Fleiri fréttir

Larry Craig ætlar að segja af sér

Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Larry Craig mun segja af sér á morgun í kjölfar þess að upp komst um handtöku hans fyrr í sumar. CNN greinir frá þessu og segir að Craig muni hverfa úr embætti 30. september næstkomandi.

Loftsteinn gæti lent á jörðinni árið 2036

Loftsteinn gæti lent á jörðinni innan tíðar, eða árið 2036, gangi spár sumra vísindamanna eftir. Verið er að vinna að áætlunum til þess að koma í veg fyrir að steinninn, Apophis, skelli á jörðinni og eru há verðlaun í boði fyrir bestu hugmyndina.

Hermaður svarar til saka fyrir fjöldamorð í Írak

Bandarískur hermaður svarar nú til saka fyrir morð á sautján óbreyttum íröskum borgurum, sem voru skotnir til bana á eða við heimili sín í Írak fyrir tveimur árum. Á meðan deila bandarískir stjórnmálamenn um veru Bandaríkjahers í Írak.

Enn eitt unglingamorðið í Lundúnum

17 ára drengur var stunginn til bana í Lundúnum í gær. Þetta er enn eitt morðið í höfuðborginni þar sem unglingar koma við sögu en lögregla hefur handtekið tvo 16 ára drengi vegna málsins. Ekki er talið að morðið tengist unglingagengjunum í borginni.

Bótakröfur á hendur bullu um 100 milljónir króna

Danska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur fótboltabullunni sem hljóp inn á völlinn í leik Svía og Dana í júní síðastliðnum og réðst á dómara leiksins. Bótakrafan hljóðar upp á um 20 milljónir íslenskra króna og bætist við um 80 milljóna króna kröfu rekstraraðila Parken sem sett var fram fyrr í vikunni.

Foreldrar Madeleine í mál við portúgalska fjölmiðla

Foreldrar Madeleine McCann ætla að höfða meiðyrða mál gegn portúgölsku blaði sem hélt því fram að þau hafi myrt dóttur sína. Samskipti Gerrys og Kate McCann við fjölmiðla hafa versnað stöðugt undanfarnar vikur. Margir portúgalskir fjölmiðlar vilja gera þau ábyrg fyrir hvarfi dótturinnar. Annaðhvort vegna vanrækslu eða vegna þess að þau hafi hreinlega sjálf orðið henni að bana.

Ég er svo ánægður að vera hérna uppá konunni minni

Stjórnmálamenn og stjórnarerindrekar þurfa að tjá sig í mörgum löndum. Það eru auðvitað töluð misjöfn tungumál í þessum löndum og það kemur fyrir að boðskapurinn brenglast í þýðingunni. Richard Woolcott sem stýrði ástralska utanríkisráðuneytinu í mörg ár rifjar upp skemmtilegar þýðingarvillur í endurminningum sem hann hefur skrifað um þetta tímabil.

Norskur hvalfangari sökk við bryggju

Þrjátíu metra norskur hvalbátur sökk við bryggju i Svolvær í Lofoten síðastliðna nótt. Enginn var um borð. Lögreglan útilokar ekki að unnið hafi verið skemmdarverk. Tilkynning barst um það um hálf þrjú í nótt að Willassen Senior væri að sökkva. Björgunarlið var sent á vettvang.

Gíslar fara heim á leið í dag

Talibanar í Afganistan hafa nú leyst síðustu suður-kóresku gíslana sína úr haldi og búist er við að gíslarnir fljúgi heim í dag.

Bretar minnast Díönu prinsessu

Tíu ár eru í dag liðin frá því Díöna prinsessa af Wales lést í bílslysi í París, og verða minningarathafnir haldnar um hana víðsvegar um Bretland í dag.

Vona að hundkvikindið drepist fljótlega

Fyrrverandi þjónustustúlka hjá hóteldrottningunni Leonu Helmsley er ákaflega glöð yfir að hún skuli nú hafa safnast til feðra sinna. Hún segir að nú verði Leona að svara til saka hjá Guði. Og þjónustustúlkan vonar að hundkvikindið Trouble drepist líka sem allra fyrst. Trouble erfði mörghundruð milljónir króna eftir húsmóður sína.

Bremsulausir Færeyingar

Flugvél frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways fór út af brautinni í flugtaki frá Færeyjum í morgun. Engan sakaði. Vélin var á leið frá Þórshöfn til Lundúna. Flugmennirnir hættu við flugtak þegar þeir uppgötvuðu að hemlabúnaður virkaði ekki sem skyldi. Hemlabilanir virðast vera viðvarandi vandamál hjá þessu flugfélagi.

