
Fleiri fréttir

Ásgeir Sveinsson vann prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ
Ásgeir Sveinsson sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar með 697 atkvæði eða 69% gildra atkvæða þegar öll atkvæði höfðu verið talin.

Biðin getur valdið óafturkræfum skemmdum
Sjúklingar fá ekki aðgerðir niðurgreiddar hjá helsta sérfræðingi landsins í endómetríósu og þurfa því að bíða í fleiri mánuði eftir meðferð eða leita lækninga erlendis. Kona sem lenti í þeirri stöðu skorar á íslensk heilbrigðisyfirvöld að nýta sér sérfræðikunnáttuna sem er til staðar og um leið lina þjáningar fjölda sjúklinga.

Enginn inni í flugvélaflakinu og leit hefst aftur á morgun
Enginn þeirra fjögurra farþega sem voru í flugvélinni sem fannst í Þingvallavatni eru nú inni í flakinu. Þetta leiddi kafbátaleit í ljós seinni partinn í dag. Svæðisstjórn björgunarsveita er byrjuð að skipuleggja áframhaldandi leit í og við vatnið á morgun.

Hefur mjólkað kýr í 80 ár – Engin kulnun í starfi
Guðni Guðmundsson, bóndi á bænum Þverlæk í Holtum er sennilega sá maður á Íslandi, sem hefur mjólkað kýr hvað lengst, eða í átta tíu ár. Guðni, sem er áttatíu og átta ára í dag fer í fjós á hverjum degi alla daga vikunnar.

Var sagt upp af Isavia vegna aldurs og fær ekki aðra vinnu
Rafeindavirki sem Isavia sagði upp vegna aldurs fagnar því að kærunefnd jafnréttismála hafi staðfest brot félagsins gegn sér. Hann myndi gjarnan vilja fá að vinna lengur en segir engan til í að ráða 68 ára gamlan mann í vinnu.

Vann tíu milljónir króna
Einn heppinn áskrifandi vann fyrsta vinning í Lottóútdrætti kvöldsins og fær 9.998.290 krónur í sinn hlut. Vinningstölur kvöldsins voru 4, 19, 23, 28 og 39. Bónustalan var 33.

Fluttu slasaðan vélsleðamann á Landspítalann
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna vélsleðaslyss á Arnarstapa á sunnanverðu Snæfellsnesi á fjórða tímanum í dag.

Forgangsatriði að ná hinum látnu upp á yfirborðið
Vont veður og erfiðar aðstæður við Þingvallavatn valda því að ólíklega verður hægt að hífa flugvélina sem fannst í gær upp úr vatninu fyrr en seint í næstu viku. Til skoðunar er þó hvort hægt verði að sækja þá látnu úr brakinu fyrr.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Vont veður og erfiðar aðstæður við Þingvallavatn valda því að ólíklega verður hægt að hífa flugvélina sem fannst í gær upp úr vatninu fyrr en seint í næstu viku. Til skoðunar er þó hvort hægt verði að sækja þá látnu úr brakinu fyrr. Rætt verður við Odd Árnason yfirlögregluþjón í kvöldfréttum.

Almannavarnir funda með viðbragðsaðilum vegna lægðarinnar
Almannavarnir funduðu í dag með sérfræðingum Veðurstofunnar, viðbragðsaðilum, ábyrgðaraðilum raforku, fjarskipta og samgangna vegna óveðursins sem gengur brátt yfir landið.

Tveir árekstrar með skömmu millibili í Garðabæ
Tveir tveggja bíla árekstrar áttu sér með stað með skömmu millibili á Hafnafjarðarvegi á fimmta tímanum nærri Olís í Garðabæ. Sjúkrabíll og dælubíll var sendur á vettvang frá slökkvistöðinni í Hafnarfirði og var einn fluttur með minniháttar meiðsli á slysadeild.

Ljósmyndasýningu ætlað að hvetja konur í leghálsskimun
Ljósmyndasýningin Er komið að skimun hjá þér? var opnuð í Kringlunni í dag. Sýningin er hluti af hvatningarátaki Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um mikilvægi skimana fyrir leghálskrabbameini. Tólf konur úr íslensku samfélagi leggja átakinu lið og deila persónulegum sögum af leghálsskimun.

Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku
Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku.

Pósturinn lokar á Hellu og Hvolsvelli
Íbúar á Hellu og Hvolsvelli og sveitunum þar í kring eru ekki sáttir þessa dagana því Pósturinn hefur ákveðið að loka afgreiðslum sínum á stöðunum í vor. „Afleitt“, segir sveitarstjóri Rangárþings eystra.

