar eins og Írland og Grikkland hafa gert eftir að ríkisstjórn landsins sagði af sér í gær. 24.3.2011 19:22
Enn aukast mótmælin í Sýrlandi Mótmælendur hafa safnast saman í sýrlensku borginni Daraa í dag og hrópað slagorð gegn ríkisstjórninni og forsetanum Al Assad. Í dag voru mótælendur sem féllu fyrir byssukúlum lögreglunnar í gær bornir til grafar og segja sumir að allt að 20 þúsund manns hafi komið saman af því tilefni og mótmælt framferði stjórnarinnar. Að minnsta kosti fimmtán manns hafa látið lífið í bardögum lögreglu og mótmælenda í gær og öryggissveitir yfirvalda hafa umkringt miðborgina til þess að reyna að lægja ófriðaröldurnar. Mótmælendur sækja hinsvegar í sig veðrið og nú er fólk hvatt til þess að koma saman á morgun að loknum föstudagsbænum múslima. 24.3.2011 14:00
Þvertaka fyrir dauða óbreyttra borgara Yfirmaður í Bandaríkjaher staðhæfir að engar staðfestar fregnir hafi borist af mannfalli á meðal óbreyttra borgara í Líbíu af völdum loftárása bandamanna síðustu daga. Þetta gengur þvert á það sem talsmenn Gaddafís einræðisherra hafa staðhæft. Aðmírállinn Gerard Hueber segir að verkefni bandamanna sé að verja saklausa borgara og því séu skotmörk valin með það sem helsta markmið að skaða ekki almenna borgara. 24.3.2011 08:55
Myrtu óbreytta borgara sér til skemmtunar Bandarískur hermaður hefur viðurkennt að hafa verið meðlimur í hópi sem myrti almenna borgara í Afganistan sér til skemmtunar. Hermaðurinn, hinn 23 ára gamli Jeremy Morlock, hefur borið fyrir herrétti að hann hafi ásamt nokkrum félögum sínum í hernum, sviðsett átök til þess að eiga auðvelt með að drepa saklausa menn sem urðu á vegi þeirra. 24.3.2011 08:53
Starfsmenn Fukushima aftur til starfa Starfsmenn Fukushima kjarnorkuversins hafa enn einu sinni snúið aftur til vinnu sinnar við að kæla kjarnaofna versins, en allt starfsfólkið var flutt á brott síðdegis í gær þegar svartur reykur fór að liðast upp frá einum ofninum sem skemmdist þegar jarðskjálftinn reið yfir þann ellefta mars síðastliðinn. Óljóst er hvað olli reyknum en engin merki voru um að eldur hefði brotist út og geilslamengun á svæðinu jókst ekki að því er stjórnvöld segja. 24.3.2011 08:43
Að minnsta kosti tíu mótmælendur skotnir til bana Að minnsta kosti tíu mótmælendur létu lífið og tugir eru slasaðir eftir að lögreglan í Sýrlandi hóf skothríð á hóp fólks sem mótmælti drápum á sex mótmælendum í borginni Daraa í fyrrinótt. 24.3.2011 08:39
Yfir 300 þúsund hafa flúið frá Líbíu Barack Obama Bandaríkjaforseti ítrekaði í gær að innrás á landi í Líbíu til að koma Múammar Gaddafí frá völdum kæmi ekki til greina. 24.3.2011 05:00
Fólk hamstrar vatn úr búðum í Tókýó „Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Toru Kikutaka, verslunarmaður í Tókýó, þar sem verslunarhillur með vatnsflöskum tæmdust nánast á augabragði eftir að borgarstjórinn sagði geislamengun hafa mælst í kranavatni borgarinnar. 24.3.2011 04:00
Ríkisstjórn Portúgals fallin Ríkisstjórn Portúgals er fallinn. Þetta tilkynnti forsætisráðherran Jose Socrates seint í kvöld. 23.3.2011 22:45
11 milljónir ná í nýjan Firefox Tæplega ellefu milljónir manna hafa náð sér í nýjustu útgáfuna af Firefox vafranum frá því hann kom á markað á dögunum. Firefox er næst vinsælasti vafrinn í dag og á heimasíðu Mozilla sem gerir vafrann má sjá kort af því í rauntíma hvaðan verið er að ná í nýja vafrann. 23.3.2011 22:30
Forseti Rússlands bauð Deep Purple í hádegisverð Dimitry Medvedev bauð meðlilmum hljómsveitarinnar Deep Purple í lúxus bústað sinn, sem staðsettur er rétt fyrir utan Moskvu, í gær en hljómsveitin hélt tónleika í borginni síðar um kvöldið. 23.3.2011 21:37
Yfir 100 þúsund börn hafa misst heimili sín Yfir hundrað þúsund börn hafa misst heimili sín í kjölfar hamfaranna í Japan. Samtökin Barnaheill – Save the Children vara við því að barnshafandi konur gætu þurft að fæða í neyðarskýlum sem komið var upp í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju sem reið yfir landið. 23.3.2011 21:00