Fleiri fréttir

Þrjú hundruð ær drepast í óveðri í Danmörku

Óveður og vatnavextir við Vadehaved í Danmörku kostaði 300 ær lífið í síðustu viku. dýraverndarsamtök í Danmörku telja að eigandinn hefði átt að gæta betur að öryggi dýranna. Þau vilja að dýraverndarlögum verði breytt.

Segir Ísland eiga fullt erindi í öryggisráðið

Brian Atwood, einn helsti sérfræðingur á sviði þróunarmála í heiminum vill endurskipuleggja öryggisráð Sameinuðu þjóðanna en segir þó Ísland eiga þar fullt erindi. Atwood hélt opin fund í utanríkisráðuneytinu í morgun.

Eucalyptus kannaður

Ástralskir vísindamenn hafa hrint af stað viðamiklum rannsóknum á erfðaræðilegum leyndarmálum ástralska trésins Eucalyptus. Eucalyptus-trén hafa löngum verið vísindamönnum hugleikin. Þau lifa aðallega í Ástralíu en einnig öðrum Eyjaálfulöndum. Trén vaxa afar hratt og telja yfir 700 tegundir.

Eldar á Frönsku Riveriunni slökktir

Hundruðir íbúa og ferðamanna fengu að snúa aftur að heimilum sínum og tjaldstæðum á Frönsku Riveríunni í dag en þeim var gert að flytja sig frá aðsetrum sínum eftir að skógareldar blossuðu upp í gær.

Segir björgunarfólk hafa valdið dauða sonar síns

Faðir manns sem lést í flóðunum í Bretlandi í síðustu viku segir klúður björgunarfólks hafa valdið dauða sonar hans. Hjálparsveitum tókst ekki að losa manninn úr holræsi og hann lést eftir þriggja klukkustunda baráttu. Sláandi myndir af vettvangi voru birtar í dag.

Um 100 börn lentu í sjónum við strendur Dublinar

Meira en 100 börnum hefur verið bjargað eftir að siglingarkeppni við strendur Dublinar breyttist í martröð í dag. Öflug vindhviða varð til þess að 91 bát hvolfdi. Um 100 börn sem tóku þátt í keppninni lentu við það í sjónum.

45 múslímskir læknar ætluðu að ráðast á Bandaríkin

Lögregla hefur fundið internetsamræður á heimasíðu, sem haldið er úti af múslímskum net-hryðjuverkamönnum, þar sem fram kemur að 45 múslímskir læknar hafi ætlað sér að ráðast á Bandaríkin með bílsprengjum og eldflaugum. Þetta kemur fram í vefútgáfu The Telegraph.

Mannræningjar Margaret Hill segja hana heila á húfi

Mannræningjar Margaret Hill, stúlkunnar sem rænt var í borginni Port Harcourt í Suður- Nígeríu í morgun, hafa haft samband við föður hennar og sagt að hún sé heil á húfi. Faðir hinnar þriggja ára gömlu Margrétar starfar hjá olíufyrirtæki í borginni en stúlkunni var rænt úr bíl, af vopnuðum byssumönnum.

Mikil fjölgun HIV-sýkinga í Svíþjóð

Fjörtíu prósent aukning hefur orðið á HIV-sýkingum á milli ára í Svíþjóð. Fleiri en nokkru sinni frá því skráning hófst fyrir 20 árum hafa smitast á fyrstu sex mánuðum ársins 2007. 153 karlmenn og 99 konur hafa greinst með smit á þessu tímabili.

Dóttur bresks verkamanns rænt í Nígeríu

Þriggja ára gamalli dóttur verkamanns sem sagður er breskur var rænt af byssumönnum í Nígeríu snemma í morgun. Stúlkan var numin á brott úr bíl á leið hennar í skólann í olíuborginni Port Harcourt.

