Fleiri fréttir Kraumandi kvika og stríður hraunelgur Magnað myndband af kraumandi kviku og stríðum hraunelg náðist þegar flogið var yfir eldgosið í Fagradalsfjalli í gær. „Gígurinn er barmafullur af kviku og byrjað að flæða yfir barmana,“ segir á Facebook-síðu Eldfjallafræði og náttúruvárhóp Háskóla Íslands. 10.8.2021 06:22 Fleyttu kertum til minningar um fórnarlömbin í Hírósíma og Nagasaki Í kvöld fór fram kertafleyting á Reykjavíkurtjörn, til minningar um fórnarlamba kjarnorkusprengjuárásar Bandaríkjanna á japönsku borgirnar Nagasakí og Hírósíma árið 1945. Samtarfshópur friðarhreyfinga hefur staðið fyrir atburðinum síðastliðin 36 ár. 9.8.2021 23:18 Tók á að lesa skýrslu um loftslagsbreytingar Samtök ungra umhverfissinna stóðu fyrir loftslagsmótmælum á Austurvelli í dag í tilefni nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Formaður samtakanna segir að sér hafi brugðið þegar hún las skýrsluna. 9.8.2021 23:00 Leituðu við Ölfusá vegna bakpoka sem fannst við ána Vegfarandi fann bakpoka við Ölfusá, rétt ofan við Ölfusárbrú og skilaði honum inn til Lögreglunnar á Suðurlandi. Bakpokinn var þá búinn að liggja á árbakkanum í yfir klukkustund að sögn tilkynnanda. Mikið af útivistarbúnaði var í bakpokanum en ekkert sem gaf vísbendingar um hver væri eigandi hans. Þetta segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. 9.8.2021 22:19 Furðar sig á því að hafa ekki þurft að sýna rándýrt vottorð á landamærunum Ómar Úlfur Eyþórsson, útvarpsmaður á X-977, borgaði 34 þúsund krónur fyrir hraðpróf á Gardermoen, flugvellinum í Osló, þar sem hann taldi sig munu þurfa að framvísa vottorði um neikvæða niðurstöðu Covid-19 sýnatöku. Þegar á hólminn var komið reyndust útgjöldin óþarfi. 9.8.2021 20:59 Ríkisstjórnin boðar til blaðamannafundar á morgun Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan fjögur síðdegis á morgun. 9.8.2021 20:53 Segir dómsmálaráðuneytið leggja stein í götu Landsflokksins Landsflokknum, sem stofnaður var fyrr á þessu ári, hefur verið synjað um listabókstaf. Flokkurinn skilaði á fjórða hundrað undirskrifta til dómsmálaráðuneytisins, sem synjaði flokknum um bókstaf þar sem dagsetningu vantaði á undirskriftalista flokksins. Stofnandi hans telur ráðuneytið reyna að koma í veg fyrir að framboðið nái fram að ganga. 9.8.2021 20:04 180 vélbyssur í einkaeigu hér á landi og lang flestar virkar 180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og eru lang flestar þeirra virkar. Þrettán sinnum fleiri sjálfvirk skotvopn voru flutt inn á árinu 2020 en 2019. 9.8.2021 19:46 Ekki forsvaranlegt að leyfa veirunni að ganga yfir að svo stöddu Ekki verður hægt að meta hvort forsvaranlegt sé að leyfa kórónuveirunni að ganga yfir samfélagið fyrr en bólusetningum verður lokið eftir nokkra mánuði, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Þá þurfa viðkvæmir hópar mögulega að ganga lengra en aðrir í persónulegum sóttvörnum næstu misseri. 9.8.2021 19:36 Ekki nýtt gosop heldur gat í gígbarminum Svo virtist sem nýtt gosop hefði verið að taka á sig mynd í eldgosinu í Fagradalsfalli í dag, en svo var ekki. 9.8.2021 19:29 Tíminn að renna okkur úr greipum Tíminn til þess að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga er að renna okkur úr greipum, að sögn eins höfunda nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan er sögð „rauð viðvörun“ og alvarleg staða kemur nú fram í ofsaveðri og náttúruhamförum. 