Fleiri fréttir Tölvuleikir bæta sjón Hraðir tölvuleikir, þar sem mikið er um að vera, bæta sjón spilara um allt að 20 prósent. Loksins geta tölvuleikjaunnendur lagt „tölvuleikir bæta samhæfingu handa og augna“-afsökunina á hilluna og byrjað að dásama áhrif þeirra á sjónina. Vísindamenn við háskólann í Rochester í New York-ríki hafa nefnilega komist að því að það að spila tölvuleiki getur haft jákvæð áhrif á sjónina. 12.2.2007 13:59 Frumgerð flugbíls Terrafugia hefur sótt um einkaleyfi á fyrsta fjöldaframleidda flugbíl veraldar. Terrafugia var stofnað af nemendum Tækniskólans í Massachusetts og síðar gert að fyrirtæki. Hið eina sem fyrirtækinu er ætlað að framleiða er flugbíllinn Transition, sem er í raun flugvél með samanbrjótanlegum vængjum. 12.2.2007 13:44 Írak: Sprengjuárásir kostuðu minnst 80 manns lífið Talið er að minnst 80 hafi týnt lífi og 150 særst í þremur sprengingum á markaði í miðborg Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Ár er liðið í dag frá sprengjuárás á guðshús sjía-múslima í borginni Samarra. 12.2.2007 12:45 400 flóttamenn handteknir Nær 400 flóttamenn voru í morgun handteknir í Máritaníu en þeir voru á leið með fragtskipi til Kanaríeyja. Flóttamennirnir eru nú í haldi spænsku lögreglunnar. Fólkið er ýmist frá Afríku eða Asíu. Lögregla í Máritaníu og á Spáni samræmdu aðgerðir og stöðvuðu skipið á leið þess norður eftir vesturströnd Afríku. 12.2.2007 12:45 Varaforseti Saddam verður hengdur Hæstiréttur í Írak dæmdi í dag Taha Yassin Ramadan, fyrrum varaforseta Saddam Hussein, til dauða. Hann verður að líkindum hengdur fyrir lok mánaðarins. Ramadan var í nóvember dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðin í Dujail sem Saddam var dæmdur til dauða fyrir en eftir áfrýjun var ákveðið að hann skildi líka hengdur. 12.2.2007 12:43 Fóstureyðingarlöggjöf verður breytt í Portúgal Fóstureyðingarlöggjöf í Portúgal verður breytt þrátt fyrir að þjóðaratkvæðagreiðsla í gær um breytingar á henni hafi ekki verið bindandi. Núgildandi löggjöf hefur verið sú strangasta í Evrópu. 12.2.2007 12:30 Demókratar vara Bush við Demókratar á Bandaríkjaþingi hvetja Bush-stjórnina til að sýna aðgát þegar Íranar eru sakaðir um að ýta undir ofbeldi í Írak með vopnasmygli og fjármögnun uppreisnarhópa. Öruggar sannanir vanti og ekki sé góð reynsla af því að taka ákvarðanir sem byggi á vafasömum sönnunargögnum. 12.2.2007 12:15 Ekkert lát á óöld Minnst 59 fórust í tveimur bílsprengjuárásum á Shorja-markaðinn í Bagdad í morgun. Lögregla segir 150 til viðbótar hafa særst. Annars staðar í borginni fórust minnst fimm í annari bílsprengjuárás í morgun. Í gær fórust 30 í sjálfsmorðsárás á lögreglustöð í Tikrit, þar af 21 lögreglumaður. 12.2.2007 11:07 Liðsmaður Baader-Meinhof látinn laus Þýskur dómstóll hefur úrskurðað að sleppa skuli Birgitte Monhaupt, einum forsprakka Rauðu herdeilda Baader-Meinhof, en hún hefur setið í fangelsi í nær aldarfjórðung. Hún var árið 1982 dæmd í fimmfalt lífstíðarfangelsi fyrir mannrán, morð og hermdarverk. 12.2.2007 10:56 Obama svarar fyrir sig Barack Obama sem sækist eftir útnefningu demókrata fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum svarar John Howard forsætisráðherra fullum hálsi, en Howard sagði í gær að Obama væri draumaforseti Al Kaída og að loforð hans um að draga herlið Bandaríkjanna frá Írak væri loforð um að færa hryðjuverkamönnum sigur í stríðinu á silfurfati. 