Fleiri fréttir

Barist í mosku í Pakistan

Hersveitir í höfuðborg Pakistans, Islamabad, gerðu í morgun áhlaup á mosku og trúarskóla í borginni. Þær beittu táragási og vitni sögðust hafa heyrt skothríð í nágrenni moskunnar. Stjórnvöld hafa mánuðum saman átt í útistöðum við klerkana þar og nemendur þeirra.

F-14 þotur tættar í sundur

Á Davis-Monthan flugstöðinni í Tucson, Arizona, er flugvélakirkjugarður. Þar eru F-14 þotur tættar í sundur. Tilgangurinn er að halda flugvélunum, sem einnig eru kallaðar Tomcats, frá Írönum og öðrum ríkjum sem ógna öryggi Bandaríkjamanna.

Áttundi maðurinn handtekinn

Lögreglan í Bretlandi hefur handtekið áttunda manninn í tengslum við sprengjufyrirætlanir í Glasgow og London. Maðurinn var handtekinn utan Bretlands en ekki hefur fengið gefist upp í hvaða landi.

Illa farið með kameldýr

Lögreglan í Svíþjóð rannsakar nú hvaða erindi kameldýr átti á hraðbraut þar í landi í dag. Tilkynning barst um að hræ af dýrinu hefði fundist við hraðbraut E22 nálægt Karlskrona í suðaustur Svíþjóð.

Veiðar á undan viðræðum

Það fór vel á með Bush Bandaríkjaforseta og Pútín forseta Rússlands þar sem þeir skelltu sér í veiðiferð nærri sumardvalarstað Bush-fjölskyldunnar í Main-ríki í Bandaríkjunum í dag. Leiðtogarnir voru þar umkringdir lífvörðum en létu það ekki aftra sér í að reyna að landa þeim stóra.

Læknar meðal grunaðra

Læknir menntaður í Írak og annar frá Jórdaníu eru meðal sjömenninganna sem breska lögreglan hefur í haldi vegna hryðjuverkaárásar í Skotlandi á laugardaginn og bílsprengna sem gerðar voru óvirkar í Lundúnum á föstudaginn. Faðir jórandska læknisins, sem hefur unnið á tveimur sjúkrahúsum á Englandi, segist viss um að sonur sinn tengist ekki hryðjuverkum.

Lystrupsprengjan gerð af viðvaningum

Helstu sprengjusérfræðingar Danmörku segja að sprengingin í Lystrup hafi verið gerð af viðvaningum. Jørgen Schneiders, danskur sprengjusérfræðingur, telur að sprengjan hafi verið gerð úr krýsantema, sem er jurtategund. Hann telur ótrúlegt að bensín hafi verið í sprengjunni.

Lieberman vill fjölga öryggismyndavélum

Joe Lieberman öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum, segist vilja fjölga öryggismyndavélum í landinu. Hann vill taka Breta til fyrirmyndar í þeim efnum og telur að öryggismyndavélar, sem dreift er mjög víða um helstu borgir í Bretlandi, hafi átt þátt í því að hafa uppi á grunuðum í eftir tilraunir til hryðjuverka þar um helgina.

Átta látnir í sprengingu í Yemen

Maður sprengdi sig í loft upp í bíl á ferðamannastað nærri fornu musteri Yemen í dag. Átta létu lífið, sex spænskir ferðamenn og tveir Yemenar. Sjö spánverjar til viðbótar særðust í árásinni.

Óttast stórbrotin hryðjuverk

Leynileg bandarísk lögregluskýrsla sem er í undirbúningi fyrir Heimavarnarráðið varar því að al Qaeda samtökin séu að skipuleggja stórbrotin hryðjuverk nú í sumar. Háttsettur embættismaður með aðgang að skýrslunni greinir frá þessu við ABC fréttastofuna. Hann segir hryðjuverkin sem lögreglan óttast vera í anda þeirra sem voru framin 11 september.

Einn grunaðra í Glasgow er íraskur læknir

Svæði í kringum Royal Alexandra spítalann í Paisley hverfinu í Glasgow var rýmt í dag og sprengja látin springa þar undir stjórn lögreglu, samkvæmt fréttastofu Sky News. Hverfið er skammt frá flugvellinum í Glasgow. Að sögn fréttastöðvarinnar er einn hinna handteknu læknir frá Írak, Bilal Abdulla.

