Fleiri fréttir

Uppnám vegna Kóran-brennslu

Allnokkur æsingur hefur gripið um sig vegna kirkjusafnaðar í Bandaríkjunum sem ætlar að brenna Kóraninn, helga bók múslima hinn 11. september.

Rice greinir frá skelfingunni og fátinu 11. september 2001

Condolezza Rice fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur nú greint frá því í fyrsta sinn hversu mikil skelfing og fát greip um sig meðal æðstu ráðamanna Bandaríkjanna daginn 11. september árið 2001 þegar hryðjuverkaárásin var gerð á World Trade Center í New York og Pentagon.

Hiltabeltisstormur skellur á Texas

Reiknað er með að hitabeltisstormurinn Hermine skelli á suðurhluta Texas í dag en stormurinn náði inn á strönd Mexíkó í nótt.

Verkamannaflokkurinn áfram við völd í Ástralíu

Línur eru nú að skýrast í stjórnarmyndunarviðræðunum í Ástralíu. Tveir af þremur óháðum þingmönnum landsins hafa sagt að þeir muni styðja áframhaldandi stjórn Verkamannaflokksins undir forystu Júlíu Gillard.

Allsherjarverkfall veldur miklum truflunum í Frakklandi

Búast má við miklum truflunum á daglegu lífi fólks í Frakklandi í dag en boðað hefur verið til allsherjarverkfalls í sólarhring til að mótmæla áformum stjórnvalda um að hækka eftirlaunaaldur launþega landsins.

Sjálfsmorðssprengja banar sautján

Í það minnsta sautján manns, lögreglumenn og óbreyttir borgarar, féllu þegar sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi bíl sinn í loft upp bak við lögreglustöð í norð-vesturhluta Pakistan í gær.

Leggur milljarða í samgöngur

Ríkisstjórn Baracks Obama ætlar að eyða um 50 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 5.850 milljarða króna, til að endurnýja vegakerfi, járnbrautir og flugvelli. Áformunum er ætlað að hafa jákvæð áhrif á efnahagslíf landsins.

Hnökrar á danskri geimferðaáætlun

Hópur danskra geim­áhugamanna þurfti að hætta við fyrirhugað eldflaugarskot á sunnudag vegna bilunar í eldflaug. Hópurinn hefur það að markmiði að koma manni út í geim.

Hægir á efnahagsbatanum

Jarðskjálftinn sem lagði um 500 hús í rúst í borginni Christchurch á Nýja-Sjálandi á föstudag gæti hægt verulega á efnahagsbatanum á svæðinu, segir John Key, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.

Ekki hætta á að lokan gefi sig

Ekki er lengur talin hætta á að lokunarbúnaður sem notaður var til að stöðva olíuleka úr borholu BP-olíufélagsins á Mexíkóflóa gefi sig.

Ráðum því hvort við drepum okkar konur

Íranska utanríkisráðuneytið hefur sagt vestrænum þjóðum að hætta að skipta sér af máli konnunnar sem hefur verið dæmd til að vera grýtt í hel þar í landi.

Eyðileggingin á Nýja-Sjálandi meiri en áður var talið

Eyðileggingin eftir jarðskjálftann á Nýja-Sjálandi á laugardaginn er meiri en áður var talið. Um 100 þúsund af 160 þúsund íbúðum í bænum Christchurch og nágrenni, sem varð verst úti í skjálftanum, eru ónýtar og verða líklegast ekki lagaðar. Þetta segir John Key, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, í samtali við bresku BBC fréttastofuna. Key heimsóttu hamfarasvæðið í dag.

Mörghundruð gervibrúðkaup

Breskur prestur hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að gefa hundruð para saman í málamyndahjónabönd til þess að karlmennirnir fengju landvistarleyfi í Bretlandi.

Þegiðu svikari

Mahmoud Abbas forseti palestínumanna hefur sagt nafna sínum Ahmadinejad forseta Írans að vera ekki að skipta sér af því sem honum kemur ekki við.

