Fleiri fréttir

Pawel segir Viðreisn vilja í starfhæfan meirihluta
Pawel Bartoszek datt út úr borgarstjórn í nýafloknum sveitarstjórnarkosningum. Hann var annar maður á lista Viðreisnar sem náði einungis einum manni inn. Hann segir að ekki fyrirfinnist sá stjórnmálamaður sem er sáttur við að fá minna fylgi en síðast.

Jarðskjálftahrina í gangi á Reykjanesi
Fimm jarðskjálfar stærri en þrír að stærð hafa mælst á Reykjanesi frá því í hádeginu. Sá stærsti þeirra mældist 4,1 nú um miðjan dag.

Almyrkvi á tungli sjáanlegur á Íslandi í nótt
Íslendingar geta barið almyrka á tungli augum ef veður lofar í nótt. Myrkvinn hefst um klukkan hálf þrjú í nótt og verður í hámarki um klukkustund síðar.

Afar dræm kosningaþátttaka áhyggjefni: Máni Péturs vann kosningarnar
Tæplega 40 prósent atkvæðabærra borgarbúa létu ekki sjá sig á kjörstað í borginni. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu og lýðheilsufræðingur, segir þetta verulegt áhyggjuefni og ætti að vera hverjum þeim sem á annað borð lætur sér annt um lýðræðislegt samfélag.

Telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi fyrst
Oddvitar stærstu stjórnmálaframboðanna í Reykjavík segja fátt um mögulegt meirihlutasamstarf eftir að meirihlutinn féll í kosningunum í gær. Borgarstjóri og oddviti Pírata eru sammála um að réttast sé að fráfarandi meirihlutaflokkar ræði fyrst saman.

„Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu“
Í mörgum stærstu sveitarfélögunum blasti tap Sjálfstæðisflokksins við, þeir töpuðu bæjarfulltrúum fyrir borð vinstri hægri eins og í Reykjavík, töpuðu manni í Hafnarfirði, Kópavogi … en það breytir ekki þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu.

Afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi
Hik í uppbyggingu í samgöngumálum og afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi fyrir metnað Íslendinga í loftslagsmálum, að sögn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Ráðherra Sjálfstæðisflokks segir úrslitin í Reykjavík kröfu um breytingar.

Pólitíkin gefandi, skemmtileg, skemmandi og ljót
Karen Elísabet Halldórsdóttir, sem leiddi Miðflokkinn í Kópavogi í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum, kveður pólitíkina í Kópavogi. Hún segist nú frjáls.

Framsókn sigurvegari á landsvísu
Framsóknarflokkur vann stórsigur í kosningum í gær víða um land, sérstaklega í kringum höfuðborgarsvæðið. Flokkurinn er í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun í borginni eftir fall síðasta meirihluta.

Bein útsending: Aukafréttatími eftir æsilega kosninganótt
Framsóknarflokkurinn vann ótrúlegan sigur í borgarstjórnarkosningunum í ár og er í lykilstöðu við myndum nýs meirihluta í borginni. Dramatíkin var víða í sveitarstjórnum landsins.

Mikil endurnýjun á Akureyri og margar leiðir að meirihluta í boði
Á Akureyri hefur frá 2020 verið svokölluð samstjórn í bæjarstjórn. Það er að bæjarfulltrúar allra flokka sem náðu inn manni í kosningunum 2018 hafa haldið sameiginlega um stjórn þessa höfuðbóls manna á Norðurlandi.

Björg áfram bæjarstjóri í Grundarfirði eftir sigur D-lista
D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra vann sigur og hélt meirihluta sínum í sveitarstjórn í Grundarfirði í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í gær.

Jakob Björgvin áfram bæjarstjóri eftir sigur H-lista
H-listi Framfarasinna vann sigur í kosningum til sveitarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar í gær.

Bein útsending: Dramatísk kosninganótt gerð upp á Sprengisandi
Það er óhætt að segja að kosninganóttin hafi verið dramatísk þar sem tölurnar létu bíða eftir sér víða og staðfest úrslit þar með um leið.

Sjálfstæðismenn áfram í meirihluta í Snæfellsbæ
D-listi Sjálfstæðisflokks hélt meirihluta sínum í sveitarstjórn Snæfellsbæjar í sveitarstjórnarkosningunum í gær.