1.600 Íslendingar á leið á Hróaskelduhátíðina

Um 45.000 manns eru nú komnir á Hróaskelduhátíðina. Svæðið var opnað á sunnudagskvöldið en hátíðin nær hámarki næstu helgi. 1.600 íslendingar hafa keypt miða á hátíðina og verða samkvæmt upplýsingum á heimasíðu hennar 2 % gesta.

Berezovsky ákærður fyrir að hvetja til valdaráns

Saksóknarar í Rússlandi hafa ákært rússneska auðkýfinginn Boris Berezovsky fyrir að hvetja til valdaráns. Lögfræðingur hans skýrði frá þessu í dag. Ákæran segir að hann hafi ætlað sér að ræna völdum með vopnavaldi. Berezovsky hefur búið í Bretlandi síðan hann flúði Rússland fyrir rúmum sex árum síðan.

Rigningarmet slegið í Danmörku

Rigningarmet var slegið í Danmörku í síðasta mánuði. Að meðaltali rignir um 55 millimetra í júní en í ár var magnið 124 millimetrar. Ekki hefur rignt jafn mikið á sama tíma síðan árið 1946.

Hamas handtaka talsmann Hers íslam

Hamas samtökin hafa handtekið talsmann hópsins Her íslam sem heldur fréttamanninum Alan Johnston í gíslingu. Hugsanlegt er að Hamas muni notfæra sér það til þess vinna að lausn Johnstons. Samtökin hafa krafist þess að hópurinn láti hann lausann.

Maður lést eftir að hafa stokkið niður af 20 metra hárri brú

Tuttugu og tveggja ára gamall maður hoppaði ofan af 20 metra hárri brú í Gautaborg aðfararnótt sunnudags og lést í kjölfarið. Rokktónleikar voru við annan enda Göta - Älv brúarinnar og voru nokkrir sem léku sér að því að stökkva niður af brúnni á meðan á þeim stóð. Maðurinn ætlaði ásamt félaga sínum að hoppa niður en félaginn hætti við á síðustu stundu.

Lögregla sótti Wiltord vegna umferðarbrota

Lögregla sótti í morgun franska framherjann Sylvain Wiltord þar sem hann var að hefja æfingu hjá félagi sínu Olympique Lyon í morgun. Lögreglan vildi yfirheyra leikmanninn í tengslum við umferðarlagabrot. Hann fékk að yfirgefa lögreglustöðina og fara á æfingu eftir að hafa svarað spurningum lögreglu. Honum var svo gert að mæta aftur til lögreglu eftir nokkra mánuði.

Leiðtogar Afríku funda í Accra

Leiðtogafundur Afríkusambandsins fer fram í Accra, höfuðborg Ghana, í dag. í sambandinu eru alls 53 ríki. Yfirskrift fundarins eru viðræður um aukna samtvinnun ríkisstjórna Afríku og stærra hlutverk sambandsins. Hugmyndin um Bandaríki Afríku er ekki ný af nálinni en forseti Líbíu, Muammar Gadafi, hvatti leiðtoga Afríkuríkja nýverið til þess að hugsa nánar um hana.

Hús sprakk í Danmörku

Kröftug sprenging jafnaði íbúðarhús í Lystrup við Árósa við jörðu rétt eftir miðnætti í gær. Húsið var tómt og ekki er vitað hvað olli sprengingunni.

Segja Írana vita af hernaðaraðgerðum í Írak

Háttsettir einstaklingar innan írönsku stjórnarinnar vita af hernaðaraðgerðum Byltingarvarða landsins í Írak. Talsmenn bandaríska hersins fullyrtu þetta í morgun. Bandaríski herinn hefur löngum ásakað Byltingarverðina, sem eru sérsveitir íranska hersins, um að hvetja til og auka á ofbeldi í Írak.

Vísað úr landi

Dönsk yfirvöld hafa ákveðið að vísa 10 ára kínverskri stúlku úr landi eftir 9 mánaða dvöl. Móðir hennar hefur búið í Danmörku í 6 ár og taldi víst að hún fengi dvalarleyfi. Stúlkan verður send aftur til Kína en þar á hún hvergi höfði að halla.