Nýtt teppi veldur Obama vandræðum

Barack Obama forseti Bandaríkjanna á ekki sjö dagana sæla í embætti sínu og enn einn bletturinn féll á forsetatíð hans um helgina þegar í ljós kom að hið nýja gólfteppi í skrifstofu hans í Hvíta húsinu hefur að geyma sögufölsun.

Snúa á veiðiþjófana

Simpansar sem búa í regnskógum Gíneu í Vestur-Afríku hafa lært að skemma gildrur sem lagðar eru af veiðiþjófum, og kenna hver öðrum að forðast og skemma gildrurnar. Frá þessu er sagt á vef BBC.

Töfin ekki sök saksóknara

Asil Nadir, 69 ára auðkýfingur frá Kýpur, þarf að bíða í meira en ár eftir réttarhöldum í Bretlandi. Hann sneri sjálfviljugur aftur til Bretlands í síðasta mánuði eftir að hafa flúið fyrir sautján árum, þegar fyrirtæki hans fór á hausinn.

Yfir 500 hús eru ónýt eftir jarðskjálfta

Í það minnsta 500 hús í borginni Christchurch á Nýja-Sjálandi eru hrunin eftir jarðskjálfta sem reið yfir á föstudag og fjöldi húsa til viðbótar skemmdist. Mikil mildi þykir að enginn hafi látist og aðeins tveir slasast illa.

Árásarmenn sprengdu sig í loft upp í Írak

Að minnsta kosti tólf manns létust og hátt í fjörutíu særðust þegar að sjálfsvígsárásarmenn sprengdu sig í loft upp í herbúðum íraska hersins í höfuðborg Íraks, Bagdad, í dag.

Ræddu við námumennina

Eftirlifendur úr flugslysi hafa heimsótt námumennina í Chile til að blása þeim von í brjóst. Mennirnir hafa nú verið fastir neðanjarðar í mánuð.

Fann pabba sinn fyrir tilviljun

Wanda Rodriguez, hjúkrunarkonu í New York, brá heldur en ekki í brún þegar hún tók á móti sjúklingi í síðustu viku. Þar var nefnilega kominn faðir hennar, sem Wanda hafði ekki séð eða heyrt frá í 41 ár, eða síðan hann stakk af frá konu sinni og börnum.

Útgöngubanni aflétt á Nýja Sjálandi

Enn hafa engar fregnir af mannskaða borist frá Nýja Sjálandi, en afar öflugur jarðskjálfti reið yfir Christchurch, næststærstu borg landsins, í gærmorgun. Tveir eru þó þungt haldnir eftir að hafa orðið fyrir grjót- og glerhruni í skjálftanum.

Kraftaverk að enginn hafi látið lífið í jarðskjálftanum

John Key, forsætisráðherra Nýja Sjálands, segir það kraftaverki líkast að enginn hafi látið lífið í jarðskjálfta að styrk 7,1 sem skók borgina Christchurch klukkan hálf fimm í morgun. Tveir eru þó alvarlega slasaðir eftir að skorsteinn féll á annan þeirra og hinn er illa skorinn eftir gler. Þá hafa tíu manns til viðbótar leitað sér aðstoðar vegna hjartaáfalls eftir skjálftann.

Fallhlífastökkvarar létust á Nýja Sjálandi

Níu fórust þegar að flugvél hrapaði á Suðurey á Nýja Sjálandi í morgun. Staðurinn er vinsæll meðal ferðamanna en fjórir útlendingar eru meðal hinna látnu, þeir voru frá Ástralíu, Írlandi, Bretlandi og Þýskalandi.

Köstuðu eggjum og skóm í Tony Blair

Um tvö hundruð mótmælendur voru mættir yfir utan bókabúð í Dublin í morgun en Tony Blair fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hafði boðað komu sína í búðina til að árita eintök af endurminningum sínum.