9.8.2021 19:00 „Við erum ekki að horfa á pest sem við losum okkur við á skammri stundu“ Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir óbólusetta aldrei í meiri hættu gagnvart kórónuveirunni en í dag. Margir séu sýktir í samfélaginu án þess að vita af því. Veiran verði ekki stöðvuð en bólusetningin eigi að koma í veg fyrir slæmar afleiðingar hennar. 9.8.2021 18:32 Segja aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar boða grundvallarbreytingar til hins verra Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV, lýsa stuðningi við markmið stjórnvalda að styðja við Landspítalann í því ástandi sem þar er uppi vegna faraldurs Covid-19. Hins vegar segja samtökin að hluti aðgerðanna feli í sér grundvallarbreytingar til hins verra á getu hjúkrunarheimila landsins til að tryggja öryggi og heilsu íbúa sinna. 9.8.2021 18:18 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tæplega tvö hundruð vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi. Langflestar þeirra eru virkar. Þrettán sinnum fleiri sjálfvirk skotvopn voru flutt inn á árinu 2020 en 2019. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 9.8.2021 18:00 Þyrlan sótti slasaðan ferðamann á gossvæðið Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli á þriðja tímanum í dag vegna slasaðs ferðamanns. Erlend kona hafði hrasað í miklum halla en þyrla Landhelgisgæslunnar var í næsta nágrenni við æfingar ásamt varðskipinu Þór. 9.8.2021 17:35 Öll sýni neikvæð á hjúkrunarheimilinu Dyngju eftir að starfsmaður greindist Enginn starfsmaður eða heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum hefur greinst með Covid-19 eftir að starfsmaður greindist fyrir helgi. 9.8.2021 16:45 Eldur kviknaði í bílum í Laugardal Tilkynnt var um eld í bifreið á bílastæði við Skautahöllina í Reykjavík á þriðja tímanum í dag og teygði eldurinn sig í tvo nálæga bíla. 9.8.2021 15:26 Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9.8.2021 15:01 Hætta á ferðum þegar óhapp átti sér stað í metanframleiðslu Hætta var á ferðum þegar hreinsistöð fyrir metan á Akureyri fékk inn á sig súrefni. Slökkvilið var kallað til sem kældi búnaðinn niður og kom í veg fyrir frekara tjón. 9.8.2021 14:51 Byggja einingahús við Fossvogsskóla fyrir kennslu í vetur Hluti nemenda í Fossvogsskóla mun áfram sækja nám í Korpuskóla í Grafarvogi í haust á meðan verið er að vinna bug á myglu í húsnæði skólans í Fossvogi. Skólarnir tveir voru sameinaðir í vor og verður fyrirkomulagið áfram þannig, að minnsta kosti að hluta. 9.8.2021 14:03 Hefur komið til tals að veita bólusettum sérréttindi Stefna sóttvarnayfirvalda er enn að halda bólusetningum áfram og vernda viðkvæmustu hópa samfélagsins, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis, sem bindur vonir við að sjá fram á eðlilegra líf þegar bólusetningaátaki stjórnvalda lýkur á næstu mánuðum. Til tals hefur komið að taka upp svo kallaða Covid-passa eða hraðpróf á fjölförnum stöðum. 9.8.2021 13:59 „Það þýðir ekkert að gefast upp“ Grípa þarf til harðari aðgerða í umhverfismálum hér á landi og annars staðar eigi að draga úr grafalvarlegum afleiðingum loftslagsbreytinga af mannavöldum að sögn umhverfisráðherra. Ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna er nefnd „rauð aðvörun til mannkynsins“. 