Fleiri fréttir Segir Gonzales hafa tekið þátt Kyle Sampson, fyrrum starfsmannastjóri Alberto Gonzales, aðalsaksóknara Bandaríkjanna, sagði í dag að Gonzales hefði tekið þátt í ákvörðunum stjórnvalda um að reka átta saksóknara úr starfi. Þetta kom fram í vitnisburði hans fyrir þingnefnd í dag. Gonzaels hafði áður sagt að hann hefði ekki komið nálægt málinu. 29.3.2007 22:54 Að minnsta kosti 60 láta lífið í sjóslysi Að minnsta kosti sextíu manns létu lífið þegar að bát með 120 innanborðs hvolfdi rétt fyrir utan ströndum Gíneu í kvöld. Ríkissjónvarpið í Gíneu skýrði frá. Báturinn var opinn fiskibátur og 36 hafa fundist á lífi. Ríkissjónvarp Gíneu sýndi myndir af því þegar að verið var að koma með fólkið í land. 29.3.2007 21:40 Öryggisráðið lýsir yfir áhyggjum vegna sjóliða Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í kvöld ályktun þar sem það lýsir yfir áhyggjum af handtökum Írana á 15 breskum sjóliðum. Upphaflega átti ályktunin að krefjast þess að Íranar létu sjóliðana lausa tafarlaust en eftir langar viðræður Breta og Rússa var sæst á að krefjast þess að sjóliðunum yrði sleppt fljótlega. 29.3.2007 21:37 Tíu ára fangelsi fyrir að móðga kónginn Svissneskur maður var í dag dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að móðga konung Taílands. Oliver Jufer, 57 ára, var dæmdur fyrir að hafa eyðilagt fimm myndir af konunginum með því að spreyja á þær. Jufer var fullur þegar hann móðgaði kónginn. 29.3.2007 21:19 Segja veru hersins í Írak löglega Bandaríkjamenn hafna þeirri fullyrðingu Sádi-Araba að vera bandaríska hersins í Írak sé ólögleg. Þeir segja að herinn sé þar í boði írösku stjórnarinnar og samkvæmt reglugerðum frá Sameinuðu þjóðunum. Konungur Sádi-Arabíu, Abdullah, lýsti þessari skoðun sinni á leiðtogafundi Arabaríkja í gær. 29.3.2007 20:52 Tyrkir biðja Írana að láta Turner lausa Forsætisráðherra Tyrklands, Tayyip Erdogan, hringdi í forseta Íran, Mahmoud Ahmadinejad, í dag og bað hann að láta Faye Turner lausa. Íranar ætluðu upphaflega að sleppa henni en skiptu svo um skoðun og sögðu viðbrögð Breta vera ástæðuna. Turner er eina konan í hópi sjóliðanna sem Íranar handtóku síðastliðinn föstudag. Ahmadinejad er víst að íhuga bón Erdogans um þessar mundir. Ríkissjónvarpið í Íran skýrði frá þessu í dag. 29.3.2007 19:54 Bretar hafni stjórnarskrá ESB Bretar taka ekki upp evruna og hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins nái íhaldsmenn völdum í næstu kosningum. Þetta segir William Hague, fyrrverandi leiðtogi breska Íhaldsflokksins og núverandi talsmaður hans í utanríkismálum. Hann er vongóður um sigur flokks síns í næstu kosningum. 29.3.2007 18:45 Forseti Suður-Afríku að miðla málum í Zimbabwe Afrískir leiðtogar samþykktu í dag að forseti Suður-Afríku, Thabo Mbeki, muni reyna að miðla málum í Zimbabwe. Þetta var ákveðið á leiðtogafundi sem haldinn var í Dar Es Salaam í Tanzaníu. Þeir hvöttu vesturveldin einnig til þess að hætta refsiaðgerðum gegn landinu. Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, hefur undanfarið sætt harðri gagnrýni alþjóðasamfélagsins fyrir meðferð sína á stjórnarandstöðu landsins. 29.3.2007 17:34 Arabaríkin bjóða Ísrael stjórnmálasamband Öll Arabaríkin samþykktu í dag að taka upp stjórnmálasamband og eðlileg samskipti við Ísrael, að uppfylltum vissum skilyrðum. Þau eru meðal annars að Ísrael hverfi aftur til landamæranna eins og þau voru fyrir sex daga stríðið árið 1967. Að stofnað verði sjálfstætt ríki Palestínumanna, og að fundinn verði réttlát lausn á málum þeirra araba sem flýðu heimili sín í hinum fjölmörgu stríðum sem Arabar og Gyðingar hafa háð. 29.3.2007 16:41 Öldungadeildin samþykkir heimflutning frá Írak Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag frumvarp um að hefja heimflutning herliðsins í Írak eftir fjóra mánuði og að reynt skuli að ljúka honum á einu ári. Fullvíst þykir að forsetinn beiti neitunarvaldi gegn þessu frumvarpi, sem var hengt aftan í annað frumvarp um fjárframlög til stríðsrekstrar í Írak og Afganistan. 