Fleiri fréttir Íslensk vegabréf í 21. sæti Íslenskir ríkisborgarar geta ferðast til 147 landa án þess að þurfa til þess fyrirframfengna vegabréfsáritun („visa“). Þá geta handhafar íslenskra vegabréfa ferðast til 28 landa án þess að framvísa vegabréfi. 16.3.2023 15:26 Segir kjaraviðræður við OR hafa siglt í strand Samninganefnd VM og RSÍ segir að kjaraviðræður við Orkuveitu Reykjavíkur hafi siglt í strand. Lýst er yfir vonbrigðum með það sem samninganefndin lýsir sem óbilgjarnri og einstrengingslegri afstöðu OR í viðræðunum. 16.3.2023 14:58 Fær ekki tugmilljónir eftir bakvaktadeilu Fyrrverandi slökkviliðsstjóri slökkviliðs Snæfellsbæjar hafði ekki erindi sem erfiði er hann reyndi að sækja hátt í 40 milljónir króna sem hann taldi sig eiga inni hjá sveitarfélaginu vegna ógreiddra bakvakta. 16.3.2023 14:39 Mosfellsbær tekur á móti áttatíu flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, undirrituðu í morgun samning um samræmda móttöku flóttafólks í Mosfellsbæ. Samningurinn kveður á um að Mosfellsbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að áttatíu flóttamönnum. 16.3.2023 13:54 Óttast frekar jarðakaup útlendinga því þeir vilji „vera í friði“ Formaður Samút, samtaka útivistarfélaga á Íslandi, segir að fréttir af kaupum kanadísks auðjöfurs á jörðinni Horni sé ekkert einsdæmi. Það sé enn eitt dæmið sem falli undir ferðafrelsisbaráttu samtakanna. Hann segist frekar óttast kaup erlendra aðila á íslenskum jörðum því þeir loki frekar fyrir aðgengi fólks að jörðum sínum því þeir vilji vera í friði. 16.3.2023 13:25 Of algengt að fólk leiti ítrekað til læknis áður en það fær krabbameinsgreiningu „Þetta er ekki einsdæmi því miður, og þetta eru auðvitað algjörar sorgarsögur þegar við heyrum þær. Þær eru of margar. Það er einfaldlega þannig,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastýra Krabbameinsfélagsins. 16.3.2023 13:18 Dragi úr notkun einkabíla og vinni heima vegna loftmengunar Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur borgarbúa til þess að draga úr notkun einkabíls og skorar á fyrirtæki að hvetja starfsfólk til að vinna fjarvinnu vegna svifryksmengunar í dag. Styrkur svifryks var hár í morgun og líklegt er að hann hækki aftur í síðdegisumferðinni. 16.3.2023 11:53 Varaþingmaður VG tekur þung skref og segir sig úr flokknum Varaþingmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna sagði sig úr flokknum nokkrum mínútum eftir að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt í gær. Hann ætlar ekki að taka sæti aftur á þingi jafnvel þótt hann yrði kallaður inn. 16.3.2023 11:48 Foreldrar mótmæltu í ráðhúsinu: „Ætlum ekki að hætta fyrr en eitthvað gerist“ Foreldrar komu saman í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun og mótmæltu þeirri stöðu sem enn á ný er komin upp í leikskólamálum. Dæmi er um að börn þurfi að bíða í á þriðja ár eftir leikskólaplássi. Borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins segir ástandið grafalvarlegt og það sé tilkomið vegna trassaskapar. 16.3.2023 11:46 Seðlabankastjóri segir íslenska bankakerfið með sterkar varnarlínur Seðlabankastjóri segir ekki hægt að útiloka að vandræði smærri banka í Bandaríkjunum smitist til annarra landa. Íslenska bankakerfið væri hins vegar undir strangasta eftirlit sem þekktist á Vesturlöndum og hann teldi að varnarlínur í fjármálakerfinu muni halda. 