Borgin eins og vígvöllur eftir jarðskjálfta

Vitni lýsa borginni Christchurch í Nýja Sjálandi eins og vígvelli eftir að jarðskjálfti að styrk 7,1 skók borgina snemma í morgun. Raflínur, skólp- og vatnslagnir og vegakerfi eru víða í ólagi eftir skjálftann, og hundruð bygginga hafa hrunið að hluta.

Neituðu að vinna með fíkniefnahring

Yfir sjötíu manns, sem fíkniefnasmyglarar myrtu í Mexíkó fyrir tæpum tveimur vikum, höfðu neitað að vinna með glæpahringnum. Annar tveggja manna, sem lifðu af, sagði sögu sína í sjónvarpsviðtali á leið heim til Ekvador.

Portúgalskir barnaníðingar dæmdir

Sex portúgalskir karlmenn voru í dag dæmdir í fangelsi fyrir kynferðisleg brot gegn ungmennum sem dvöldu á stofnun fyrir fátæk börn og unglinga. Meðal hinna dæmdu eru þekktur sjónvarpsmaður, tveir læknar og fyrrverandi sendiherra. Starfsmaður stofnunarinnar, Carlos Silvino, var dæmdur í 18 ára fangelsi en hinir 5-7 ára fangelsi.

Flutningaflugvél hrapaði í Dubai

Tveir létust þegar flutningaflugvél af gerðinni Boeing 747 fórst í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í kvöld. Vélin hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Dubai.

Miklar skemmdir í miðborginni

Umtalsverðar skemmdir blasa við víða í miðborg næst fjölmennstu borgar Nýja Sjálands eftir að harður jarðskjálfti reið yfir suðurhluta landsins seinnipartinn í dag. Skjálftinn var að stærðinni 7,2 en upptök hans voru í um 30 kílómetra fjarlægð frá borginni.

Öflugur skjálfti á Nýja Sjálandi

Öflugur jarðskjálfti reið yfir suðurhluta Nýja Sjálands síðdegis. Skjálftinn var að stærðinni 7,1 en upptök hans voru 55 kílómetra norðvestur af Christchurch sem er önnur stærsta borg landsins. Fjölmargir eftirskjáltar hafa mælst undanfarnar tvær klukkustundir. Þá er búist við því að fljóðbylgja fylgi í kjölfarið. Umtalsverðar skemmdir yrðu á byggingum og öðrum mannvirkjum.

Tugir látnir eftir sprengjuárás í Pakistan

Að minnsta kosti 42 eru látnir og um hundrað slösuðust þegar sprengja sprakk á samkomu Sjía múslíma í borginni Quetta í Pakistan í dag. Fundargestir voru mættir til þess að lýsa yfir stuðningi við baráttu Palestínumanna en þetta er í annað sinn sem ráðist er á Sjía múslíma á einni viku í landinu en Sjíar eru minnihlutahópur í Pakistan.

Earl missir vind úr seglum

Fellibylurinn Earl hefur nú náð ströndum Norður Karólínu í Bandaríkjunum og stefnir að Nýja Englandi. Áður en hann náði landi hafði þó dregið verulega úr styrk hans og flokkast hann nú sem annars stigs fellibylur en hann hafði náð fjórða stigi þegar mestur vindurinn var í honum. Yfirvöld hvetja íbúa þó til þess að búa sig vel undir veðrið því enn geti hann blásið kröftuglega.

27 eitulyfjasmyglarar felldir í Mexíkó

Mexíkóski herinn felldi 27 meðlimi eiturlyfjagengis þegar skotbardagi braust út við bandarísku landamærin í nótt. Herflokkur varð fyrir árás þegar hann nálgaðist það sem virðist hafa verið þjálfunarbúðir fyrir glæpamennina en búðirnar uppgötvuðust í eftirlitsflugi flughersins.

Ekki lengur þörf fyrir guð

Breski vísindamaðurinn og metsöluhöfundurinn Stephen Hawking hefur komist að þeirri niðurstöðu að engin þörf sé fyrir guð til að útskýra tilurð heimsins. Heimurinn hafi einfaldlega orðið til af sjálfu sér, án íhlutunar guðs

Sjá næstu 50 fréttir