29.3.2007 15:26 Bretar meta ekki manngæsku okkar Ástæðan fyrir því að Íranar hættu við að láta lausan kvenkyns sjóliða sem þeir hafa í haldi var sú að þeim þótti Bretar ekki kunna nógu vel að meta manngæskuna sem í því fælist. Írönsk fréttastofa hefur eftir Alireza Afshar, hershöfðingja að; "Röng hegðun þeirra sem búa í Lundúnum, er ástæðan fyrir því að hætta var við." 29.3.2007 14:34 Flugvél slapp naumlega við geimrusl Það munaði 40 sekúndum að farþegaflugvél frá Chile yrði fyrir braki úr geimfari sem féll til jarðar yfir Suður-Kyrrahafi. Vélin var á leið til Auckland á Nýja Sjálandi. Rússar höfðu varað við því að eitt af geimförum þeirra væri að koma inn í gufuhvolfið, og myndi þar brotna upp og brenna. 29.3.2007 14:30 Foreldrar vilja að mannræningja verði gefið frelsi Gloria Arroyo, forseti Filippseyja, hitti í morgun börnin sem tekin voru í gíslingu í rútu í höfuðborginni, Maníla, í gær. Börnunum var boðið í forsetahöllina þar sem Arroyo ræddi við þau og foreldra þeirra. 29.3.2007 12:46 Norðmenn fela tóbakið Heilbrigðisráðherra Noregs, Sylvía Brustad, vill að bannað verði að hafa tóbaksvörur uppivið, í verslunum. Þær eiga að fara undir borðið þar sem engin sér þær. Rökin eru þau að börn og unglingar eigi ekki að þurfa að hafa sígarettur fyrir augunum þegar þeir fara út í búð. Einnig sé auðveldara fyrir fólk að hætta að reykja, ef ekki sé sífellt verið að minna það á ósiðinn. 29.3.2007 11:04 Íranar að leyfa breskum erindrekum að hitta sjóliðana Samkvæmt nýjust fregnum hafa Íranar sæst á að leyfa breskum erindrekum að hitta sjóliðana 15 sem handteknir voru á föstudaginn var. Þetta kemur fram á fréttasíðu Sky News í kvöld. Samkvæmt henni hafa Íranar einnig sagt að deilan eigi ekki eftir að leysast ef Bretar fallast ekki á að sjóliðarnir hafi verið á írönsku hafsvæði. 28.3.2007 23:21 Segir Fidel á batavegi Ramon Castro, einn af eldri bræðrum Fidels Castro, sagði fréttamönnum í dag að Fidel væri á batavegi og hefði það gott. Spurður um hvort að búast mætti við Fidel opinberlega á næstunni svaraði hann engu. Forseti Bólivíu sagði nýverið að hann byggist við því að Fidel myndi láta sjá sig á leiðtogaráðstefnu sem haldin verður þann 28. apríl næstkomandi. 28.3.2007 22:11 Gaddafi segir Bandaríkin stjórna leiðtogum Araba Muammar Gaddafi, forseti Líbýu, segir að Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi þegar ákveðið hvað um verður rætt og hver niðurstaðan verður á leiðtogafundi Arabaríkja sem hófst í dag. Gaddafi er ekki á fundinum. 28.3.2007 21:56 Banna plastpoka í San Francisco Borgaryfirvöld í San Francisco hafa samþykkt bann við plastpokum, eins og þeim sem maður fær úti í búð. Búist er við því að borgarstjóri San Francisco eigi eftir að samþykkja lögin og verðu borgin þá sú fyrsta í Bandaríkjunum sem bannar plastpoka. 28.3.2007 21:30 Yfir 70 létust þegar tankbíll brann Fleiri en 70 manns létu lífið í slysi í Nígeríu í dag. Fjöldi fólks var að stela eldsneyti úr olíubíl þegar að það kviknaði í honum. Atvikið átti sér stað í norðurhluta landsins. 101 sluppu með misalvarleg meiðsli. 28.3.2007 21:17 Ætla að reyna að skilja þær að Síamstvíburasysturnar, Anastasía og Tatjana, eru samvaxnar á höfði. Læknar í Bandaríkjunum ætla að reyna að skilja þær að í vor. Þeir segja aðgerðina flókna en framkvæmanlega. 28.3.2007 20:30 15 mánaða sem sex ný líffæri Fimmtán mánaða stúlka sneri aftur til síns heima í Ísrael í gær eftir að læknar í Bandaríkjunum græddu í hana sex ný líffæri. Aðgerðin heppnaðist vel og var lífi stúlkunnar bjargað. 28.3.2007 20:15 Stjórnarandstöðuleiðtogi í Zimbabwe handtekinn Morgan Tsvangirai, leiðtogi helsta stjórnarandstöðuflokks Simbabve, var handtekinn í morgun þegar lögregla gerði áhlaup á höfuðstöðvar flokks hans í höfuðborginni Harare. Nokkrir aðrir leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru einnig handteknir. Róbert Mugabe, forseti landsins, hefur tekið hart á stjórnarandstæðingum undanfarið en óánægja magnast nú í landinu, aðallega vegna bágs efnahagsástands. 28.3.2007 20:00 Lögregla á Filippseyjum yfirheyrir mannræningja Lögreglan, í Maníla á Filippseyjum, yfirheyrir nú mann sem reyndi að knýja fram siðbót í landinu með því að ræna rúmlega þrjátíu börnum. Hann hélt þeim, og kennurum þeirra, í gíslingu í rútu við ráðhúsið í höfuðborginni í nærri tíu tíma. 28.3.2007 19:35 Íranar sýna myndband af sjóliðum Íranska ríkissjónvarpið sýndi í dag viðtal við einn af sjóliðunum 15 sem handteknir voru á sunnudaginn var. Í því segir sjóliðinn, Faye Turney, að þau hafi augljóslega verið á írönsku hafsvæði en bresk stjórnvöld hafa neitað því harðlega. 