Fleiri fréttir Komið í veg fyrir árás á JFK Lögregla í Bandaríkjunum handtók í dag fjóra einstaklinga sem ætluðu sér að gera hryðjuverkaárás á John F. Kennedy flugvöll í New York. Einn er í Bandaríkjunum en þrír eru í haldi erlendis. WNBC skýrir frá þessu á heimasíðu sinni í dag. 2.6.2007 16:04 Fleiri en 100 lögreglumenn hafa særst í Rostock Fleiri en 100 lögreglumenn særðust í átökum við mótmælendur í Rostock í Þýskalandi í dag. Mótmælin voru vegna fyrirhugaðs fundar leiðtoga G8 ríkjanna sem verður haldinn þar í næstu viku. Talið er að lögreglumennirnir hafi særst þegar um 500 mótmælendur réðust gegn lögreglu nálægt höfninni í borginni. Fram að því höfðu mótmælin farið friðsamlega fram. 2.6.2007 15:54 Uppreisnarmenn í Nígeríu boða vopnahlé Uppreisnarmenn í Nígeríu buðu í morgun stjórnvöldum þar í landi vopnahlé í einn mánuð. Þeir ætla í viðræður við ný stjórnvöld og vonast til þess koma sínum skilaboðum á framfæri á friðsamlegan hátt. Uppreisnarmennirnir berjast fyrir auknu sjálfstæði svæða við ósa Níger en þar er mikil olía. Ættbálkum þar finnst sem að svindlað hafi verið á þeim og þeir ekki fengið nógu stóran hluta af ágóða vegna olíunnar. 2.6.2007 15:43 Vaknaði úr dái eftir 19 ár Fjölmiðlar í Póllandi skýrðu frá því í dag að 65 ára maður hefði nýverið vaknað eftir að hafa legið 19 ár í dái. Hann varð fyrir járnbrautarlest árið 1988, þegar Pólland var enn undir stjórn kommúnista. Ástandið hefur breyst mikið á þessum 19 árum og er landið nú orðið lýðræðislegt og hefur tekið upp markaðshagkerfi. 2.6.2007 14:52 2.000 óbreyttir borgarar látið lífið í maí 2.000 óbreyttir borgarar hafa látið lífið í Írak það sem af er maí. Þetta eru hæstu tölur síðan að hertar öryggisaðgerðir voru settar í gang í febrúar síðastliðnum. Vígamenn sprengdu upp brú norður af Bagdad í morgun og 10 létust og 30 særðust í árásum í Bagdad. 2.6.2007 14:19 Geta ekki tekið út peninga Milljónir viðskiptavina NatWest og Royal Bank of Scotland í Bretlandi geta ekki tekið pening út á kredit- eða debetkort sín. Ekki er vitað hvers vegna það er en svo virðist sem að heimabankar, hraðbankar og símabankar bankanna tveggja hafi hrunið seint í gærkvöldi. Viðskiptavinir bankanna geta þó notað kortin sín í verslunum. 2.6.2007 14:10 Hvetur Tyrki til þess að sýna stillingu Forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki, hvatti í dag tyrknesk stjórnvöld til þess að senda ekki hersveitir í norðurhluta Íraks en talið er að þar haldi kúrdískir aðskilnaðarsinnar sig. Al-Maliki sagði að ofbeldi væri ekki rétta leiðin til þess að takast á við vandamálin. 2.6.2007 13:53 Lögregla og mótmælendur tókust á í Rostock Lögreglu og mótmælendum í Rostock í Þýskalandi laust saman nú um hádegi. Verið er að mótmæla fyrirhuguðum G8 fundi sem fram fer í þorpi nálægt Rostock í næstu viku. 2.6.2007 13:32 Gabb í beinni útsendingu Umdeildur hollenskur raunveruleikaþáttur þar sem keppt var um nýra úr dauðvona konu reyndist gabb eftir allt saman. Þetta kom fram á lokamínútum þáttarins í hollensku sjónvarpi í gærkvöldi. 