Fleiri fréttir

Dreamliner þotan kynnt

Boeing flugvélaverksmiðjurnar í Bandaríkjunum kynntu í gær fyrstu nýju þotuna sína í 12 ár - 787 Dreamliner kallast hún. Vélin er að mestu gerð úr klefnistrefjum og sögð umhverfisvænni en aðrar þotur. Icelandair hefur pantað 4 slíkar.

Fordæma matreiðslumenn

Dýravinir hafa fordæmt matreiðslumeistara í Taívan sem hafa tekið upp á því að djúpsteikja vatnakarfa og bera fram lifandi. Gestir gæða sér á honum um leið og hausinn á fisknum kippist til. Herramanns matur segja sumir, villimennska telja aðrir.

Álver fylgi ódýrri orku

Forstjóri álfyrirtækisins Alcoa segir nauðsynlegt að byggja áttatíu ný álver víða um heim næstu árin til að svara aukinni eftirspurn eftir áli. Hann spáir því að álverum víða í Evrópu og Norður-Ameríu verði lokað og önnur byggð á Íslandi og annars staðar þar sem ódýra orku sé að fá.

Rannsóknarleiðangri til Seres og Vesta frestað

Geimferðastofnun Bandaríkjanna, Nasa, hefur slegið ferð könnunarfarsins Dawn á frest. Dawn átti í þessum mánuði að leggja af stað í rannsóknarleiðangur til smástirnisins Vesta og dvergplánetunnar Seres og kanna byggingu og efnasamsetningu þeirra.

Eitraðar brennisteinsgufur taldar hafa banað sex skólabörnum

Talið er að eitraðar brennisteinsgufur frá indónesísku eldfjalli hafi orðið sex skólabörnum að bana. Börnin voru í hópi 20 skólabarna frá höfuðborg Indónesíu, Djakarta, sem höfðu klifrað á brún eldgígsins en það er yfirleitt ekki hægt samkvæmt yfirvöldum.

Samtals 29 ára fangelsi fyrir frelsissviptingu og misþyrmingar

Þrennt var dæmt í samtals 29 ára fangelsi fyrir að svipta annan mann frelsinu í fjóra mánuði áður en hann lést. Englendingurinn Kevin Davies, 29 ára, var ítrekað laminn, brenndur og niðurlægður af David Lehane, Amanda Baggus og Scott Andrews.

Þriðja nautahlaupið fór vel fram

Þriðja nautahlaupið fór fram í bænum Pamplona á Spáni í morgun. Enginn meiddist alvarlega en um sex manns hafa þurft að leita læknis eftir að hafa komist í návígi við nautin. Smellið á „Spila“ hnappinn hér að neðan til þess að sjá myndir frá hlaupinu.

Powell reyndi að telja Bush ofan af Íraksstríði

Colin Powell, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt frá því að hann reyndi að telja George W. Bush, bandaríkjaforseta, ofan af því að ráðast inn í Írak. Powell segist þá einnig telja að bandaríski herinn geti ekki komið á stöðugleika í landinu.

Viðræður hafnar við vígamenn í Rauðu moskunni

Pervez Musharraf, forseti Pakistan, hefur skipað samninganefnd til þess að ræða við vígamennina í Rauðu moskunni. Nefndin var skipuð eftir samráðsfund með áhrifamiklum klerkum sem réðu honum gegn því að ráðast inn í moskuna. Umsátrið um moskuna hefur nú staðið yfir í heila viku.

Ofnæmisviðbrögð vegna katta algeng

Rannsókn vísindamanna við The Imperial College í Lundúnum sýnir að ekki aðeins þeir sem hafa ofnæmi fyrir köttum sýni við þeim ofnæmisviðbrögð sem líkjast astma á byrjunarstigi.

Eiga enn eftir að finna eftirmann Rato

Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins segjast ekki tilbúnir að tilnefna eftirmann Rodrigo de Rato, forseta Alþjóðagjaldeyrissjóðins (IMF) en þeir funda um málið á morgun. Rato er spænskur og hefur gegnt embættinu síðan 2004 en hann tilkynnti á fimmtudaginn að hann ætlaði að segja af sér vegna persónulegra ástæðna.