12.2.2007 10:41 Segir flensuna ekki komna frá Ungverjalandi Fuglaflensusmitið sem upp kom á kalkúnabúi Bernard Matthews í Suffolk á Englandi í síðustu viku er ekki komið frá Ungverjalandi. Þetta fullyrðir Andreas Dekany talsmaður landbúnaðarráðuneytisins í Ungverjalandi. 12.2.2007 10:32 Algjör hasshaus Belgiskur maður var handtekinn fyrir hassmygl frá Hollandi til heimalandsins, vegna þess að það var svo megn hasslykt af honum að aðrir farþegar í lestinni þoldu ekki við. Hollenskir lestarverðir létu belgisku lögregluna vita af manninum, og hans var beðið þegar lestin kom til Antwerpen. 12.2.2007 10:30 Reyna enn að ná saman um afvopnun Reynt verður áfram að ná samkomulagi í sex ríkja viðræðum um kjarnorkumál Norður-Kóreu. Í morgun var ákveðið að halda áfram, þó viðræðunum hafi átt að ljúka í gær. Viðræðurnar fóru vel af stað þegar þær hófust á fimmtudag en strönduðu á kröfum Norður-Kóreumanna um orkuaðstoð gegn kjarnorkuafvopnun. 12.2.2007 10:08 Strípalingar í vanda Þrír ungir strípalingar lentu í nokkrum vanda eftir að þeir höfðu hlaupið allsberir um fínann veitingastað í Washington. Þeir komu keyrandi að veitingastaðnum íklæddir einungis höttum og skóm. Til þess að vera vissir um að komast undan, skildu þeir bílinn eftir í gangi. 12.2.2007 10:02 Lögregla á hælum Zupljanin Lögregla í Bosníu réðist í morgun á heimili og vinnustað serbnesks bankastarfsmanns sem er grunaður um að hafa aðstoðað Stojan Zupljanin, grunaðan stríðsglæpamann, að felast. Zupljanin er einn sex Serba sem er eftirlýstur af Sameinuðu þjóðunum fyrir stríðsglæpi. Hann var ákærður árið 1999 fyrir glæpi gegn múslimum og Króötum í vesturhluta Bosníu í stríðinu 1992-95. 12.2.2007 09:56 Slagsmál vegna gleraugnasvika Gleraugnasali í Toronto í Kanada hefur verið ákærður fyrir að ganga í skrokk á hálfáttræðum fréttamanni sem hugðist fletta ofan af vörusvikum hans. Barsmíðarnar náðust á myndband og verða notaðar í málaferlunum gegn honum. 11.2.2007 19:00 Segja Írana kynda undir ófriðnum Talsmenn Bandaríkjahers sökuðu í dag Írana um að kynda undir ófriðareldinum í Írak með því að smygla vopnum til uppreisnarmanna í landinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn saka íranska embættismenn með beinum hætti um að láta uppreisnarmönnum vopn í té. 11.2.2007 18:45 Engin lausn fékkst á kjarnorkudeilunni. Íranar ætla að halda kjarnorkuáætlun sinni til streitu enda segja þeir hana ekki brjóta í bága við alþjóðalög. Leitað var leiða til lausnar kjarnorkudeilunni á ráðstefnu í Þýskalandi í dag en án árangurs. 11.2.2007 18:30 Royal kynnir stefnuskránna Segolene Royal, forsetaefni franskra sósílista, kynnti í dag stefnuskrá sína fyrir kosningarnar í vor. Tillögur hennar eru í hundrað liðum og þær miða allar að því að gera Frakkland að sterkara og sanngjarnara þjóðfélagi. 11.2.2007 17:31 Þyrla skotin niður í Írak Óljósar fregnir hafa borist af því að flugskeyti hafi grandað bandarískri herþyrlu af Apache-gerð norður af Bagdad í morgun. Á blaðamannafundi sem haldinn var í Bagdad fyrr í dag sögðu talsmenn Bandaríkjahers að æ fleiri vísbendingar væru um að vopn sem kæmu frá Íran væru notuð í baráttunni gegn hernámsliðinu. 