Konum fækkar í borgarstjórn en eru enn í meirihluta
Körlum í nýkjörinni borgarstjórn Reykjavíkur fjölgar um þrjá frá lokum síðasta kjörtímabils. Konur verða engu að síður áfram í meirihluta þar en þær eru þrettán af tuttugu og þremur borgarfulltrúum.

Sjálfstæðismenn misstu meirihluta sinn í Bolungarvík
K-listi Máttar meyja og manna vann sigur í sveitarstjórnarkosningunum í Bolungarvík í gær og tryggði sér fjóra bæjarfulltrúa. Sjálfstæðismenn náðu inn þremur mönnum og er því ljóst að flokkurinn hefur misst meirihluta sinn í sveitarstjórn.

Víða rigning en dregur smám saman úr vætu þegar líður á daginn
Nú er suðaustan kaldi og víða rigning eða súld, en í dag dregur smám saman úr vætu og seinni partinn léttir jafnvel til norðaustanlands.

Skvetti bjór og byrjaði að berja dyravörð
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir tilkynnt var um konu sem hafði ráðist á dyravörð veitingastaðar í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan 22 í gærkvöldi.

Stórsigur Framsóknar setur Einar í bílstjórasætið
Borgarstjórnarmeirihlutinn er fallinn og Framsóknarflokkurinn er í lykilstöðu fyrir myndun nýs meirihluta. Flokkurinn náði fjórum fulltrúum inn í borgarstjórn en Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn töpuðu tveimur fulltrúum hvor.

Lokatölur úr Árborg: Sjálfstæðisflokkurinn með hreinan meirihluta
Sjálfstæðisflokkurinn bættir við sig tveimur fulltrúum í sveitarfélaginu Árborg og er nú með hreinan sex fulltrúa meirihluta. Framsókn bættir sömuleiðis við einum fulltrúa og hefur nú tvo. Miðflokkurinn missir sinn eina bæjarfulltrúa en Samfylking og Áfram Árborg halda sínum mönnum.

Lokatölur í Vestmannaeyjum: Meirihlutinn hélt velli
Allt er óbreytt í Vestmannaeyjum eftir sveitarstjórnarkosningarnar í ár. Meirihluti Eyjalistans og Fyrir Heimaey hélt velli í kosningunum, hefur nú fimm fulltrúa af níu en hafði áður fjóra af sjö.

Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn fallinn og stórsigur Framsóknar
Framsóknarflokkurinn er þriðji stærsti flokkurinn í Reykjavík eftir ótrúlegan árangur í kosningunum í nótt. Flokkurinn sem hafði engan borgarfulltrúa undanarin fjögur ár náði fjórum mönnum inn. Meirihlutinn í borginni er fallinn.

Lokatölur í Hafnarfirði: Samfylkingin vann mikinn sigur
Samfylkingin bætti við sig tveimur bæjarfulltrúum í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum. Flokkurinn er á pari við Sjálfstæðisflokkinn en hvor flokkur er með fjóra bæjarfulltrúa.

Lokatölur frá Akureyri: Bæjarlistinn í lykilstöðu
Bæjarlistinn er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta eftir kosningarnar. Flokkurinn bætir við sig fulltrúa og er stærstur í bæjarstjórn með þrjá fulltrúa.

Lokatölur úr Ísafjarðarbæ: Ísafjarðarlistinn með hreinan meirihluta
Ísafjarðarlistinn kom, sá og sigraði í sveitarstjórnarkosningunum í Ísafirði þetta árið. Flokkurinn náði fimm fulltrúum af níu og náði þar með meirihlutanum með því að stela fulltrúa af Sjálfstæðisflokknum.

Lokatölur í Múlaþingi: Tveir flokkar fengu þrjá fulltrúa
Tveir flokkar fengu þrjá fulltrúa kjörna í fyrstu sveitarstjórnarkosningunum í Múlaþingi.

Lokatölur í Kópavogi: Meirihlutinn hélt og Vinir Kópavogs náðu inn tveimur
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn halda sex fulltrúa meirihluta í Kópavogi að loknum sveitarstjórnarkosningunum í nótt. Vinir Kópavogs, nýtt framboð, náði inn tveimur bæjarfulltrúum.