9.8.2021 13:55 Tveir á gjörgæslu í öndunarvél 26 eru nú inniliggjandi á Landspítala með Covid-19 en ekki 24 eins og fram kemur á síðu covid.is. Tveir þeirra eru á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. 9.8.2021 12:43 Nýtt gosop að myndast: Hraunið gæti mögulega runnið niður í Geldingadali Svo virðist sem nýtt gosop sé að taka á sig mynd í eldgosinu í Fagradalsfjalli en það sést vel á vefmyndavélum. Of snemmt er að segja til um hvort um er að ræða nýjan gíg. 9.8.2021 12:21 Kári fór yfir stöðuna á krossgötum í faraldrinum Það má segja að þjóðin standi á krossgötum þegar kemur að áframhaldi í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Fjöldi smitaðra hefur aldrei verið meira en á móti kemur virðast bólusetningar koma í veg fyrir að margir veikist alvarlega af Covid. 9.8.2021 12:10 Hátt í hundrað fjölskyldur þurft í verndarsóttkví og foreldrar tekjulausir Hátt í hundrað fjölskyldur langveikra barna hafa þurft í verndarsóttkví vegna faraldursins. Þetta segir framkvæmdastjóri Umhyggju sem segir jafnframt að vegna þessa hafi foreldrar verið tekjulausir um tíma þar sem frítökuréttur þessa hóps sé af skornum skammti. 9.8.2021 11:55 Stjórnar pólitískum umræðuþætti sem sitjandi þingmaður Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið fenginn til að halda utan um pólitíska umræðuþætti á sjónvarpsstöð Hringbrautar fram að næstu alþingiskosningum 25. september. Páll er auðvitað áfram sitjandi þingmaður þangað til nýtt þing tekur við og mun því stýra þættinum sem slíkur. 9.8.2021 11:22 Banaslys varð í Stöðvarfirði í gær Banaslys varð við Súlur í sunnanverðum Stöðvarfirði um klukkan 17 í gær þegar 18 ára frönsk kona sem var þar á göngu ásamt samferðafólki féll niður bratta hlíð. 9.8.2021 11:15 Að minnsta kosti 106 greindust smitaðir innanlands Að minnsta kosti 106 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim sem greindust smitaðir voru 44 í sóttkví við greiningu og 62 utan sóttkvíar. 9.8.2021 10:48 Smit í Reykjadal: „Ofsalega leið og sorgmædd yfir þessum aðstæðum“ Tæplega áttatíu manns eru komnir í sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist í Reykjadal, sumarbúðum fyrir fötluð börn og ungmenni, um helgina. Forstöðukona Reykjadals segist sorgmædd yfir aðstæðunum en vonar að bólusetningar dugi til að verja þennan viðkvæma hóp. 9.8.2021 10:44 Bein útsending: Íslenskukennsla í fjölmenningarsamfélagi Málþing um íslenskukennslu í fjölmenningarsamfélagi er yfirskrift málþings sem fram fer í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í dag. Málþingið stendur frá 9:30 til klukkan 16, en á meðal gesta eru Elíza Reid forsetafrú og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 9.8.2021 09:16 Þrettán og fjórtán ára fluttir á bráðamóttöku eftir árekstur Tveir unglingar, 13 og 14 ára, voru fluttir með sjúkrabifreið á Landspítala um kl. 2 í nótt eftir árekstur bifreiðar og vespu í Mosfellsbæ. Unglingarnir óku vespunni en ekki er vitað um meiðsl þeirra. 9.8.2021 06:13 Gervitungl náði mynd af Vatnajökli í allri sinni dýrð Það var varla ský á himni þegar LANDSAT-8 gervitunglið festi meðfylgjandi mynd af Vatnajökli á filmu. 8.8.2021 21:20 Fjögur erfið útköll á sama hálftímanum Björgunarsveitir á Suður-, Vestur- og Austurlandi voru kallaðar út í fjögur mismunandi en erfið útköll vegna slysa á fólki á sama hálftímanum í kvöld. 