Fleiri fréttir

Milla frá Lilju til Willums

Milla Ósk Magnúsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra og er þegar tekin til starfa í heilbrigðisráðuneytinu.

120 greindust innan­lands

120 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 54 af þeim 120 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 45 prósent. 66 voru utan sóttkvíar, eða 55 prósent.

Ekki fýsilegar aðstæður á Íslandi til að „búa til veður“

„Menn hafa í árhundruð reynt að stjórna veðrinu en það var ekki fyrr en í kringum og eftir seinni heimstyrjöldina að vísindin fóru að taka á sig einhverja mynd,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands, um tilraunir manna til að hafa áhrif á veðurfar.

Bein út­sending: Orku­skipti á hafi

Mögulegt er talið að orkuskipti innlenda skipaflotans verði um garð gengin fyrir árið 2050. Til þess þarf að tryggja framleiðslu og innviði fyrir rafeldsneyti og öflug stefnumótun að vera til staðar frá stjórnvöldum, með stuðningi við fjárfestingar, skattalegum hvötum og skýrum kröfum um vaxandi hlut grænnar orku í stað jarðefnaeldsneytis.

Stal fimm lítra vín­flösku með um 60 þúsund króna þjór­fé starfs­fólks

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa stolið föt fyrir 150 þúsund krónur úr verslun 66° norður, og vínflösku í eigu starfsmanna veitingastaðarins Lebowski bar á Laugavegi sem innihélt þjórfé að andvirði um sextíu þúsund króna. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir fjölda annarra brota.

Kvöldið og nóttin fjölbreytt og annasöm hjá lögreglu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölda fjölbreyttra mála í gærkvöldi og nótt og fór meðal annars í tvær húsleitir vegna fíkniefna. Þá fór hún tvívegis í útkall vegna hávaðakvartana og aðstoðaði vegna slysa og umferðaróhappa.

Dýrasta vara Góða hirðisins frá upp­hafi er slitinn stóll

Danskur hönnunar­stóll er orðin dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upp­hafi. Ger­semin barst nytja­vöru­markaðnum ó­vænt í gám frá Sorpu og gerir rekstrar­stjóri hennar ráð fyrir að eig­andi stólsins hafi ekki áttað sig á hverju hann væri að henda.

Fá ekki krónu þrátt fyrir mistök lögmanns

Íslenska ríkið og fyrrverandi lögmaður hjóna hafa verið sýknuð af kröfu hjónanna um að ríkinu og lögmanninum bæri að greiða þeim 25,8 milljónir króna vegna mistaka lögmannsins og meintrar ólögmætrar nauðungarsölu sýslumanns á íbúð í þeirra eigu.

Sextán greinst með omíkron hér á landi

Alls hafa sextán einstaklingar greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi, samkvæmt upplýsingum frá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.

Mót­mæltu bólu­setningum á Austur­velli

Tugir manna voru samankomin á Austurvelli á sjöunda tímanum í kvöld til að mótmæla bólusetningarstefnu stjórnvalda. Beindust mótmælin einna helst gegn bólusetningum barna við Covid-19.

Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum

Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis.

Segir úttektina á KSÍ vera gaslýsingu á þolendur

Þórhildur Gyða Arnarsdóttir segir að skýrsla úttektarnefndar vegna viðbragða KSÍ við kynferðisbrotamálum sé opinber gaslýsing á þolendur. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðikennar segir skýrsluna hafa verið „pínu svekk“.

Ráðherrar sagðir hafa friðað og deilt út fé án aðkomu Alþingis

Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega í dag að umhverfisráðherra hefði friðað jörð í Árneshreppi kvöldið áður en hann lét af embætti sem og fjárútlát margra ráðherra í aðdraganda kosninga. Alþingi hefði ekki getað sinnt eftirlitshlutverki sínu á sama tíma.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Knattspyrnusamband Íslands vissi af fjórum frásögnum um kynbundið eða kynferðislegt ofbeldi innan sambandsins, samkvæmt niðurstöðum úttektarnefndar.