11.2.2007 13:57 Cameron í kannabisneyslu Breska dagblaðið Independent on Sunday fullyrðir að David Cameron leiðtogi breska Íhaldsflokksins hafi á unglingsárum sínum reykt marijúana. Cameron vildi ekki neita þessum staðhæfingum í samtölum við blaðamenn í morgun en lét nægja að segja að hann hefði gert hluti þegar hann var ungur sem hann sæi eftir í dag. 11.2.2007 13:00 Kjarnorkuáætluninni verður haldið til streitu Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, segir að Íranar ætli að halda kjarnorkuáætlun sinni til streitu en um leið muni þeir ekkert aðhafast sem brjóti í bága við alþjóðalög. Tíu dagar eru þangað til fresturinn sem Íranar fengu hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að hætta auðgun úrans rennur út. 11.2.2007 12:00 Berdymukhamedov sigurstranglegastur Túrkmenar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér nýjan forseta. Hann fær það erfiða verkefni að taka við arfleið hins nýlátna Saparmurat Niyazov, betur þekktur sem Turkmenbashi eða faðir allra Túrkmena. 11.2.2007 11:45 Ætla að halda úranauðgun áfram Íranar ætla að halda kjarnorkuáætlun sinni til streitu en vilja gera það í samræmi við alþjóðalög. Þetta sagði Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, á 28 ára afmælishátíð klerkabyltingarinnar í landinu í morgun. 11.2.2007 11:15 Kosið um fóstureyðingar Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í Portúgal í dag um hvort rýmka eigi rétt kvenna til fóstureyðinga. Þeir sem eru hlynntir rýmkuðum heimildum virðast vera í naumum meirihluta. Til að atkvæðagreiðslan teljist gild verður að minnsta helmingur atkvæðisbærra manna að taka þátt og því gæti reynst erfitt að fá frumvarpið samþykkt. 11.2.2007 10:45 Enn ein sjálfmorðsárásin Að minnsta kosti fimmtán manns létu lífið í sjálfsmorðsárás í smábæ nærri Tíkrit í Írak í morgun. 11.2.2007 10:30 Grunur um sex fuglaflensutilvik Grunur leikur á að sex Egyptar hafi smitast af H5N1 banvænum stofn fuglaflensu. Allir hafa þeir farið í rannsókn og er beðið eftir niðurstöðum. Allir einstaklingarnir eru frá þorpi nærri bænum Fayoum og eru á aldrinum þriggja til fertugs. 10.2.2007 20:56 Ræða Pútín kom á óvart Stjórnvöld í Bandaríkjunum segjast hissa og vonsvikin á ásökunum Vladímír Pútín Rússlandsforseta í þeirra garð. Pútín gagnrýndi bandarísk stjórnvöld harðlega fyrr í dag fyrir að gera heiminn að mun hættulegri stað með stefnu sinni sem miðaði aðeins drottnun þeirra. 10.2.2007 20:33 Þrír gangast við barni Önnu Nicole Smith Þótt bandaríska fyrirsætan Anna Nicole Smith sé öll er dramatíkinni í kringum hana langt í frá lokið. Nú stendur styrinn um faðerni einkadóttur hennar en þrír menn gera tilkall til þess. 10.2.2007 20:00 Obama í framboð Barack Obama, öldungadeildarþingmaður, tilkynnti formlega í dag að hann gæfi kost á sér sem forsetaefni demókrata í kosningunum 2008. Obama greindi frá ákvörðun sinni á tröppum gamla þinghússins í Springfield í Illinois en þar flutti Abraham Lincoln fræga ræðu árið 1858. 10.2.2007 19:30 Skaut föstum skotum að Bandaríkjamönnum. Vladimir Pútín Rússlandsforseti sakaði Bandaríkin um valdníðslu, í ræðu sinni á ráðstefnu um öryggismál í Þýskalandi í dag. Við sama tækifæri skoraði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á Írana að sýna samvinnu um kjarnorkumál sín. Innan Bandaríkjahers er undirbúningur að hernaðaraðgerðum gegn Íran sagður langt kominn. 10.2.2007 18:30 Ætla að finna plánetur sem líkjast Jörðinni Vísindamenn Evrópsku geimferðastofnunarinnar (ESA) hyggjast finna lífvænlegar plánetur sem líkjast jörðinni. Til þess ætla þeir að nota öflugasta geimsjónauka sem smíðaður hefur verið, Darwin-sjónaukann. Áætlað er að sjónaukanum verði skotið upp árið 2020. 10.2.2007 16:15 Enn mótmælt við al-Aqsa moskuna Palestínumenn og Arabar búsettir í Ísrael héldu í morgun áfram mótmælum sínum við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem. Grjóti var kastað að rútu með ferðamönnum, eldar kveiktir og rúður brotnar. 