2.6.2007 12:30 G8 mótmæli í dag Mótmælendur víða að streyma nú til hafnarborgarinnar Rostock í norðurhluta Þýskalands þar sem leiðtogar átta helstu iðnríkja heims funda í næstu viku. 13 þúsund lögreglumenn eru í viðbragðsstöðu í borginni en búist er við allt að hundrað þúsund mótmælendum í dag. Mótmæli eru einnig fyrirhuguð í Lundúnum í dag og hafa mótmælendur safnast þangað í stórum hópum í morgun. 2.6.2007 12:25 Frakkar vilja senda herlið til Tsjad Frakkar íhuga nú að biðja aðildarlönd í Evrópusambandinu um að senda allt að 12.000 hermenn til Tsjad til þess að aðstoða flóttamenn frá Darfúr-héraði Súdan. Talsmaður franska utanríkisráðuneytsins staðfesti í morgun að það væri að reyna að safna utanríkisráðherrum G8 ríkjanna, auk þess kínverska, fyrir viðræður um ástandið í Darfúr. 2.6.2007 11:33 Kínverjar gera lítið úr auknum hernaðarumsvifum Kínverjar freistuðu þess að róa Bandaríkjamenn á herráðstefnu sem fram fer í Singapore í dag. Þar sagði talsmaður kínverska hersins að stækkun hans væri eingöngu í varnartilgangi og að þeir ætluðu sér ekki að ráðast gegn neinu landi. Á meðal hlustenda var Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. 2.6.2007 11:13 Mótmælendur fjölmenna til Rostock vegna G8 fundar Mótmælendur komu sér fyrir í þýsku borginni Rostock í morgun til þess að mótmæla fundi G8 ríkja sem fram fer í Heiligendamm, smáþorpi rétt hjá Rostock, í byrjun næstu viku. Lögregla býst við allt að 100.000 mótmælendum en 40 samkomur á þeirra vegum verða haldnar víðsvegar um borgina um helgina. Búist er við því að mótmælin fari friðsamlega fram. 2.6.2007 10:49 Varaforsætisráðherra Kína látinn Húang Jú, varaforsætisráðherra Kína, lést í gær, sextíu og átta ára að aldri. Ekki hefur verið greint frá því formlega hvert banamein hans var en vitað er að hann hafði þjáðst af krabbameini síðan í fyrra. 2.6.2007 10:45 Kastró hefur að mestu náð sér Fídel Kastró, forseti Kúbu, hefur náð sér að mestu eftir magaaðgerði í fyrra. Þetta segir Ricardo Alarcon, þingforseti landsins. Þetta upplýsti hann í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð. Hann gaf þó ekkert upp um hvenær Kastró tæki aftur við stórnartaumunum. 2.6.2007 10:25 Æ færri Danir lesa dagblöð Marktækt færri lesa dagblöð í Danmörku í dag en fyrir hálfu ári síðan. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup sem skýrt var frá í dag. Þetta á við öll blöð í landinu ef undan er skilið viðskiptablaðið Börsen sem heldur sínum lesendahóp. 1.6.2007 23:19 Ófreskjan frá Alabama reyndist vera heimalningur - að nafni Fred Það vakti mikla athygli á dögunum þegar 11 ára drengur í Alabama felldi villisvín sem var það stærsta sem sögur fara af. Nú hefur hins vegar komið í ljós að villisvínið ógurlega var ekki villt, heldur var um að ræða alisvín sem kallað var Fred. Bóndi að nafni Phil Blissitt keypti grísinn árið 2004 og gaf konu sinni hann í jólagjöf. 