Eftirvagn með gámi valt á Snæfellsnesvegi

Snæfellsnesvegi var lokað um tíma í dag eftir að eftirvagn með gámi fór á hliðina. Kranabíl þurfti til að reisa gáminn og vagninn við en engin slys urðu á fólki.

Markmiðið að grípa sem flesta og koma til móts við Landspítala

Ný Covid deild verður opnuð á hjúkrunarheimilinu Eir síðar í dag. Deildin getur tekið á móti allt að tíu öldruðum einstaklingum sem eru með væg einkenni. Framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar segir að um sé að ræða nauðsynlegt úrræði sem muni meðal annars létta undir með Landspítala.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum greinum við frá ákvörðun heilbrigðisráðherra með nýjar reglur í sóttvörnum hér innanlands, að því gefnu að ríkisstjórnarfundi ljúki fyrir lok frétta.

44 prósent boðaðra í desember hafa þegar þegið örvunarskammt

85 prósent þeirra sem áttu kost á því að mæta í örvunarbólusetningu fyrir nóvember hafa þegið þriðja skammtinn og 73 prósent þeirra sem gátu mætt í nóvember. Þá hafa þegar 44 prósent þeirra sem eiga kost á að mæta í desember þegar þegið örvunarskammt.

Minnkandi líkur á gosi í Grímsvötnum

Veðurstofan hefur fært fluglitakóða fyrir Grímsvötn niður á gult. Í kjölfar aukinnar skjálftavirkni í gærmorgun, þar sem meðal annars mældist skjálfti af stærð 3,6 sem er óvenjustór fyrir Grímsvötn, var fluglitakóðinn settur á appelsínugult í gær.

Mun stýra starfs­hópi um barna­heimilið á Hjalt­eyri

Jón Gunnarsson innanríkisráðherra hefur skipað þriggja manna starfshóp undir forystu Vigdísar Häsler Sveinsdóttur lögfræðings til að afla nauðsynlegra gagna og upplýsinga um starfsemi heimilisins á Hjalteyri.

Ó­breyttar að­gerðir næstu tvær vikur

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur kynnt sóttvarnaaðgerðir sem taka gildi á morgun. Aðgerðir verða óbreyttar og gildir þetta næstu tvær vikurnar, eða til 22. desember. Heilbrigðisráðherra segir þó vel koma til greina að aflétta fyrir 22. desember verði staðan orðin betri. 

Töfratálgari í Hveragerði

Útskurðarhnífar Andrínu Guðrúnar í Hveragerði hljóta að vera einhverskonar töfrahnífar því fuglarnir, sem hún tálgar verða svo fallegir í höndunum á henni. Mesta áskorun Andrínu er að tálga hrafninn.

Hjúkrunardeild fyrir eldri Covid-19 sjúklinga opnuð á Eir

Í dag verður opnuð á hjúkrunarheimilinu Eir sérstök hjúkrunareining fyrir covid-sjúklinga. Deildin er einkum hugsuð sem sérstakt úrræði fyrir íbúa á hjúkrunarheimilum sem veikjast af völdum Covid-19 og þurfa á sólarhringsumönnun að halda og einnig aldraða sem geta ekki haldið einangrun heima og þurfa umönnun.

Mikið tjón í vatnsleka í Ráðhúsi Akureyrar

Allt tiltækt lið Slökkviliðs Akureyrar var kallað út í morgun vegna vatnsleka í ráðhúsi bæjarins. Samkvæmt heimildum fréttastofu sprakk lögn í eldhúsi á fjórðu og efstu hæð hússins. 

Héðinn snýr heim - vonandi í vor

Vestur­bæingar sakna mjög eins þekktasta minnis­merkis hverfisins; styttunnar af Héðni Valdimars­syni verka­lýðs­foringja. Ekkert hefur sést til hennar í þrjú ár en eig­endurnir vonast til að hún verði komin á sinn stað fyrir verka­lýðs­daginn 1. maí.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.