Fleiri fréttir

Sprengt í Breska sendiráðinu í Teheran

Nokkrar sprengingar heyrðust í sendiráði Bretlands í Teheran nú rétt í þessu. Reuters fréttastofan skýrir frá þessu. Vitni heyrðu nokkrar minni sprengingar og sáu reyk inn í sendiráðsbyggingunni. Sprengjurnar sprungu á sama tíma og mótmæli fór fram vegna sjóliðanna sem eru í haldi í Íran. Eitt vitni sagði átta heimagerðar sprengjur hafa sprungið.

Framkoma Írana ófyrirgefanleg

George Bush forseti Bandaríkjanna segir Írana hafa hagað sér með óafsakanlegum hætti í deilunni um bresku sjóliðanna fimmtán sem þeir hafa í haldi sínu. Á meðan saka írönsk stjórnvöld Breta um að ganga fram af hroka og eigingirni.

Uppstokkun í rúmönsku ríkisstjórninni

Calin Tariceanu forsætisráðherra Rúmeníu stokkaði upp í tveggja ára ríkisstjórn sinni í dag. Ráðherrar úr demokrataflokknum í stjórnarsamstarfi misstu ráðherrastóla sína. Frjálslyndi flokkur Tariceanu hafði þrýst á þrjá ráðherrana að segja af sér. Stjórnmálaskýrendur töldu afsögn ráðherranna geta splundrað stjórnarsamstarfi flokkanna þriggja.

Rússar banna smásala af erlendum uppruna

Rússar hafa bannað útlendingum að vinna sem smásalar í verslunum og á mörkuðum með nýjum lögum sem tóku gildi í dag. Um 20 þúsund útlendingar vinna á mörkuðum í Moskvu. Hefð hefur verið fyrir því frá tímum Sovétríkjanna. Vladimir Putin forseti Rússlands segir lögin séu sett þar sem hagsmunir Rússa séu í húfi.

Enn deilt um sjóliðana

George Bush Bandaríkjaforseti fordæmdi í gær framgöngu íranskra stjórnvalda í deilunni vegna bresku sjóliðanna fimmtán sem þeir hafa í haldi sínu og sagði hana með öllu óafskanlega. Fyrr í gær fullyrti Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti hið gagnstæða og sagði að bresk stjórnvöld gengju fram af hroka og eigingirni.

Bush styður Gonzales

George Bush, forseti Bandaríkjanna, kom í gærkvöld Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra landsins, til aðstoðar í þeirri orrahríð sem hann stendur nú. Gonzales er sakaður um að átta saksóknurum úr embætti sínu af pólitískum ástæðum.

Ofbeldið í Írak eykst enn

Þrátt fyrir stórhertar öryggisráðstafanir í Írak létu fleiri lífið þar í ofbeldisverkum í marsmánuði en í mánuðinum þar á undan. Samkvæmt upplýsingum írösku ríkisstjórnarinnar dó 1.861 maður í landinu vegna átaka og hryðjuverka en í febrúar biðu 1.645 bana.

Skemmd í skögultönninni

Fíllinn Tanni, sem á heima í dýragarðinum í Portland í Oregon í Bandaríkjunum, á óskemmtilegan dag í vændum. Á morgun fer hann í heimsókn til tannlæknisins til að láta gera við aðra skögultönnina en hún hefur beðið viðgerðar í heil fjórtán ár.

Scotland Yard aðstoðar við rannsókn á dauða Woolmers

Breska lögreglan Scotland Yard hyggst senda þrjár lögreglumenn til Jamaíku til að hjálpa til við rannsókn morðsins á Bob Woolmer, fyrrverandi þjálfara pakistanska landsliðsins í krikket. Lögreglan á Jamaíku óskaði eftir aðstoðinni.

Lifði af fall af níundu hæð

Það þykir ganga kraftaverki næst að fimm ára gamall drengur komst lífs af þegar hann féll út um glugga af níundu hæð fjölbýlishúss í Hamilton í Ontario-fylki í Kanada.

Refsingum hótað

Íranar láta að því liggja að bresku sjóliðarnir fimmtán, sem handteknir voru á dögunum, verði ákærðir og þeim refsað fyrir landhelgisbrot. Margaret Beckett, utanríkisráðherra Bretlands, kveðst áhyggjufull yfir stefnu íranskra stjórnvalda í málinu en hún sendi þeim opinbert svarbréf vegna þess í dag.