Orðsporið gæti orðið fjötur um fót

Íranar eru ósáttir við skipan Tonys Blairs, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sem sérlegs sáttafulltrúa um lausn deilna fyrir botni Miðjarðarhafs. Breskur prófessor í stjórnmálafræði telur að orðspor hans geti orðið honum fjötur um fót.

Atlantis á austurleið

Atlantis geimferjan lagði af stað frá lendingarstað sínum í Kaliforníu til heimkynna sinna í Flórída í dag. Eins og sést á meðfylgjandi mynd flýgur hin 100 tonna skutla ekki sjálfkrafa yfir þver og endilöng Bandaríkin. Hún er ferjuð af júmbóþotu. Áætlað er að ferðin taki um einn sólarhring. Þetta kemur fram á vef Nasa.

Óvæntur fundur við gröf Kínakeisara

Óþekktur og afar dularfullur klefi fannst á dögunum í gröf Qin Shihuang, fyrsta keisara Kína. Klefinn fannst fyrir tilviljum með leitartækjum en engar heimildir voru þekktar um tilvist hans. Gröfin sjálf, sem er um 2200 ára gömul, fannst 1974.

Bíll sprengdur við sjúkrahús í Paisley

Sprengjuérfræðingar bresku lögreglunnar sprengdu bíl við Royal Alexandra spítalann í Paisley fyrir stundu. Bifreiðin þótti grunsamleg og var talin tengjast árásinni á flugvöllinn í Glasgow.

Aukinn öryggisviðbúnaður í Bandaríkjunum

Bandaríkjamenn hafa aukið öryggisviðbúnað á flugvöllum vegna hryðjuverkaógna í Bretlandi síðastliðna daga. Meðal annars með því að fjölga öryggisvörðum.

Litla Danaprinsessan heitir Ísabella

Dóttir Friðriks Danaprins og Maríu Elísabetar konu hans hefur fengið nafnið Ísabella Henrietta Ingiríður Margrét. Prinsessan fæddist í lok aprílmánaðar og var það í fyrsta sinn í 61 ár sem stúlkubarn fæddist í dönsku konungsfjölskyldunni. Nafnið Isabella er komið úr spænsku og portúgölsku. Það er í 21. sæti á lista yfir vinsælustu nöfn í Danmörku en talið er að vinsældir nafnsins muni aukast til muna nú þegar að litla prinsessan er farin að bera það.

Pútín heimsækir Bush

Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, er væntanlegur í heimsókn til Bandaríkjanna í dag. Þar mun hann heimsækja George Bush, Bandaríkjaforseta, á sumardvalarstað Bush fjölskyldunnar í Kennebunkport í Maine-ríki.

Fjörutíu og fimm óbreyttir borgarar létust í Afganistan

Lögreglan í Helmand héraðinu í Afganistan fullyrðir að 45 óbreyttir borgarar og 62 hermenn hafi látist í loftárásum á svæðið um helgina. Talsmenn öryggissveita NATO hafa viðurkennt mannfall óbreyttra borgara en segja það vera mun minna en afganska lögreglan fullyrðir.

Kínverjar krefjast lýðræðis

Mörg þúsund mótmælendur gengu um götur Hong Kong í morgun og kröfðust lýðræðis. Tilefni göngunnar er að í dag eru tíu ár liðin frá því að Bretar færðu þáverandi nýlendu sína Kínverjum.

Vinsæl mús lamin til bana

Palestínsk sjónvarpsstöð hefur murkað lífið úr þekktri barnaþáttafígúru sem var sláandi lík Mikka mús. Þátturinn um músina Farfur vakti mikið umtal og deilur víða um heim fyrr á þessu ári.

Fjórir í haldi í Glasgow

Fjórir menn eru í haldi lögreglu í Skotlandi eftir að logandi jeppabifreið var ekið inn í aðal flugstöðina í Glasgow í gær. Tveir þeirra handteknu voru í bílnum sem ekið var á flugstöðina og liggur annar illa brunninn á sjúkrahúsi.

Sjá næstu 50 fréttir