10.2.2007 13:15 Obama býður sig fram Barack Obama öldungardeildarþingmaður mun í dag lýsa því formlega yfir að hann bjóði sig fram sem forsetaefni demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarna 2008. 10.2.2007 12:45 Dánarorsökin enn óljós Krufning á fyrirsætunni Önnu Nicole Smith, sem fannst látin á hóteli í Flórída í fyrrakvöld, leiddi ekki í ljós dánarorsök hennar en lögregla útilokar þó að henni hafi verið ráðinn bani. 10.2.2007 11:15 Sýkt kjöt fór líklega í verslanir Breskir embættismenn hafa viðurkennt að líkur séu á að sýkt kjöt af búi í Suffolk þar sem fuglaflensa greindist í síðustu viku hafi ratað í verslanir og verið selt neytendum. 10.2.2007 10:45 Boða hvalveiðiráðstefnu Japanar ætla í næstu viku að halda alþjóðlega ráðstefnu um hvalveiðar. Öllum aðildarríkjum Alþjóðahvalveiðiráðsins er boðið til ráðstefnunar en tilgangur hennar er sagður að gera nauðsynlegar endurbætur á ráðinu. Umhverfisverndarsamtök segja hins vegar ljóst að markmiðið sé að þrýsta enn frekar á að hvalveiðar verði heimilaðar á ný. 10.2.2007 10:30 Undirbúningur í fullum gangi Undirbúningur að hernaðaraðgerðum gegn Íran eru langt komnar innan bandaríska stjórnkerfisins og ættu þær að geta hafist með vorinu. Þó er talið líklegra að ekki verði ráðist í þær fyrr en á næsta ári, skömmu áður en George Bush Bandaríkjaforseti lætur af embætti. 10.2.2007 10:00 Stuðningsmenn Gore undirbúa forsetaframboð Stuðningsmenn Al Gore vinna nú hljóðlega að því að undirbúa hugsanlegt framboð hans til forseta Bandaríkjanna. Gore segist þó sjálfur ekki ætla að bjóða sig fram. 9.2.2007 23:35 Burns segir Írana grafa sína eigin gröf Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Nicholas Burns, sagði í dag að Íranar væru að grafa sína eigin gröf þegar hann var spurður um kjarnorkudeiluna við þá. Bandaríkin hafa þegar lagt fram tilboð til viðræðna sem Íranar líta ekki við. 9.2.2007 23:16 Búlgarar þrýsta á líbýsk stjórnvöld Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum úti um alla Búlgaríu í dag til þess að sýna samstöðu með fimm samlöndum sínum sem voru dæmdir til dauða í Líbýu. Fimmmenningarnir voru dæmdir til dauða fyrir að hafa smitað fleiri en 450 börn af HIV veirunni. Fleiri en 50 þeirra hafa nú látist. 9.2.2007 22:49 Upplýsingum var hagrætt til að réttlæta innrás Formaður hermálanefndar öldungadeildar bandaríska þingsins gaf í dag til kynna að upplýsingum sem notaðar voru við ákvarðanatöku fyrir Íraksstríðið hefði verið hagrætt. 9.2.2007 22:21 SÞ ráðast inn í fátækrahverfi á Haiti Hundruð hermanna frá Sameinuðu þjóðunum gerðu í dag innrás í fátækrahverfið Cite Soleil í borginni Port-au-Prince á Haiti. Um 300 þúsund manns búa í hverfinu. Herinn var að reyna að handsama leiðtoga glæpagengis og yfirtaka svæðið sem gengið réði yfir. 9.2.2007 22:10 Geta lesið hugsanir Vísindamenn hafa þróað tækni sem getur séð fyrir hvað fólk ætlar sér að gera. Tækið greinir virkni heilans og fylgist með breytingum sem í honum verða eftir því hvað fólk hugsar um. Þannig er hægt að kortleggja aðgerðir í heilanum og því hægt að spá fyrir um hvað fólk er að hugsa. Aðferðin virkar nú í um 70% tilfella. 9.2.2007 21:45 Nýr forsætisráðherra skipaður í Gíneu Forseti Gíneu, Lansana Conte, tilnefndi í dag Eugene Camara sem nýjan forsætisráðherra landsins. Camara var áður ráðherra forsetans. Með þessari tilnefningu var Conte að koma til móts við stéttarfélög í landinu og kröfur þeirra. 9.2.2007 21:39 Sjá næstu 50 fréttir