Bresk stjórnvöld fóru ekki löglega og rökrétta leið

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, sagði í dag að bresk yfirvöld hefðu ekki valið löglega og rökrétta leið til þess að fá lausa 15 sjóliða sem handteknir voru úti fyrir ströndum Íraks í síðustu viku.

Flokksmenn Mugabe styðja hann til áframhaldandi setu

Zanu, flokkur Roberts Mugabe forseta Simbave styður hann áfram til setu sem forseti. Þeir ákváðu í gær að standa við bakið á honum í kosningunum á næsta ári. Mugabe er 83 ára gamall og hefur setið í embætti forseta frá árinu 1980.

Öll ljós slökkt í Sidney

Íbúar í Sidney í Ástralíu slökktu öll ljós í borginni í gærkvöldi í heilan klukkutíma. Þetta var gert til að vekja athygli á hlýnun loftslags. Aðeins hið fræga kennileiti, óperuhúsið var upplýst. Yfirvöld í Sidney vonast til þess að viðburðurinn veki heimsathygli á þeim vanda sem steðjar að mannkyni sökum hlýnun loftslags. Um fjórar milljónir manna búa í Sidney og langflestir tóku þátt í nótt.

Maradona liggur enn á spítala en heilsast vel

Knattspyrnugoðsögninni Diego Maradona heilsast vel en hann liggur þó enn á spítala. Þangað var hann fluttur á miðvikudag eftir að hann féll niður á heimili sínu. Læknar kenna ofneyslu áfengis um það hvernig komið er fyrir kappanum.

Dagar Kristjaníu senn taldir - þúsundir mótmæla

Minnst sjöþúsund mótmælendur eru saman komnir á götum Kaupmannahafnar til að mótmæla örlögum Kristjaníu sem réðust í gær. Þá samþykktu íbúar fríríkisins tilboð ríkisstjórnarinnar sem felur í sér uppbyggingu á svæðinu og þar með að dagar fríríkisins séu taldir.

Dómari bannar nýjan flokk Baska

Þjóðernissinnuðum Böskum hefur verið bannað að stofna nýjan stjórnmálaflokk á Spáni. Dómari kvað upp þann úrskurð að nýi flokkurinn væri ekkert annað en leppur fyrir bannaða stjórnmálaflokkinn Batasuna. Til stóð að stofnsetja nýja flokkinn formalega í dag.

Húðflúrsæði hjá landgönguliðum

Allir sem vettlingi geta valdið í bandaríska landgönguliðinu þyrpast nú þessa dagana á húðflúrsstofur því frá og með morgundeginum verður þeim bannað að láta tattúvera sig.

Enn hart barist í Mogadishu

Enn er hart barist í Mogadishu höfuðborg Sómalíu. Bardagar brutust út í morgun, þriðja daginn í röð á milli stjórnarhersins sem nýtur fulltingi eþíópískra hermanna og uppreisnarmanna. Eþíópíumenn segjast hafa skotið 200 uppreisnarmenn til bana síðustu þrjá daga.

Fimm ára drengur lifði af níu hæða fall

Fimm ára gamall drengur lifði af fall niður af níundu hæð í Ontario í Kanada í gær. Hann var að príla við glugga þegar hann féll út. Hann lenti á grasi og er á góðum batavegi. Hann er brotinn á báðum fótum en læknar fullyrða að hann muni ná sér að fullu.

Sjóliðanna bíður líklega ákæra

Bresku sjóliðarnir fimmtán sem Íranar hafa í haldi sínu verða líklega ákærðir og dregnir fyrir dómara. Undirbúningur að lögsókn gegn þeim er sagður standa yfir. Bandaríkjastjórn ljáir ekki máls á að láta íranska fanga í skiptum fyrir Bretana.

Sönn ást spyr ekki um útlit

Ein fallegasta ástarsaga síðari tíma hélt áfram í vikunni. Svanurinn Petra, sem er sjaldgæfur svartur svanur, yfirgaf vetrardvalarstað sinn ásamt elskhuga sínum og synda þau nú bæði um tjörnina í Muenster í norðvesturhluta Þýskalands. Svanir velja sér maka til lífstíðar og því var það falleg stund þegar Petra synti aftur við hlið ástar sinnar, hjólabáts sem er í laginu eins og svanur.

Maradona á batavegi

Argentínska knattspyrnuhetjan Diego Maradona, sem lagður var inn á sjúkrahús í vikunni, er að jafna sig og ástand hans er nú orðið stöðugt. Maradona var lagður inn á sjúkrahús vegna óhófslegs lífernis.