1.6.2007 22:42 Bush krefst þess að Íran sleppi fjórum úr haldi Bush Bandaríkjaforseti krafðist þess í kvöld að írönsk strjórnvöld sleppi fólki fjórum einstaklingum sem handteknir hafa verið í Íran. Fólkið er af írönsku og bandarísku bergi brotið og hefur verið ákært í Íran fyrir að reyna að steypa ríkisstjórninni af stóli. 1.6.2007 21:20 „Dr. Dauði“ laus úr fangelsi Læknirinn Jack Kevorkian, sem kallaður hefur verið „Dr. Dauði“ fyrir að hjálpa dauðvona sjúklingum að binda enda á líf sitt, er laus úr fangelsi eftir átta ára vist. 1.6.2007 21:02 Nýrnaþátturinn reyndist gabb Umdeildur hollenskur raunveruleikaþáttur hvar þáttakendur áttu að keppa um nýra úr dauðvona konu var gabb eftir allt saman. Konan er leikkona en keppendurnir eru raunverulegir nýrnasjúklingar sem vissu af gabbinu. 1.6.2007 19:56 Sérhanna barn til lækninga Richardsson-hjónin í Svíþjóð eygja nú von í baráttu fjögurra ára sonar þeirra við alvarlegan arfgengan sjúkdóm. Þau hafa fyrst Svía fengið leyfi að velja fósturvísa til að sérhanna barn til glasafrjóvgunar. Íslenskur kvensjúkdómalæknir segir Vísindasiðanefnd ákveða hvort slíkt yrði leyft hér. 1.6.2007 19:15 Með kúlu í höfðinu í 64 ár Læknar í Kína fjarlægðu á dögunum þriggja sentimetra langa byssukúlu úr höfuðkúpu tæplega áttræðrar konu. Kúlan hafði setið þar föst í 64 ár. 1.6.2007 19:11 Velta minni eftir bann Reykingabann á opinberum stöðum er í gildi víða. Bannið hefur haft áhrif á veltu veitingastaða í Noregi og knæpurekstur í dreifbýli á Írlandi. 1.6.2007 19:02 Bresk yfirvöld fordæma myndband af Johnston Tony Blair forsætisráðherra Breta, vottaði í dag fjölskyldu breska blaðamannsins Alan Johnstons samúð sína í kjölfar þess að myndband með Johnston, sem haldið er af mannræningjum í Palestínu, var gert opinbert. Gordon Brown fjármálaráðherra fodæmdi myndbandið sem hann sagði aðeins auka á áhyggjur fjölskyldu Johnstons. 1.6.2007 18:03 Erfðaefni úr óþekktum manni í herbergi Madeleine Erfðaefni úr óþekktum manni fannst í herbergi Madeleine McCann þar sem hún svaf þegar henni var rænt. Þetta kemur fram í portúgalska innanbæjarblaðinu 24 Horas. Blaðið segir að erfðaefnið sé hvorki úr foreldrum stúlkunnar né börnunum þremur. Það er ekki heldur úr þeim sem hafa legið undir grun í málinu. 1.6.2007 17:16 Skelfilegt kjarnorkuslys vofir yfir Evrópu Gríðarstórir geymar fullir af notuðum eldsneytis-stjórnstöngum úr vélum rússneskra kjarnorkukafbáta geta sprungið hvenær sem er. Þeir eru aðeins 50 kílómetra frá landamærunum við Noreg. Það yrði hrein kjarnorkumatröð, margfallt verri en kjarnorkuslysið í Chernobyl á sínum tíma. 1.6.2007 16:27 Berklamaðurinn sér eftir flugferðunum Bandarískur berklasjúklingur sem ferðaðist smitaður með tveimur farþegaflugvélum yfir Atlantshafið hefur beðist afsökunar á að hafa mögulega stofnað öðrum farþegum í hættu. Í þættinum Good Morning America sagði Andrew Speaker, lögmaður á fertugsaldri: “Mér þykir mjög leitt að hafa valdið farþegum raun og sársauka.” 1.6.2007 14:57 Venesúelska sjónvarpsstöðin sendir út á YouTube Venesúelska sjónvarpsstöðin RCTV sendir nú fréttaþátt sinn "El Observador" út á YouTube. Þannig fundu stjórnendur hennar leið til að koma efni fréttamanna til hluta áhorfenda sinna, þrátt fyrir að hafa misst útsendingarleyfið. Hugo Chavez forseti hafnaði endurnýjun leyfisins sem rann út á sunnudag. Fjöldamótmæli hafa verið haldin á götum Venesúela vegna málsins. 