Ríkasti maður Noregs bak við lás og slá

Kjell Inge Rökke, ríkasti maður Noregs dvelur nú í fangelsi og verður þar næstu 30 dagana. Rökke hlaut fangelsisdóminn fyrir að hafa mútað skipaeftirlitsmanni í tengslum við lúxussnekkju sína og útgáfu á haffærnisskírteini árið 2001.

Fram með kústinn kerlíng

Alþjóðleg rannsókn hefur leitt í ljós að kvæntir karlmenn taka umtalsvert minni þátt í húsverkunum en karlmenn sem eru í sambúð. Könnuðir við fylkisháskólann í Norður-Karólínu töluðu við yfir 17 þúsund manns í 28 löndum til þess að komast að þessari niðurstöðu.

Stal brú í heilu lagi

Rússneska lögreglan hefur haft hendur í hári manns sem stal brú í heilu lagi í Ryazan héraði austan við Moskvu. Brúin var úr stáli, tvíbreið og fimm metra löng. Maðurinn skrúfaði hana í sundur og hlóð henni á trukkinn sinn. Svo fór hann með hana og seldi hana í brotajárn. Lögreglan í Ryazan héraði segir að þetta sé umfangsmesti þjófnaður ársins.

Beint frá minningarathöfn um Díönu prinsessu

Bein útsending verður á Vísi klukkan 11 frá minningarathöfn um Díönu prinsessu af Wales en í dag eru tíu ár síðan hún lést í bílslysi í París. Minningarathöfnin þar sem synir Díönu, þeir Harry og Vilhjálmur verða viðstaddir ásamt Karli Bretaprins fer fram í Guards Chapel í Lunúnum.

Ellefu látnir að minnsta kosti í lestarslysi í Ríó

Að minnsta kosti ellefu létu lífið og 63 slösuðust þegar yfirfull lest skall á aðra í úthverfi brasilísku borgarinnar Rio de Janeiro í dag. Yfir hundrað björgunarmenn voru á staðnum og óttast slökkviliðsmenn að fleiri hafi látist.

Skipverji sem var í haldi sjóræningja íhugaði sjálfsmorð

Einn skipverjanna fimm sem eru nýkomnir til Danmerkur aftur, eftir að hafa verið á valdi sjóræningja í þrjá mánuði, segist oft hafa íhugað að fremja sjálfsmorð þennan tíma. Útgerðin hefur lítið viljað koma til móts við skipverjana en hefur boðist til að endurnýja farsíma þeirra.

Skógareldarnir í Grikklandi í rénun

Svo virðist sem skógareldarnir í Grikklandi séu í rénun. Yfirvöld eru þó viðbúin því að eldurinn kunni að glæðast á ný á svæðum þar glatt hefur logað síðustu daga. Að minnsta kosti sextíu og fjórir hafa látist í skógareldunum.

Blóðugar deilur mafíugengja

Deilur ítalskra mafíugengja eru taldar ástæða þess að sex Ítalar voru myrtir í Þýskalandi fyrr í mánuðinum. Lögreglan á Ítalíu handtók í dag á fjórða tuga manna í tengslum við morðin.

Viðbrögðin of hæg

Fórnarlömb fjöldamorðanna við Virginía Tech-háskólann í Bandaríkjunum hefðu hugsanlega orðið mun færri ef yfirvöld hefðu brugðist skjótar við, samkvæmt nýrri rannsókn.

Ný meðferð fyrir MS-sjúklinga

Vísindamenn hafa lagt til að ný meðferð verði notuð gegn heila og mænusigg-sjúkdómnum (MS) sem felur í sér notkun á hormóninu estrógen. Meðferðin felst í því að estrógen-hormónið er notað til að bægja frá eða jafnvel snúa við einkennum sjúkdómsins án þess að til komi þær algengu hliðarverkanir sem hormónameðferðum fylgja.

Rússar ólu á stríðsótta til þess að selja vopn

Rússar gerðu hvað þeir gátu til þess að ala á stríðsótta í Ísrael og Sýrlandi í sumar, til þess að auka vopnasölu sína til Sýrlands, að sögn diplomatisku öryggisþjónustunnar í Ísrael. Snemma í sumar kom upp sá orðrómur að Sýrlendingar hyggðust endurheimta Golan hæðirnar með stríði á hendur Ísrael. Jafnframt var sagt frá liðssafnaði beggja ríkjanna við landamærin.