Baðst afsökunar á slælegri umönnun slasaðra hermanna

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur beðist afsökunar á gæðum þeirrar umönnunar sem slasaðir bandarískir hermenn fá eftir að þeir snúa frá Írak. Hermennirnir hafa þurft að dvelja á sjúkrahúsi þar sem kakkalakkar hlaupa um, veggirnir eru myglaðir og rottur leynast í hverju horni.

Einn lést eftir átök á blakleik kvenna

Grísk yfirvöld hafa frestað öllum kappleikjum í liðsíþróttum næstu tvær vikur eftir að rúmlega 300 stuðningsmönnum tveggja liða, Panathinaikos og Olympiakos, lenti saman með þeim afleiðingum að einn lést. Liðin voru að fara að eigast við í blaki kvenna.

Eldar geysa í nágrenni Hollywood

Miklir eldar geysa nú í nágrenni Hollywood í Los Angeles. Reykur frá eldunum, sem eru í hæðum í kring um borgina, sjást um alla borgina. Ekki er vitað hvernig hann hófst. Um 100 slökkviliðsmenn berjast nú við eldana ásamt slökkviliðsþyrlum. Enn hefur engum íbúum verið sagt að yfirgefa heimili sín þar sem veður er hagstætt og nærri logn.

Uppreisnarmenn skjóta niður þyrlu

Herþyrla var skotin niður í höfuðborg Sómalíu, Mogadishu, í dag á meðan eþíópíski herinn og uppreisnarmenn börðust. Þyrlan var eþíópísk. Hún varð alelda og féll svo til jarðar. Sjónarvottar sögðu að uppreisnarmenn hefðu grandað þyrlunni með flugskeyti.

800 handteknir í óeirðum í Chile

Yfir 800 voru handteknir í óeirðum í Chile í dag. Átökin brutust út á milli ungs fólks og lögreglu. Í dag var árleg mótmælaganga stúdenta um land allt. 38 lögreglumenn slösuðust í átökunum.

Hæsti maður heims í hnapphelduna

Allsérstakt brúðkaup fór fram Kína í vikunni þegar Bao Xishun, hæsti maður heims, gekk að eiga unnustu sína, Xia Shujuan. Þessi slánalegi geitahirðir er ríflega 2,3 metrar á hæð en eiginkona hans er hins vegar ekki nema 1,68 m, sem þykir raunar ágætt í Kína.

Hicks fékk sjö ára dóm

Herdómstóll, í Guantanamo á Kúbu, dæmdi í dag Ástralann David Hicks til sjö ára fangelsisvistar, til viðbótar við þau fimm ár sem hann hefur þegar varið í fangabúðunum, fyrir að aðstoða hryðjuverkamenn.

Stoltenberg segir ESB-aðild úr sögunni

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, segir afar ólíklegt að Norðmenn sæki um aðild að Evrópusambandinu úr þessu. Leiðtogi Samfylkingarinnar segir þetta engu breyta um Evrópustefnu flokksins.

Þrýstingurinn á Írana vex

Evrópusambandið og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa skorað á Írana að sleppa fimmtán breskum sjóliðum sem þeir hafa í haldi sínu. Einn þeirra kom fram á íranskri sjónvarpsstöð í dag og baðst afsökunar á að hafa siglt inn í íranska landhelgi.

Misræmi hjá Gonzales og starfsmannastjóra hans

Alberto Gonzales, aðalsaksóknari í Bandaríkjunum, sagði í dag að hann minntist þess ekki að hafa tekið þátt í ákvörðunum um hvort að biðja ætti átta saksóknara að segja af sér. Fyrrum starfsmannastjóri Gonzales hafði fyrr sagt, eiðsvarinn, fyrir þingnefnd, að Gonzales hefði tekið þátt í og vitað af ferlinu frá upphafi þess. Brottrekstrarnir hafa leitt til þess að margir krefjast nú afsagnar Gonzales. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, starfaði með honum í Texas á árum áður og hefur því stutt hann.

Íranar eiga í höggi við Evrópusambandið

Utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins, Javier Solana, ætlar sér að reyna að tala við Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans, og tryggja að bresku sjóliðarnir 15 verði látnir lausir bráðlega. Solana sagði jafnframt að Íranar yrðu að skilja að þeir ættu ekki í höggi við Breta eina, heldur allar 27 þjóðirnar í Evrópusambandinu. Íranar hafa þrátt fyrir þetta engan bilbug látið á sér finna.