1.6.2007 13:35 Lucy in the Sky er fundin Bresk kona sagði í dag að hún hafi verið innblástur Johns Lennon að laginu Lucy in the Sky with Diamonds. Margir aðdáendur Bítlanna hafa talið að nafnið hafi verið lítt dulin lofgjörð um ofskynjunarlyfið LSD. Vegna þess var skífan ritskoðuð í mörgum íhaldssamari löndum og laginu um Lucy sleppt. Það var t.d. gert víða í Asíu. 1.6.2007 13:15 Átökin í Líbanon: Hræðilegt ástand í flóttamannabúðum Mannúðarsamtök segja ástandið í palestínsku flóttamannabúðunum Nahr al-Bared í Líbanon vera hræðilegt. Ekkert lát er á átökum meðlima hryðjuverkasamtakanna Fatah al-Islam og líbanskra hermanna sem staðið hafa í 13 daga. Sameinuðu þjóðirnar segja 31 þúsund manns vera innilokaða í búðunum, en 25 þúsund hafi flúið. Mannúðarsamtök segja ástandið hræðilegt. Um 80 manns hafa látið lífið í átökunum. 1.6.2007 10:57 Belja í fjöldagröf Bosnískur bóndi á í málaferlum við yfirvöld vegna belju sinnar. Hann segir að hún hafi drukknað í fjöldagröf sem yfirvöldum hafði láðst að fylla uppí eftir að líkin höfðu verið fjarlægð. Í gröfinni voru lík 50 múslima sem Serbar myrtu í Bosníustríðinu. Bóndinn segir að uxakleggi hafi stungið beljuna sem hafi brugðið svo að hún stökk út í vatnsfyllta fjöldagröfina. Uxakleggi er flugnategund sem leggst á nautgripi. 1.6.2007 10:11 Sjá næstu 50 fréttir
Komið í veg fyrir árás á JFK Lögregla í Bandaríkjunum handtók í dag fjóra einstaklinga sem ætluðu sér að gera hryðjuverkaárás á John F. Kennedy flugvöll í New York. Einn er í Bandaríkjunum en þrír eru í haldi erlendis. WNBC skýrir frá þessu á heimasíðu sinni í dag. 2.6.2007 16:04
Fleiri en 100 lögreglumenn hafa særst í Rostock Fleiri en 100 lögreglumenn særðust í átökum við mótmælendur í Rostock í Þýskalandi í dag. Mótmælin voru vegna fyrirhugaðs fundar leiðtoga G8 ríkjanna sem verður haldinn þar í næstu viku. Talið er að lögreglumennirnir hafi særst þegar um 500 mótmælendur réðust gegn lögreglu nálægt höfninni í borginni. Fram að því höfðu mótmælin farið friðsamlega fram. 2.6.2007 15:54
Uppreisnarmenn í Nígeríu boða vopnahlé Uppreisnarmenn í Nígeríu buðu í morgun stjórnvöldum þar í landi vopnahlé í einn mánuð. Þeir ætla í viðræður við ný stjórnvöld og vonast til þess koma sínum skilaboðum á framfæri á friðsamlegan hátt. Uppreisnarmennirnir berjast fyrir auknu sjálfstæði svæða við ósa Níger en þar er mikil olía. Ættbálkum þar finnst sem að svindlað hafi verið á þeim og þeir ekki fengið nógu stóran hluta af ágóða vegna olíunnar. 2.6.2007 15:43
Vaknaði úr dái eftir 19 ár Fjölmiðlar í Póllandi skýrðu frá því í dag að 65 ára maður hefði nýverið vaknað eftir að hafa legið 19 ár í dái. Hann varð fyrir járnbrautarlest árið 1988, þegar Pólland var enn undir stjórn kommúnista. Ástandið hefur breyst mikið á þessum 19 árum og er landið nú orðið lýðræðislegt og hefur tekið upp markaðshagkerfi. 2.6.2007 14:52