8.8.2021 20:43 „Auðvitað er þetta ekki þannig að veiran verði látin geisa hér yfir allt“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki stefnan að láta kórónuveiruna „geisa hér yfir allt“, þrátt fyrir orð hans í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun um nú þyrfti að „reyna að ná þessu hjarðónæmi með því að láta veiruna einhvern veginn ganga“. 8.8.2021 20:26 Haukur bílasali sem ferðast um á dráttarvél „Við verðum að viðhalda sveitastemmingunni“ segir bílasali á Selfossi og aðdáandi dráttarvéla en hann fer meira og minna allar sínar ferðir á Massey Ferguson dráttarvél. Bílasalinn segir ökumenn mjög tillitssama þegar hann er á dráttarvélinni. 8.8.2021 20:06 Slys í Stöðvarfirði Um klukkan 17 í dag barst lögreglu tilkynning um slys í Súlum í sunnanverðum Stöðvarfirði. 8.8.2021 19:30 Ekki viss um að hjarðónæmi sé besta leiðin Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, hefur efasemdir um ágæti þess að reyna að ná fram hjarðónæmi við Delta-afbrigði kórónuveirunnar. Verði það hins vegar stefnan sé mikilvægast að reyna að vernda viðkvæma hópa. 8.8.2021 19:10 Ósáttir við garðhýsi í Grjótaþorpinu Tveir íbúar í grjótaþorpinu eru ósáttir við svör sem þeir hafa fengið frá borginni vegna garðhýsis sem nágranni þeirra hefur sett upp. Borgin er eini umsagnaraðilinn að byggingunni, sem liggur að borgarlandi. 8.8.2021 18:55 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sóttvarnalæknir vill að hjarðónæmi verði náð í samfélaginu með því að leyfa kórónuveirunni að ganga og ætlar ekki að leggja til harðar aðgerðir innanlands að svo stöddu. Staðgengill sóttvarnalæknis er hins vegar á öndverðum meiði og hefur efasemdir um að reyna að ná fram hjarðónæmi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 8.8.2021 18:01 Fækkar um einn á milli daga Tuttugu sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19 og fækkar um einn á milli daga. Tveir eru á gjörgæslu, þar af einn í öndunarvél. 8.8.2021 17:40 Bólusetja aftur í Laugardalshöll Til stendur að bólusetja börn á aldrinum tólf til fimmtán ára seinna í mánuðinum og þegar hafa endurbólusetningar þeirra sem fengu bóluefni Jansen hafist. Til að bólusetja svo marga á skömmum tíma mun Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins nýta Laugardalshöll á ný. 8.8.2021 17:02 Páll á Húsafelli harmar að rífa þurfi legsteinasafnið Niðurrif húss sem átti að hýsa legsteinasafn á landi listamannsins Páls á Húsafelli hófst í fyrradag. Páll var dæmdur til að fjarlægja húsið af Héraðsdómi Vesturlands eftir að nágranni hans Sæmundur Ásgeirsson höfðaði mál á hendur honum. 8.8.2021 13:38 „Það verður ekki mikið meira gert þegar öll þjóðin er orðin fullbólusett“ Mikill fjöldi ferðamanna, íslenskra og erlendra, fer í gegnum Keflavíkurflugvöll á degi hverjum. Vegna landamæraaðgerða hefur oft myndast örtröð á vellinum, og forsvarsmenn lögreglu í flugstöðinni bent á að húsnæðið bjóði ekki upp á meiri skilvirkni við afgreiðslu vottorða og annars sem þarf að sinna í tengslum við aðgerðirnar. 8.8.2021 13:19 Útiguðsþjónusta í Arnarbæli í Ölfusi Útiguðsþjónusta verður haldin í dag á fornfrægum kirkjustað og prestsetri, en það er Arnarbæli í Ölfusi. Danakonungur kom meðal annars við í Arnarbæli í heimsókn sinni til Íslands 1907. 8.8.2021 12:32 Sjá næstu 50 fréttir