16.3.2023 11:45 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður fjallað um hið umdeilda útlendingafrumvarp sem samþykkt var á Alþingi í gær. 16.3.2023 11:37 Loka sundlauginni á Sauðárkróki vegna kuldakastsins Búið er að loka suðndlauginni á Sauðárkróki vegna kuldakastsins sem gengið hefur yfir í norðanáttinni. Þrýstingur hefur fallið í hitaveitu í bænum á síðustu dögum, fyrst í efri byggðum en síðar í öllum bænum. 16.3.2023 11:19 Ingi Freyr með stöðu sakbornings Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður Heimildarinnar, hefur fengið stöðu sakbornings í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra vegna umfjöllunar fjölmiðla um „skæruliðadeild“ Samherja. 16.3.2023 11:03 „Vonandi ryður þetta brautina fyrir fleiri sjúklinga“ Kvikmyndagerðarkonan Helga Rakel Rafnsdóttir hefur í langan tíma barist fyrir því að fá aðgang að lyfjum við MND sjúkdómnum. Lyfjastofnun hefur veitt undanþáguleyfi fyrir lyfinu og því fær Helga nú loksins að prófa það. 16.3.2023 10:27 Aðlögun að loftslagsbreytingum: Hvað getum við gert og þurfum að gera? Veðurstofa Íslands stendur fyrir málstofu í dag milli klukkan níu til tólf á Icelandair Hotel Natura um loftslagsbreytingar til að öðlast yfirsýn yfir stöðu þekkingar á sviði loftslagsbreytinga og aðlögunar og að styrkja tengslanet á milli aðila sem starfa á þessu sviði. 16.3.2023 08:30 Hæstiréttur tekur fyrir mál sérsveitarmanns vegna Hraunbæjarmálsins Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni fyrrverandi liðsmanns sérsveitar ríkislögreglustjóra sem glímt hefur við áfallastreituröskun í kjölfar aðgerðar sérsveitarinnar í Árbæ í Reykjavík síðla árs 2013 sem leiddi til dauða manns. 16.3.2023 08:14 Kastaði munum úr íbúð sinni Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um mann sem var að kasta munum úr íbúð sinni í fjölbýlishúsi. 16.3.2023 07:31 Segir niðurstöðu umboðsmanns ekki áfellisdóm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist undrandi yfir þeirri niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis að ráðherrann hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum þegar hann tók ákvörðun um aukinn vopnaburð lögreglu án þess að bera málið upp í ríkisstjórn. 16.3.2023 06:49 Þóra aftur kölluð í yfirheyrslu Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks á Ríkisútvarpinu, var yfirheyrð af lögreglu á þriðjudag í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra vegna umfjöllunar fjölmiðla um „skæruliðadeild“ Samherja. 16.3.2023 06:27 Hundurinn Bangsi fannst eftir ótrúlega björgun Eigendur Bangsa, sem er sjö ára gamall labrador, eru í skýjunum eftir að fjölmargir lögðu hönd á plóg og náðu að finna Bangsa eftir sólarhringslanga leit í gær, sem var lyginni líkust. 15.3.2023 23:56 Stórtíðindi fyrir fólk með MND Lyfjastofnun hefur formlega veitt undanþágu til notkunar á lyfinu Tofersen fyrir fólk sem hrjáist af MND sjúkdómnum. Gjaldkeri samtakanna MND á Íslandi fagnar tíðindunum. 15.3.2023 21:59 Vilja sundlaugamenningu og laufabrauðsgerð á lista UNESCO Menningar- og viðskiptaráðherra kynnti tillögu fyrir ríkisstjórninni um að laufabrauðsgerð og sundlaugamenning verði tilnefnd á skrá menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna yfir menningarerfðir. 15.3.2023 21:53 Svipti sálfræðing starfsleyfi sem gaf út marklausar ADHD-greiningar Heilbrigðisráðuneytið staðfesti ákvörðun landlæknis um að svipta sálfræðing sem skrifaði upp á ADHD-greiningar sem hvergi voru teknar gildar og gaf sjúklingum lyf án lyfseðils starfsleyfi sínu. Sálfræðingurinn braut lög og er talinn óhæfur til að gegna starfi sínu. 15.3.2023 21:09 Útlendingafrumvarpið samþykkt Meirihluti Alþingis hefur samþykkt útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Fjölmargar breytingartillögur voru lagðar fram á Alþingi í dag en þær voru jafnóðum felldar. Minnihlutaþingmenn voru ómyrkir í máli og gagnrýndu meirihlutann harðlega. 