Fleiri fréttir

Sjö prósent fullorðinna á Íslandi reykir

Í dag reykja um 7 prósent fullorðinna á Íslandi en um er að ræða lægsta hlutfall í Evrópu. Karl Andersen, yfirlæknir á Hjartagátt Landspítalans, segir að þegar hlutfallið verði komið niður fyrir 5 prósent verði hægt að lýsa yfir sigri.

Óku manni heim sem stóð öskrandi úti á götu

Tveir voru handteknir þegar tilkynnt var um hópslagsmál í póstnúmerinu 108 í gærkvöldi. Þá var manni í annarlegu ástandi ekið heim af lögreglu eftir að tilkynning barst um að hann væri að öskra úti á götu í miðborginni.

Staðfestu kjörbréf allra þingmanna

Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 

Gætu borgað fyrir lyftu og viðhald með nýrri hæð

Húsfélög lyftulausra fjölbýlishúsa gætu niðurgreitt uppsetningu á lyftu með því að bæta nýrri hæð ofan á hús sín, samkvæmt nýjum hugmyndum að hverfisskipulagi í Reykjavík. Markmiðið er að bæta aðgengi og gera eldra fólki kleift að búa lengur í íbúðum sínum.

Fær sjálf að taka upp nafnið Lán en hryssan ekki

Hestaeigandi á Austurlandi furðar sig á því að fá ekki að nefna hryssu sína Lán. Hestanafnanefnd hafnaði nafninu vegna þess að það er hvorugkynsorð - en hægðarleikur var hins vegar að fá það samþykkt hjá mannanafnanefnd.

Þórunn Eva er fram­úr­skarandi ungur Ís­lendingur

Þórunn Eva G. Pálsdóttir hlaut titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2021 í gær. Þórunn Eva hefur vakið athygli á málefnum langveikra barna og aðstandenda þeirra. Hún hefur skrifað bók um efnið, stofnað góðgerðarsamtök og stendur á bak við Míuverðlaunin.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ágallar í meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi voru það miklir að annað hvort ber að endurtaka alþingiskosningarnar í heild eða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt tillögum fulltrúa í kjörbréfanefnd.

Bólu­setninga­bílinn farinn af stað

Bólusetningabíll Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu fór í sína fyrstu ferð í dag en fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hafa þegar bókað heimsókn frá bílnum.

Haf­þór sak­felldur með minnsta mun í Hæsta­rétti

Hæstiréttur hefur sakfellt Hafþór Loga Hlynsson fyrir peningaþvætti og staðfesti tuttugu mánaða fangelsisdóm yfir Hafþóri sem Landsréttur hafði dæmt í janúar. Áður hafði hann verið dæmdur í eins árs fangelsi í héraðsdómi.

Ekki allir sem mæta í bólusetningu þiggja sprautuna

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fylgist með því hvort fólk sem mætir í Laugardalshöll í bólusetningu yfirgefi svæðið án þess að fá sprautu. Er fólki stundum fylgt á klósettið til að ganga úr skugga um að fólk láti sig ekki hverfa eftir að hafa skráð sig inn en áður en þau fá sprautu.

Frumvarpi Ingu um blóðmerar slátrað í umsögnum

Fjölmargir lögðust með umsögn alfarið á móti því að frumvarp sem Inga Sæland lagði fram snemma árs, frumvarp til laga um breytingu á lögum um velferð dýra, nr. 55/2013 – blóðmerahald – yrði að lögum.

Bein útsending: Niðurstaða fæst í kjörbréfamálið

Þingsetningarathöfn Alþingis verður fram haldið klukkan eitt í dag. Á dagskrá þingfundarins er rannsókn kjörbréfa, umræður og atkvæðagreiðslur um þær tillögur sem fram hafa komið um lausn á kjörbréfamálinu.

Fordæma illa meðferð á blóðmerum

Alþjóðasamtök íslenska hestsins (FEIF) fordæma illa meðferð á hryssum sem blóð er tekið úr á íslenskum bæjum. Þau segjast styðja að íslensk stjórnvöld stöðvi blóðmerahald alfarið hér á landi.

Fyrst verða greidd at­kvæði um til­lögu Pírata um nýjar al­þingis­kosningar

Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest.

Hefur sigið um 34 sentimetra

Íshellan í Grímvötnum hefur nú sigið um 34 sentimetra frá því í gærmorgun. Búist er við jökulhlaupi en það er þó enn ekki hafið. Talið er líklegt að hlaupið verði síðar í dag eða á morgun.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum segjum við frá niðurstöðu kjörbréfanefndar en þrjár tillögur verða lagðar fyrir Alþingi síðar í dag.

Andlát vegna Covid-19

Karlmaður á áttræðisaldri, sem greinst hafði með Covid-19, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi fyrr í vikunni.

Tilkynnt um svartan reyk frá Eldsmiðjunni

Talsverður viðbúnaður var við Suðurlandsbraut 12 nú fyrir stuttu og voru bæði slökkvilið og lögregla á staðnum. Að sögn slökkviliðs tilkynnti vegfarandi um svartan reyk stíga upp frá húsinu. 

Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag

Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt.

135 greindust innan­lands

135 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 72 af þeim 135 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 53 prósent. 63 voru utan sóttkvíar, eða 47 prósent.

Bensín­lekinn á Hofs­ósi: N1 hefji fram­kvæmdir innan tveggja vikna

Umhverfisstofnun hefur birt fyrirmæli um þær úrbætur sem krafist er af hendi N1 vegna leka frá bensíngeymi félagsins á afgreiðslustöð þess á Hofsósi. Þar segir að hefja skuli gröft á skurðum og niðursetningu loftunarröra vegna hreinsunarstarfsins innan tveggja vikna.

Grunar kosninga­svik í Suð­vestur­kjör­dæmi

Geir Guðmundsson, meðlimur í kjörstjórn Kópavogs, hefur kært framkvæmd Alþingiskosninga til lögreglunnar. Ástæða kærunnar er grunur um kosningasvik en umboðsmaður Sósíalistaflokksins, Baldvin Björgvinsson, telur sig hafa séð mismunandi stærðir af utankjörfundaratkvæðum í talningarbunkum.

Sjá næstu 50 fréttir