Erlent

Árásarmenn sprengdu sig í loft upp í Írak

Frá fyrri árásinni 17. ágúst. Þá létust yfir 40 manns.
Frá fyrri árásinni 17. ágúst. Þá létust yfir 40 manns.
Að minnsta kosti tólf manns létust og hátt í fjörutíu særðust þegar að sjálfsvígsárásarmenn sprengdu sig í loft upp í herbúðum íraska hersins í höfuðborg Íraks, Bagdad, í dag.

Af fimm árásarmönnum háðu tveir þeirra skotbardaga við hermenn í hernum í meira en klukkutíma áður en þeir sprengdu sig í loft upp. Þetta er önnur árásin á sömu herbúðirnar á þremur vikum, en í fyrri árásinni féllu að minnsta kosti fjörutíu menn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×