Fleiri fréttir

„Það kom smá babb í bátinn“

Eigendur North West Hotel & Restaurant við Þjóðveginn í Húnaþingi vestra láta sig dreyma um að geta opnað veitingastaðinn á morgun klukkan 17 eftir að stormurinn í nótt gerði þeim grikk. Til stóð að opna í dag en snjósprengja snemma í morgun seinkaði þeim áformum.

Hættustigi vegna óveðursins aflétt

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra á landinu hefur ákveðið að fara af hættustigi Almannavarna, sem sett var á vegna óveðurs á landinu.

Friðrik Ómar tekinn við af Loga

Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson er tekinn við af Loga Bergmanni Eiðssyni, fjölmiðlamanni, í Síðdegisþættinum á útvarpsstöðinni K100. 

Björgvin vonarstjarna Framsóknar í borginni

Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handbolta ætlar að gefa kost á sér í fyrsta til annað sæti hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík. Frá þessu greinir hann á Facebook-síðu sinni en fram hafði komið að hann lægi undir feldi og íhugaði að bjóða fram krafta sína.

Eva skorar á Kára og Björn Inga að fara í mál við Eddu Falak

Eva Hauksdóttir lögmaður segir að menn sem verði fyrir óljósum ásökunum um kynferðisbrot verði að hætta að senda frá sér moðvolgar játningar. Þá verði löggjafinn og dómsstólar að fara að bregðast við ófremdarástandi vegna rógs á netinu.

Voru allir á sama aldurs­bili og tengdir fata­línu

Erlendu ferðamennirnir þrír sem létust í flugslysi á Þingvallavatni á fimmtudaginn voru á bilinu 22 til 32 ára gamlir. Þeir fundust allir á botni vatnsins í gær en ekki verður hægt að sækja þá fyrr en veður leyfir í seinni hluta vikunnar.

Faraldurinn ekki gert okkur gjarnari á að skella öllu í lás

Víðir Reynisson segir að börn hafi fengið að njóta vafans þegar skólum var lokað í morgun vegna yfirvofandi óveðurs. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir sambærilega ákvörðun hafa verið tekna fyrir tveimur árum. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Veðrið sem gekk yfir landið í nótt og í morgun verður að sjálfsögðu fyrirferðarmikið í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Björgunar­sveitir reikna með fleiri út­köllum seinni partinn

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að nóttin hafi gengið vel þar sem björgunarsveitir hafi byrjað að fá útköll rétt fyrir fjögur. Það hafi því virst sem að spáin væri að ganga eftir.

Leik­skólar og frí­stundaheimili opna klukkan eitt

Leikskólar og frístundastarf grunnskólanema á höfuðborgarsvæðinu opnar klukkan eitt í dag. Þetta var niðurstaða almannavarna á höfuðborgarsvæðinu og skóla- og frístundarsviðanna sem funduðu fyrir stuttu.

Fárviðri suðvestanlands: Býst við „krapasulli“ og vatnselg

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingar segir að óveðrið sem gengur yfir hafi hingað til verið verst suðvestanlands. „Ef þú horfið á vindinn, þá er þetta ansi hvasst,“ sagði Einar í samtali við Bítið á Bylgjunni nú á sjötta tímanum.

Færðin farin að spillast í efri byggðum borgarinnar

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að nokkuð hafi verið um foktjón í veðrinu sem nú gengur yfir. Flest verkefni björgunarsveitanna hafa verið á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum og Suðurlandi.

Eldur kviknaði í íbúð í Furugerði

Fjölmennt lið slökkviliðs var sent á vettvang við Furugerði 1 í Reykjavík á öðrum tímanum í nótt eftir að eldur kviknaði í íbúð. Um er að ræða níu hæða fjölbýlishús.

Allt það helsta sem þú þarft að vita vegna óveðursins

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar. Að neðan má sjá helstu áhrif vegna þessa. Viðbúið er að einhverjar breytingar geti orðið þegar líður á morguninn.

Mikil skerðing á skóla­starfi um allt land

Mikil röskun er á skólastarfi víða um land vegna veðurs. Reglulegt skóla- og frístundastarf fellur niður á höfuðborgarsvæðinu á mánudag. Leikskólar og grunnskólar verða engu að síður opnir með lágmarksmönnun fyrir fólk sem þarf nauðsynlega á vistun fyrir börn sín að halda. Þar er um að ræða fólk sem sinnir neyðarþjónustu, löggæslu, slökkvistörfum og björgunarsveitarútköllum.

Lægðir sem leikið hafa landsmenn grátt

Landsmenn virðast upp til hópa meðvitaðir um lægðina sem nálgast nú landið hraðbyri og gefur tilefni til rauðra og appelsínugulra viðvarana vegna veðurs í nótt og morgun. Enn einu sinni neyðast Íslendingar til endurkynna við djúpa lægð.

