Fleiri fréttir

Hæsti­réttur fellst á að taka fyrir mál Jóns Ár­sæls

Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál fjölmiðlamannsins Jóns Ársæls Þórðarsonar sem dæmdur var í Landsrétti til að greiða konu, sem hann tók viðtal við í sjónvarpsþáttunum Paradísarheimt og sýndir voru í Ríkissjónvarpinu, 800 þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir króna í málskostnað.

Segja náttúruundur í hættu og kæra Hnútuvirkjun

Fimm náttúru­verndar­sam­tök á­samt hópi land­eig­enda í grennd við Hverfis­fljót í Skaft­ár­hreppi hafa kært á­kvörðun sveitar­stjórnar Skaft­ár­hrepps um að gefa út fram­kvæmda­leyfi vegna virkjunar við Hnútu í Hverfis­fljóti.

Þór tekinn við völdum á Sel­tjarnar­nesi

Ráðning Þórs Sigurgeirssonar sem bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar var staðfest á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar bæjarins. Hann tekur við störfum af af Ásgerði Halldórsdóttur sem látið hefur af störfum eftir tuttugu ára starf í bæjarstjórn, þar af í þrettán ár sem bæjarstjóri.

Lækkun af­sláttar í frí­höfn liður í að­gerðum gegn þenslu

Fjármála- og efnahagsráðherra lagði tillögur að breytingum á fjármálaáætlun fyrir fjárlaganefnd í dag, sem ætlað er að vinna gegn þenslu og verðbólgu í hagkerfinu. Meðal tillagðra breytinga á tekjuhlið ríkissjóðs er lækkun á afslætti á áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi í fríhöfninni.

Jón dregur útlendingafrumvarp til baka en Ramminn út úr nefnd

Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að sem betur fer verði ekkert af skerðingum réttinda útlendinga að sinni eftir að dómsmálaráðherra dró útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi í dag. Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár.

Vill vægari kröfur um gæslu­varð­hald

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kallar eftir auknum heimildum lögreglu til að takast á við skipulagða brotastarfsemi, líkt og þá sem greint var frá í dag en lögregla lagði nýlega hald á mesta magn fíkniefna sem hún hefur gert á Íslandi í einu og sama máli. 

Út­skrifaði sig sjálfur með svæsna kál­böggla­eitrun

Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, greinir frá því á Facebook í dag að bið hans eftir heilbrigðisþjónustu á bráðamóttökunni í Fossvogi hafi verið svo löng að hann hafi endað með því að útskrifa sig sjálfur.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á mesta magn fíkniefna sem fundist hefur á Íslandi í einu og sama máli. Tíu hafa verið handteknir og þrír sitja í gæsluvarðhaldi vegna tveggja rannsókna á umfangsmikilli skipulagðri brotastarfsemi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við ítarlega um málið og sjáum það gríðarlega magn fíkniefna sem lögregla hefur lagt hald á.

Út­lendinga­frum­varpi Jóns frestað fram á haust

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur frestað afgreiðslu útlendingafrumvarps síns fram á haust. Jón segir þetta gert til að liðka fyrir þinglokum. Það er því ljóst að málamiðlanir ríkisstjórnarinnar báru ekki árangur.

Þingmaður segir lífeyrissjóðina hlunnfara yngri kynslóðirnar

Þingmaður Viðreisnar segir lífeyrissjóðina ætla að mismuna yngri og eldri kynslóðum í lífeyrisréttindum með nýlegri breytingu á reglum sínum. Tugir milljarða verði færðir frá yngri kynslóðum til hinna eldri og þar með væri brotið gegn grunngildum samtryggingarinnar sem lífeyrissjóðirnir ættu að byggja starfsemi sína á.

Býst við fleiri tilfellum af apabólu á næstu dögum

Tveir íslenskirkarlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. Smitin eru rakin til ferðalags annars þeirra til Evrópu. Hvorugur er alvarlega veikur. Sóttvarnalæknir býst við fleiri tilfellum á næstu dögum en telur ekki líkur á stórum faraldri. Rætt var við sóttvarnalækni í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Mælt gegn ferðum með tengivagna á Suðurlandi

Veðurfræðingur mælir gegn ferðalögum með tengivagna í hvassviðrinu á Suðurlandi næsta rúma sólarhringinn þar sem gul viðvörun er í gildi. Mótstjóri TM-mótsins sem stendur yfir í Eyjum hefur litlar áhyggjur af rokinu og segir Eyjamenn hafa séð það verra.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni en í morgun bárust þær fregnir að fyrstu tilfelli apabólu hefðu að öllum líkindum greinst hér á landi. 

„Út með þessa stjórn, hún hefur unnið heljarmikið tjón“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður og þingmaður Miðflokksins, segir að ríkisstjórnin hafi áorkað afar litlu á þeim fimm árum sem hún hefur verið við völd. Stjórnmál séu ekki sérsvið ríkisstjórnarinnar og nú sé „Covid-skjólið“ horfið.

Vinstri græn hafi sannað sig sem sú stjórn­mála­hreyfing sem getur vísað veginn

Þingflokksformaður Vinstri grænna - græns framboðs sagði flokkinn hafa sannað sig að vera sú stjórnmálahreyfing sem hefur kjark til að takast á við áskoranir og verkefni, stjórnmálahreyfing sem hikar ekki við samstarf við aðra, sem getur verið í forystu og getur vísað veginn, í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis.

Fjármagnseigendur aldrei haft það betra en í stjórnartíð Katrínar

Þingmaður Pírata veltir því fyrir sér hvernig væntanlegur kjósandi Vinstri grænna árið 2017, sem hefði ratað í tímavél og skroppið fimm ár fram á við, myndi bregðast við þegar hann sæi hverju atkvæði hans hefði skilað. Hann nefnir til að mynda aukinn ójöfnuð í samfélaginu, brottvísanir flóttafólks og neyðarástand í heilbrigðiskerfinu sem hluti sem ættu að koma hinum ímyndaða tímaflakkara á óvart.

Staða bænda grafalvarleg

Ingibjörg Ólöf Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, segir stöðu bænda í kjölfar innrás Rússa í Úkraínu vera grafalvarlega. Hún ræddi mögulegar aðgerðir á eldhúsdegi Alþingis.

Tívolí í Kaupmannahöfn skreytt íslenskum veifum úr lopa

Það verður Íslendingabragur í Tívolíinu í Kaupmannahöfn á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, því þá verður tívolíið allt meira og minna skreytt með handprjónuðum veifum úr íslenskri ull. Íslenskar hannyrðakonur á öllum Norðurlöndunum hafa tekið þátt í prjónaskapnum en stefnan er sett á að prjóna einn kílómetra af veifum til að skreyta með í tívolíinu.

Sjá næstu 50 fréttir