Metfjöldi greindist með Covid í gær
Aldrei hafa fleiri greinst með Covid-19 hér á landi en í gær, eða 1.856.

Þurfa tveggja sólarhringa veðurglugga til þess að ná vélinni á land
Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan þurfa minnst tvo sólarhringa af hagstæðum veðurskilyrðum til þess að ná flaki vélarinnar sem fannst í nótt á botni Þingvallavatns upp á yfirborðið. Aðgerðinni fylgja umtalsverðar hættur fyrir björgunarliðið.

Ummæli um vanrækslu móður dæmd dauð og ómerk
Þrenn ummæli konu um meinta vanrækslu móður á dóttur sinni hafa verið dæmd dauð og ómerk. Landsréttur lækkaði miskabætur sem konan var dæmd til að greiða móðurinni í héraði.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Flugvélin sem fannst á botni Þingvallavatns í gærkvöldi verður ekki sótt í dag. Gríðarlega flókið verkefni bíður viðbragðsaðila þar sem vélin er á 50 metra dýpi á svæði sem getur reynst köfurum hættulegt að komast að og veðurskilyrði verða slæm næstu daga.

Andlát vegna Covid-19 á Landspítala
Kona á sjötugsaldri lést í gær á gjörgæslu Landspítalans vegna veikinda af völdum Covid-19.

Björgunarsveitafólk fylgdi sjúkrabíl í hvassviðri
Mikið hvassviðri og skafrenningur gekk yfir Suðurlandið í morgun í snörpum hvelli. Björgunarsveitafólk hafði í nægu að snúast, meðal annars fylgdi það sjúkrabíl í útkall vegna veikinda.

Aflétta heimsóknarbanni og opna alla þjónustu í næstu viku
Mikið hefur mætt á starfsfólki hjúkrunarheimila að undanförnu, vegna sóttkvíar og einangrunar starfsfólks. Framkvæmdastjóri segir þó bjartari tíma fram undan og stefnt er á að aflétta ýmsum skerðingum innan veggja hjúkrunarheimilisins.

Veðurskilyrði slæm og flugvélin verður ekki sótt í dag
Flugvélin sem fannst á botni Þingvallavatns í gærkvöldi verður ekki sótt í dag. Gríðarlega flókið verkefni bíður viðbragðsaðila; vélin er á 50 metra dýpi á svæði sem er hættulegt fyrir kafara að komast að og veðurskilyrði slæm næstu daga.

Vegfarendur á Suðurlandi beðnir um að leita skjóls
Flestar ökuleiðir á Suðurlandi eru lokaðar eða erfiðar yfirferðar. Vegagerðin biðlar til vegfarenda að bíða í öruggu skjóli til hádegis.

Er stoppuð úti á götu og þakkað fyrir
Vítalía Lazareva segist fá gæsahúð þegar hún hugsar um viðbrögð þjóðarinnar við frásögn hennar af ofbeldi sem hún var beitt af fimm þjóðþekktum mönnum.

Erlendir miðlar fjalla um mögulegt hvalveiðibann Íslands
Stórir erlendir fjölmiðlar fjalla nú um möguleg endalok hvalveiða við Íslandsstrendur, eftir að Svandís Svavarsdóttir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sagði fátt rökstyðja hvalveiðar. Núverandi veiðiheimildir renna út árið 2023 og ráðherrann lætur að því liggja að hvalveiðar verði óheimilar frá árinu 2024.

Dóra Ólafsdóttir, elsti Íslendingurinn, er látin
Dóra Ólafsdóttir, sem varð elst allra Íslendinga, er látin. Hún var 109 ára. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík í gærmorgun.

Víða hvasst í dag og snjókoma á flestum stöðum
Búast má við austlægri átt, sums staðar allhvassri eða hvassri, en hægari á Norður- og Austurlandi í dag. Snjókoma með köflum í flestum landshlutum.

Covid-sjúklingur tekinn fastur fyrir utan sóttvarnahótel
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær Covid-smitaðan einstakling í annarlegu ástandi fyrir utan sóttvarnarhótel í Hlíðahverfi. Viðkomandi var vistaður í fangeklefa þar sem hann var ekki talinn í ástandi til þess að dvelja á hótelinu.

Flugvélin sem leitað var að fannst í Þingvallavatni
Flugvélin sem saknað hefur verið frá því um hádegisbil á fimmtudag er fundin. Vélin fannst með fjarstýrðum kafbát fyrirtækisins Teledyne Gavia í Ölfusvatnsvík, í sunnanverðu Þingvallavatni, á ellefta tímanum í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Skilur ekki að borgin ætli að gera veður út af saklausum skiltum
Borgin ætlar að fara fram á það við verslunareigendur við Ármúla að þeir fjarlægi skilti sem banna öðrum en viðskiptavinum að leggja fyrir utan verslanir þeirra. Sjálfir eru þeir steinhissa á málinu, töldu sig eiga stæðin og segja borgina vera að gera veður út af engu.

