Fleiri fréttir

Elizabeth Taylor er látin

Ein stærsta kvikmyndastjarna allra tíma, Elizabeth Taylor er látin, 79 ára að aldri. Taylor hafði lengi barist við veikindi og var í meðferð við hjartsláttartruflunum. Á meðal frægra mynda sem Taylor lék í má nefna Cleopatra og Who's afraid of Virgina Woolf?

Draugaborgin Detroit

Íbúum bílaborgarinnar Detroit hefur snarfækkað á síðustu tíu árum. Nýjar tölur um íbúafjölda í borginni, sem má muna sinn fífil fegurri þegar bílaiðnaðurinn var í blóma, sýna að íbúum í borginni hefur fækkað um 25 prósent á síðusta áratug. Nú búa rúmlega 700 þúsund manns í borginni og hafa íbúarnir ekki verið færri í heil hundrað ár.

Katsav dæmdur í sjö ára fangelsi

Moshe Katsav, fyrrverandi forseti Ísraels, var í gær dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir nauðgun. Málaferlin hafa tekið fimm ár, en Katsav sagði af sér vegna málsins árið 2007, hálfum mánuði áður en kjörtímabil hans rann út.

Gaddafí: Ég er skapari morgundagsins

Múammar Gaddafí leiðtofi Líbíu segist handviss um að hann og hans menn beri sigur úr býtum í því stríði sem nú stendur yfir. Gaddafi kom út á meðal almennings þegar hann hélt ræðu sem sýnd var í sjónvarpi á stað sem nýlega varð fyrir sprengjum bandamanna sem hafa látið loftskeytum og sprengjum rigna á höfuðborginni Trípólí síðustu fjórar nætur.

Mannfall á meðal mótmælenda í Sýrlandi

Að minnsta kosti sex létust í gærkvöldi þegar slí í brýnu á milli mótmælenda og lögreglumanna í sýrlensku borginni Deraa. Fjöldi fólks hafði komið saman fyrir utan mosku í borginni til þess að koma í veg fyrir að lögreglan færi þangað inn en þar hafa mótmæli staðið yfir síðustu vikur. Að minnsta kosti tíu hafa nú látist í átökunum. Neyðarlög hafa verið í gildi í Sýrlandi frá árinu 1963 og er afnám þeirra á meðal helstu krafna mótmælenda.

Geislavirkt kranavatn í Tókíó

Heilbrigðisyfirvöld í Tókíó vara nú við því að geislamengun í kranavatni borgarinnar sé svo mikil að ungabörn megi alls ekki drekka það. Sumstaðar í borginni er mengunin tvöföld á við það sem eðlilegt getur talist.

Knútur var veikur í heila

Dánarorsök ísbjarnarins Knúts er nú kunn. Upplýst hefur verið um hana í krufningaskýrslu. Margar kenningar hafa verið settar fram um það hvers vegna björnin drapst en nú er búið að taka af öll tvímæli með krufningaskýrslunni. Björninn drapst vegna sjúkdóms í heila, segir í blaðinu News aus Berlin sem greinir frá krufningaskýrslunni. .

Stjórnvöld í Líbíu: Fjöldi óbreyttra borgara hafa fallið

Bandarísk herþota brotlenti nærri Benghazi í Líbíu í gærkvöldi en loftárásir héldu áfram í höfuðborg landsins í nótt. Líbísk stjórnvöld fullyrða að fjöldi óbreyttra borgara hafi fallið í árásunum. Deilur hafa risið í röðum bandamanna.

Forseti Jemens samþykkir að stíga til hliðar fyrir áramót

Forseti Jemens, Ali Abdullah Saleh, hefur samþykkt tillögu andstæðinga sinna þess efnis að hann muni hverfa úr embætti fyrir árslok. Þetta staðhæfir hátt settur maður innan ríkisstjórnarinnar. Áður hafði hann aðeins lofað því að hætta fyrir árið 2013 en áköf mótmæli hafa verið í landinu síðustu vikur og hafa tugir eða hundruðir látist í átökunum.

Bandarísk herþota hrapaði í Líbíu

Bandaríski herinn hefur staðfest að herþota af gerðinni F-15 Eagle hafi farist í Líbíu. Ekkert er sagt benda til þess að vélin hafi verið skotin niður heldur hafi hún einfaldlega hrapað til jarðar. Tveir menn voru um borð og náðu þeir að skjóta sér út. Annar þeirra er fundinn en hinns er enn leitað, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

Fékk grætt á sig nýtt andlit

25 ára gamall Bandaríkjamaður fékk í gær grætt á sig nýtt andlit. Maðurinn afmyndaðist í andliti þegar hann snerti háspennulínu hann og tók það 30 lækna rúma fimmtán klukkutíma að græða nýja andlitið á hann. Aðgerðin var framkvæmd nákvæmlega ári eftir að fyrsta aðgerðin af þessu tagi var framkvæmd á Spáni.