Stígvél rokseljast á Hróarskeldu

keyptu gestir á Hróarskeldur hátíðinni í Danmörku sér stígvél um helgina og talið að aldrei hafi selst jafn mörg slík á hátíðinni síðan hún var haldin fyrst 1971. Rignt hefur á tónleikagesti og þeir því þurft að vaða eðju milli sviða til að berja hljómsveitir augu og hlýða á þær.

Ráðstefna fjölburaforeldra í Chicago

Um helgina komu bandarískir fjölburaforeldrar saman með börnum sínum á árlegri ráðstefnu í Chicago. Tvíburum var þó ekki boðið - aðeins þríburum hið minnsta.

Fjöldi manns í gleðigöngu samkynhneigðra

Talið er að um sex hundruð þúsund manns hafi tekið þátt í árlegri gleðigöngu samkynhneigðra í Köln í Þýskalandi. Gangan þar er ein sú fjölmennasta í Evrópu og rekur sögu sína aftur til níunda áratugar síðustu aldar.

Ný undur valin

Þau eru mikilfengleg nýju undrin sjö sem voru kynnt í gær sem þau mikilfenglegustu í gjörvallri veröldinni. Kosið var milli fjölmargra undrastaða á netinu í tvö ár. Niðurstaðan vakti athygli þegar hún var kynnt í Lissabon í Portúgal í gærkvöldi og voru stórstjörnur víða að fengnar til að kynna undrin.

Norska ríkið braut gegn börnum

Norska ríkið braut á rétti barna til að fá tilhlýðilega menntun með kennslu í kristinfræði, trúfræði og lífsskoðunum í grunnskólum. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í Strasborg. Siðmennt á Íslandi segir að dómurinn renni stoðum undir gagnrýni félagsins hér á landi.

Opinberir starfsmenn brjóta lög um barneignir

Yfirvöld í Hunansýslu í Kína segja að á árunum 200-2005 hafi næstum því tvö þúsund opinberir starfsmenni brotið bannið við því að eignast fleiri en eitt barn. Einn starfsmannanna átti fjögur börn með fjórum hjákonum sínum. Banninu er ætlað að draga úr fólksfjölgun í Kína, þar sem íbúar eru nú þegar á annan milljarð.

Ný undur veraldar valin

Þau eru tignarleg nýju undrin sjö sem valin voru þau mikifenglegustu í veröldinni gjörvallri í netkosningu sem lauk í gær. Úrslitin voru kunngjörð í gærkvöldi.

130 manns hið minnsta féllu

Að minnst kosti 130 manns féllu og 240 særðust í sjálfsvígssprengjuárás í Amirli í Norður-Írak í gær. Árásin eru sú mannskæðasta í Írak í 3 mánuði.

Ástralir vara við hryðjuverkum

Áströlsk yfirvöld vara þegna sína við því að ferðast til Indónesíu vegna hryðjuverkahættu. Utanríkisráðuneytið varar ferðamenn sérstaklega við stöðum á borð við Bali og Jakarta sem það telur vera líkleg skotmörk. Sprengingar á næturklúbbum á Balí árið 2002 urðu 202 að aldurtila, þar af 88 áströlum.

Eistlendingar heimsmeistarar í eiginkonuburði

Eistlendingar nældu sér bæði í gull og silfurverðlaun á tólfta árlega heimsmeistaramótinu í eiginkonuburði í Finnlandi í gær. Þurftu keppendur að berjast við slagviðri og ofþreytu þar sem þeir klóruðu sig í gegnum 250 metra langa braut sem var alsett hindrunum og pollum, með eiginkonuna á bakinu. Sigurverarnir hlutu plasmasjónvarp og þyngd eiginkonunnar í bjór í verðlaun. Fjörtíu og fjögur pör tóku þátt í keppninni sem fór fram í bænum Sonkajarvi.

Live Earth lauk í nótt

Live Earth tónleikunum lauk í New Jersey í Bandaríkjunum í nótt þegar söngvarinn Sting og hljómsveit hans The Police stigu á svið og skemmtu gestum.

130 látnir í sjálfsvígsárás

Að minnst kosti 130 manns týndu lífi og 240 særðust í sjálfsvígssprengjuárás í Amirli í Norður-Írak í gær. Tuttugu borgarar eru enn týndir og óttast er að þeir hafi einnig látið lífið í árásinni sem er sú mannskæðasta í Írak síðan í apríl.