28.3.2007 17:21 Seldu konur í Þýskalandi Yfirvöld í Rúmeníu hafa handtekið sex manns sem stunduðu það að lokka rúmenskar konur til Þýskalands, þar sem þær voru seldar Tyrkjum fyrir um það bil 450 þúsund íslenskar krónur. Glæpagengið fann konurnar á börum og í þorpum, í Rúmeníu, og lofaði þeim vel launuðum störfum í Þýskalandi. 28.3.2007 16:57 Árangurstenging í stað kvóta Evrópusambandið vill banna brottkast á fiski á skipum aðildarríkjanna. Það vill mæta því með nýjum reglum þar sem árangurstenging leysi kvóta af hólmi. Joe Borg, fiskimálastjóri ESB segir að dag eftir dag sé fiskur og skeldýr dregin upp á yfirborðið og svo hent dauðum aftur í sjóinn. Þarna sé um að ræða gríðarlegt magn, og þetta sé óforsvaranlegt. 28.3.2007 16:37 Vesturlönd styðja Breta vegna sjóliðanna Evrópusambandið og Bandaríkin hafa lýst fullum stuðningi við Breta vegna handtöku Írana á fimmtán breskum sjóliðum. Þjóðverjar sitja nú í forsæti Evrópusambandsins. Angela Merkel, kanslari Þýskalands sagði í Brussel í dag að sambandinu þætti það ólíðandi að sjóliðarnir hefðu verið handteknir. 28.3.2007 14:27 Kínverjar fyrirbyggja Ólympíuandóf Kínversk yfirvöld eru að búa sig undir Ólympíuleikana á næsta ári með því að herða tökin á andófsmönnum. Fulltrúi Mannréttindavaktarinnar, í Hong Kong, segir að andófsmenn geri sér fulla grein fyrir því að þeir geti vakið heimsathygli með mótmælum sínum meðan á leikunum stendur. Hann segir að kínversk yfirvöld geri sér einnig fulla grein fyrir því. 28.3.2007 14:04 Tsvangirai handtekinn í áhlaupi lögreglu Morgan Tsvangirai, leiðtogi helsta stjórnarandstöðuflokks Simbabve var handtekinn í morgun þegar lögregla gerði áhlaup á höfuðstöðvar flokksins í Harare. Nokkrir aðrir leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru einnig handteknir. 28.3.2007 11:46 Börnin í Manila látin laus Búið er að sleppa börnunum sem tveir menn tóku í gíslingu í Manila á Filippseyjum lausum. Gíslatökumaðurinn hefur verið færður í varðhald. Lögregla í Manila náði samkomulagi við mennina sem þar hafa haldið 31 barni í gíslingu síðan snemma í morgun. Lögregla hefur ekki gefið upp smáatriði samkomulagsins. Annar gíslatökumannana er eigandi barnaheimilisinsins, ekki er vitað hver hinn maðurinn er. Börnin hafa þurft að dúsa í rútunni í átta klukkutíma núna en eru að sögn við góða heilsu. 28.3.2007 11:15 Kröftugur jarðskjálfti í Japan Jarðskjálfti upp á 4,8 stig á Richter varð í kvöld við Noto skagann á vesturströnd Japan en ríkisfréttastöðin NHK skýrði frá þessu. Enn sem komið er hafa engar fregnir borist af tjóni á eignum eða hvort að fólk hafi slasast. Ekki hefur verið varað við flóðbylgju vegna skjálftans. Á sunnudaginn síðastliðinn varð kröftugur jarðskjálfti á sama svæði. Þá lést einn maður, fleiri en 200 slösuðust og hundruð heimila eyðilögðust. 27.3.2007 23:36 Átök á Gare du Nord Lögreglu í París lenti í kvöld saman við ungt fólk sem braut rúður og rændi búðir í Gare du Nord lestarstöðinni. Lögregla beitti táragasti og kylfum til þess að ná stjórn á ástandinu. 27.3.2007 23:29 Leiðtogar Arabaríkja leggja til friðaráætlun Leiðtogar Arabaríkja munu endurvekja fimm ára gamla friðaráætlun á leiðtogafundi sem haldinn verður í Sádi-Arabíu á morgun. Ætla þeir að hvetja Ísraela til þess að samþykkja áætlunina. Samkvæmt henni eiga Ísraelar að skila aftur landi sem þeir tóku í stríði árið 1967, viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki og samþykkja að palestínskir flóttamenn geti snúið heim á ný. 27.3.2007 23:01 Blair tilbúinn að beita nýjum aðferðum Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, varaði við því í dag að ef að bresku sjóliðarnir, sem Íranar tóku fasta á föstudaginn, yrðu ekki látnir lausir bráðlega væri hann tilbúinn að beita öðrum aðferðum en viðræðum. Bretar sögðu í gær að þeir myndu brátt sýna sönnunargögn sem tækju af allan vafa um hvar sjóliðarnir hefðu verið staddir. 