Brúðurin eyddi brúðkaupsnóttinni í fangelsi

Lögregla var kölluð til í borginni Phoenix í Arizona í gær þegar til átaka kom í brúðkaupsveislu. Þegar lögreglan mætti á svæðið voru fjöldaslagsmál í gangi í veislunni.

Hjóna saknað eftir snjóflóð í Noregi

Hjóna er saknað í Noregi eftir að snjóflóð féll á hús þeirra nálægt Balestrand í Sogni í gærkvöldi. Flóðið tók tvö hús á svæðinu og standa aðeins grunnarnir eftir. Tíu manns voru fluttir á brott í gærkvöldi vegna snjóflóða og snjóflóðahættu og leit að hjónunum sem saknað er hefur tafist vegna hættunnar. Skip frá norsku strandgæslunni er á leið inn í fjörðinn þar sem flóðin féllu til leitar en ekki þykir öruggt að fara landleiðina.

Charlie Sheen að snúa aftur í Two and a Half Men?

Nýjustu fregnir úr Hollywood herma að leikarinn Charlie Sheen verði mögulega endurráðinn í sjónvarpsþáttinn vinsæla Two and a Half Men. Gustað hefur um stjörnuna síðustu vikur eftir að hann hellti sér yfir framleiðendur þáttanna og hagaði sér almennt stórundarlega. Í kjölfarið var hann rekinn. Nú segja heimildir úr innsta hring leikarans að honum verði boðið hlutverkið að nýju. Sheen var áður en hann var rekinn hæst launaði leikarinn í Bandarísku sjónvarpi og fékk rúmar hundrað og þrjátíu milljónir fyrir hvern þátt.

Sprengjuregn í Trípólí

Loftárásir héldu áfram á höfuðborg Líbíu þriðju nóttina í röð. Háværar sprengingar heyrðust og loftvarnabyssur geltu í alla nótt í borgina en herþotur bandamanna reyna nú að útrýma loftvörnum einræðisherrans Gaddafís. Árásirnar hafa gert uppreisnarmönnum í landinu auðveldar fyrir að berjast við heri Gaddafís en hernaðarsérfræðingar óttast þó að þrátefli kunni að koma upp þar sem uppreisnarmennirnir séu ekki nægilega vel vopnum búnir til þess að láta kné fylgja kviði.

Starfsmenn flýja reyk úr kjarnorkuveri

Starfsmenn sem unnið hafa að viðgerðum á kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan flúðu í gær í ofboði eftir að hvítur reykur tók að stíga upp af kjarnaofnunum tveimur sem skemmdust í flóðbylgjunni fyrir ellefu dögum.

Með tómatafælni en elskar tómatsósu

Kayleigh Barker er tuttugu og tveggja ára þjónn á veitingastað í Southampton. Það er kannski ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að hún er með tómatafælni, eða á slæmri íslensku fóbíu. Og það sem meira er, hún elskar tómatsósu.

Danskir unglingar stórnotendur á klámi

72 prósent danskra unglingspilta og 3,6 prósent danskra unglingsstúlkna horfa á klámefni á netinu, í sjónvarpi eða í blöðum tvisvar sinnum í viku eða oftar og falla því undir skilgreiningu fræðimanna á stórnotendum á klámi.

Bjargað eftir níu daga í húsarústum

Sextán ára gamall piltur sem bjargað var úr húsarústum í norðurhluta Japans ásamt ömmu sinni eftir níu daga segir þau hafa nærst á vatni og flögum. Staðfest er að tala látinna sé nú nærri níu þúsund og um þrettán þúsund er enn saknað.

UNICEF safnar fyrir börn í Líbíu

UNICEF á Íslandi hefur hafið söfnun vegna hjálparstarfs UNICEF í Líbíu. Óróleiki og átök í landinu ógna lífi og velferð mörg þúsunda barna í landinu. Um hundrað þúsund manns hafa flúið yfir til nágrannaríkjanna Egyptalands og Túnis og er meirihluti þeirra konur og börn. Sem fyrr eru börn sérstaklega berskjalda þegar neyðarástand ríkir. Hægt er að styrkja neyðarstarf UNICEF með því að greiða inn á reikning 515-26-102040 (kt. 481203-2950). Einnig er hægt að hringja í síma 908-1000 (1.000 krónur), 908-3000 (3.000 krónur) eða 908-5000 (5.000 krónur). Einnig er hægt að láta skuldfæra af kreditkorti hér. Helstu verkefni UNICEF snúa að því að vernda börn gegn ofbeldi og misnotkun, sjá til þess að þau hafi aðgang að nauðsynlegri heilsugæslu og hreinu vatni, tryggja lágmarkshreinlæti til að koma í veg fyrir útbreiðsælu farsótta og veita sálrænan stuðning.

