Fleiri fréttir

Breskir fangaverðir í verkfall

Þúsundir fangavarða í Englandi og Wales lögðu í morgun niður vinnu. Með verkfallinu, sem áætlað er að standi í sólarhring vilja þeir mótmæla launakjörum sínum.

Frumbyggjar heiðra Al Gore

Ættbálkur í afskekktu héraði í norð-austurhluta Indlands ætla að heiðra Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna fyrir baráttu hans gegn loftslagsbreytingum.

Þremur suður-kóreskum gíslum sleppt

Talíbanir hafa látið lausar þrjá suður-kóreskar konur úr hópi nítján gísla sem teknir voru fyrir rúmum mánuði. Stjórnvöld í Suður-Kóreu greindu frá því í gær að þau hefðu náð samkomulagi við Talíbani um lausn gíslanna.

Bandaríkjamenn handtaka íranska sendinefnd í Bagdad

Bandarískir hermenn í Bagdad handtóku í dag sjö Írana sem tilheyra sendinefnd sem var í borginni til þess að skrifa undir samning um sölu á raforku, að því er ríkisútvarp Írans greinir frá.

Forsvarsmenn Parken vilja 80 milljónir í bætur

Danska fótboltabullan sem hljóp inn á völlinn í leik Dana og Svía í júní síðastliðinn og sló til dómara leiksins á yfir höfði sér 80 milljóna króna sekt. Það er rekstraraðili Parken leikvangsins sem fer fram á skaðabæturnar.

52 tveir látnir eftir bardaga í Kerbala

52 létust og 260 slösuðust í hörðum bardögum í írösku borginni Kerbala í dag. Þar börðust öryggissveitir stjórnvalda við byssumenn en í borginni fer nú fram trúarhátíð sjíta í borginni. Hundruð þúsunda pílagríma hafa komið til borgarinnar síðustu daga.

Slæður umdeildar í Tyrklandi

Abdullah Gul var í dag kjörinn forseti Tyrklands, í atkvæðagreiðslu á tyrkneska þinginu. Gul var áður framarlega í flokki íslamista í Tyrklandi, en hann hefur heitið því að styðja áframhaldandi aðskilnað ríkis og trúar í landinu.

Brann lifandi með fjórum börnum sínum

Tugir manna hafa farist í skógareldunum í Grikklandi og margir eiga um sárt að binda. Sérstaklega þykir þó sorgleg saga 37 ára gamallar móður sem reyndi að flýja eldana ásamt fjórum börnum sínum. Hún átti heima í Aþenu en var í heimsókn hjá móður sinni í smáþorpinu Artemida sem er um 330 kílómetra suðvestur af höfuðborginni.

Slegist um boðskort á minningarathöfn um Díönu

Hatrammur slagur geisar nú um það í Bretlandi að fá boðskort í minningarathöfn um Díönu prinsessu. Þá eru liðin tíu ár frá dauða hennar. Þannig hringdi fyrrverandi bryti hennar öskureiður í skipuleggjendurna þegar hann fékk ekkert kort. Paul Burrell taldi sig trúnaðarvin hennar. Hann hefur hinsvegar makað krókinn vel á bókum sem hann hefur skrifað um þjónustu sína.

Ahmadinejad vill aðstoða í Írak

Mahmoud Ahmadinejad forseti Írans sagði í dag að máttur Bandaríkjanna Írak færu þverrandi og að Íran væri tilbúið að leggja sitt lóð á vogarskálarnar.

Ryanair rukkar meira

Flugfélög hafa löngum verið lagin við að finna sér matarholur. Lággjaldafyrirtækið Ryanair er nú búið að finna enn eitt gjaldið til þess að leggja á farþega sína. Frá og með tuttugusta september verða farþegarnir að greiða 200 króna aukagjald fyrir að fá að fara um borð í flugvélina sem þeir eiga að ferðast með.

Chavez breytir sólarhringnum

Hugo Chavez, forseti Venesúela ætlar að breyta sólarganginum fyrir fátæka þegna sína. Eða þannig. Þann fyrsta september næstkomandi seinkar Venesúela klukkunni um hálftíma. Með því segjast stjórnvöld styðja við réttlátari dreifingu sólargeislanna á ríka og fátæka.

Abdullah Gul nýr forseti Tyrklands

Tyrkneska þingið kaus rétt í þessu fyrrverandi íslamistann Abdullah Gul sem forseta landsins. Gul hefur undanfarin ár gegnt embætti utanríkisráðherra fyrir AK flokkinn. Frá árinu 2002, þegar AK flokkurinn komst til valda, hefur hann sannað sig sem öflugan diplómat og meðal annars verið í fararbroddi í viðræðum um inngöngu Tyrklands í Evrópusambandið.

Norskir diplómatar sendir heim frá Eþíópíu

Eþíópísk stjórnvöld hafa vísað sex norskum sendiráðsstarfsmönnum af níu úr landi, en þau saka Norðmenn um að reyna að kynda undir ófriði á austurodda Afríku.