Tölvuleikir bæta sjón Hraðir tölvuleikir, þar sem mikið er um að vera, bæta sjón spilara um allt að 20 prósent. Loksins geta tölvuleikjaunnendur lagt „tölvuleikir bæta samhæfingu handa og augna“-afsökunina á hilluna og byrjað að dásama áhrif þeirra á sjónina. Vísindamenn við háskólann í Rochester í New York-ríki hafa nefnilega komist að því að það að spila tölvuleiki getur haft jákvæð áhrif á sjónina. 12.2.2007 13:59
Frumgerð flugbíls Terrafugia hefur sótt um einkaleyfi á fyrsta fjöldaframleidda flugbíl veraldar. Terrafugia var stofnað af nemendum Tækniskólans í Massachusetts og síðar gert að fyrirtæki. Hið eina sem fyrirtækinu er ætlað að framleiða er flugbíllinn Transition, sem er í raun flugvél með samanbrjótanlegum vængjum. 12.2.2007 13:44
Írak: Sprengjuárásir kostuðu minnst 80 manns lífið Talið er að minnst 80 hafi týnt lífi og 150 særst í þremur sprengingum á markaði í miðborg Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Ár er liðið í dag frá sprengjuárás á guðshús sjía-múslima í borginni Samarra. 12.2.2007 12:45
400 flóttamenn handteknir Nær 400 flóttamenn voru í morgun handteknir í Máritaníu en þeir voru á leið með fragtskipi til Kanaríeyja. Flóttamennirnir eru nú í haldi spænsku lögreglunnar. Fólkið er ýmist frá Afríku eða Asíu. Lögregla í Máritaníu og á Spáni samræmdu aðgerðir og stöðvuðu skipið á leið þess norður eftir vesturströnd Afríku. 12.2.2007 12:45
Varaforseti Saddam verður hengdur Hæstiréttur í Írak dæmdi í dag Taha Yassin Ramadan, fyrrum varaforseta Saddam Hussein, til dauða. Hann verður að líkindum hengdur fyrir lok mánaðarins. Ramadan var í nóvember dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðin í Dujail sem Saddam var dæmdur til dauða fyrir en eftir áfrýjun var ákveðið að hann skildi líka hengdur. 12.2.2007 12:43
Fóstureyðingarlöggjöf verður breytt í Portúgal Fóstureyðingarlöggjöf í Portúgal verður breytt þrátt fyrir að þjóðaratkvæðagreiðsla í gær um breytingar á henni hafi ekki verið bindandi. Núgildandi löggjöf hefur verið sú strangasta í Evrópu. 12.2.2007 12:30
Demókratar vara Bush við Demókratar á Bandaríkjaþingi hvetja Bush-stjórnina til að sýna aðgát þegar Íranar eru sakaðir um að ýta undir ofbeldi í Írak með vopnasmygli og fjármögnun uppreisnarhópa. Öruggar sannanir vanti og ekki sé góð reynsla af því að taka ákvarðanir sem byggi á vafasömum sönnunargögnum. 12.2.2007 12:15
Ekkert lát á óöld Minnst 59 fórust í tveimur bílsprengjuárásum á Shorja-markaðinn í Bagdad í morgun. Lögregla segir 150 til viðbótar hafa særst. Annars staðar í borginni fórust minnst fimm í annari bílsprengjuárás í morgun. Í gær fórust 30 í sjálfsmorðsárás á lögreglustöð í Tikrit, þar af 21 lögreglumaður. 12.2.2007 11:07
Liðsmaður Baader-Meinhof látinn laus Þýskur dómstóll hefur úrskurðað að sleppa skuli Birgitte Monhaupt, einum forsprakka Rauðu herdeilda Baader-Meinhof, en hún hefur setið í fangelsi í nær aldarfjórðung. Hún var árið 1982 dæmd í fimmfalt lífstíðarfangelsi fyrir mannrán, morð og hermdarverk. 12.2.2007 10:56
Obama svarar fyrir sig Barack Obama sem sækist eftir útnefningu demókrata fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum svarar John Howard forsætisráðherra fullum hálsi, en Howard sagði í gær að Obama væri draumaforseti Al Kaída og að loforð hans um að draga herlið Bandaríkjanna frá Írak væri loforð um að færa hryðjuverkamönnum sigur í stríðinu á silfurfati. 12.2.2007 10:41