27.3.2007 22:36 Ákæru gegn Rumsfeld vísað frá Bandarískur dómstóll hefur vísað frá málsókn á hendur Donald Rumsfeld, fyrrum varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, um að fangar hafi verið pyntaðir í Írak og Afganistan. Rétturinn viðurkenndi að fangarnir hefðu verið pyntaðir en að þar sem þeir væru ekki bandarískir ríkisborgarar væru þeir ekki verndaðir af bandarísku stjórnarskránni. Einnig sagði í dómnum að Rumsfeld nyti friðhelgi gegn svona málsóknum. 27.3.2007 22:15 Vilja hermennina heim fyrir 31. mars árið 2008 Öldungadeild bandaríska þingsins hefur samþykkt að halda áætlun um brottför bandarískra hermanna frá Írak inni í fjárveitingartillögu sem hún mun greiða atkvæði um í næstu viku. Ef tillagan verður samþykkt þá mun hún fara til George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, til undirskriftar en hann hefur marghótað því að beita neitunarvaldi ef það gerist. 27.3.2007 21:35 Stjórnarskrárbreytingar samþykktar Umdeildar breytingar á stjórnarskrá Egyptalands voru samþykktar með 75,9% atkvæða. Talsmenn stjórnvalda skýrðu frá þessu í dag. Þeir sögðu jafnframt að kjörsókn hefði verið 27% en sumir sjálfstæðir eftirlitshópar sögðu að kjörsókn hefði ekki verið meiri en fimm prósent. 27.3.2007 21:22 Ítalskir hermenn verða áfram í Afganistan Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, vann í dag mikilvægan sigur þegar að tillaga hans um að framlengja dvöl ítalskra hermanna í Afganistan var samþykkt. Atkvæðagreiðslan var álitin mikilvæg prófraun fyrir Prodi en hann neyddist til þess að segja af sér í síðastliðnum mánuði eftir að hafa tapað atkvæðagreiðslu um utanríkismál. 27.3.2007 20:42 Gerðu árás á bækistöðvar hermanna Uppreisnarmenn í Írak gerðu í dag árás á bækistöð bandarískra hermanna við Fallujah í dag. Þeir reyndu að keyra tvo bíla, fulla af sprengiefnum, inn fyrir hlið stöðvarinnar á sama tíma og um 30 vígamenn gerðu áhlaup á hana. Bandarísku hermönnunum tókst að hrinda árásinni. Árásin er talin óvenjuleg þar sem uppreisnarmenn ráðast ekki venjulega í svo stórum hópum á bækistöðvar hermanna. 27.3.2007 18:56 Leggja til að endurvinnslustöðinni í Sellafield verði lokað Umhverfisráðherrar Íslands, Írlands, Noregs og Austurríkis hvetja bresk stjórnvöld til að hætta við að enduropna kjarnorkuendurvinnslustöðina Sellafield. Henni var lokað árið 2005 vegna innanhúss leka á mjög geislavirkum úrgangi. Starfsemi stöðvarinnar hefur lengi verið þyrnir í augum íslenskra stjórnvalda sem oft hafa hvatt til þess að henni verði lokað. 27.3.2007 18:45 Hét á páfa og læknaðist Frönsk nunna sem læknaðist af Parkinsons-veiki eftir að hafa heitið á Jóhannes Pál páfa annan er höfuðástæða þess að honum verður veitt sérstök blessun á tveggja ára ártíð sinni í næstu viku. Komi annað kraftaverk í ljós verður hann tekinn í dýrlingatölu. 27.3.2007 18:30 Hótað að sprengja upp höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna Hótað var að sprengja upp höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Neyðarlínunni þar í borg barst sprengjuhótun frá ónefndum aðila. Öryggisráðstafanir voru auknar umtalsvert vegna hótunarinnar en sprengjan átti að springa klukkan tvö í dag. Engin sprengja fannst við leit í höfuðstöðvunum og ekki hefur orðið vart við neina sprengingu það sem af er degi. Lögreglan í New York segist því vera að rannsaka málið sem mögulegt gabb. 27.3.2007 18:14 Reglulegir fundir Ísraela og Palestínumanna Leiðtogar Ísraels og Palestínumanna hafa fallist á að hittast hálfsmánaðarlega til þess að auka traust sín í milli. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna tilkynnti um þetta í dag og sagði að fundirnir gætu á endanum leitt til umræðna um sjálfstætt palestinskt ríki. Háttsettur ísraelskur embættismaður sagði hinsvegar að sjálfstætt ríki yrði ekki til umræðu í bráð. 27.3.2007 16:55 Bauð hveiti og myrti 27.3.2007 16:43 Núll núll þjö Það gæti verið njósnari á heimilinu þínu, sem þú veist ekkert um. Mjög ung börn sækja vísbendingar um hvernig þau eigi að haga sér með því að fylgjast með svipbrigðum fullorðinna, og hlera samtöl þeirra. Börn allt niður í eins árs gömul fylgjast vel með því sem er að gerast í kringum þau, hvort sem því er beint að þeim, eða öðrum í fjölskyldunni. 27.3.2007 16:13 Sjá næstu 50 fréttir