2.000 óbreyttir borgarar látið lífið í maí 2.000 óbreyttir borgarar hafa látið lífið í Írak það sem af er maí. Þetta eru hæstu tölur síðan að hertar öryggisaðgerðir voru settar í gang í febrúar síðastliðnum. Vígamenn sprengdu upp brú norður af Bagdad í morgun og 10 létust og 30 særðust í árásum í Bagdad. 2.6.2007 14:19
Geta ekki tekið út peninga Milljónir viðskiptavina NatWest og Royal Bank of Scotland í Bretlandi geta ekki tekið pening út á kredit- eða debetkort sín. Ekki er vitað hvers vegna það er en svo virðist sem að heimabankar, hraðbankar og símabankar bankanna tveggja hafi hrunið seint í gærkvöldi. Viðskiptavinir bankanna geta þó notað kortin sín í verslunum. 2.6.2007 14:10
Hvetur Tyrki til þess að sýna stillingu Forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki, hvatti í dag tyrknesk stjórnvöld til þess að senda ekki hersveitir í norðurhluta Íraks en talið er að þar haldi kúrdískir aðskilnaðarsinnar sig. Al-Maliki sagði að ofbeldi væri ekki rétta leiðin til þess að takast á við vandamálin. 2.6.2007 13:53
Lögregla og mótmælendur tókust á í Rostock Lögreglu og mótmælendum í Rostock í Þýskalandi laust saman nú um hádegi. Verið er að mótmæla fyrirhuguðum G8 fundi sem fram fer í þorpi nálægt Rostock í næstu viku. 2.6.2007 13:32
Gabb í beinni útsendingu Umdeildur hollenskur raunveruleikaþáttur þar sem keppt var um nýra úr dauðvona konu reyndist gabb eftir allt saman. Þetta kom fram á lokamínútum þáttarins í hollensku sjónvarpi í gærkvöldi. 2.6.2007 12:30
G8 mótmæli í dag Mótmælendur víða að streyma nú til hafnarborgarinnar Rostock í norðurhluta Þýskalands þar sem leiðtogar átta helstu iðnríkja heims funda í næstu viku. 13 þúsund lögreglumenn eru í viðbragðsstöðu í borginni en búist er við allt að hundrað þúsund mótmælendum í dag. Mótmæli eru einnig fyrirhuguð í Lundúnum í dag og hafa mótmælendur safnast þangað í stórum hópum í morgun. 2.6.2007 12:25
Frakkar vilja senda herlið til Tsjad Frakkar íhuga nú að biðja aðildarlönd í Evrópusambandinu um að senda allt að 12.000 hermenn til Tsjad til þess að aðstoða flóttamenn frá Darfúr-héraði Súdan. Talsmaður franska utanríkisráðuneytsins staðfesti í morgun að það væri að reyna að safna utanríkisráðherrum G8 ríkjanna, auk þess kínverska, fyrir viðræður um ástandið í Darfúr. 2.6.2007 11:33
Kínverjar gera lítið úr auknum hernaðarumsvifum Kínverjar freistuðu þess að róa Bandaríkjamenn á herráðstefnu sem fram fer í Singapore í dag. Þar sagði talsmaður kínverska hersins að stækkun hans væri eingöngu í varnartilgangi og að þeir ætluðu sér ekki að ráðast gegn neinu landi. Á meðal hlustenda var Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. 2.6.2007 11:13
Mótmælendur fjölmenna til Rostock vegna G8 fundar Mótmælendur komu sér fyrir í þýsku borginni Rostock í morgun til þess að mótmæla fundi G8 ríkja sem fram fer í Heiligendamm, smáþorpi rétt hjá Rostock, í byrjun næstu viku. Lögregla býst við allt að 100.000 mótmælendum en 40 samkomur á þeirra vegum verða haldnar víðsvegar um borgina um helgina. Búist er við því að mótmælin fari friðsamlega fram. 2.6.2007 10:49