Gerðu hlé vegna yfirliðs spyrils
Skipta þurfti yfir í auglýsingar í miðri Gettu betur keppni kvöldsins þar sem Kristjana Arnarsdóttir spyrill féll í yfirlið.

Eyrugla stoppuð upp á Selfossi og fer í Grímsnes
Eyrugla, sem fannst dauð við sumarbústað í Grímsnesi síðasta sumar fær nú nýtt hlutverk því hún hefur verið stoppuð upp og fer aftur í Grímsnesið. Hamskeri, sem sá um verkið, segir mjög vandasamt að stoppa upp uglur.

„Við hættum ekki fyrr en við finnum eitthvað“
Björgunarsveitarmaður sem hefur leitað flugvélar sem týnd hefur verið frá því fyrir hádegi í gær segir leitarskilyrði vera gífurlega erfið við Þingvallavatn. Þó muni leitarfólk ekki hætta leit fyrr en vélin finnst.

Þolinmæði menntaskólanema á þrotum
Nemendur í Verzló skipulögðu skemmtikvöld í von um að ráðherra myndi aflétta samkomutakmörkunum í dag. Skemmtikvöldið fer fram með rafrænum hætti og segist formaður nemendafélagsins sár út í stjórnvöld og að þolinmæðin sé á þrotum.

Senda neyðarkall á starfsfólk Landspítala vegna manneklu
Landspítalinn hefur sent út neyðarkall á starfsmenn sína vegna mikillar manneklu vegna Covid-19. Spítalann bráðvantar hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á aukavaktir um helgina.

Hundahósti orsakast líklega af kórónuveiru
Undanfarið hefur dularfullur hósti herjað á hunda á höfuðborgarsvæðinu. Matvælastofnun hafa nú borist vísbendingar um að hóstinn orsakist af hundakórónuveiru.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Umfangsmikil leit stendur enn yfir af lítilli flugvél sem ekkert hefur spurst til í um einn og hálfan sólarhring. Við förum ítarlega yfir aðgerðir dagsins í kvöldfréttum og verðum í beinni útsendingu frá þungamiðju leitarsvæðisins við Þingvallavatn.

Handboltakempa ætlar sér fyrsta sætið
Heimir Örn Árnason, fyrrverandi handboltakempa og stjórnandi í Naustaskóla á Akureyri, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Óvíst hvort hægt verði að leita á morgun vegna veðurs
Enn er mikill þungi í leitinni að flugvélinni TF-ABB sem hvarf um hádegisbil í gær. Leitin beinist nú að mestu að sunnanverðu Þingvallavatni, þar sem leitað hefur verið bæði í vatninu og í kring um það.

Eldur kviknaði í bíl í Breiðholti
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti á fimmta tímanum útkalli við verslun Bónus í Lóuhólum í Breiðholti í Reykjavík hvar kviknað hafði í bíl.

Hjördís Ýr Johnson gefur kost á sér í 2. sætið
Hjördís Ýr Johnson gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi 12. mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hjördísi.

Einbeita sér að svæðinu þar sem olíubrákin fannst
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir leitina að flugvéli sem ekkert hefur spurst til síðan í gær í sjálfu sér hafa gengið vel. Líklega sé um að ræða fjölmennustu leitaraðgerðir Íslandssögunnar.

Dómur þyngdur yfir manni sem nauðgaði tveimur konum
Joshua Ikechukwu Mogbolu hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir að nauðga tveimur konum hér á landi árið 2020. Fyrra brotið átti sér stað á höfuðborgarsvæðinu í mars 2020 og hin síðari norðan heiða í júlí sama ár.

Hringormar fundust spriklandi í bleyju, ælu og við endaþarmsop eftir fiskát
Átján hringormslirfur voru sendar til rannsóknar hjá Tilraunastöðinni að Keldum á tímabilinu 2004 til 2020. Fjórtán þeirra höfðu um tíma lifað í fólki og voru lifandi þegar þær fundust, þrjár fundust í lifandi fiski og ein var dauð. Smituðu einstaklingarnir voru allt frá því að vera ungbörn upp í fólk á níræðisaldri.

Kjartan Magnússon vill annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Kjartan Magnússon, varaþingmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi, gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og sækist eftir öðru sæti listans.