Þorpsbúar flýja eldgos

Um 1200 manns hafa flúið eldfjall í Indónesíu sem fór að gjósa um helgina. Eldfjallið, Karangetang, er eitt af virkustu eldfjöllum landsins og höfðu vísindamenn varað við því í lok síðustu viku að það gæti farið að gjósa. Síðast gaus fjallið í ágúst og þá fórust fjórir. Engar fregnir hafa borist af manntjóni nú en skemmdir hafa orðið á húsum í þorpum við rætur fjallsins. Mökkurinn úr fjallinu náði rúmlega tvö þúsund metra hæð í gær og hraun streymir niður fjallshlíðar.

Myndir af bandarískum hermönnum vekja reiði

Þýska blaðið Der Spiegel birti í gær myndir sem sýna tvo Bandaríska hermenn stilla sér upp með líki í Afganistan. Mennirnir hafa verið ákærðir fyrir morðið á manninum sem var óbreyttur afganskur borgari. Fimm hermenn hafa verið ákærðir í málinu en þeir eru sagðir hafa myrt að minnsta kosti fimm óbreytta borgara í landinu á síðasta ári. Talsmenn Bandaríkjahers hafa beðist afsökunar á ódæðinu og segja mennina fá þunga dóma, verði þeir sakfelldir.

Stuðningsmenn Bradley Manning handteknir við Quantico

Um 30 mótmælendur voru handteknir við Quantico herstöðina í Virginíu í gærkvöldi. Fólkið var í hópi 400 manna sem komu saman við herstöðina til þess að krefjast þess að hinn 23 ára gamli Bradley Manning verði látinn laus úr haldi, en Manning er hermaðurinn sem lak þúsundum leyniskjala til Wikileaks eins og frægt er orðið.

Ástandið skárra í Fukushima

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir að ástandið í Fukushima kjarnorkuverinu fari nú batnandi en hættuástand hefur verið á svæðinu frá því jarðskjálftinn mikli reið yfir og flóðbylgjan kom í kjölfarið. Dregið hefur úr geislun frá verinu þar sem menn hafa keppst við að kæla kjarnakljúfana. Talsmaður stofnunarinnar áréttaði þó að ástandið væri enn mjög alvarlegt. Tala látinna eftir jarðskjálftann í Japan fer enn hækkandi. Nú er staðfest að 8.450 hafi farist og er tæplega þrettán þúsund manna enn saknað.

Árás gerð á höfuðstöðvar Gaddafís

Flugskeytaárás var í nótt gerð á höfuðstöðvar Gaddafís í Trípólí. Árásin var gerð á víggirta byggingu í úthverfi höfuðborgar Líbíu, Trípólí og segja talsmenn bandamanna að ætlunin hafi verið að eyðileggja aðgerðamiðstöð Líbíska herliðsins.

Mótmæli breiðast út

Forseti Jemens, Ali Abdullah Saleh, rak í gær ríkisstjórn landsins. Fjöldi embættismanna hafði þegar sagt af sér vegna andstöðu við morð á mótmælendum á föstudag, þar sem minnst 45 voru drepnir. Sendiherra Jemens hjá Sameinuðu þjóðunum, tveir ráðherrar, yfirmaður ríkisfjölmiðilsins og sendiherra landsins í Líbanon voru meðal þeirra sem sagt höfðu af sér.

Gaddafí heitir langvinnum stríðsátökum

Loftvarnakerfi Líbíu er sagt illa skaddað eftir loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands. Gaddafí segist ekki ætla að víkja og hefur hert á sókn stjórnarhers Líbíu gegn uppreisnarmönnum. Tölur um mannfall eru á reiki.

Bjargað úr rústum eftir níu daga

Áttræðri konu og sextán ára barnabarni hennar var bjargað úr rústum húss í Ishinomaki í Japan í gær, níu dögum eftir skjálftann þar í landi. Þau höfðu verið föst í húsinu en komust í ísskáp og gátu því nærst. Þau eru nú á spítala.