15.3.2023 20:47 Ölfus og Hveragerðisbær ekki í eina sæng í bili Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss segir sameiningu sveitarfélaganna Ölfuss og Hveragerðisbæjar ekki á dagskrá bæjarstjórnar þess fyrrnefnda. Bæjarfulltrúi í Hveragerði vill sameina sveitarfélagið að nýju. 15.3.2023 20:17 Hefði getað endað með fimm manna jarðarför á Eyrarbakka Fimm manna fjölskylda á Eyrarbakka átti fótum sínum fjör að launa þegar kviknaði í út frá hlaupahjóli, sem var í hleðslu á heimilinu. Húsið fylltist fljótt af reyk og er óíbúðarhæft vegna mikils sóts. 15.3.2023 20:04 Gervigreindin næsta stóra byltingin og nú talar hún íslensku Besta og stærsta gervigreind sem opin er almenningi kann nú íslensku. Stofnandi Miðeindar segir gervigreindina næstu stóru byltinguna í okkar samfélagi. Rithöfundur og fyrirlesari segir hina íslenskumælandi gervigreind einungis geta hafa orðið til vegna aukinnar „nándar“ tækninnar og mannsins með notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Á þessari nánd byggi hún sína þekkingu. 15.3.2023 19:59 Seðlabankinn slær varnagla vegna aukinnar áhættu Seðlabankinn gerði viðskiptabönkunum í dag að leggja meira fé til hliðar vegna vaxandi áhættu að undanförnu með því að auka framlög þeirra í sveiflujöfnunarsjóð. Bankarnir, heimilin og fyrirtækin standi þó almennt vel og vanskil sjaldan verið minni. 15.3.2023 19:31 „Við erum ennþá í áfalli eftir þetta“ „Við héldum að þetta væri eitthvað hryðjuverkadæmi. Það var ekki eins og þetta væri einhver lítil Súkka að bakka óvarlega út úr stæði,“ segir kærasta konunnar sem slasaðist í gær þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni, ók á sjö bíla og hafnaði að endingu á rúðu á hárgreiðslustofu í Álfheimum í Reykjavík. 15.3.2023 19:30 Breytingartillögur felldar jafnóðum Þingmenn úr minnihluta Alþingis hafa lagt fram fjölmargar breytingartillögur á útlendingafrumvarpi Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á fundi sem nú stendur yfir. Meirihluti þingmanna hefur fellt tillögurnar jafnóðum. 15.3.2023 19:17 Kalla settan ríkisendurskoðanda á fund um Lindarhvol: „Mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur ákveðið að boða settan ríkisendurskoðanda á opinn fund um Lindarhvolsmálið. Þingmaður Pírata velti því upp hvort sá fundur yrði „mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ og sakaði meirihlutann um sýndarmennsku. Stjórnarliðar sögðu ekkert óeðlilegt við að boðað hafi verið til fundar, þó ekki megi birta greinargerð um málið. 15.3.2023 18:08 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Seðlabankinn hefur gert viðskiptabönkunum að leggja meira fé til hliðar vegna vaxandi áhættu að undanförnu. Bankarnir, heimilin og fyrirtækin standa þó almennt vel og vanskil sjaldan verið minni. 15.3.2023 18:00 Lítið áunnist þrátt fyrir „fagurgala og falleg fyrirheit“ borgarinnar Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna í leikskólamálum í Reykjavík óásættanlega þar sem staðan heldur áfram að versna. Fagurgalar og falleg fyrirheit komi frá stjórnsýslunni sem leggur ekki í vinnuna sem til þurfi. Foreldrar hafa lýst yfir þungum áhyggjum vegna stöðunnar og hefur verið óskað eftir því að leikskólamálin verði sett á dagskrá borgarráðs á morgun. 