Erlent

Líftími þýskra kjarnorkuvera lengdur um 12 ár

Þýsk stjórnvöld hafa ákveðið að lengja líftíma kjarnorkuvera sinna um 12 ár.

Því munu sum kjarnorkuveranna vera í framleiðslu fram á miðjan þriðja tug þessarar aldar en fyrri áform gerðu ráð fyrir að byrjað væri að leggja þau niður upp úr árinu 2021.

Angela Merkel kanslari Þýskalands segir að ekki sé búið að þróa nægilega áform um endurnýjanlega orkugjafa sem ætlað er að taka við af kjarnorkuverunum. Alls eru 17 kjarnorkuver í rekstri í Þýskalandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×