Fleiri fréttir

„Við lýsum auð­vitað yfir miklum á­hyggjum“

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lýsir yfir miklum áhyggjum af rekstri borgarinnar. Starfsmönnum hafi fjölgað mjög í miðlægri stjórnsýslu á meðan leikskólastarfsmönnum fækki. Skuldasöfnunin sé gríðarleg og fyrirhugaðar aðhaldsaðgerðir dugi ekki til. 

Niður­stöðu að vænta síð­degis á sunnu­dag

Niðurstöðu kosningar í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins er að vænta síðdegis á sunnudag. Kosið verður í Laugardalshöllinni um hádegisbil sama dag en upplýsingafulltrúi flokksins gerir ráð fyrir því að talning atkvæða taki nokkurn tíma.

Blússandi aðsókn í Skógarböðin

Aðsóknin að Skógarböðunum í Eyjafirði gegnt Akureyri hefur verið miklu meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir en nú hafa tæplega sextíu þúsund manns heimsótt böðin frá því að þau opnuðu í vor. Næsta skref er að byggja Spa hótel við böðin með hundrað og tuttugu herbergjum.

Boðar að­gerðir í net­öryggis­málum

Ísland stendur sig mun verr en hin Norðurlöndin þegar kemur að netöryggi sem gerir þjóðina að skotmarki erlendra netárásahópa. Nýsköpunarráðherra segir okkur skorta sérhæfðan mannauð í málaflokknum og boðar aðgerðir. 

Einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni

Reykjavíkurborg mun ráðast í einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni til að mæta hallarekstri. Formaður borgarráðs segir að tryggja þurfi sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga án endalausrar lántöku.

Eldur kviknaði í bíl á Hring­braut

Eldur kviknaði í Toyotu-bifreið á Hringbraut rétt eftir hálf sex síðdegis í dag. Steinþór Darri, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir að vel hafi gengið að slökkva eldinn.

Full­yrðingar um man­sal og stór­felldan launa­þjófnað rök­leysa

Forsvarsmenn veitingastaðanna Flame og Bambus segja kolrangt að starfsfólk veitingastaðanna hafi unnið í tíu til sextán tíma, sex daga vikunnar. Ljóst sé að fullyrðingar um mansal og stórfelldan launaþjófnað eigi ekki við rök að styðjast. Undirbúningur að stefnu á hendur Matvís, félagi iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum, er hafinn.

„Alræðisöfl virðast vera að eflast“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók þátt í leiðtogaumræðum á þingi Norðurlandaráðs í dag. Umræðuefnið var framtíð norræns samstarfs og hlutverk Norðurlanda í umheiminum. Þingið sem er hið 74. í röðinni stendur fram á fimmtudag.

Omega braut fjöl­miðla­lög

Fjölmiðlanefnd hefur sektað fjölmiðilinn Kristniboðskirkjan Omega um 350 þúsund krónur. Frá seinni hluta júlí til byrjun ágúst á þessu ári miðlaði fjölmiðillinn erlendur efni án íslensks texta eða tals. 

Bjarni lagði á­herslu á á­hrifin en Guð­laugur Þór sagði tóninn slæman

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að undir hans stjórn hafi flokkurinn haft mikil áhrif á íslenskt samfélag með samfelldri ríkisstjórnarsetu undanfarin ár. Guðlaugur Þór Þórðarson, mótframbjóðandi Bjarna í formannsembættið, vísaði hins vegar í að undir stjórn Bjarna væri ekkert í kortunum sem gæfi til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð fyrri styrk.

Lækna­fé­lagið telur fækkun milli­stjórn­enda já­kvæða þróun

Formaður Læknafélags Íslands telur að boðaðar skipulagsbreytingar á Landspítalanum séu jákvæðar og muni koma til með að færa völd og ákvarðanatöku nær þeim sem vinna á gólfinu og í návígi við sjúklinga. Í nýju skipuriti eru meðal annars tíu stöðugildi forstöðumanna lögð niður.

Segir milli­­­­­tekju­­­fólk í vand­ræðum

Formaður Starfsgreinasambandsins segir kröfugerð Eflingar raunhæfa og vel unna. Nauðsynlegt væri að ná fram krónutöluhækkun enda hafi framfærslukostnaður launafólks hækkað svo gríðarlega að nú væri millitekjufólk að berjast í bökkum.

Engir nýir starfs­menn nema nauð­syn beri til

Útkomuspá á rekstri A-hluta borgarinnar gerir ráð fyrir rúmlega fimmtán milljarða króna halla í ár. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan verði orðin jákvæð frá og með árinu 2024. Fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta borgarstjórnar var kynnt í dag. 

Bjarni og Guð­laugur Þór tókust á í Pall­borðinu

Formannsslagur í Sjálfstæðisflokknum var umfjöllunarefni Pallborðsins á Vísi klukkan 14 í dag. Þar mættust Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, og Guðlaugur Þór Þórðarson, keppinautur Bjarna um formannsembættið, í beinni útsendingu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Vilhjálm Birgisson formann Starfsgreinasambandsins, frambjóðendur til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins og formann Læknafélags Íslands. Einnig verður fjallað um þingkosningarnar í Danmörku sem fram fara í dag.

Letti sem kvaðst hafa snúið við blaðinu hér á landi fram­seldur heim

Landsréttur hefur staðfest ákvörðun ríkissaksóknara um að verða við beiðni lettneskra yfirvalda um framsal á lettneskum ríkisborgara sem búsettur hefur verið hér á landi í þrjú ár. Þarlend yfirvöld vilja að maðurinn afpláni fimm ára dóm fyrir að hafa verslað með átján grömm af amfetamíni. Maðurinn kvaðst hafa snúið við blaðinu hér á landi.

Ekki brotið á lögreglumönnunum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Nefnd um eftirlit með lögreglu brutu ekki á tveimur lögreglumönnum sem sinntu lögreglustörfum í Ásmundarsal á Þorláksmessu árið 2020. Lögreglumennirnir kvörtuðu yfir því að meðferð á upptökum úr búkmyndavélum þeirra hafi verið brot á persónuverndarlögum. 

Skráðar gistinætur aldrei fleiri og framboð á gistirýmum aldrei meira

Skráðar gistinætur fyrstu níu mánuði ársins voru 7.144.438 og er þetta í fyrsta sinn sem fjöldinn fer yfir sjö milljónir. Framboð af gistirýmum hefur aldrei verið meira en í september síðastliðnum, eða 11.677 herbergi en þörf er á enn fleirum, að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar.

Dala­manni ársins sagt upp fyrir að tala of mikið

Rebeccu Cathrine Kaad Ostenfeld, sem útnefnd var Dalamaður ársins 2022, var í gær sagt upp störfum í Krambúðinni í Búðardal. Formleg ástæða uppsagnarinnar var skipulagsbreyting en verslunarstjórinn sagði Rebeccu einfaldlega tala of mikið við viðskiptavini.

Sjá næstu 50 fréttir