15.3.2023 16:51 Mótmælt fyrir utan Alþingi Hópur flóttamanna frá Írak stendur fyrir mótmælum fyrir utan Alþingi í dag vegna umdeilds frumvarps Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Greidd verða atkvæði um frumvarpið á þingi í dag. 15.3.2023 16:50 Gera ráð fyrir þjóðarhöll í deiliskipulagsbreytingu Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir Laugardal. Breytingin felur í sér rými fyrir þjóðarhöll en hámarks byggingarmagn hallarinnar er nítján þúsund fermetrar. 15.3.2023 15:53 Sólveig hlakkar til að berjast áfram með Ragnari Formaður Eflingar óskar nýendurkjörnum formanni VR til hamingju með endurkjörið. Hún segist hlakka til baráttunnar með honum. 15.3.2023 15:23 „Ég sé ekki eftir neinu“ Elva Hrönn Hjartardóttir segist ekki sjá eftir því að hafa farið í framboð til formanns VR gegn Ragnari Þór Ingólfssyni. Hún hvetur Ragnar til þess að fara annað slagið út og tala við félagsfólk sitt. 15.3.2023 15:21 Nú hægt að einbeita sér að því sem skiptir máli Ragnar Þór Ingólfsson, nýendurkjörinn formaður stéttarfélagsins VR, segist vera sáttur við niðurstöðuna í formannskosningunum. Hann telur hópinn sem kemur nýr í stjórn félagsins vera mjög öflugan. 15.3.2023 14:59 Rakel ráðin rekstrarstjóri Samfylkingarinnar Rakel Pálsdóttir hefur verið ráðin sem rekstrarstjóri á skrifstofu Samfylkingarinnar. Síðustu fjögur ár hefur hún starfað hjá stéttarfélaginu Eflingu sem kynningarstjóri og sem samskiptastjóri hjá BSRB. 15.3.2023 14:38 Fléttulisti og sex atkvæði felldu Kristjönu úr stjórn Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir, fráfarandi stjórnarmeðlimur VR, mun gegna embætti varamanns í stjórninni næsta árið. Hefði einungis atkvæðafjöldi gilt væri hún með sæti í stjórninni en þess í stað fær Þórir Hilmarsson sætið. 15.3.2023 14:15 Sá strax að Íslendingar höfðu unnið heimavinnuna sína Menningar- og viðskiptaráðherra segir það gríðarmikilvægt fyrir framtíð íslenskrar tungu að málið hafi verið valið inn í nýjustu útgáfu gervigreindarmállíkansins GPT. Ísland var eitt fyrsta þjóðríkið sem óskaði eftir samstarfi með eigandanum - og hann sá fljótt að Íslendingar höfðu unnið heimavinnuna sína. 15.3.2023 13:10 Frumvarpið sé illa úthugsað og afleiðingarnar óljósar: „Þetta er mikil afturför“ Allar líkur eru á að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verði að lögum frá Alþingi eftir daginn í dag en lokaatkvæðagreiðsla fer fram síðdegis. Þingmaður Pírata segir að í grunninn sé um að ræða pólitíska yfirlýsingu sem lýsi tortryggni og jafnvel andúð í garð fólks á flótta. Flóttamenn hafa boðað mótmæli fyrir utan Alþingi í dag vegna málsins og munu Píratar gefa stjórnarliðum lokatækifæri til að skipta um skoðun á eftir. 15.3.2023 13:01 Afgreiðsla Jóns á rafbyssuheimild ekki góð stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis segir þá ákvörðun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að afgreiða heimild til handa lögreglu til að bera rafvopn án þess að bera málið undir ríkisstjórn ekki samræmast kröfum um vandaða stjórnsýsluhætti. 15.3.2023 12:46 Vaktin: Ragnar Þór endurkjörinn formaður Ragnar Þór Ingólfsson var í dag endurkjörinn formaður VR og ný stjörn kjörin. Úrslitin voru kynnt frambjóðendum um klukkan 13:30 í dag. Ragnar Þór hlaut 57 prósent atkvæða gegn 39,4 prósentum Elvu. Kosningaþátttaka var rétt rúmlega 30 prósent og hefur aldrei verið meiri í sögu félagsins. 15.3.2023 12:03 Bönkunum gert að spara meira fyrir mögulegum áföllum Seðlabankinn ákvað í dag að hækka framlög viðskiptabankanna í sveiflujöfnunarauka upp í 2,5 prósent og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. Þótt fjármálakerfið standi traustum fótum að mati bankans fari fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja versnandi í þrálátri verðbólgu. 15.3.2023 11:55 Sjá næstu 50 fréttir