Á þriðja tug létust í sprengingu í Kína

25 manns biðu bana í sprengingu í næturklúbbi í norðausturhluta Kína í gær. Auk þeirra látnu slösuðust 33 að því er kínverskir fjölmiðlar greina frá. Yfirvöld á svæðinu hafa ekkert viljað gefa uppi um mögulegar ástæður sprengingunnar né hve illa haldnir hinir slösuðu séu. Heimildarmenn Reuters á staðnum segja að verið sé að rannsaka hvort sprengingin hafi verið óhapp eða af ásetningi.

Rútuslys í Mexíkó

Óttast er að að minnsta kosti 40 manns séu látnir eftir að rúta varð undir skriðu í gærmorgun nærri bænum San Miguel Eloxochitlan í Mexíkó. Rútan var á leið um fjalllendi og er talið að skriðan hafi fallið í kjölfar mikillar úrkomu á svæðinu undanfarið.

Neðanjarðarlest fór út af sporinu í London

Neðanjarðarlest fór út af sporinu í London fyrr í morgun. Óhappið átti sér stað á milli Bethnal Green og Mile End stöðvanna. Óstaðfestar fregnir herma að hundruðir manna hafi verið í lestinni en lögregla segir að ekkert bendi til þess að um hryðjuverk geti verið að ræða. Einn er talinn hafa slasast í óhappinu.

Ástralar segja olíu vera ástæðu veru sinnar í Írak

Varnarmálaráðherra Ástralíu, Brendan Nelson, sagði í gær að það að tryggja olíuforða heimsins væri ein af þeim ástæðum sem ríkisstjórn landsins horfði til þegar ákveðið væri hversu lengi ástralskar hersveitir yrðu í Írak. Nelson sagði þó að meginástæðan fyrir veru hersveitanna þar væri til þess að koma í veg fyrir að skilyrði almennings versni ekki enn frekar.

Nýtt myndband frá al Qaida

Nýtt myndband með myndum af Ayman al-Zawahri, næstráðenda al Qaida, var birt í dag. Þar hvetur hann múslima til dáða í heilögu stríði.

Eldar brenna á Frönsku Riveriunni

Eldur braust út á Frönsku Riveriunni í dag og þurftu fjöldamargir ferðamenn að yfirgefa aðsetur sín vegna þeirra. Eldurinn braust út á bílastæði nærri Antibes og breiddist út meðfram hraðbrautinni.

Varasamt að setja myndir af börnum á veraldarvefinn

Lögreglan í Danmörku varar fólk við því að setja fjölskyldumyndir af fáklæddum börnum úr sumarfríum á veraldarvefinn. Søren Thomassen, yfirmaður hjá tölvuglæpadeild dönsku lögreglunnar, segir í samtali við danska blaðið Politiken að fjölmargir barnaníðingar hafi aðgang að forritum sem geti breytt myndunum með vafasömum hætti.

Sex kanadískir hermenn létust

Sex kanadískir liðsmenn hersveita NATO létust þegar sprengja sprakk í Afganistan í dag. Mennirnir sex og afganskur túlkur létust þegar bifreið þeirra keyrði á sprengjuna um 20 kílómetrum suðvestur af Kadnahar. Þetta er mannskæðasta árás sem kanadískar sveitir verða fyrir í Afganistan síðan í apríl síðastliðnum.

Evrópusambandið slær í gegn á YouTube

Eitt vinsælasta myndbandið á vefveitunni YouTube þessa dagana er myndband frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Myndbandið fjallar hins vegar ekki um landbúnaðarsáttamála þess heldur er það samantekt af kynlífsatriðum úr evrópskum bíómyndum.

Sannreynt af hverjum múmía er

Ráðist verður DNA próf til sannreyna hvort múmía sem fannst sé af egypska faraónum Tuthmosis fyrsta, eins og talið hefur verið. Efasemdaraddir segja nú að múmían sé af öðrum óþekktum manni.