Talibanar tala aftur um afdrif gísla

Fulltrúar talibana og Suður-kóreustjórnar hófu samningaviðræður á ný í morgun um afdrif nítján gísla frá Suður-Kóreu, sem talibanar hafa í haldi í Afganistan.

Suður-Kóreumönnunum verður sleppt

Talbanar í Afganistan hafa fallist á að sleppa 19 suður-kóreskum gíslum gegn því að Suður-Kórea dragi herlið sitt frá landinu fyrir lok þessa árs. Þá samþykkti suður-kóresk sendinefnd ýmis önnur skilyrði, svo sem að yfirvöld myndu koma í veg fyrir að þegnar þeirra stunduðu trúboð í Afganistan. Kóresk yfirvöld greindu frá þessu í morgun.

Bróðirinn bollaði kærustuna

Tveir þýskir bræður hafa verið ákærðir annarsvegar fyrir nauðgun og hinsvegar þáttöku í nauðgun í heila tvo mánuði. Konan var kærasta yngri bróðurins sem efaðist um stærð sína og getu í bólinu. Hann vildi hinsvegar ekki missa kærustuna.

Vill herinn ekki heim strax

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, vill ekki setja nein tímamörk á veru breska hersins í Írak. Í bréfi til Sir Menzies Campbells, leiðtoga Frjálslynda demókrataflokksins, sagði Brown að herinn hefði enn skyldum að gegna í Írak, og því óviðeigandi að ákveða brottfarardaginn.

Demantur vel yfir eitt kíló

Stærsti demantur sem nokkrusinni hefur litið dagsins ljós fannst í demantanámu í Suður-Afríku í gær. Hann er sagður helmingi stærri en Cullinan demanturinn sem hefur átt metið hingaðtil. Risademanturinn verður fluttur til Jóhannesarborgar undir strangri öryggisgæslu.

Missa svefn yfir græjunum

Breskir unglingar eru að missa svefn vegna allra raftækjanna í svefnherberginu þeirra, og skemma þar með heilsu sína. Þrjátíu prósent unglinga á aldrinum 12-16 ára fá einungis 4 til 7 tíma svefn, í stað 8 eða 9 eins og mælt er með.

Leyniþjónusta ritskoðar bók um Friðrik krónprins

Leyniþjónusta dönsku lögreglunnar mun að öllum líkindum lesa yfir handrit að bók sem fyrrverandi lífvörður Friðriks krónprins er að skrifa. Bókin mun bera nafnið "Í leyniþjónustu hans hátignar." Útgefandi bókarinnar segist hafa lesið um það í fjölmiðlum að leyniþjónustan hefði áhyggjur af uppljóstrunum.

Bush segir ófrægingarherferð hafa hrakið Gonzales úr embætti

George Bush Bandaríkjaforseti sagði í dag að blóðþyrstir demókratar á bandaríska þinginu hefðu hrakið dómsmálaráðherrann Alberto Gonzales úr starfi sínu. Gonzales og Bush eru vinir og samstarfsmenn til margra ára. Bush lýsti í dag yfir miklum vonbrigðum með að Gonzales skuli hafa sagt af sér eftir tvö og hálft ár í starfi.

Tyrkneski herinn varar við uppgangi öfgafullra múslima

Yfirmaður tyrkneska hersins varaði í dag við því að ill öfl í landinu væru að grafa undan tyrkneska ríkinu. Hershöfðinginn, Yasar Buyukanit sagði þetta í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Hann tilgreindi ekki hvaða öfl hann ætti við en á morgun er búist við því að þingmenn á tyrkneska þinginu kjósi Abdullah Gul sem forseta landsins. Gul er fyrrverandi íslamisti.

Heiðruðu minningu Rhys Jones

Tveimur ungum mönnum sem grunaðir eru um að hafa skotið Rhys Jones, ellefu ára pilt, til bana í Liverpool í síðustu viku hefur verið sleppt úr haldi gegn tryggingu. Liðsmenn knattspyrnuliðsins Everton, uppháhaldsliðs drengsins, heiðruðu minningu hans í dag.

Hafa hert rannsókn sína á upptökum skógarelda

Yfirvöld í Grikklandi hafa hert rannsókn sína á upptökum skógarelda sem geisað hafa þar í landi síðan á föstudag. Að minnsta kosti sextíu manns hafa látið lífið í eldunum.

Íranar mótmæla múhameðsmyndum

Írönsk yfirvöld kölluðu ræðismann Svíþjóðar á sinn fund í dag til að mótmæla formlega óviðeigandi teikningum af Múhameð spámanni í sænsku dagblaði. Myndirnar, sem eru eftir sænskan listamann, birtust í héraðsfréttablaðinu Nerikes Allehanda. Blaðið ver birtinguna og ber við málfrelsi.

Páfi stofnar lággjaldaflugfélag

Benedikt 16. páfi vill hjálpa hinum trúuðu að komast á helga staði kaþólskrar trúar. Því hefur Páfagarður gert fimm ára samning við flugfélagið Mistral Air um leigu á flugvélum. Venjulega flytur þetta flugfélag bréf og pakka fyrir ítölsku póstþjónustuna.