Segir flensuna ekki komna frá Ungverjalandi Fuglaflensusmitið sem upp kom á kalkúnabúi Bernard Matthews í Suffolk á Englandi í síðustu viku er ekki komið frá Ungverjalandi. Þetta fullyrðir Andreas Dekany talsmaður landbúnaðarráðuneytisins í Ungverjalandi. 12.2.2007 10:32
Algjör hasshaus Belgiskur maður var handtekinn fyrir hassmygl frá Hollandi til heimalandsins, vegna þess að það var svo megn hasslykt af honum að aðrir farþegar í lestinni þoldu ekki við. Hollenskir lestarverðir létu belgisku lögregluna vita af manninum, og hans var beðið þegar lestin kom til Antwerpen. 12.2.2007 10:30
Reyna enn að ná saman um afvopnun Reynt verður áfram að ná samkomulagi í sex ríkja viðræðum um kjarnorkumál Norður-Kóreu. Í morgun var ákveðið að halda áfram, þó viðræðunum hafi átt að ljúka í gær. Viðræðurnar fóru vel af stað þegar þær hófust á fimmtudag en strönduðu á kröfum Norður-Kóreumanna um orkuaðstoð gegn kjarnorkuafvopnun. 12.2.2007 10:08
Strípalingar í vanda Þrír ungir strípalingar lentu í nokkrum vanda eftir að þeir höfðu hlaupið allsberir um fínann veitingastað í Washington. Þeir komu keyrandi að veitingastaðnum íklæddir einungis höttum og skóm. Til þess að vera vissir um að komast undan, skildu þeir bílinn eftir í gangi. 12.2.2007 10:02
Lögregla á hælum Zupljanin Lögregla í Bosníu réðist í morgun á heimili og vinnustað serbnesks bankastarfsmanns sem er grunaður um að hafa aðstoðað Stojan Zupljanin, grunaðan stríðsglæpamann, að felast. Zupljanin er einn sex Serba sem er eftirlýstur af Sameinuðu þjóðunum fyrir stríðsglæpi. Hann var ákærður árið 1999 fyrir glæpi gegn múslimum og Króötum í vesturhluta Bosníu í stríðinu 1992-95. 12.2.2007 09:56
Slagsmál vegna gleraugnasvika Gleraugnasali í Toronto í Kanada hefur verið ákærður fyrir að ganga í skrokk á hálfáttræðum fréttamanni sem hugðist fletta ofan af vörusvikum hans. Barsmíðarnar náðust á myndband og verða notaðar í málaferlunum gegn honum. 11.2.2007 19:00
Segja Írana kynda undir ófriðnum Talsmenn Bandaríkjahers sökuðu í dag Írana um að kynda undir ófriðareldinum í Írak með því að smygla vopnum til uppreisnarmanna í landinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn saka íranska embættismenn með beinum hætti um að láta uppreisnarmönnum vopn í té. 11.2.2007 18:45
Engin lausn fékkst á kjarnorkudeilunni. Íranar ætla að halda kjarnorkuáætlun sinni til streitu enda segja þeir hana ekki brjóta í bága við alþjóðalög. Leitað var leiða til lausnar kjarnorkudeilunni á ráðstefnu í Þýskalandi í dag en án árangurs. 11.2.2007 18:30
Royal kynnir stefnuskránna Segolene Royal, forsetaefni franskra sósílista, kynnti í dag stefnuskrá sína fyrir kosningarnar í vor. Tillögur hennar eru í hundrað liðum og þær miða allar að því að gera Frakkland að sterkara og sanngjarnara þjóðfélagi. 11.2.2007 17:31
Þyrla skotin niður í Írak Óljósar fregnir hafa borist af því að flugskeyti hafi grandað bandarískri herþyrlu af Apache-gerð norður af Bagdad í morgun. Á blaðamannafundi sem haldinn var í Bagdad fyrr í dag sögðu talsmenn Bandaríkjahers að æ fleiri vísbendingar væru um að vopn sem kæmu frá Íran væru notuð í baráttunni gegn hernámsliðinu. 11.2.2007 13:57
Cameron í kannabisneyslu Breska dagblaðið Independent on Sunday fullyrðir að David Cameron leiðtogi breska Íhaldsflokksins hafi á unglingsárum sínum reykt marijúana. Cameron vildi ekki neita þessum staðhæfingum í samtölum við blaðamenn í morgun en lét nægja að segja að hann hefði gert hluti þegar hann var ungur sem hann sæi eftir í dag. 11.2.2007 13:00