Íslensk vegabréf í 21. sæti Íslenskir ríkisborgarar geta ferðast til 147 landa án þess að þurfa til þess fyrirframfengna vegabréfsáritun („visa“). Þá geta handhafar íslenskra vegabréfa ferðast til 28 landa án þess að framvísa vegabréfi. 16.3.2023 15:26
Segir kjaraviðræður við OR hafa siglt í strand Samninganefnd VM og RSÍ segir að kjaraviðræður við Orkuveitu Reykjavíkur hafi siglt í strand. Lýst er yfir vonbrigðum með það sem samninganefndin lýsir sem óbilgjarnri og einstrengingslegri afstöðu OR í viðræðunum. 16.3.2023 14:58
Fær ekki tugmilljónir eftir bakvaktadeilu Fyrrverandi slökkviliðsstjóri slökkviliðs Snæfellsbæjar hafði ekki erindi sem erfiði er hann reyndi að sækja hátt í 40 milljónir króna sem hann taldi sig eiga inni hjá sveitarfélaginu vegna ógreiddra bakvakta. 16.3.2023 14:39
Mosfellsbær tekur á móti áttatíu flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, undirrituðu í morgun samning um samræmda móttöku flóttafólks í Mosfellsbæ. Samningurinn kveður á um að Mosfellsbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að áttatíu flóttamönnum. 16.3.2023 13:54
Óttast frekar jarðakaup útlendinga því þeir vilji „vera í friði“ Formaður Samút, samtaka útivistarfélaga á Íslandi, segir að fréttir af kaupum kanadísks auðjöfurs á jörðinni Horni sé ekkert einsdæmi. Það sé enn eitt dæmið sem falli undir ferðafrelsisbaráttu samtakanna. Hann segist frekar óttast kaup erlendra aðila á íslenskum jörðum því þeir loki frekar fyrir aðgengi fólks að jörðum sínum því þeir vilji vera í friði. 16.3.2023 13:25
Of algengt að fólk leiti ítrekað til læknis áður en það fær krabbameinsgreiningu „Þetta er ekki einsdæmi því miður, og þetta eru auðvitað algjörar sorgarsögur þegar við heyrum þær. Þær eru of margar. Það er einfaldlega þannig,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastýra Krabbameinsfélagsins. 16.3.2023 13:18
Dragi úr notkun einkabíla og vinni heima vegna loftmengunar Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur borgarbúa til þess að draga úr notkun einkabíls og skorar á fyrirtæki að hvetja starfsfólk til að vinna fjarvinnu vegna svifryksmengunar í dag. Styrkur svifryks var hár í morgun og líklegt er að hann hækki aftur í síðdegisumferðinni. 16.3.2023 11:53
Varaþingmaður VG tekur þung skref og segir sig úr flokknum Varaþingmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna sagði sig úr flokknum nokkrum mínútum eftir að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt í gær. Hann ætlar ekki að taka sæti aftur á þingi jafnvel þótt hann yrði kallaður inn. 16.3.2023 11:48
Foreldrar mótmæltu í ráðhúsinu: „Ætlum ekki að hætta fyrr en eitthvað gerist“ Foreldrar komu saman í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun og mótmæltu þeirri stöðu sem enn á ný er komin upp í leikskólamálum. Dæmi er um að börn þurfi að bíða í á þriðja ár eftir leikskólaplássi. Borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins segir ástandið grafalvarlegt og það sé tilkomið vegna trassaskapar. 16.3.2023 11:46
Seðlabankastjóri segir íslenska bankakerfið með sterkar varnarlínur Seðlabankastjóri segir ekki hægt að útiloka að vandræði smærri banka í Bandaríkjunum smitist til annarra landa. Íslenska bankakerfið væri hins vegar undir strangasta eftirlit sem þekktist á Vesturlöndum og hann teldi að varnarlínur í fjármálakerfinu muni halda. 16.3.2023 11:45
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður fjallað um hið umdeilda útlendingafrumvarp sem samþykkt var á Alþingi í gær. 16.3.2023 11:37