Varaforsætisráðherra Kína látinn Húang Jú, varaforsætisráðherra Kína, lést í gær, sextíu og átta ára að aldri. Ekki hefur verið greint frá því formlega hvert banamein hans var en vitað er að hann hafði þjáðst af krabbameini síðan í fyrra. 2.6.2007 10:45
Kastró hefur að mestu náð sér Fídel Kastró, forseti Kúbu, hefur náð sér að mestu eftir magaaðgerði í fyrra. Þetta segir Ricardo Alarcon, þingforseti landsins. Þetta upplýsti hann í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð. Hann gaf þó ekkert upp um hvenær Kastró tæki aftur við stórnartaumunum. 2.6.2007 10:25
Æ færri Danir lesa dagblöð Marktækt færri lesa dagblöð í Danmörku í dag en fyrir hálfu ári síðan. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup sem skýrt var frá í dag. Þetta á við öll blöð í landinu ef undan er skilið viðskiptablaðið Börsen sem heldur sínum lesendahóp. 1.6.2007 23:19
Ófreskjan frá Alabama reyndist vera heimalningur - að nafni Fred Það vakti mikla athygli á dögunum þegar 11 ára drengur í Alabama felldi villisvín sem var það stærsta sem sögur fara af. Nú hefur hins vegar komið í ljós að villisvínið ógurlega var ekki villt, heldur var um að ræða alisvín sem kallað var Fred. Bóndi að nafni Phil Blissitt keypti grísinn árið 2004 og gaf konu sinni hann í jólagjöf. 1.6.2007 22:42
Bush krefst þess að Íran sleppi fjórum úr haldi Bush Bandaríkjaforseti krafðist þess í kvöld að írönsk strjórnvöld sleppi fólki fjórum einstaklingum sem handteknir hafa verið í Íran. Fólkið er af írönsku og bandarísku bergi brotið og hefur verið ákært í Íran fyrir að reyna að steypa ríkisstjórninni af stóli. 1.6.2007 21:20
„Dr. Dauði“ laus úr fangelsi Læknirinn Jack Kevorkian, sem kallaður hefur verið „Dr. Dauði“ fyrir að hjálpa dauðvona sjúklingum að binda enda á líf sitt, er laus úr fangelsi eftir átta ára vist. 1.6.2007 21:02
Nýrnaþátturinn reyndist gabb Umdeildur hollenskur raunveruleikaþáttur hvar þáttakendur áttu að keppa um nýra úr dauðvona konu var gabb eftir allt saman. Konan er leikkona en keppendurnir eru raunverulegir nýrnasjúklingar sem vissu af gabbinu. 1.6.2007 19:56
Sérhanna barn til lækninga Richardsson-hjónin í Svíþjóð eygja nú von í baráttu fjögurra ára sonar þeirra við alvarlegan arfgengan sjúkdóm. Þau hafa fyrst Svía fengið leyfi að velja fósturvísa til að sérhanna barn til glasafrjóvgunar. Íslenskur kvensjúkdómalæknir segir Vísindasiðanefnd ákveða hvort slíkt yrði leyft hér. 1.6.2007 19:15
Með kúlu í höfðinu í 64 ár Læknar í Kína fjarlægðu á dögunum þriggja sentimetra langa byssukúlu úr höfuðkúpu tæplega áttræðrar konu. Kúlan hafði setið þar föst í 64 ár. 1.6.2007 19:11
Velta minni eftir bann Reykingabann á opinberum stöðum er í gildi víða. Bannið hefur haft áhrif á veltu veitingastaða í Noregi og knæpurekstur í dreifbýli á Írlandi. 1.6.2007 19:02