Myndbandsupptökur af gíslum birtar

Uppreisnarmenn í Kólumbíu hafa birt myndbandsupptökur af sjö gíslum sem sumir hafa verið í haldi í nærri áratug. Í upptökunum biðja gíslarnir ríkisstjórn Kólumbíu um að ræða við gíslatökumennina en vara við því að hernaðaraðgerðum verði beitt við björgun.

Dökkt súkkulaði gegn háum blóðþrýstingi

Enn ein rannsókn sem hvetur til súkkulaðineyslu hefur litið dagsins ljós. Vísindamenn við háskólasjúkrahús í Köln halda því fram að munnfylli af dökku súkkulaði á dag lækki blóðþrýsting og dragi úr hættu á hjartaáfalli.

Brown vill aukið eftirlit með nýráðningum lækna

Gordon Brown lofaði í fyrsta fyrirspurnartíma sínum í þinginu í dag að leggja sitt af mörkum til að stuðla að auknu öryggi í ljósi sprengjutilræðanna sem urðu einungis tveimur dögum eftir að hann tók við embætti.

Ráðgáta um hvarf jökullóns í Chile leyst

Komist hefur verið að orsökum dularfulls hvarfs jökullóns í Chile í maí síðastliðnum. Niðurstaða sérfræðinga sem flugu yfir svæðið er sú að jökulveggur við lónið hafi sprungið undan sívaxandi þunga þess og þannig myndast farvegur með fyrrgreindum afleiðingum. Leið vatnsins lá svo inní nærliggjandi fjörð og þaðan til sjávar. Hið upprunalega lón er tekið að fyllast á ný.

Alan Johnston þakkar vestrænum fjölmiðlum

Breska fréttamanninum Alan Johnston var sleppt í morgun en hann hafði verið í haldi mannræningja á Gaza í 114 daga. Hann hélt fréttamannafund í Jerúsalem í dag og sagði það stórkostlega tilfinningu að vera frjáls á ný.

Breska lögreglan finnur sjálfsmorðsbréf

Breska lögreglan hefur fundið sjálfsmorðsbréf í tengslum handtöku tveggja manna sem lögðu sprengjuhlöðnum bíl við flugvöllinn í Glasgow síðastliðinn laugardag, að því er CNN fréttastofan greinir frá.

Yfir fimm hundruð stúdentar hafa gefist upp

Meira en fimm hundruð róttækir múslímskir stúdentar hafa gefist upp eftir átök við Rauðu moskuna (Lal Masjid) í Islamabad, höfuðborg Pakistans, sem hófust í gær. Á milli 2.000 - 5.000 stúdentar eru þó enn inni í moskunni sem umkringd er af hersveitum og lögreglu í Pakistan.

Íhuga að draga úr viðbúnaði

Öryggissérfræðingar í Bretlandi eru að íhuga að lækka viðbúnaðarstigið í landinu um eitt stig eftir þær fjölmörgu handtökur sem farið hafa fram undanfarna daga. Ef það gerist verður slakað örlítið á öryggi í landinu.

MEND aflýsir vopnahléi

Nígeríski uppreisnarhópurinn MEND (Movement for the Emancipation of the Niger Delta) hefur aflýst mánaðarlöngu vopnahléi. Hópurinn ber ábyrgð á flestum þeirra árása sem eru gerðar við ósa Níger-árinnar en þar er gríðarlegt magn af olíu að finna.

Atlantis komin á endapunkt

Atlantis geimferjan er loksins komin heim til sín í Flórída. Hún þurfti að lenda í Kaliforníu eftir fjórtán daga leiðangur til Alþjóðageimstöðvarinnar vegna slæmra veðurskilyrða í heimabæ sínum. Á ferð sinni yfir Bandaríkin var skutlan ferjuð á baki 747 þotu.