Kraumandi kvika og stríður hraunelgur Magnað myndband af kraumandi kviku og stríðum hraunelg náðist þegar flogið var yfir eldgosið í Fagradalsfjalli í gær. „Gígurinn er barmafullur af kviku og byrjað að flæða yfir barmana,“ segir á Facebook-síðu Eldfjallafræði og náttúruvárhóp Háskóla Íslands. 10.8.2021 06:22
Fleyttu kertum til minningar um fórnarlömbin í Hírósíma og Nagasaki Í kvöld fór fram kertafleyting á Reykjavíkurtjörn, til minningar um fórnarlamba kjarnorkusprengjuárásar Bandaríkjanna á japönsku borgirnar Nagasakí og Hírósíma árið 1945. Samtarfshópur friðarhreyfinga hefur staðið fyrir atburðinum síðastliðin 36 ár. 9.8.2021 23:18
Tók á að lesa skýrslu um loftslagsbreytingar Samtök ungra umhverfissinna stóðu fyrir loftslagsmótmælum á Austurvelli í dag í tilefni nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Formaður samtakanna segir að sér hafi brugðið þegar hún las skýrsluna. 9.8.2021 23:00
Leituðu við Ölfusá vegna bakpoka sem fannst við ána Vegfarandi fann bakpoka við Ölfusá, rétt ofan við Ölfusárbrú og skilaði honum inn til Lögreglunnar á Suðurlandi. Bakpokinn var þá búinn að liggja á árbakkanum í yfir klukkustund að sögn tilkynnanda. Mikið af útivistarbúnaði var í bakpokanum en ekkert sem gaf vísbendingar um hver væri eigandi hans. Þetta segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. 9.8.2021 22:19
Furðar sig á því að hafa ekki þurft að sýna rándýrt vottorð á landamærunum Ómar Úlfur Eyþórsson, útvarpsmaður á X-977, borgaði 34 þúsund krónur fyrir hraðpróf á Gardermoen, flugvellinum í Osló, þar sem hann taldi sig munu þurfa að framvísa vottorði um neikvæða niðurstöðu Covid-19 sýnatöku. Þegar á hólminn var komið reyndust útgjöldin óþarfi. 9.8.2021 20:59
Ríkisstjórnin boðar til blaðamannafundar á morgun Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan fjögur síðdegis á morgun. 9.8.2021 20:53
Segir dómsmálaráðuneytið leggja stein í götu Landsflokksins Landsflokknum, sem stofnaður var fyrr á þessu ári, hefur verið synjað um listabókstaf. Flokkurinn skilaði á fjórða hundrað undirskrifta til dómsmálaráðuneytisins, sem synjaði flokknum um bókstaf þar sem dagsetningu vantaði á undirskriftalista flokksins. Stofnandi hans telur ráðuneytið reyna að koma í veg fyrir að framboðið nái fram að ganga. 9.8.2021 20:04
180 vélbyssur í einkaeigu hér á landi og lang flestar virkar 180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og eru lang flestar þeirra virkar. Þrettán sinnum fleiri sjálfvirk skotvopn voru flutt inn á árinu 2020 en 2019. 9.8.2021 19:46
Ekki forsvaranlegt að leyfa veirunni að ganga yfir að svo stöddu Ekki verður hægt að meta hvort forsvaranlegt sé að leyfa kórónuveirunni að ganga yfir samfélagið fyrr en bólusetningum verður lokið eftir nokkra mánuði, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Þá þurfa viðkvæmir hópar mögulega að ganga lengra en aðrir í persónulegum sóttvörnum næstu misseri. 9.8.2021 19:36
Ekki nýtt gosop heldur gat í gígbarminum Svo virtist sem nýtt gosop hefði verið að taka á sig mynd í eldgosinu í Fagradalsfalli í dag, en svo var ekki. 9.8.2021 19:29
Tíminn að renna okkur úr greipum Tíminn til þess að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga er að renna okkur úr greipum, að sögn eins höfunda nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan er sögð „rauð viðvörun“ og alvarleg staða kemur nú fram í ofsaveðri og náttúruhamförum. 9.8.2021 19:00