Milljónir Egypta kjósa - ElBaradei grýttur

Milljónir Egypta hafa tekið þátt í kosningum í dag þar sem kosið er um breytingar á stjórnarskrá Egyptalands. Verði breytingarnar samþykktar þýðir það að Egyptar geta haldið lýðræðislegar kosningar eftir hálft ár.

Wyclef skotinn á Haítí

Tónlistarmaðurinn Wyclef Jean hefur verið útskrifaður af spítala eftir að hann var skotinn í höndina nærri Port-au-Prince, höfuðborg Haíti. Samkvæmt fréttavef BBC þá eru málsatvik óljós en hann var skotinn að kvöldi laugardags að staðartíma.

Börnin gráta björninn Knút

Sorg ríkir í Þýskalandi vegna dauða ísbjarnarins Knúts sem naut ótrúlegra vinsælda meðal barna og fullorðinna þar í landi. Banamein Knúts hefur enn ekki verið staðfest en mörg hundruð gestir í dýragarðinum fylgdust með síðustu andartökunum í lífi hans.

Sprengjum rignir yfir Líbýu

Sprengjum rigndi yfir Líbýu í gærkvöld. Bandamenn vörpuðu sprengjum á 20 mismunandi staði í Líbýu. Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands segja að þetta sé fyrsta skrefið í þvi að framfylgja ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var á fimmtudagskvöld. David Cameron, forsætisráðherra Breta, segir að aðgerðirnar séu nauðsynlegar, löglegar og réttlátar. Undir það tekur Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og hann segir jafnramt að ekki sé hægt að horfa upp á Gaddafi, leiðtoga Líbýumanna, misþyrma þjóð sinni.

Fullyrða að um 50 manns hafi farist í gær

Stjórnvöld í Líbíu fullyrða að hið minnsta 50 manns, þar á meðal konur og börn, hafi farist í árásum bandamanna á Líbíu í gærkvöld. Bandamenn segjast ekki geta staðfest þær upplýsingar, eftir því sem fram kemur á fréttavef CNN.

Gaddafi með fjóra blaðamenn í haldi

Líbísk stjórnvöld hafa tekið fjóra blaðamenn í gíslingu eftir að árásir bandamanna á Líbíu hófust í dag. Blaðamennirnir starfa allir fyrir Al-Jazeera fréttastofuna. Þeir eru frá Bretlandi, Noregi, Túnis og Márítaníu, að því er Al-Jazeera greinir frá. Blaðamennirnir hafa verið í Líbíu undanfarna daga til þess að greina frá ástandinu þar.

Cameron segir ekki hægt að sitja aðgerðarlaus

„Það sem við gerum er nauðsynlegt, löglegt og rétt,“ sagði David Cameron forsætisráðherra Bretlands í sjónvarpsávarpi fyrir utan breska forsætisráðherrabústaðinn í dag.

Meðvitaður um hættur hernaðaraðgerðanna

"Ég er meðvitaður um hættur hernaðaraðgerða,” sagði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, í sjónvarpsávarpi í kvöld. Ég vil að ameríska þjóðin viti að beiting valds er ekki fyrsti kostur í stöðunni,“ sagði Barack Obama þegar að hann réttlætti loftárásirnar á Líbíu sem hófust í kvöld. Obama sagði að Gaddafi beitti þjóð sína svo mikillli grimmd að ekki væri hægt að standa hjá og horfa á ofbeldið.

Frakkar senda flugmóðurskip sitt til Líbíu

Franskar herþotur skutu fyrstu skotum á líbísk skotmörk í dag. Þá hefur David Cameron, forsætisráðherra Breta, staðfest að breskar herþotur væru tilbúnar til árásar og bandarískir fjölmiðlar segja að hermenn Bandaríkjamanna hafi skotið stýriflaug.

Bandamenn búa sig undir árásir á Gaddafi

Um 20 herþotur frá franska flughernum sveima nú í líbískri lofthelgi til að koma í veg fyrir að herlið Gaddafis Líbíuforseta geti ráðist á uppreisnarmenn í borginni Benghazi. Þá eru einnig franskar þotur yfir Líbíu.

Knútur er dauður

Frægasti ísbjörn allra tíma, björninn Knútur, drapst á heimili sínu í dýragarði í Þýskalandi í dag. Þýska blaðið Spiegel greinir ffrá þessu en segir jafnframt að ekki liggi fyrir af hverju Knútur drapst. Knútur hefur verið í dýragarði í Berlín frá því móðir hans hafnaði honum og bróður hans. Knútur var fjögurra ára gamall.

Sjá næstu 50 fréttir