Lokatölur úr Fjarðabyggð: Meirihlutinn heldur
Meirihluti Fjarðalistans og Framsóknar og óháðra heldur. Framsókn bætir við sig einum en Fjarðalistinn missir tvo.

Lokatölur úr Garðabæ: Áfram hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokks
Sjálfstæðisflokkurinn heldur hreinum meirihluta í Garðabæ þrátt fyrir að tapa einum fulltrúa. Flokkurinn hefur sjö fulltrúa af ellefu að loknum kosningum.

Lokatölur úr Mosfellsbæ: Ótrúlegt gengi Framsóknar
Framsóknarflokkurinn er orðinn stærsti flokkurinn í Mosfellsbæ. Flokkurinn átti ekki fulltrúa í bæjarstjórn á síðasta kjörtímabili en fékk fjóra fulltrúa í kosningunum í nótt.

Lokatölur úr Reykjanesbæ: Meirihlutinn styrkti stöðu sína
Meirihlutinn í Reykjanesbæ styrkti stöðu sína að loknum sveitarstjórnarkosningunum. Samfylkingin fær þrjá fulltrúa, Framsókn sömuleiðis og Bein leið einn. Alls sjö fulltrúa af ellefu.

Opin fyrir samstarfi með Framsóknarflokknum
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist vera opin fyrir því að starfa með Framsókn í borgarstjórn ef núverandi samstarfsflokkar missa meirihluta sinn. Samkvæmt fyrstu tölum er meirihluti Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna fallinn en Píratar bæta þó við sig manni.

„Þetta er klárlega ekki það sem við stefndum að“
Skúli Helgason og Heiða Björg Hilmisdóttir, frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavík, útiloka ekki meirihlutasamstarf með Sósíalistaflokknum eða Framsóknarflokknum. Fyrstu tölur séu ekki það sem stefnt var að en tækifærin eru mörg.

Segir félagslegt húsnæði skilyrði og útilokar Viðreisn
Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands, segist ekki geta hugsað sér að vinna í meirihlutasamstarfi með Viðreisn og hún setur aukið félagslegt húsnæði sem skilyrði.

Ekki úrslitaatriði að halda í borgarstjórastólinn
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, lagði áherslu á það að nóttin væri enn ung þegar hann talaði við stuðningsmenn sína eftir fyrstu tölur í Reykjavík.

Lokatölur úr Fjallabyggð: Nýr meirihluti í pípunum
Sjálfstæðisflokkurinn missir einn fulltrúa frá síðustu kosningum og nær tveimur inn en Jafnaðarfólk og óháðir nældu í þrjá fulltrúa.

Lokatölur frá Sveitarfélaginu Hornafirði: Meirihluti Framsóknar fallinn
Framsókn missir tvo fulltrúa og Sjálfstæðisflokkur bætir við sig einum í Sveitarfélaginu Hornafirði.

Lokatölur úr Norðurþingi: Meirihlutinn heldur
Meirihluti Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Samfylkingar heldur í Norðurþingi.

Lokatölur frá Grindavík: Miðflokkurinn nær flestum inn
Miðflokkurinn nær þremur fulltrúum inn í Grindavík.

Hildur hæstánægð með fyrstu tölur í Reykjavík
„Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn. Og það sem meira er, Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík,“ sagði Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, við mikil fagnaðarlæti eftir að fyrstu tölur voru kynntar í Reykjavík.

Í-listinn með hreinan meirihluta samkvæmt fyrstu tölum
Í- listi Ísafjarðarbæjar hlýtur skínandi góða kosningu samkvæmt fyrstu tölum og eru með hreinan meirihluta. Nóttin er auðvitað ung og endanleg niðurstaða liggur ekki fyrir.

Lokatölur frá Ölfusi: Meirihlutinn heldur
Á kjörskrá í Ölfusi 1.811. Sjö bæjarfulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn.

Meirihlutinn fallinn og Einar í skýjunum
Miðað við fyrstu tölur í Reykjavík er meirihlutinn fallinn. Samkvæmt sömu tölum er Framsóknarflokkurinn ótvíræður sigurvegari kosninganna.

Lokatölur úr Skagafirði: Meirihlutinn heldur
Fimm fulltrúa meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar heldur í Skagafirði.