Ofursti féll í átökum við Rauðu Moskuna

Ofursti í pakistanska hernum féll í átökum við rótæka stúdenta við Rauðu moskuna í Íslamabad, höfuðborg Pakistans, í morgun. Skotið var á ofurstann þar sem hann leiddi herdeild sem var gert að sprengja gat á vegg moskunnar svo hægt yrði að frelsa hundruð kvenna og barna sem haldið er þar inni.

Ný sjö undur heims

Kínamúrinn, klettaborgin Petra í Jórdaníu, Kristsstyttan í Rio De Janeiro og hringleikahúsið í Róm eru meðal nýrra sjö undra heimsins. Hin þrjú eru fjallaborgin Macchu Picchu, Taj Mahal og forna Mayaborgin Chicken Itza.

Láta tvö hundruð og fimmtíu Palestínumenn lausa

Ísraelska ríkisstjórnin samþykkti í morgun að láta tvö hundruð og fimmtíu Palestínumenn lausa úr fangelsi. Þetta er gert til að styrkja neyðarstjórn Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, sem skipuð var í síðasta mánuði eftir að liðsmenn Hamas tóku völdin á Gaza-ströndinni og ráku liðsmenn Fatah-hreyfingar Abbas þaðan.

Íslendingar hiti hugsanlega Ólympíuþorpið

Svo gæti farið að íslenskum orkufyrirtækjum yrði falið að sjá um að hita Ólympíuþorpið sem byggt verður fyrir vetrarólympíuleikanna í Sochi í Rússlandi 2014. Möguleikinn var ræddur á fundi í Moskvu fyrir helgi.

Vináttusamningur undirritaður

Loftferðasamningur milli Íslands og Moskvuborgar var meðal þess sem borgarstjórinn í Reykjavík ræddi á fundi sínum með borgarstjóra í Moskvu í vikunni. Vináttusamningur milli borganna var undirritaður við það tækifæri.

Stórstjörnur stigu á stokk

Stórstjörnur hafa stigið á stokk í öllum álfum í dag til að vekja athygli á þeirri hættu sem steðjar að heiminum vegna loftslagsbreytinga. Live Earth tónleikar vour haldnir í níu stórborgum til styrktar umhverfinu.

14 skólabörn látast í rútuslysi í Indónesíu

Minnst 14 létust og 48 slösuðust þegar rúta steyptist tuttugu metra niður í gil á indónesísku eynni Jövu í dag. Flestir hinna látnu voru grunnskólanemar á leið í skólaferðalag. Bremsur rútunnar biluðu þegar bílstjórinn reyndi að taka fram úr öðru ökutæki á miklum hraða. Hann keyrði á þrjá bíla og tvö mótorhjól áður en hann steyptist niður í gilið. Rútan var ein af fimmtán sem fluttu nemendurna, foreldra þeirra og kennara til Ciobus, sem er vinsæll ferðamannastaður í fjalllendi Vestur-Jövu.

Fimm sárir eftir skotárás í spilavíti

Fimm særðust þegar maður hóf skothríð í New York-New York spilavítinu í Las Vegas upp úr hádegi í gær. Að sögn lögreglu hafði maðurinn ráfað um nálægar götur í einn og hálfan sólarhring áður en hann lét til skarar skríða. Hún lýsti manninum sem alvarlega tilfinningalega trufluðum.

Live Earth í dag

Þekktir tónlistarmenn rokka víða um heim í dag og vilja með tónlist sinni vekja athygli á loftslagsmálum. Tónleikar þar sem hver stórstjarnan kemur fram á fætur annarri eru haldnir í níu borgum í öllum álfum heims og voru það Ástralir og Kínverjar sem hófu leikinn í nótt.

Brotið gegn trú- og samviskufrelsi í Noregi

Norska ríkið braut á rétti barna til að fá tilhlýðilega menntun með kennslu í kristinfræði, trúfræði og lífsskoðunum. Þetta var niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í Strasborg á dögunum. Siðmennt á Íslandi segir að dómurinn renni stoðum undir gagnrýni félagsins hér á landi.

Krefst þess að bresk stúlka verði látin laus

Umaru Yar'Adua, forseti Nígeru, hefur krafið mannræningja þar í landi um að láta þriggja ára breska stúlku lausa án tafar en henni var rænt í vikunni. Hann hefur skipað öryggissveitum að tryggja að henni verið skilað heilu og höldnu til foreldra sinna. Móðir stúlkunnar segir mannræningjana hafa hótað að myrða hana ef þeir fái ekki föður hennar í skiptum fyrir hana.