Segir Gonzales hafa tekið þátt Kyle Sampson, fyrrum starfsmannastjóri Alberto Gonzales, aðalsaksóknara Bandaríkjanna, sagði í dag að Gonzales hefði tekið þátt í ákvörðunum stjórnvalda um að reka átta saksóknara úr starfi. Þetta kom fram í vitnisburði hans fyrir þingnefnd í dag. Gonzaels hafði áður sagt að hann hefði ekki komið nálægt málinu. 29.3.2007 22:54
Að minnsta kosti 60 láta lífið í sjóslysi Að minnsta kosti sextíu manns létu lífið þegar að bát með 120 innanborðs hvolfdi rétt fyrir utan ströndum Gíneu í kvöld. Ríkissjónvarpið í Gíneu skýrði frá. Báturinn var opinn fiskibátur og 36 hafa fundist á lífi. Ríkissjónvarp Gíneu sýndi myndir af því þegar að verið var að koma með fólkið í land. 29.3.2007 21:40
Öryggisráðið lýsir yfir áhyggjum vegna sjóliða Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í kvöld ályktun þar sem það lýsir yfir áhyggjum af handtökum Írana á 15 breskum sjóliðum. Upphaflega átti ályktunin að krefjast þess að Íranar létu sjóliðana lausa tafarlaust en eftir langar viðræður Breta og Rússa var sæst á að krefjast þess að sjóliðunum yrði sleppt fljótlega. 29.3.2007 21:37
Tíu ára fangelsi fyrir að móðga kónginn Svissneskur maður var í dag dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að móðga konung Taílands. Oliver Jufer, 57 ára, var dæmdur fyrir að hafa eyðilagt fimm myndir af konunginum með því að spreyja á þær. Jufer var fullur þegar hann móðgaði kónginn. 29.3.2007 21:19
Segja veru hersins í Írak löglega Bandaríkjamenn hafna þeirri fullyrðingu Sádi-Araba að vera bandaríska hersins í Írak sé ólögleg. Þeir segja að herinn sé þar í boði írösku stjórnarinnar og samkvæmt reglugerðum frá Sameinuðu þjóðunum. Konungur Sádi-Arabíu, Abdullah, lýsti þessari skoðun sinni á leiðtogafundi Arabaríkja í gær. 29.3.2007 20:52
Tyrkir biðja Írana að láta Turner lausa Forsætisráðherra Tyrklands, Tayyip Erdogan, hringdi í forseta Íran, Mahmoud Ahmadinejad, í dag og bað hann að láta Faye Turner lausa. Íranar ætluðu upphaflega að sleppa henni en skiptu svo um skoðun og sögðu viðbrögð Breta vera ástæðuna. Turner er eina konan í hópi sjóliðanna sem Íranar handtóku síðastliðinn föstudag. Ahmadinejad er víst að íhuga bón Erdogans um þessar mundir. Ríkissjónvarpið í Íran skýrði frá þessu í dag. 29.3.2007 19:54
Bretar hafni stjórnarskrá ESB Bretar taka ekki upp evruna og hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins nái íhaldsmenn völdum í næstu kosningum. Þetta segir William Hague, fyrrverandi leiðtogi breska Íhaldsflokksins og núverandi talsmaður hans í utanríkismálum. Hann er vongóður um sigur flokks síns í næstu kosningum. 29.3.2007 18:45
Forseti Suður-Afríku að miðla málum í Zimbabwe Afrískir leiðtogar samþykktu í dag að forseti Suður-Afríku, Thabo Mbeki, muni reyna að miðla málum í Zimbabwe. Þetta var ákveðið á leiðtogafundi sem haldinn var í Dar Es Salaam í Tanzaníu. Þeir hvöttu vesturveldin einnig til þess að hætta refsiaðgerðum gegn landinu. Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, hefur undanfarið sætt harðri gagnrýni alþjóðasamfélagsins fyrir meðferð sína á stjórnarandstöðu landsins. 29.3.2007 17:34
Arabaríkin bjóða Ísrael stjórnmálasamband Öll Arabaríkin samþykktu í dag að taka upp stjórnmálasamband og eðlileg samskipti við Ísrael, að uppfylltum vissum skilyrðum. Þau eru meðal annars að Ísrael hverfi aftur til landamæranna eins og þau voru fyrir sex daga stríðið árið 1967. Að stofnað verði sjálfstætt ríki Palestínumanna, og að fundinn verði réttlát lausn á málum þeirra araba sem flýðu heimili sín í hinum fjölmörgu stríðum sem Arabar og Gyðingar hafa háð. 29.3.2007 16:41
Öldungadeildin samþykkir heimflutning frá Írak Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag frumvarp um að hefja heimflutning herliðsins í Írak eftir fjóra mánuði og að reynt skuli að ljúka honum á einu ári. Fullvíst þykir að forsetinn beiti neitunarvaldi gegn þessu frumvarpi, sem var hengt aftan í annað frumvarp um fjárframlög til stríðsrekstrar í Írak og Afganistan. 29.3.2007 15:26