„Við erum ekki að horfa á pest sem við losum okkur við á skammri stundu“ Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir óbólusetta aldrei í meiri hættu gagnvart kórónuveirunni en í dag. Margir séu sýktir í samfélaginu án þess að vita af því. Veiran verði ekki stöðvuð en bólusetningin eigi að koma í veg fyrir slæmar afleiðingar hennar. 9.8.2021 18:32
Segja aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar boða grundvallarbreytingar til hins verra Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV, lýsa stuðningi við markmið stjórnvalda að styðja við Landspítalann í því ástandi sem þar er uppi vegna faraldurs Covid-19. Hins vegar segja samtökin að hluti aðgerðanna feli í sér grundvallarbreytingar til hins verra á getu hjúkrunarheimila landsins til að tryggja öryggi og heilsu íbúa sinna. 9.8.2021 18:18
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tæplega tvö hundruð vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi. Langflestar þeirra eru virkar. Þrettán sinnum fleiri sjálfvirk skotvopn voru flutt inn á árinu 2020 en 2019. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 9.8.2021 18:00
Þyrlan sótti slasaðan ferðamann á gossvæðið Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli á þriðja tímanum í dag vegna slasaðs ferðamanns. Erlend kona hafði hrasað í miklum halla en þyrla Landhelgisgæslunnar var í næsta nágrenni við æfingar ásamt varðskipinu Þór. 9.8.2021 17:35
Öll sýni neikvæð á hjúkrunarheimilinu Dyngju eftir að starfsmaður greindist Enginn starfsmaður eða heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum hefur greinst með Covid-19 eftir að starfsmaður greindist fyrir helgi. 9.8.2021 16:45
Eldur kviknaði í bílum í Laugardal Tilkynnt var um eld í bifreið á bílastæði við Skautahöllina í Reykjavík á þriðja tímanum í dag og teygði eldurinn sig í tvo nálæga bíla. 9.8.2021 15:26
Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9.8.2021 15:01
Hætta á ferðum þegar óhapp átti sér stað í metanframleiðslu Hætta var á ferðum þegar hreinsistöð fyrir metan á Akureyri fékk inn á sig súrefni. Slökkvilið var kallað til sem kældi búnaðinn niður og kom í veg fyrir frekara tjón. 9.8.2021 14:51
Byggja einingahús við Fossvogsskóla fyrir kennslu í vetur Hluti nemenda í Fossvogsskóla mun áfram sækja nám í Korpuskóla í Grafarvogi í haust á meðan verið er að vinna bug á myglu í húsnæði skólans í Fossvogi. Skólarnir tveir voru sameinaðir í vor og verður fyrirkomulagið áfram þannig, að minnsta kosti að hluta. 9.8.2021 14:03
Hefur komið til tals að veita bólusettum sérréttindi Stefna sóttvarnayfirvalda er enn að halda bólusetningum áfram og vernda viðkvæmustu hópa samfélagsins, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis, sem bindur vonir við að sjá fram á eðlilegra líf þegar bólusetningaátaki stjórnvalda lýkur á næstu mánuðum. Til tals hefur komið að taka upp svo kallaða Covid-passa eða hraðpróf á fjölförnum stöðum. 9.8.2021 13:59
„Það þýðir ekkert að gefast upp“ Grípa þarf til harðari aðgerða í umhverfismálum hér á landi og annars staðar eigi að draga úr grafalvarlegum afleiðingum loftslagsbreytinga af mannavöldum að sögn umhverfisráðherra. Ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna er nefnd „rauð aðvörun til mannkynsins“. 9.8.2021 13:55