Bresk yfirvöld fordæma myndband af Johnston Tony Blair forsætisráðherra Breta, vottaði í dag fjölskyldu breska blaðamannsins Alan Johnstons samúð sína í kjölfar þess að myndband með Johnston, sem haldið er af mannræningjum í Palestínu, var gert opinbert. Gordon Brown fjármálaráðherra fodæmdi myndbandið sem hann sagði aðeins auka á áhyggjur fjölskyldu Johnstons. 1.6.2007 18:03
Erfðaefni úr óþekktum manni í herbergi Madeleine Erfðaefni úr óþekktum manni fannst í herbergi Madeleine McCann þar sem hún svaf þegar henni var rænt. Þetta kemur fram í portúgalska innanbæjarblaðinu 24 Horas. Blaðið segir að erfðaefnið sé hvorki úr foreldrum stúlkunnar né börnunum þremur. Það er ekki heldur úr þeim sem hafa legið undir grun í málinu. 1.6.2007 17:16
Skelfilegt kjarnorkuslys vofir yfir Evrópu Gríðarstórir geymar fullir af notuðum eldsneytis-stjórnstöngum úr vélum rússneskra kjarnorkukafbáta geta sprungið hvenær sem er. Þeir eru aðeins 50 kílómetra frá landamærunum við Noreg. Það yrði hrein kjarnorkumatröð, margfallt verri en kjarnorkuslysið í Chernobyl á sínum tíma. 1.6.2007 16:27
Berklamaðurinn sér eftir flugferðunum Bandarískur berklasjúklingur sem ferðaðist smitaður með tveimur farþegaflugvélum yfir Atlantshafið hefur beðist afsökunar á að hafa mögulega stofnað öðrum farþegum í hættu. Í þættinum Good Morning America sagði Andrew Speaker, lögmaður á fertugsaldri: “Mér þykir mjög leitt að hafa valdið farþegum raun og sársauka.” 1.6.2007 14:57
Venesúelska sjónvarpsstöðin sendir út á YouTube Venesúelska sjónvarpsstöðin RCTV sendir nú fréttaþátt sinn "El Observador" út á YouTube. Þannig fundu stjórnendur hennar leið til að koma efni fréttamanna til hluta áhorfenda sinna, þrátt fyrir að hafa misst útsendingarleyfið. Hugo Chavez forseti hafnaði endurnýjun leyfisins sem rann út á sunnudag. Fjöldamótmæli hafa verið haldin á götum Venesúela vegna málsins. 1.6.2007 13:35
Lucy in the Sky er fundin Bresk kona sagði í dag að hún hafi verið innblástur Johns Lennon að laginu Lucy in the Sky with Diamonds. Margir aðdáendur Bítlanna hafa talið að nafnið hafi verið lítt dulin lofgjörð um ofskynjunarlyfið LSD. Vegna þess var skífan ritskoðuð í mörgum íhaldssamari löndum og laginu um Lucy sleppt. Það var t.d. gert víða í Asíu. 1.6.2007 13:15
Átökin í Líbanon: Hræðilegt ástand í flóttamannabúðum Mannúðarsamtök segja ástandið í palestínsku flóttamannabúðunum Nahr al-Bared í Líbanon vera hræðilegt. Ekkert lát er á átökum meðlima hryðjuverkasamtakanna Fatah al-Islam og líbanskra hermanna sem staðið hafa í 13 daga. Sameinuðu þjóðirnar segja 31 þúsund manns vera innilokaða í búðunum, en 25 þúsund hafi flúið. Mannúðarsamtök segja ástandið hræðilegt. Um 80 manns hafa látið lífið í átökunum. 1.6.2007 10:57
Belja í fjöldagröf Bosnískur bóndi á í málaferlum við yfirvöld vegna belju sinnar. Hann segir að hún hafi drukknað í fjöldagröf sem yfirvöldum hafði láðst að fylla uppí eftir að líkin höfðu verið fjarlægð. Í gröfinni voru lík 50 múslima sem Serbar myrtu í Bosníustríðinu. Bóndinn segir að uxakleggi hafi stungið beljuna sem hafi brugðið svo að hún stökk út í vatnsfyllta fjöldagröfina. Uxakleggi er flugnategund sem leggst á nautgripi. 1.6.2007 10:11