Bretar meta ekki manngæsku okkar Ástæðan fyrir því að Íranar hættu við að láta lausan kvenkyns sjóliða sem þeir hafa í haldi var sú að þeim þótti Bretar ekki kunna nógu vel að meta manngæskuna sem í því fælist. Írönsk fréttastofa hefur eftir Alireza Afshar, hershöfðingja að; "Röng hegðun þeirra sem búa í Lundúnum, er ástæðan fyrir því að hætta var við." 29.3.2007 14:34
Flugvél slapp naumlega við geimrusl Það munaði 40 sekúndum að farþegaflugvél frá Chile yrði fyrir braki úr geimfari sem féll til jarðar yfir Suður-Kyrrahafi. Vélin var á leið til Auckland á Nýja Sjálandi. Rússar höfðu varað við því að eitt af geimförum þeirra væri að koma inn í gufuhvolfið, og myndi þar brotna upp og brenna. 29.3.2007 14:30
Foreldrar vilja að mannræningja verði gefið frelsi Gloria Arroyo, forseti Filippseyja, hitti í morgun börnin sem tekin voru í gíslingu í rútu í höfuðborginni, Maníla, í gær. Börnunum var boðið í forsetahöllina þar sem Arroyo ræddi við þau og foreldra þeirra. 29.3.2007 12:46
Norðmenn fela tóbakið Heilbrigðisráðherra Noregs, Sylvía Brustad, vill að bannað verði að hafa tóbaksvörur uppivið, í verslunum. Þær eiga að fara undir borðið þar sem engin sér þær. Rökin eru þau að börn og unglingar eigi ekki að þurfa að hafa sígarettur fyrir augunum þegar þeir fara út í búð. Einnig sé auðveldara fyrir fólk að hætta að reykja, ef ekki sé sífellt verið að minna það á ósiðinn. 29.3.2007 11:04
Íranar að leyfa breskum erindrekum að hitta sjóliðana Samkvæmt nýjust fregnum hafa Íranar sæst á að leyfa breskum erindrekum að hitta sjóliðana 15 sem handteknir voru á föstudaginn var. Þetta kemur fram á fréttasíðu Sky News í kvöld. Samkvæmt henni hafa Íranar einnig sagt að deilan eigi ekki eftir að leysast ef Bretar fallast ekki á að sjóliðarnir hafi verið á írönsku hafsvæði. 28.3.2007 23:21
Segir Fidel á batavegi Ramon Castro, einn af eldri bræðrum Fidels Castro, sagði fréttamönnum í dag að Fidel væri á batavegi og hefði það gott. Spurður um hvort að búast mætti við Fidel opinberlega á næstunni svaraði hann engu. Forseti Bólivíu sagði nýverið að hann byggist við því að Fidel myndi láta sjá sig á leiðtogaráðstefnu sem haldin verður þann 28. apríl næstkomandi. 28.3.2007 22:11
Gaddafi segir Bandaríkin stjórna leiðtogum Araba Muammar Gaddafi, forseti Líbýu, segir að Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi þegar ákveðið hvað um verður rætt og hver niðurstaðan verður á leiðtogafundi Arabaríkja sem hófst í dag. Gaddafi er ekki á fundinum. 28.3.2007 21:56
Banna plastpoka í San Francisco Borgaryfirvöld í San Francisco hafa samþykkt bann við plastpokum, eins og þeim sem maður fær úti í búð. Búist er við því að borgarstjóri San Francisco eigi eftir að samþykkja lögin og verðu borgin þá sú fyrsta í Bandaríkjunum sem bannar plastpoka. 28.3.2007 21:30
Yfir 70 létust þegar tankbíll brann Fleiri en 70 manns létu lífið í slysi í Nígeríu í dag. Fjöldi fólks var að stela eldsneyti úr olíubíl þegar að það kviknaði í honum. Atvikið átti sér stað í norðurhluta landsins. 101 sluppu með misalvarleg meiðsli. 28.3.2007 21:17
Ætla að reyna að skilja þær að Síamstvíburasysturnar, Anastasía og Tatjana, eru samvaxnar á höfði. Læknar í Bandaríkjunum ætla að reyna að skilja þær að í vor. Þeir segja aðgerðina flókna en framkvæmanlega. 28.3.2007 20:30
15 mánaða sem sex ný líffæri Fimmtán mánaða stúlka sneri aftur til síns heima í Ísrael í gær eftir að læknar í Bandaríkjunum græddu í hana sex ný líffæri. Aðgerðin heppnaðist vel og var lífi stúlkunnar bjargað. 28.3.2007 20:15
Stjórnarandstöðuleiðtogi í Zimbabwe handtekinn Morgan Tsvangirai, leiðtogi helsta stjórnarandstöðuflokks Simbabve, var handtekinn í morgun þegar lögregla gerði áhlaup á höfuðstöðvar flokks hans í höfuðborginni Harare. Nokkrir aðrir leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru einnig handteknir. Róbert Mugabe, forseti landsins, hefur tekið hart á stjórnarandstæðingum undanfarið en óánægja magnast nú í landinu, aðallega vegna bágs efnahagsástands. 28.3.2007 20:00
Lögregla á Filippseyjum yfirheyrir mannræningja Lögreglan, í Maníla á Filippseyjum, yfirheyrir nú mann sem reyndi að knýja fram siðbót í landinu með því að ræna rúmlega þrjátíu börnum. Hann hélt þeim, og kennurum þeirra, í gíslingu í rútu við ráðhúsið í höfuðborginni í nærri tíu tíma. 28.3.2007 19:35