Tveir á gjörgæslu í öndunarvél 26 eru nú inniliggjandi á Landspítala með Covid-19 en ekki 24 eins og fram kemur á síðu covid.is. Tveir þeirra eru á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. 9.8.2021 12:43
Nýtt gosop að myndast: Hraunið gæti mögulega runnið niður í Geldingadali Svo virðist sem nýtt gosop sé að taka á sig mynd í eldgosinu í Fagradalsfjalli en það sést vel á vefmyndavélum. Of snemmt er að segja til um hvort um er að ræða nýjan gíg. 9.8.2021 12:21
Kári fór yfir stöðuna á krossgötum í faraldrinum Það má segja að þjóðin standi á krossgötum þegar kemur að áframhaldi í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Fjöldi smitaðra hefur aldrei verið meira en á móti kemur virðast bólusetningar koma í veg fyrir að margir veikist alvarlega af Covid. 9.8.2021 12:10
Hátt í hundrað fjölskyldur þurft í verndarsóttkví og foreldrar tekjulausir Hátt í hundrað fjölskyldur langveikra barna hafa þurft í verndarsóttkví vegna faraldursins. Þetta segir framkvæmdastjóri Umhyggju sem segir jafnframt að vegna þessa hafi foreldrar verið tekjulausir um tíma þar sem frítökuréttur þessa hóps sé af skornum skammti. 9.8.2021 11:55
Stjórnar pólitískum umræðuþætti sem sitjandi þingmaður Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið fenginn til að halda utan um pólitíska umræðuþætti á sjónvarpsstöð Hringbrautar fram að næstu alþingiskosningum 25. september. Páll er auðvitað áfram sitjandi þingmaður þangað til nýtt þing tekur við og mun því stýra þættinum sem slíkur. 9.8.2021 11:22
Banaslys varð í Stöðvarfirði í gær Banaslys varð við Súlur í sunnanverðum Stöðvarfirði um klukkan 17 í gær þegar 18 ára frönsk kona sem var þar á göngu ásamt samferðafólki féll niður bratta hlíð. 9.8.2021 11:15
Að minnsta kosti 106 greindust smitaðir innanlands Að minnsta kosti 106 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim sem greindust smitaðir voru 44 í sóttkví við greiningu og 62 utan sóttkvíar. 9.8.2021 10:48
Smit í Reykjadal: „Ofsalega leið og sorgmædd yfir þessum aðstæðum“ Tæplega áttatíu manns eru komnir í sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist í Reykjadal, sumarbúðum fyrir fötluð börn og ungmenni, um helgina. Forstöðukona Reykjadals segist sorgmædd yfir aðstæðunum en vonar að bólusetningar dugi til að verja þennan viðkvæma hóp. 9.8.2021 10:44
Bein útsending: Íslenskukennsla í fjölmenningarsamfélagi Málþing um íslenskukennslu í fjölmenningarsamfélagi er yfirskrift málþings sem fram fer í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í dag. Málþingið stendur frá 9:30 til klukkan 16, en á meðal gesta eru Elíza Reid forsetafrú og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 9.8.2021 09:16
Þrettán og fjórtán ára fluttir á bráðamóttöku eftir árekstur Tveir unglingar, 13 og 14 ára, voru fluttir með sjúkrabifreið á Landspítala um kl. 2 í nótt eftir árekstur bifreiðar og vespu í Mosfellsbæ. Unglingarnir óku vespunni en ekki er vitað um meiðsl þeirra. 9.8.2021 06:13
Gervitungl náði mynd af Vatnajökli í allri sinni dýrð Það var varla ský á himni þegar LANDSAT-8 gervitunglið festi meðfylgjandi mynd af Vatnajökli á filmu. 8.8.2021 21:20
Fjögur erfið útköll á sama hálftímanum Björgunarsveitir á Suður-, Vestur- og Austurlandi voru kallaðar út í fjögur mismunandi en erfið útköll vegna slysa á fólki á sama hálftímanum í kvöld. 8.8.2021 20:43