Faldi nýfætt barn sitt í þvottakörfu

Sextán ára stúlka er í haldi lögreglu eftir að lík nýfædds barns hennar fannst í þvottavél á heimili hennar í borginni Frankfurt an der Oder í austurhluta Þýskalands í gær.

Íbúar norðurlanda 0,4 prósent af jarðarbúum

Norðulandabúar eru orðnir rúmar 25 milljónir. Samkvæmt tölum frá norrænu hagstofunum búa rúmlega 9 milljón manns í Svíþjóð, í Danmörku og Finnlandi rúmlega 5 milljónir og tæplega 5 milljónir í Noregi. Rúmlega 300 þúsund manns búa á Íslandi, á Grænlandi búa rúmlega 50.000 manns og tæplega 50.000 í Færeyjum. Á Álandseyjum búa 27.000 manns.

Kanada fordæmir samninga við Talibana

Utanríkisráðherra Kanada hefur gagnrýnt stjórnvöld í Suður-Kóreu harðlega fyrir að semja við Talibana í Afganistan um lausn gísla sem þeir tóku. Talibanar tóku 23 gísla frá Suður-Kóreu. Tveir þeirra voru myrtir en hinir hafa nú allir verið látnir lausir, eftir miklar samningaviðræður.

Meistaradeildin: Drátturinn í beinni á Vísi.is

Dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í dag klukkan 16:00 í Monte Carlo á Suðurströnd Frakklands. Vísir.is sýndi frá drættinum í beinni ústendingu. Fjögur ensk lið eru í pottinum og eru þau öll í fyrsta styrkleikaflokk. Rosenborg er eina liðið frá Norðurlöndunum.

Beljur með nafnskírteini

Bændur í Vestur-Bengal á Indlandi hafa verið skyldaðir til þess að fara með beljur sínar í myndatökur, til þess að útvega þeim nafnskírteini. Þetta er liður í því að koma í veg fyrir stórfellt smygl á þeim til Bangladesh. Meirihluti Indverja eru hindúar og samkvæmt þeirra trú eru þessir jórtrandi ferfætlingar heilagar kýr. Það er bannað að flytja þær úr landi.

Grikkir sækja bætur vegna eldanna

Þúsundir Grikkja streymdu í banka í landinu í gær til að sækja bætur frá ríkisstjórninni vegna eldanna sem hafa geysað þar í landi undanfarna daga. Allir Grikkir geta fengið bætur, sýni þeir skilríki og skrifi undir yfirlýsingu um að þeir hafi orðið fyrir tjóni vegna eldanna.

Svæfðu Madeleine í hel segja portúgalskir fjölmiðlar

Portúgalar hafa af einhverjum orsökum misst alla samúð með foreldrum Madeleine McCann, litlu bresku telpunnar sem nú hefur verið leitað í fjóra mánuði. Fjölmiðlar í landinu eru uppfullir af allskonar slúðurfréttum um málið.

Hraðafgreiðsla á Bótoxi

Fljótlegra er að fá tíma fyrir Bótox sprautu, en að láta fjarlægja hugsanlega illkynja fæðingarbletti í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í könnun sem samtök húðsjúkdómalækna þar í landi gerðu.

Kínverjar reyna að róa Japani

Kínverjar reyndu í dag að róa Japani yfir mikilli hervæðingu sinni, á fundi varnarmálaráðherra landanna. Meðal annars varð að samkomulagi að kínverskt herskip heimsækti Japan og er það í fyrsta skipti í sögu landanna. Kínverjar hafa stóraukið framlög til hermála undanfarin ár, og Japanir hafa af því áhhyggjur.

Yfirsáust tíu þúsund evrur

Þjófur sem sem stal skjalatösku í Dusseldorf í gær, tók ekki eftir því að í henni voru tíu þúsund evrur, eða rúmar 860 þúsund krónur, og henti henni. ,,Ég gæti trúað að hann yrði svekktur þegar hann kemst að því" sagði talsmaður lögreglu í borginni.

Úr fötunum eða ég sprengi

Alríkislögreglan í Bandaríkjunum rannsakar nú ránstilraunir sem framdar hafa verið að undanförnu í nokkrum fylkjum. Ránið fer þannig fram að maður hringir í banka og verslanir og segir að sprengja sé á staðnum. Hann hótar að sprengja verði ekki orðið við kröfum hans um peninga og að allir viðstaddir klæði sig úr fötunum.