Kjarnorkuáætluninni verður haldið til streitu Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, segir að Íranar ætli að halda kjarnorkuáætlun sinni til streitu en um leið muni þeir ekkert aðhafast sem brjóti í bága við alþjóðalög. Tíu dagar eru þangað til fresturinn sem Íranar fengu hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að hætta auðgun úrans rennur út. 11.2.2007 12:00
Berdymukhamedov sigurstranglegastur Túrkmenar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér nýjan forseta. Hann fær það erfiða verkefni að taka við arfleið hins nýlátna Saparmurat Niyazov, betur þekktur sem Turkmenbashi eða faðir allra Túrkmena. 11.2.2007 11:45
Ætla að halda úranauðgun áfram Íranar ætla að halda kjarnorkuáætlun sinni til streitu en vilja gera það í samræmi við alþjóðalög. Þetta sagði Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, á 28 ára afmælishátíð klerkabyltingarinnar í landinu í morgun. 11.2.2007 11:15
Kosið um fóstureyðingar Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í Portúgal í dag um hvort rýmka eigi rétt kvenna til fóstureyðinga. Þeir sem eru hlynntir rýmkuðum heimildum virðast vera í naumum meirihluta. Til að atkvæðagreiðslan teljist gild verður að minnsta helmingur atkvæðisbærra manna að taka þátt og því gæti reynst erfitt að fá frumvarpið samþykkt. 11.2.2007 10:45
Enn ein sjálfmorðsárásin Að minnsta kosti fimmtán manns létu lífið í sjálfsmorðsárás í smábæ nærri Tíkrit í Írak í morgun. 11.2.2007 10:30
Grunur um sex fuglaflensutilvik Grunur leikur á að sex Egyptar hafi smitast af H5N1 banvænum stofn fuglaflensu. Allir hafa þeir farið í rannsókn og er beðið eftir niðurstöðum. Allir einstaklingarnir eru frá þorpi nærri bænum Fayoum og eru á aldrinum þriggja til fertugs. 10.2.2007 20:56
Ræða Pútín kom á óvart Stjórnvöld í Bandaríkjunum segjast hissa og vonsvikin á ásökunum Vladímír Pútín Rússlandsforseta í þeirra garð. Pútín gagnrýndi bandarísk stjórnvöld harðlega fyrr í dag fyrir að gera heiminn að mun hættulegri stað með stefnu sinni sem miðaði aðeins drottnun þeirra. 10.2.2007 20:33
Þrír gangast við barni Önnu Nicole Smith Þótt bandaríska fyrirsætan Anna Nicole Smith sé öll er dramatíkinni í kringum hana langt í frá lokið. Nú stendur styrinn um faðerni einkadóttur hennar en þrír menn gera tilkall til þess. 10.2.2007 20:00
Obama í framboð Barack Obama, öldungadeildarþingmaður, tilkynnti formlega í dag að hann gæfi kost á sér sem forsetaefni demókrata í kosningunum 2008. Obama greindi frá ákvörðun sinni á tröppum gamla þinghússins í Springfield í Illinois en þar flutti Abraham Lincoln fræga ræðu árið 1858. 10.2.2007 19:30
Skaut föstum skotum að Bandaríkjamönnum. Vladimir Pútín Rússlandsforseti sakaði Bandaríkin um valdníðslu, í ræðu sinni á ráðstefnu um öryggismál í Þýskalandi í dag. Við sama tækifæri skoraði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á Írana að sýna samvinnu um kjarnorkumál sín. Innan Bandaríkjahers er undirbúningur að hernaðaraðgerðum gegn Íran sagður langt kominn. 10.2.2007 18:30
Ætla að finna plánetur sem líkjast Jörðinni Vísindamenn Evrópsku geimferðastofnunarinnar (ESA) hyggjast finna lífvænlegar plánetur sem líkjast jörðinni. Til þess ætla þeir að nota öflugasta geimsjónauka sem smíðaður hefur verið, Darwin-sjónaukann. Áætlað er að sjónaukanum verði skotið upp árið 2020. 10.2.2007 16:15
Enn mótmælt við al-Aqsa moskuna Palestínumenn og Arabar búsettir í Ísrael héldu í morgun áfram mótmælum sínum við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem. Grjóti var kastað að rútu með ferðamönnum, eldar kveiktir og rúður brotnar. 10.2.2007 13:15