„Auðvitað er þetta ekki þannig að veiran verði látin geisa hér yfir allt“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki stefnan að láta kórónuveiruna „geisa hér yfir allt“, þrátt fyrir orð hans í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun um nú þyrfti að „reyna að ná þessu hjarðónæmi með því að láta veiruna einhvern veginn ganga“. 8.8.2021 20:26
Haukur bílasali sem ferðast um á dráttarvél „Við verðum að viðhalda sveitastemmingunni“ segir bílasali á Selfossi og aðdáandi dráttarvéla en hann fer meira og minna allar sínar ferðir á Massey Ferguson dráttarvél. Bílasalinn segir ökumenn mjög tillitssama þegar hann er á dráttarvélinni. 8.8.2021 20:06
Slys í Stöðvarfirði Um klukkan 17 í dag barst lögreglu tilkynning um slys í Súlum í sunnanverðum Stöðvarfirði. 8.8.2021 19:30
Ekki viss um að hjarðónæmi sé besta leiðin Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, hefur efasemdir um ágæti þess að reyna að ná fram hjarðónæmi við Delta-afbrigði kórónuveirunnar. Verði það hins vegar stefnan sé mikilvægast að reyna að vernda viðkvæma hópa. 8.8.2021 19:10
Ósáttir við garðhýsi í Grjótaþorpinu Tveir íbúar í grjótaþorpinu eru ósáttir við svör sem þeir hafa fengið frá borginni vegna garðhýsis sem nágranni þeirra hefur sett upp. Borgin er eini umsagnaraðilinn að byggingunni, sem liggur að borgarlandi. 8.8.2021 18:55
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sóttvarnalæknir vill að hjarðónæmi verði náð í samfélaginu með því að leyfa kórónuveirunni að ganga og ætlar ekki að leggja til harðar aðgerðir innanlands að svo stöddu. Staðgengill sóttvarnalæknis er hins vegar á öndverðum meiði og hefur efasemdir um að reyna að ná fram hjarðónæmi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 8.8.2021 18:01
Fækkar um einn á milli daga Tuttugu sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19 og fækkar um einn á milli daga. Tveir eru á gjörgæslu, þar af einn í öndunarvél. 8.8.2021 17:40
Bólusetja aftur í Laugardalshöll Til stendur að bólusetja börn á aldrinum tólf til fimmtán ára seinna í mánuðinum og þegar hafa endurbólusetningar þeirra sem fengu bóluefni Jansen hafist. Til að bólusetja svo marga á skömmum tíma mun Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins nýta Laugardalshöll á ný. 8.8.2021 17:02
Páll á Húsafelli harmar að rífa þurfi legsteinasafnið Niðurrif húss sem átti að hýsa legsteinasafn á landi listamannsins Páls á Húsafelli hófst í fyrradag. Páll var dæmdur til að fjarlægja húsið af Héraðsdómi Vesturlands eftir að nágranni hans Sæmundur Ásgeirsson höfðaði mál á hendur honum. 8.8.2021 13:38
„Það verður ekki mikið meira gert þegar öll þjóðin er orðin fullbólusett“ Mikill fjöldi ferðamanna, íslenskra og erlendra, fer í gegnum Keflavíkurflugvöll á degi hverjum. Vegna landamæraaðgerða hefur oft myndast örtröð á vellinum, og forsvarsmenn lögreglu í flugstöðinni bent á að húsnæðið bjóði ekki upp á meiri skilvirkni við afgreiðslu vottorða og annars sem þarf að sinna í tengslum við aðgerðirnar. 8.8.2021 13:19
Útiguðsþjónusta í Arnarbæli í Ölfusi Útiguðsþjónusta verður haldin í dag á fornfrægum kirkjustað og prestsetri, en það er Arnarbæli í Ölfusi. Danakonungur kom meðal annars við í Arnarbæli í heimsókn sinni til Íslands 1907. 8.8.2021 12:32