Geislasverð Loga fer í geimferð

Megi ,,Mátturinn" vera með geimferjunni Discovery og þeim sjö geimförum sem um borð verða í ferð þeirra að Alþjóðlegu geimstöðinni í október. Því með í för verður geislasverðið sem Logi Geimgengill notaði í Stjörnustríðs myndinni Endurkoma Jedi-riddarans.

12 Kóreumenn lausir úr prísund sinni

Talíbanar í Afganistan hafa nú sleppt 12 af þeim 19 Suður-Kóreumönnum sem þeir hafa haft í gíslingu undanfarnar vikur. Gíslunum var sleppt lausum í þremur hópum á mismunandi tímum í dag. 10 konum og tveimur mönnum hefur verið sleppt.

Eru að ná tökum á eldunum

Allt útlit er fyrir að slökkviliðsmenn í Grikklandi nái tökum á skógareldum sem logað hafa í suðurhluta landsins. Í nótt tókst að slökkva um tug elda á Pelópsskaga og loga eldar á tuttugu og fimm stöðum. Hugsanlega verður búið að ráða niðurlögum allra eldanna í kvöld, en vind hefur lægt. Að minnsta kosti secxtíu og fjórir hafa látið lífið af völdum eldanna og yfir þrjú þúsund hafa misst heimili sín.

Bush varar við kjarnorkuhelför

George Bush Bandaríkjaforseti varaði við því að kjarnorkuhelför vofði yfir Mið-Austurlöndum ef Íranar smíðuðu kjarnorkuvopn. Hann sagði Bandaríkjamenn muna bregðast við þessari hættu áður en það væri of seint.

Viðbjóðslegar myndir bjarga lífi

Svört lungu, æxli og lík reykingamanna eru meðal þess sem mun blasa við breskum reykingamönnum í lok ársins 2009. Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi kynntu í dag ný lög um merkingar á tóbaksumbúðum. Í stað skrifaðra viðvarana verða nú settar myndir af öllum þeim hryllingi sem neysla tóbaks getur haft í för með sér.

Lykillinn sem hefði getað bjargað Titanic

Lykill sem hugsanlega hefði getað forðað Titanic frá því að sigla á ísjakann verður seldur á uppboði í Bretlandi í næsta mánuði. Lykillinn gekk að hirslu sem geymdi sjónauka fyrir útsýnistunnu skipsins. Skipverji sem var á útkíkki þegar Titanic sigldi á borgarísjakann sagði fyrir sjórétti að ef þeir hefðu haft sjónauka hefur þeir séð jakann það mikið fyrr að þeir hefðu getað sveigt frá honum.

Þrír drepnir í skotárás í Bretlandi

Þrír voru skotnir til bana og tveir særðir í skotárás í Hertfordshire í Bretlandi í gærkvöldi. Þriggja ára stúlka fannst ómeidd í húsinu, og er talið að hún hafi orðið vitni að árásinni.

Voffi erfir mest

Hóteldrottningin og milljarðamæringurinn Leona Helmsley - betur þekkt sem ,,the Queen of Mean" - sem lést í síðustu viku, ánafnaði hundinum sínum 12 milljónum Bandaríkjadala. Þá sagði í erfðaskrá hennar að hundurinn skildi jarðarður við hlið hennar og eiginmannsins í fimm stjörnu lúxus-grafhvelfingu þeirra.

Öflugasti her skæruliða í Írak leggur niður vopn

Shía klerkurinn Moqtada al-Sadr hefur skipað Mehdi her sínum að hætta öllum hernaðaraðgerðum í írak í sex mánuði. Þetta eru miklar fréttir því Bandaríkjamenn líta á Mehdi herinn sem mestu ógnina gegn friði og öryggi í Írak. Þessi her er enda öflugastur og best vopnaður af þeim fylkingum sem berjast gegn veru erlendra hermanna í Írak.

Hershöfðingi rekinn eftir morð á rússneskum hermanni

Varnarmálaráðherra Rússlands hefur rekið hershöfðingja sem stjórnaði herstöð þar sem drukknir foringjar börðu ungan óbreyttan hermann til bana. Ill meðferð á ungum hermönnum er landlæg í rússneska hernum. Fjölmörg dæmi eru um að þeir lifi hana ekki af. Átján mánaða herskylda er í Rússlandi og ungir menn gera allt sem þeir geta til þess að komast hjá henni.

Sjá næstu 50 fréttir