Loka sundlauginni á Sauðárkróki vegna kuldakastsins Búið er að loka suðndlauginni á Sauðárkróki vegna kuldakastsins sem gengið hefur yfir í norðanáttinni. Þrýstingur hefur fallið í hitaveitu í bænum á síðustu dögum, fyrst í efri byggðum en síðar í öllum bænum. 16.3.2023 11:19
Ingi Freyr með stöðu sakbornings Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður Heimildarinnar, hefur fengið stöðu sakbornings í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra vegna umfjöllunar fjölmiðla um „skæruliðadeild“ Samherja. 16.3.2023 11:03
„Vonandi ryður þetta brautina fyrir fleiri sjúklinga“ Kvikmyndagerðarkonan Helga Rakel Rafnsdóttir hefur í langan tíma barist fyrir því að fá aðgang að lyfjum við MND sjúkdómnum. Lyfjastofnun hefur veitt undanþáguleyfi fyrir lyfinu og því fær Helga nú loksins að prófa það. 16.3.2023 10:27
Aðlögun að loftslagsbreytingum: Hvað getum við gert og þurfum að gera? Veðurstofa Íslands stendur fyrir málstofu í dag milli klukkan níu til tólf á Icelandair Hotel Natura um loftslagsbreytingar til að öðlast yfirsýn yfir stöðu þekkingar á sviði loftslagsbreytinga og aðlögunar og að styrkja tengslanet á milli aðila sem starfa á þessu sviði. 16.3.2023 08:30
Hæstiréttur tekur fyrir mál sérsveitarmanns vegna Hraunbæjarmálsins Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni fyrrverandi liðsmanns sérsveitar ríkislögreglustjóra sem glímt hefur við áfallastreituröskun í kjölfar aðgerðar sérsveitarinnar í Árbæ í Reykjavík síðla árs 2013 sem leiddi til dauða manns. 16.3.2023 08:14
Kastaði munum úr íbúð sinni Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um mann sem var að kasta munum úr íbúð sinni í fjölbýlishúsi. 16.3.2023 07:31
Segir niðurstöðu umboðsmanns ekki áfellisdóm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist undrandi yfir þeirri niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis að ráðherrann hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum þegar hann tók ákvörðun um aukinn vopnaburð lögreglu án þess að bera málið upp í ríkisstjórn. 16.3.2023 06:49
Þóra aftur kölluð í yfirheyrslu Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks á Ríkisútvarpinu, var yfirheyrð af lögreglu á þriðjudag í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra vegna umfjöllunar fjölmiðla um „skæruliðadeild“ Samherja. 16.3.2023 06:27
Hundurinn Bangsi fannst eftir ótrúlega björgun Eigendur Bangsa, sem er sjö ára gamall labrador, eru í skýjunum eftir að fjölmargir lögðu hönd á plóg og náðu að finna Bangsa eftir sólarhringslanga leit í gær, sem var lyginni líkust. 15.3.2023 23:56
Stórtíðindi fyrir fólk með MND Lyfjastofnun hefur formlega veitt undanþágu til notkunar á lyfinu Tofersen fyrir fólk sem hrjáist af MND sjúkdómnum. Gjaldkeri samtakanna MND á Íslandi fagnar tíðindunum. 15.3.2023 21:59
Vilja sundlaugamenningu og laufabrauðsgerð á lista UNESCO Menningar- og viðskiptaráðherra kynnti tillögu fyrir ríkisstjórninni um að laufabrauðsgerð og sundlaugamenning verði tilnefnd á skrá menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna yfir menningarerfðir. 15.3.2023 21:53
Svipti sálfræðing starfsleyfi sem gaf út marklausar ADHD-greiningar Heilbrigðisráðuneytið staðfesti ákvörðun landlæknis um að svipta sálfræðing sem skrifaði upp á ADHD-greiningar sem hvergi voru teknar gildar og gaf sjúklingum lyf án lyfseðils starfsleyfi sínu. Sálfræðingurinn braut lög og er talinn óhæfur til að gegna starfi sínu. 15.3.2023 21:09
Útlendingafrumvarpið samþykkt Meirihluti Alþingis hefur samþykkt útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Fjölmargar breytingartillögur voru lagðar fram á Alþingi í dag en þær voru jafnóðum felldar. Minnihlutaþingmenn voru ómyrkir í máli og gagnrýndu meirihlutann harðlega. 15.3.2023 20:47