Fylgstu með lægðinni

Búist er við aftakaveðri í nótt og á morgun um landið allt og verður appelsínugul veðurviðvörun í gildi víðast hvar um landið fyrir hádegi. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið.

Um 78 starfsmenn gista í nótt og aðrir eiga að bíða af sér veðrið

Um 78 starfsmenn Landspítalans munu gista þar í nótt til að tryggja lágmarksmönnun á meðan versta óveðrið gengur yfir höfuðborgarsvæðið. Stjórnendur spítalans biðja aðra stafsmenn um að leggja ekki af stað til vinnu fyrr en veðrinu slotar og óhætt er að fara af stað.

Íslensku húsdýrin mætt í nýja miðbæinn á Selfossi

Geit, svín, kýr, kind, hæna, hundur, köttur og hestur hafa nú komið sér fyrir í nýja miðbænum á Selfossi. Þetta eru þó ekki lifandi dýr því þau eru öll upp á vegg í ramma eftir listamann, sem hefur teiknaði þau svo fallega.

Dagur Fannar er nýr prestur í Skálholti

„Ég er enn þá að ná þessu, ég er svo stoltur og ánægður að vera treyst fyrir þessu verkefni, þetta eru meiriháttar fréttir fyrir mig og mína fjölskyldu,“ segir Selfyssingurinn Dagur Fannar Magnússon, sem hefur verið valinn sem nýr prestur í Skálholti. Fimm sóttu um embættið.

Búið að finna öll fjögur líkin

Búið er að finna lík flugmannsins og farþeganna þriggja sem voru um borð í flug­vélinni TF-ABB. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu en umfangsmikil leit hefur farið fram í og við Þingvallavatn í dag.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við ítarlega yfir atburði dagsins í leitinni að flugmanni og þremur farþegum TF-ABB sem fórst á fimmtudag. Belgískir fjölmiðlar hafa staðfest að einn þeirra sem fórst sé rúmlega þrítugur áhrifavaldur og hefur hans verið minnst á Instagram reikningi hans í dag.

Lýsa yfir hættustigi al­manna­varna vegna ó­veðursins

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra á landinu ákveðið að lýsa yfir hættustigi almannavarna frá miðnætti í kvöld vegna yfirvofandi óveðurs um allt land. Samhæfingarmiðstöð almannavarna og aðgerðastjórnstöðvar um land allt verða virkjaðar um og eftir miðnætti.

Sýna­tökur og bólu­setning falla niður í fyrra­málið

Mikil skerðing verður á þjónustu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á morgun, vegna ofsaveðursins sem áætlað er að skelli á landinu í nótt. Heilsugæslustöðvar verða þó opnar með lágmarksmönnun, til að sinna bráðaþjónustu.

Fólk geti gert ráð fyrir að mæta ekki í vinnu og skóla í fyrra­málið

Al­manna­varnir funda nú með Veður­stofunni og Vega­gerðinni um hvort biðlað verði til skóla að hafa lokað á morgun og vinnu­staða að fá starfs­fólk sitt seinna til vinnu. Búist er við því að mjög þung­fært verði á höfuð­borgar­svæðinu í fyrra­málið og vilja Al­manna­varnir að sem fæstir séu á ferð á meðan verið er að ryðja göturnar.

Aflýsa öllu Evrópuflugi á morgun

Fyrirhuguðum flugferðum Icelandair til og frá Evrópu á morgun hefur verið aflýst, vegna yfirvofandi aftakaveðurs á stórum hluta landsins á morgun. Ferðaáætlanir um 1.300 farþega raskast vegna þessa.

Tuttugu fangaverði vantar til starfa

Fangaverðir hafa verulegar áhyggjur af öryggi sínu í fangelsum landsins vegna viðvarandi undirmönnunar. Á Kvíabryggju er til dæmis aðeins einn fangavörður á næturvöktum með 22 fanga og á Hólmsheiði eru þrír fangaverðir á næturvöktum með 50 fanga.

Flak flug­­vélarinnar mjög heil­­legt á botni vatnsins

Flak flug­vélarinnar TF-ABB, sem fannst á botni Þing­valla­vatns á föstudag, er mjög heil­legt. Allt bendir til að flug­vélin hafi hafnað á Þing­valla­vatni áður en hún sökk og þeir fjórir sem voru um borð í henni hafi komist út úr henni af sjálf­sdáðum eftir að hún endaði á vatninu.

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar segjum við frá umfangsmiklum leitaraðgerðum lögreglu, björgunarsveitarfólks og Landhelgisgæslu að fólkinu sem fórst með TF-ABB á fimmtudag. Flak flugvélarinnar fannst mjög heillegt á botni Þingvallavatns seinnipartinn á föstudag og liggur nokkuð heillegt á botni vatnsins.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.