Hljóp tvö maraþon á dag

Átta ára kínversk stúlka kom í gær til Peking, eftir að hafa hlaupið þangað um 3550 kílómetra vegalengd á innan við tveimur mánuðum. Zhang Huimin lagði af stað frá Hainan sýslu þriðja júlí síðastliðinn. Hún vaknaði klukkan hálf þrjú á hverjum morgni og hljóp meira en 84 kílómetra, eða um tvö maraþon, á hverjum degi.

Leyniþjónustumenn myrtu Politkovskayu

Það voru bæði núverandi og fyrrverandi starfsmenn rússnesku leyniþjónustunnar FSB sem stóðu að morðinu á blaðakonunni Önnu Politkovskayu. Ríkissaksóknari Rússlands upplýsti þetta á blaðamannafundi í dag. Hann sagði að tíu menn hefðu verið handteknir vegna málsins. Þeirra á meðal maðurinn sem framdi morðið. Politkovskaya var skotin til bana fyrir utan heimili sitt á síðasta ári.

Sarkozy útilokar ekki loftárásir á Íran

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti sagði í dag að diplómatískur þrýstingur væri eini valkosturinn við íranska sprengju - eða sprengjuárás á Íran. Í fyrstu stóru ræðu sinni um utanríkismál sagði Sarkozy það gersamlega ólíðandi að Íran eignaðist kjarnorkuvopn.

Ekki fleiri pappírsmiðar

Alþjóða flugmálastofnunin, IATA, sagðist í dag hafa lagt inn sína síðustu pöntun á pappírsflugmiðum. ,,Eftir einungis 278 daga, verður pappírsmiðinn orðinn að safngrip" sagði Giovanni Bisignani, framkvæmdastjóri stofnunarinnar.

John Prescott hættir þingsetu

John Prescott ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu eftir næstu kosningar. Prescott var varaforsætisráðherra í ríkisstjórn Tonys Blairs. Hann er 69 ára, og hefur setið á þingi í 37 ár.

Krónprins Noregs styður systur sína

Hákon krónprins Noregs segist eindregið styðja Mörtu Lovísu systur sína sem hefur opnað stofnað skóla sem daglega gengur undir nafninu Englaskólinn. Þetta er í fyrsta skipti sem einhver úr konungsfjölskyldunni hefur tjáð sig um þetta uppátæki prinsessunnar. Skólinn hefur annars vakið mikla geðshræringu í Noregi og hefur þess bæði verið krafist að Marta Lovísa segi sig úr þjóðkirkjunni og að hún afsali sér prinsessutitlinum.

Skiluðu ísraelskum hermanni

Palestinskir öryggisverðir björguðu í dag ísraelskum hermanni sem tók vitlausa beygju á bíl sínum og lenti inn í bænum Jenin á Vesturbakkanum. Jenin er miðstöð herskárra Palestínumanna. Það var enda ráðist á bílinn, honum velt og kveikt í honum. Öryggisverðir hollir Mahmoud Abbas, forseta, komu hermanninum hinsvegar undan og skiluðu honum að næstu ísraelsku varðstöð.

Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir af sér

Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna hefur sagt af sér. Gonzales hefur legið undir miklu ámæli síðan hann rak átta opinbera saksóknara úr starfi á síðasta ári. Hann var einnig gagnrýndur harðlega fyrir að styðja heimildarlausar njósnir forsetans innanlands.

Götuhátíð í Lundúnum

Dansað var um götur Notting Hill hverfisins í Lundúnum í gær á árlegri götuhátíð. Mikið var um dýrðir en talið er að um ein milljón manna taki þátt í hátíðinni sem hófst í gær en lýkur í dag.

Merkel í Kína

Angela Merkel kanslari Þýskalands hitti Wen Jiabao forsætisráðherra Kína á fundi í morgun. Fundurinn markaði upphaf vikulangrar ferðar Merkel um Asíu.

Grunuðum sleppt

Fjórum þeirra sem voru handteknir í tengslum við morðið á hinum ellefu ára Rhys Jones í Liverpool á miðvikudaginn hefur verið sleppt án ákæru. Fólkið, var á aldrinum 15-19 ára, tveir drengir og tvær stúlkur. Tveimur öðrum drengjum, 16 og 19 ára, var sleppt gegn tryggingu meðan rannsókn málsins fer fram.

Hroðaleg hefnd

Argentínskur unglingur fór á húðflúrstofu nýlega til þess að láta tattóvera nafn uppáhalds fótboltaliðsins stórum stöfum á bakið á sér. Liðið heitir Boca Juniors. Ekkert óvenjulegt við það, í Argentínu. Unglingurinn var hinsvegar svo óheppinn að rata inn á stofu þar sem eigandinn hélt ákaflega upp á knattspyrnuliðið River Plate.

Handtökur vegna morðs á rússneskri blaðakonu

Tíu manns hafa verið handteknir vegna morðsins á rússnesku blaðakonunni Önnu Politkovskaju. Hún var skotin til bana fyrir utan heimili sitt í Moskvu 7. október á síðasta ári. Tass fréttastofan segir að ákærur á hendur mönnunum verði birtar innan skamms.

Sjá næstu 50 fréttir