Ölfus og Hveragerðisbær ekki í eina sæng í bili Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss segir sameiningu sveitarfélaganna Ölfuss og Hveragerðisbæjar ekki á dagskrá bæjarstjórnar þess fyrrnefnda. Bæjarfulltrúi í Hveragerði vill sameina sveitarfélagið að nýju. 15.3.2023 20:17
Hefði getað endað með fimm manna jarðarför á Eyrarbakka Fimm manna fjölskylda á Eyrarbakka átti fótum sínum fjör að launa þegar kviknaði í út frá hlaupahjóli, sem var í hleðslu á heimilinu. Húsið fylltist fljótt af reyk og er óíbúðarhæft vegna mikils sóts. 15.3.2023 20:04
Gervigreindin næsta stóra byltingin og nú talar hún íslensku Besta og stærsta gervigreind sem opin er almenningi kann nú íslensku. Stofnandi Miðeindar segir gervigreindina næstu stóru byltinguna í okkar samfélagi. Rithöfundur og fyrirlesari segir hina íslenskumælandi gervigreind einungis geta hafa orðið til vegna aukinnar „nándar“ tækninnar og mannsins með notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Á þessari nánd byggi hún sína þekkingu. 15.3.2023 19:59
Seðlabankinn slær varnagla vegna aukinnar áhættu Seðlabankinn gerði viðskiptabönkunum í dag að leggja meira fé til hliðar vegna vaxandi áhættu að undanförnu með því að auka framlög þeirra í sveiflujöfnunarsjóð. Bankarnir, heimilin og fyrirtækin standi þó almennt vel og vanskil sjaldan verið minni. 15.3.2023 19:31
„Við erum ennþá í áfalli eftir þetta“ „Við héldum að þetta væri eitthvað hryðjuverkadæmi. Það var ekki eins og þetta væri einhver lítil Súkka að bakka óvarlega út úr stæði,“ segir kærasta konunnar sem slasaðist í gær þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni, ók á sjö bíla og hafnaði að endingu á rúðu á hárgreiðslustofu í Álfheimum í Reykjavík. 15.3.2023 19:30
Breytingartillögur felldar jafnóðum Þingmenn úr minnihluta Alþingis hafa lagt fram fjölmargar breytingartillögur á útlendingafrumvarpi Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á fundi sem nú stendur yfir. Meirihluti þingmanna hefur fellt tillögurnar jafnóðum. 15.3.2023 19:17
Kalla settan ríkisendurskoðanda á fund um Lindarhvol: „Mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur ákveðið að boða settan ríkisendurskoðanda á opinn fund um Lindarhvolsmálið. Þingmaður Pírata velti því upp hvort sá fundur yrði „mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ og sakaði meirihlutann um sýndarmennsku. Stjórnarliðar sögðu ekkert óeðlilegt við að boðað hafi verið til fundar, þó ekki megi birta greinargerð um málið. 15.3.2023 18:08
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Seðlabankinn hefur gert viðskiptabönkunum að leggja meira fé til hliðar vegna vaxandi áhættu að undanförnu. Bankarnir, heimilin og fyrirtækin standa þó almennt vel og vanskil sjaldan verið minni. 15.3.2023 18:00
Lítið áunnist þrátt fyrir „fagurgala og falleg fyrirheit“ borgarinnar Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna í leikskólamálum í Reykjavík óásættanlega þar sem staðan heldur áfram að versna. Fagurgalar og falleg fyrirheit komi frá stjórnsýslunni sem leggur ekki í vinnuna sem til þurfi. Foreldrar hafa lýst yfir þungum áhyggjum vegna stöðunnar og hefur verið óskað eftir því að leikskólamálin verði sett á dagskrá borgarráðs á morgun. 15.3.2023 16:51
Mótmælt fyrir utan Alþingi Hópur flóttamanna frá Írak stendur fyrir mótmælum fyrir utan Alþingi í dag vegna umdeilds frumvarps Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Greidd verða atkvæði um frumvarpið á þingi í dag. 15.3.2023 16:50