Mugabe býður sig fram 2008

ZANU-PF, stjórnarflokkurinn í Zimbabwe hefur samþykkt að halda forsetakosningar í landinu árið 2008. Robert Mugabe, núverandi forseti landsins, var þá valinn frambjóðandi flokksins. Starfsmaður flokksins skýrði frá þessu í dag. Robert Mugabe er 83 ára gamall og verður kjörtímabilið því stytt úr sex árum í fimm. Mugabe gæti því gegnt embætti, ef heilsan endist, til 88 ára aldurs. Hann hefur átt undir högg að sækja vegna einræðislegra tilburða og samskipta sinna við stjórnarandstöðu landsins.

Hörðustu bardagar í 15 ár

Stjórnvöld í Eþíópíu skýrðu frá því í dag að þau hefðu fellt allt að 200 íslamska uppreisnarmenn í bardögum í höfuðborg Sómalíu, Mogadishu. Eþíópíski herinn hóf í dag stærstu sókn sína gegn uppreisnarmönnum síðan að þeir komu íslamska dómstólaráðinu frá völdum. Bardagarnir í Mogadishu eru þeir hörðustu í um 15 ár og vegna þeirra hafa fjölmargir íbúar borgarinnar þurft að flýja hana.

ESB heimtar sjóliða lausa

Evrópusambandið hefur krafist þess að Íranar sleppi fimmtán breskum sjóliðum þegar úr haldi. Per Stig Möller, utanríkisráðherra Danmerkur sagði fréttamönnum að Írönum hafi verið gerð grein fyrir því að þetta væri óásættanlegt. Sjóliðarnir hefðu verið í Íraskri landhelgi og ekki væri hægt að koma fram við fanga eins og þeir hafi gert.

Haniyeh fjármagnar hryðjuverk -Olmert

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, kallar forsætisráðherra Palestínumanna hryðjuverkamann, í viðtali við bandaríska vikuritið Time, sem kom út í dag. Hann segir að Ismail Haniyeh hafi persónulega afhent skæruliðum peninga til þess að gera hryðjuverkaárásir á Ísrael.

Kasparov stýrir mótmælafundum

Skákmeistarinn Garry Kasparov ætlar að efna til mótmælafunda í helstu borgum Rússlands í næsta mánuði, þrátt fyrir að lögreglan hafi ráðist með kylfum á þrjá síðustu fundi. Kasparov er leiðtogi samtakanna Hitt Rússland. Mótmælafundirnir verða í Moskvu og Sankti Pétursborg, um miðjan næsta mánuð.

Arabar leita sátta

Hvað á að gera við flóttamenn, er einn af alvarlegustu ásteytingarsteinunum í deilum Ísraela og Palestínumanna. Saudi-Arabar hafa lagt fram tillögu sem gæti leyst þann hnút. Hún er á þá leið að Palestinskir flóttamenn fái "réttláta lausn" á málum sínum, frekar en snúa aftur til fyrri heimkynna.

Olmert fagnar tillögum arabaríkja um frið

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, fagnaði í morgun tillögum arabaríkjanna um frið í Miðausturlöndum og sagði þær byltingarkenndar þótt ekki væri hægt að taka undir allt í þeim.

Lagði hald á um 88 þúsund sígarettur

Lögreglan í Kolding á Jótlandi handtók í nótt og í morgun 16 manns, þar af þrettán Rússa, sem taldir eru tengjast alþjóðlegum smyglhring. Jafnframt lagði lögreglan hald á um 88 þúsund sígarettur sem verið var að flytja af skipi í bíl á hafnarbakkanum í Kolding.

Sjóliða fórnað fyrir stefnu Bush og Blair

Þriðja bréfið frá sjóliðum í Íran hefur verið birt. Bréfið er frá Faye Turney eina kvenkyns sjóliðanum í 15 manna hópnum sem er í haldi Írana. Í því segir að henni hafi verið fórnað af stefnu Blair og Bush ríkisstjórnanna. Tími sé kominn til að óska þess að ríkisstjórnirnar breyti kúgunar- og afskiptatilþrifum sínum gagnvart öðrum ríkjum.

Segja liðssöfnun Breta ekki hjálplega

Íranska sendiráðið í Bretlandi segir að tilraunir Breta til að fá þriðju aðila í lið með sér í sjóliðadeilunni, hjálpi ekki til við lausn hennar. Bretar séu í nánum samskiptum við írönsk stjórnvöld og vinni að því að leysa deiluna á "gagnkvæman og ásættanlegan" hátt. Málið ætti að leysa með tvíhliða samningum.

Sjá næstu 50 fréttir