Íranar sýna myndband af sjóliðum Íranska ríkissjónvarpið sýndi í dag viðtal við einn af sjóliðunum 15 sem handteknir voru á sunnudaginn var. Í því segir sjóliðinn, Faye Turney, að þau hafi augljóslega verið á írönsku hafsvæði en bresk stjórnvöld hafa neitað því harðlega. 28.3.2007 17:21
Seldu konur í Þýskalandi Yfirvöld í Rúmeníu hafa handtekið sex manns sem stunduðu það að lokka rúmenskar konur til Þýskalands, þar sem þær voru seldar Tyrkjum fyrir um það bil 450 þúsund íslenskar krónur. Glæpagengið fann konurnar á börum og í þorpum, í Rúmeníu, og lofaði þeim vel launuðum störfum í Þýskalandi. 28.3.2007 16:57
Árangurstenging í stað kvóta Evrópusambandið vill banna brottkast á fiski á skipum aðildarríkjanna. Það vill mæta því með nýjum reglum þar sem árangurstenging leysi kvóta af hólmi. Joe Borg, fiskimálastjóri ESB segir að dag eftir dag sé fiskur og skeldýr dregin upp á yfirborðið og svo hent dauðum aftur í sjóinn. Þarna sé um að ræða gríðarlegt magn, og þetta sé óforsvaranlegt. 28.3.2007 16:37
Vesturlönd styðja Breta vegna sjóliðanna Evrópusambandið og Bandaríkin hafa lýst fullum stuðningi við Breta vegna handtöku Írana á fimmtán breskum sjóliðum. Þjóðverjar sitja nú í forsæti Evrópusambandsins. Angela Merkel, kanslari Þýskalands sagði í Brussel í dag að sambandinu þætti það ólíðandi að sjóliðarnir hefðu verið handteknir. 28.3.2007 14:27
Kínverjar fyrirbyggja Ólympíuandóf Kínversk yfirvöld eru að búa sig undir Ólympíuleikana á næsta ári með því að herða tökin á andófsmönnum. Fulltrúi Mannréttindavaktarinnar, í Hong Kong, segir að andófsmenn geri sér fulla grein fyrir því að þeir geti vakið heimsathygli með mótmælum sínum meðan á leikunum stendur. Hann segir að kínversk yfirvöld geri sér einnig fulla grein fyrir því. 28.3.2007 14:04
Tsvangirai handtekinn í áhlaupi lögreglu Morgan Tsvangirai, leiðtogi helsta stjórnarandstöðuflokks Simbabve var handtekinn í morgun þegar lögregla gerði áhlaup á höfuðstöðvar flokksins í Harare. Nokkrir aðrir leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru einnig handteknir. 28.3.2007 11:46
Börnin í Manila látin laus Búið er að sleppa börnunum sem tveir menn tóku í gíslingu í Manila á Filippseyjum lausum. Gíslatökumaðurinn hefur verið færður í varðhald. Lögregla í Manila náði samkomulagi við mennina sem þar hafa haldið 31 barni í gíslingu síðan snemma í morgun. Lögregla hefur ekki gefið upp smáatriði samkomulagsins. Annar gíslatökumannana er eigandi barnaheimilisinsins, ekki er vitað hver hinn maðurinn er. Börnin hafa þurft að dúsa í rútunni í átta klukkutíma núna en eru að sögn við góða heilsu. 28.3.2007 11:15
Kröftugur jarðskjálfti í Japan Jarðskjálfti upp á 4,8 stig á Richter varð í kvöld við Noto skagann á vesturströnd Japan en ríkisfréttastöðin NHK skýrði frá þessu. Enn sem komið er hafa engar fregnir borist af tjóni á eignum eða hvort að fólk hafi slasast. Ekki hefur verið varað við flóðbylgju vegna skjálftans. Á sunnudaginn síðastliðinn varð kröftugur jarðskjálfti á sama svæði. Þá lést einn maður, fleiri en 200 slösuðust og hundruð heimila eyðilögðust. 27.3.2007 23:36
Átök á Gare du Nord Lögreglu í París lenti í kvöld saman við ungt fólk sem braut rúður og rændi búðir í Gare du Nord lestarstöðinni. Lögregla beitti táragasti og kylfum til þess að ná stjórn á ástandinu. 27.3.2007 23:29
Leiðtogar Arabaríkja leggja til friðaráætlun Leiðtogar Arabaríkja munu endurvekja fimm ára gamla friðaráætlun á leiðtogafundi sem haldinn verður í Sádi-Arabíu á morgun. Ætla þeir að hvetja Ísraela til þess að samþykkja áætlunina. Samkvæmt henni eiga Ísraelar að skila aftur landi sem þeir tóku í stríði árið 1967, viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki og samþykkja að palestínskir flóttamenn geti snúið heim á ný. 27.3.2007 23:01
Blair tilbúinn að beita nýjum aðferðum Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, varaði við því í dag að ef að bresku sjóliðarnir, sem Íranar tóku fasta á föstudaginn, yrðu ekki látnir lausir bráðlega væri hann tilbúinn að beita öðrum aðferðum en viðræðum. Bretar sögðu í gær að þeir myndu brátt sýna sönnunargögn sem tækju af allan vafa um hvar sjóliðarnir hefðu verið staddir. 27.3.2007 22:36