Obama býður sig fram Barack Obama öldungardeildarþingmaður mun í dag lýsa því formlega yfir að hann bjóði sig fram sem forsetaefni demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarna 2008. 10.2.2007 12:45
Dánarorsökin enn óljós Krufning á fyrirsætunni Önnu Nicole Smith, sem fannst látin á hóteli í Flórída í fyrrakvöld, leiddi ekki í ljós dánarorsök hennar en lögregla útilokar þó að henni hafi verið ráðinn bani. 10.2.2007 11:15
Sýkt kjöt fór líklega í verslanir Breskir embættismenn hafa viðurkennt að líkur séu á að sýkt kjöt af búi í Suffolk þar sem fuglaflensa greindist í síðustu viku hafi ratað í verslanir og verið selt neytendum. 10.2.2007 10:45
Boða hvalveiðiráðstefnu Japanar ætla í næstu viku að halda alþjóðlega ráðstefnu um hvalveiðar. Öllum aðildarríkjum Alþjóðahvalveiðiráðsins er boðið til ráðstefnunar en tilgangur hennar er sagður að gera nauðsynlegar endurbætur á ráðinu. Umhverfisverndarsamtök segja hins vegar ljóst að markmiðið sé að þrýsta enn frekar á að hvalveiðar verði heimilaðar á ný. 10.2.2007 10:30
Undirbúningur í fullum gangi Undirbúningur að hernaðaraðgerðum gegn Íran eru langt komnar innan bandaríska stjórnkerfisins og ættu þær að geta hafist með vorinu. Þó er talið líklegra að ekki verði ráðist í þær fyrr en á næsta ári, skömmu áður en George Bush Bandaríkjaforseti lætur af embætti. 10.2.2007 10:00
Stuðningsmenn Gore undirbúa forsetaframboð Stuðningsmenn Al Gore vinna nú hljóðlega að því að undirbúa hugsanlegt framboð hans til forseta Bandaríkjanna. Gore segist þó sjálfur ekki ætla að bjóða sig fram. 9.2.2007 23:35
Burns segir Írana grafa sína eigin gröf Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Nicholas Burns, sagði í dag að Íranar væru að grafa sína eigin gröf þegar hann var spurður um kjarnorkudeiluna við þá. Bandaríkin hafa þegar lagt fram tilboð til viðræðna sem Íranar líta ekki við. 9.2.2007 23:16
Búlgarar þrýsta á líbýsk stjórnvöld Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum úti um alla Búlgaríu í dag til þess að sýna samstöðu með fimm samlöndum sínum sem voru dæmdir til dauða í Líbýu. Fimmmenningarnir voru dæmdir til dauða fyrir að hafa smitað fleiri en 450 börn af HIV veirunni. Fleiri en 50 þeirra hafa nú látist. 9.2.2007 22:49
Upplýsingum var hagrætt til að réttlæta innrás Formaður hermálanefndar öldungadeildar bandaríska þingsins gaf í dag til kynna að upplýsingum sem notaðar voru við ákvarðanatöku fyrir Íraksstríðið hefði verið hagrætt. 9.2.2007 22:21
SÞ ráðast inn í fátækrahverfi á Haiti Hundruð hermanna frá Sameinuðu þjóðunum gerðu í dag innrás í fátækrahverfið Cite Soleil í borginni Port-au-Prince á Haiti. Um 300 þúsund manns búa í hverfinu. Herinn var að reyna að handsama leiðtoga glæpagengis og yfirtaka svæðið sem gengið réði yfir. 9.2.2007 22:10
Geta lesið hugsanir Vísindamenn hafa þróað tækni sem getur séð fyrir hvað fólk ætlar sér að gera. Tækið greinir virkni heilans og fylgist með breytingum sem í honum verða eftir því hvað fólk hugsar um. Þannig er hægt að kortleggja aðgerðir í heilanum og því hægt að spá fyrir um hvað fólk er að hugsa. Aðferðin virkar nú í um 70% tilfella. 9.2.2007 21:45
Nýr forsætisráðherra skipaður í Gíneu Forseti Gíneu, Lansana Conte, tilnefndi í dag Eugene Camara sem nýjan forsætisráðherra landsins. Camara var áður ráðherra forsetans. Með þessari tilnefningu var Conte að koma til móts við stéttarfélög í landinu og kröfur þeirra. 9.2.2007 21:39