Læknir leiddur fyrir dómara

Íraski læknirinn Bilal Abdullah var í morgun leiddur fyrir dómara í Lundúnum og ákærður fyrir aðild að hryðjuverkaárás á Glasgow-flugvelli fyrir viku. Hann var einnig ákærður fyrir að hafa átt þátt í að skipuleggja sprengjutilræði í Lundúnum degi áður. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. júlí.

Tvö ár frá hryðjuverkunum í London

Tvö ár eru í dag liðin frá sjálfsmorðssprengjutilræðunum í London og var þessa minnst í dag. Fimmtíu og tveir létust þegar hryðjuverkamenn sprengdu sig í loft upp í þremur neðanjarðarlestum og einum strætisvagni á háannatíma. Fleiri en 700 særðust í árásunum sem eru þær mannskæðustu sem gerðar hafa verið í Bretlandi. Síðan þá hafa öryggissveitir flett ofan af mörgum tilraunum til hryðjuverka í Bretlandi nú síðast tilraunum til að sprengja upp bíla í London og Glasgow.

Einn lést og þrír særðust í Írak

Að minnsta kosti einn breskur hermaður týndi lífi og þrír særðust í árás á búðir andspyrnumanna í borginni Basra í Suður-Írak í morgun. Áhlaupið var það umfangsmesta sem breska herliðið í Írak hefur skipulagt og staðið fyrir á þessu ári. Um eitt þúsund breskir hermenn tóku þátt í aðgerðinni og voru þyrlur og herflugvélar hermönnum á jörðu niðri til stuðnings. Talsmaður breska hersins segir fjölmarga grunaða andspyrnumenn hafa verið handtekna. Til átaka hefur komið í borginni síðustu vikur þar sem nokkrir hópar sjía-múslima berjast um völdin í Basra og nágrenni þar sem mikið af olíu er að finna. Rúmlega hundrað og fimmtíu breskir hermenn hafa fallið í Írak frá innrásinni í landið 2003.

Live Earth hófst í nótt

Tónleikaröðin Live Earth, sem ætlað er að vekja athygli á loftslagsbreytingum, hófst í Tokyo í Japan og Sydney í Ástralíu í nótt. Helstu stórstjörnur í tónlistarheiminum koma fram á tónleikunum sem haldnir eru í níu borgum fram eftir degi og langt fram á kvöld.

Annar grunaðra hryðjuverkamanna leiddur fyrir dómara

Íraski læknirinn Bilal Abdullah verður leiddur fyrir dómara í Lundúnum í dag fyrir þátt sinn í hryðjuverkaárásinni á Glasgow-flugvöll fyrir viku og að hafa skipulagt sprengutilræði í Lundúnum degi áður.

Bíll valt í Mosfellsbæ

Fólksbíll valt á Hafrarvatnsvegi við Mosfellsbæ í snemma í nótt. Þrír karlmenn á tvítugsaldri voru í bílnum og hlutu minniháttar meiðsl. Þeir voru fluttir til skoðunar á slysadeild. Grunur er um ölvun.

Hús sprakk í Svíþjóð

Kröftug sprenging varð í húsi í Södersvik austan við Norrtälje í Svíþjóð í nótt og er það gjörónýtt. Enginn var í húsinu sem er til útleigu en næstu leigjendur áttu að taka við á morgun. Samkvæmt lögreglu hafði enginn haft í hótunum við þá sem tengjast húsinu og urðu eigendurnir fyrir miklu áfalli.

Hætta á að fólk geti drukknað á Hróaskeldu

Rauði krossinn í Danmörku varar við því að hætta sé á að fólk geti drukknað á Hróaskelduhátíðinni. Þar hefur úrkoma verið mikil undanfarið og stór svæði eru þakin vatni. Talsmenn Rauða krossins á svæðinu segja að hætta á því að fólk geti drukknað sé raunveruleg, sérstaklega ef það er mjög ölvað og getur ekki komið sér upp úr vatninu af sjálfsdáðum.

Nektarhlaupið í Pamplona

Hundruð dýraverndunarsinna hlupu nærri naktir á götum borgarinnar Pamplona á Spáni í gær til þess að mótmæla hinu árlega nautahlaupi í borginni.

Sjá næstu 50 fréttir