Ákæru gegn Rumsfeld vísað frá Bandarískur dómstóll hefur vísað frá málsókn á hendur Donald Rumsfeld, fyrrum varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, um að fangar hafi verið pyntaðir í Írak og Afganistan. Rétturinn viðurkenndi að fangarnir hefðu verið pyntaðir en að þar sem þeir væru ekki bandarískir ríkisborgarar væru þeir ekki verndaðir af bandarísku stjórnarskránni. Einnig sagði í dómnum að Rumsfeld nyti friðhelgi gegn svona málsóknum. 27.3.2007 22:15
Vilja hermennina heim fyrir 31. mars árið 2008 Öldungadeild bandaríska þingsins hefur samþykkt að halda áætlun um brottför bandarískra hermanna frá Írak inni í fjárveitingartillögu sem hún mun greiða atkvæði um í næstu viku. Ef tillagan verður samþykkt þá mun hún fara til George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, til undirskriftar en hann hefur marghótað því að beita neitunarvaldi ef það gerist. 27.3.2007 21:35
Stjórnarskrárbreytingar samþykktar Umdeildar breytingar á stjórnarskrá Egyptalands voru samþykktar með 75,9% atkvæða. Talsmenn stjórnvalda skýrðu frá þessu í dag. Þeir sögðu jafnframt að kjörsókn hefði verið 27% en sumir sjálfstæðir eftirlitshópar sögðu að kjörsókn hefði ekki verið meiri en fimm prósent. 27.3.2007 21:22
Ítalskir hermenn verða áfram í Afganistan Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, vann í dag mikilvægan sigur þegar að tillaga hans um að framlengja dvöl ítalskra hermanna í Afganistan var samþykkt. Atkvæðagreiðslan var álitin mikilvæg prófraun fyrir Prodi en hann neyddist til þess að segja af sér í síðastliðnum mánuði eftir að hafa tapað atkvæðagreiðslu um utanríkismál. 27.3.2007 20:42
Gerðu árás á bækistöðvar hermanna Uppreisnarmenn í Írak gerðu í dag árás á bækistöð bandarískra hermanna við Fallujah í dag. Þeir reyndu að keyra tvo bíla, fulla af sprengiefnum, inn fyrir hlið stöðvarinnar á sama tíma og um 30 vígamenn gerðu áhlaup á hana. Bandarísku hermönnunum tókst að hrinda árásinni. Árásin er talin óvenjuleg þar sem uppreisnarmenn ráðast ekki venjulega í svo stórum hópum á bækistöðvar hermanna. 27.3.2007 18:56
Leggja til að endurvinnslustöðinni í Sellafield verði lokað Umhverfisráðherrar Íslands, Írlands, Noregs og Austurríkis hvetja bresk stjórnvöld til að hætta við að enduropna kjarnorkuendurvinnslustöðina Sellafield. Henni var lokað árið 2005 vegna innanhúss leka á mjög geislavirkum úrgangi. Starfsemi stöðvarinnar hefur lengi verið þyrnir í augum íslenskra stjórnvalda sem oft hafa hvatt til þess að henni verði lokað. 27.3.2007 18:45
Hét á páfa og læknaðist Frönsk nunna sem læknaðist af Parkinsons-veiki eftir að hafa heitið á Jóhannes Pál páfa annan er höfuðástæða þess að honum verður veitt sérstök blessun á tveggja ára ártíð sinni í næstu viku. Komi annað kraftaverk í ljós verður hann tekinn í dýrlingatölu. 27.3.2007 18:30
Hótað að sprengja upp höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna Hótað var að sprengja upp höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Neyðarlínunni þar í borg barst sprengjuhótun frá ónefndum aðila. Öryggisráðstafanir voru auknar umtalsvert vegna hótunarinnar en sprengjan átti að springa klukkan tvö í dag. Engin sprengja fannst við leit í höfuðstöðvunum og ekki hefur orðið vart við neina sprengingu það sem af er degi. Lögreglan í New York segist því vera að rannsaka málið sem mögulegt gabb. 27.3.2007 18:14
Reglulegir fundir Ísraela og Palestínumanna Leiðtogar Ísraels og Palestínumanna hafa fallist á að hittast hálfsmánaðarlega til þess að auka traust sín í milli. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna tilkynnti um þetta í dag og sagði að fundirnir gætu á endanum leitt til umræðna um sjálfstætt palestinskt ríki. Háttsettur ísraelskur embættismaður sagði hinsvegar að sjálfstætt ríki yrði ekki til umræðu í bráð. 27.3.2007 16:55
Núll núll þjö Það gæti verið njósnari á heimilinu þínu, sem þú veist ekkert um. Mjög ung börn sækja vísbendingar um hvernig þau eigi að haga sér með því að fylgjast með svipbrigðum fullorðinna, og hlera samtöl þeirra. Börn allt niður í eins árs gömul fylgjast vel með því sem er að gerast í kringum þau, hvort sem því er beint að þeim, eða öðrum í fjölskyldunni. 27.3.2007 16:13