Erlent

Útgöngubanni aflétt á Nýja Sjálandi

Frá borginni Christchurch
Frá borginni Christchurch Mynd/AFP
Enn hafa engar fregnir af mannskaða borist frá Nýja Sjálandi, en afar öflugur jarðskjálfti reið yfir Christchurch, næststærstu borg landsins, í gærmorgun. Tveir eru þó þungt haldnir eftir að hafa orðið fyrir grjót- og glerhruni í skjálftanum.

Unnið er að því að meta eignatjónið sem orðið hefur, en alls er talið að 90 byggingar hafi eyðilagst í skjálftanum og fleiri en 500 skemmst.

Útgöngubanni hefur verið aflétt, en miðbær Christchurch er enn lokaður fyrir allri umferð. Rafmagni hefur víðast hvar verið komið á að nýju, en stórir hlutar borgarinnar hafa enn ekkert rennandi vatn. Óttast er að frekara tjón gæti orðið í óveðri sem stefnir nú að ströndum Nýja Sjálands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×