Gera ráð fyrir þjóðarhöll í deiliskipulagsbreytingu Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir Laugardal. Breytingin felur í sér rými fyrir þjóðarhöll en hámarks byggingarmagn hallarinnar er nítján þúsund fermetrar. 15.3.2023 15:53
Sólveig hlakkar til að berjast áfram með Ragnari Formaður Eflingar óskar nýendurkjörnum formanni VR til hamingju með endurkjörið. Hún segist hlakka til baráttunnar með honum. 15.3.2023 15:23
„Ég sé ekki eftir neinu“ Elva Hrönn Hjartardóttir segist ekki sjá eftir því að hafa farið í framboð til formanns VR gegn Ragnari Þór Ingólfssyni. Hún hvetur Ragnar til þess að fara annað slagið út og tala við félagsfólk sitt. 15.3.2023 15:21
Nú hægt að einbeita sér að því sem skiptir máli Ragnar Þór Ingólfsson, nýendurkjörinn formaður stéttarfélagsins VR, segist vera sáttur við niðurstöðuna í formannskosningunum. Hann telur hópinn sem kemur nýr í stjórn félagsins vera mjög öflugan. 15.3.2023 14:59
Rakel ráðin rekstrarstjóri Samfylkingarinnar Rakel Pálsdóttir hefur verið ráðin sem rekstrarstjóri á skrifstofu Samfylkingarinnar. Síðustu fjögur ár hefur hún starfað hjá stéttarfélaginu Eflingu sem kynningarstjóri og sem samskiptastjóri hjá BSRB. 15.3.2023 14:38
Fléttulisti og sex atkvæði felldu Kristjönu úr stjórn Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir, fráfarandi stjórnarmeðlimur VR, mun gegna embætti varamanns í stjórninni næsta árið. Hefði einungis atkvæðafjöldi gilt væri hún með sæti í stjórninni en þess í stað fær Þórir Hilmarsson sætið. 15.3.2023 14:15
Sá strax að Íslendingar höfðu unnið heimavinnuna sína Menningar- og viðskiptaráðherra segir það gríðarmikilvægt fyrir framtíð íslenskrar tungu að málið hafi verið valið inn í nýjustu útgáfu gervigreindarmállíkansins GPT. Ísland var eitt fyrsta þjóðríkið sem óskaði eftir samstarfi með eigandanum - og hann sá fljótt að Íslendingar höfðu unnið heimavinnuna sína. 15.3.2023 13:10
Frumvarpið sé illa úthugsað og afleiðingarnar óljósar: „Þetta er mikil afturför“ Allar líkur eru á að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verði að lögum frá Alþingi eftir daginn í dag en lokaatkvæðagreiðsla fer fram síðdegis. Þingmaður Pírata segir að í grunninn sé um að ræða pólitíska yfirlýsingu sem lýsi tortryggni og jafnvel andúð í garð fólks á flótta. Flóttamenn hafa boðað mótmæli fyrir utan Alþingi í dag vegna málsins og munu Píratar gefa stjórnarliðum lokatækifæri til að skipta um skoðun á eftir. 15.3.2023 13:01
Afgreiðsla Jóns á rafbyssuheimild ekki góð stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis segir þá ákvörðun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að afgreiða heimild til handa lögreglu til að bera rafvopn án þess að bera málið undir ríkisstjórn ekki samræmast kröfum um vandaða stjórnsýsluhætti. 15.3.2023 12:46
Vaktin: Ragnar Þór endurkjörinn formaður Ragnar Þór Ingólfsson var í dag endurkjörinn formaður VR og ný stjörn kjörin. Úrslitin voru kynnt frambjóðendum um klukkan 13:30 í dag. Ragnar Þór hlaut 57 prósent atkvæða gegn 39,4 prósentum Elvu. Kosningaþátttaka var rétt rúmlega 30 prósent og hefur aldrei verið meiri í sögu félagsins. 15.3.2023 12:03
Bönkunum gert að spara meira fyrir mögulegum áföllum Seðlabankinn ákvað í dag að hækka framlög viðskiptabankanna í sveiflujöfnunarauka upp í 2,5 prósent og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. Þótt fjármálakerfið standi traustum fótum að mati bankans fari fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja versnandi í þrálátri verðbólgu. 15.3.2023 11:55