Giuliani vel settur fjárhagslega

Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, hefur aflað mest fjár allra frambjóðenda í forkosningum repúblikana fyrir bandarísku forsetakosningarnar á næsta ári. Giuliani hefur safnað 17 milljónum dala sem samsvarar ríflega einum milljarði íslenskra króna síðastliðna þrjá mánuði, að sögn talsmanna framboðs hans.

Dautt kameldýr í Svíþjóð

Lögreglan í Svíþjóð klórar sér í hausnum og spyr hvaða erindi kameldýr hafI átt til Svíþjóðar. Hræ af kameldýri fannst við vegkantinn á hraðbraut nærri Karlskrona í suðausturhluta Svíþjóðar í gær.

Átök í Íslamabad

Minnst 9 hafa týnt lífi og rúmlega 80 særst í átökum lögreglu við herská námsmenn nærri Rauðu moskunni í Íslamabad, höfuðborg Pakistans, í dag. Samið var um vopnahlé eftir að stríðandi fylkingar höfðu skipst á skotum í margar klukkustundir.

Hrökklaðist úr embætti

Varnarmálaráðherra Japans hrökklaðist úr embætti í dag vegna umdeildra ummæla. Hann móðgaði marga landa sína með því að gefa í skyn að kjarnorkuárásir Bandaríkjamanna á Hiroshima og Nagasaki 1945 hafi verið réttlætanlegar. Ummæli ráðherrans gátu vart fallið á verri tíma fyrir Japansstjórn, skömmu fyrir kosningar.

Læknar grunaðir

Ættingjar og samverkamenn læknis frá Jórdaníu eiga bágt með að trúa að hann hafi skipulagt hryðjuverkaárásina á Glasgow-flugvelli um síðustu helgi eða komið fyrir bílsprengjum í miðborg Lundúna. Athygli vekur að sjö þeirra sem nú eru í haldi lögreglu vegna málsins eru læknar eða læknanemar sem hafa starfað á Bretlandseyjum.

Brown vill flytja meira vald til þingsins

Gordon Brown lagði, í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra í Breska þinginu í dag, til að þingið fengi aukið vald í viðamiklum málum. Brown lofaði því að þingið fengi að hafa síðasta orðið í mögulegum ákvörðunum um stríð og einnig meira vægi í alþjóðlegum samningum.

Tveir menn handteknir í Blackburn

Lögregla í Norðvestur Englandi hefur handtekið tvo menn í Blackburn í tengslum við rannsókn á sprengjutilræðunum á Bretlandseyjum um síðustu helgi. Sjö til viðbótar eru í haldi lögreglu á Englandi og í Skotlandi vegna málsins, fimm þeirra eru læknar.

Sveðjur ódýrari vegna minnkandi ofbeldis

Verð á sveðjum á sumum svæðum í Nígeríu hefur hríðlækkað í kjölfar kosninga í apríl, vegna minnkandi eftirspurnar frá vígamönnum á vegum stjórnmálamanna.

Níu látnir í átökum við Rauðu moskuna í Pakistan

Að minnst kosti níu manns, stúdentar hermenn, blaðamaður og borgarar hafa látist í átökum sem staðið hafa í allan dag við Rauðu moskuna í Islamabad í Pakistan. Um 150 manns særðust, en lögregla hefur meðal annars beitt táragasi á hóp róttækra íslamskra stúdenta og klerka Rauðu moskunnar.

Ákvörðun Bandaríkjaforseta umdeild

Bush Bandaríkjaforseti náðaði í gær að hluta Lewis "Scooter" Libby, fyrrverandi aðstoðamann Cheneys, varaforseta. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa fordæmt ákvörðun forsetans og segja hann misnota vald sitt.

Tveir læknar í Ástralíu handteknir

Tveir læknar voru í nótt og í morgun hnepptir í varðhald í Ástralíu í tengslum við rannsókn á sprengjutilræðunum á Bretlandseyjum um helgina. Sjö til viðbótar eru í haldi í Bretlandi - fimm þeirra eru sagðir læknar.

Sjá næstu 50 fréttir