Fleiri fréttir

Fyrr­verandi bæjar­stjóri Akur­eyrar leiðir lista Við­reisnar

Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri og fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri og á Fljótsdalshéraði, leiðir lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum. Sigríður Ólafsdóttir, mannauðsráðgjafi og markþjálfi, mun skipa annað sæti á listanum.

Mánaðar­gamalt gos sem hegðar sér á ó­venju­legan hátt

Mánuður er í dag liðinn frá því að eldgosið í Fagradalsfjalli hófst. Gosið virðist haga sér á óvenjulegan máta þar sem hraunrennsli síðustu tíu daga hefur verið meira en fyrstu tíu daga gossins. Flest gos hegða sér á hinn veginn, að það dregur úr með tíma.

Gripu strax til aðgerða en fengu litlar upplýsingar

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvetur fólk til þess að dæma ekki alla vegna hegðunar fárra, jafnvel þótt sú hegðun hafi alvarlegar afleiðingar. 44 greindust með Covid-19 og má rekja smitin til aðila sem kom hingað til lands og sinnti ekki sóttkví.

„Nei, mér er ekki í nöp við Dag B. Eggertsson“

Ólafur Guðmundsson varaborgarfulltrúi botnaði skopmynd hins snjalla Gunnars Karlsson með því að segja að best væri að setja túrbó í bíl Vigdísar Hauksdóttur þar sem hún hefur verið stöðvuð á sínum kappakstursbíl af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra.

Leik­skóla­kennarar muni senni­lega ganga fyrir í bólu­setningu

Skýr vilji er meðal skólastjórnenda til að forgangsraða starfsmönnum leikskóla þegar kemur að bólusetningu skólastarfsmanna. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en nokkur umræða hefur spunnist um forgangsröðun bólusetninga við Covid-19 eftir að greint var frá hópsýkingu á leikskólanum Jörfa um helgina.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður kastljósinu beint að hópsmitinu sem upp er komið á höfuðborgarsvæðinu en tuttugu og sjö greindust smitaðir í gær og af þeim voru tuttugu og fimm í sóttkví.

Hyggjast ráðast í víðtækar skimanir

Ráðast á í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp eru komin í samfélaginu og sömuleiðis handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt.

27 greindust innan­lands

27 greindust með kórónuveiruna innan­lands í gær. 25 þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir greindust utan sóttkvíar.

Starfs­menn Krónunnar í Austur­veri í sótt­kví eftir smit

Starfsmaður sem er í hlutastarfi hjá Krónunni í Austurveri hefur greinst með kórónuveiruna. Allir starfsmenn verslunarinnar sem voru í samskiptum við starfsmanninn hafa verið sendir í sóttkví í samráði við sóttvarnarlækni og rakningateymi almannavarna.

Svona var auka­­­upp­­­lýsinga­fundurinn

Almannavarnir og Embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag klukkan 11 vegna fjölda sem greindist smitaður með Covid-19 um helgina. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, við Vísi.

„Þetta var leiðinda­helgi“

„Þetta var leiðindahelgi. Ég verð að segja það.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun.

Von á nýjum tölum um hraunflæðið í dag

Vísindamenn á vegum Háskóla Íslands og Náttúrufræðistofnunar flugu yfir gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli í gær og gerðu mælingar. Von er á nýjum tölum um hraunflæði, rúmmál og flatarmál síðar í dag.

Kosningar 2021: Stjórn og stjórnarandstaða sama flokks

Öndvert við það sem gjarnan gerist þegar líður á krísur álíka þeirri sem nú hrellir okkur öll eykst ánægja með störf ríkisstjórnarinnar í nýrri könnun Maskínu. 48,2 prósent aðspurðra eru ánægð með ríkisstjórnina.

Segir af­glæpa­væðingu „gefa leyfi til að prófa“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir stórkostleg mistök að afglæpavæða neysluskammta og vonar að „menn nái áttum“ áður en það verði að veruleika. Frumvarp heilbrigðisráðherra um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta hugnast honum ekki.

Eyrbekkingar og Stokkseyringar vilja ljósleiðara

Mikil óánægja er á meðal íbúa á Eyrarbakka og Stokkseyri um þá staðreynd að engin ljósleiðaratenging er komin í þorpin en þar búa um tólf hundruð manns. Fjarskiptafyrirtækin bera því við að arðsemin sé ekki nægilega mikil.

Öll sem voru á Ís­lenska barnum 9. apríl fari í skimun

Einstaklingur sem smitaður var af kórónuveirunni sótti Íslenska barinn í miðbæ Reykjavíkur föstudaginn 9. apríl. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu barsins nú síðdegis þar sem gestir barsins þann daginn eru hvattir til þess að fara í skimun.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kórónuveirusmit á leikskólanum Jörfa má rekja til sóttkvíarbrots á landamærum um mánaðamótin. Þrettán greindust með veiruna innanlands í gær. Við förum ítarlega yfir stöðuna á kórónuveirufaraldrinum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við Víði Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavörnum.

Annar starfsmaður smitaðist á undan og veiran fengið að „malla“

Talið er að starfsmaður á leikskólanum Jörfa í Reykjavík sem greindist fyrst smitaður af kórónuveirunni á föstudag hafi smitast af öðrum starfsmanni leikskólans. Sá hafi einnig mætt með einkenni til vinnu í síðustu viku og veiran því fengið að „malla“ einhvern tíma inni á leikskólanum.

Foreldrar um hópsmitið á Jörfa: „Ég held að margir séu reiðir en við höfum öll gert mistök“

Móðir fimm ára drengs á leikskólanum Jörfa sem greindist með covid-19 um helgina tekur ástandinu af æðruleysi og er þakklát að sonur hennar sé ekki mikið veikur. Hún segir nokkra reiði ríkja meðal foreldra eftir að í ljós kom að smit sem upp kom á leikskólanum megi rekja til brots á reglum um sóttkví en allir geti lent í því að gera mistök og allir geri sitt besta.

Skora á borgarstjórn að falla frá áformum um lækkun hámarkshraða

Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, mótmælir harðlega áformum meirihluta borgarstjórnar um að lækka hámarkshraða á öllum götum í umsjá borgarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Verði. Fulltrúaráðið heldur því fram að áformin muni að óbreyttu ýta umferðinni frekar inn í íbúðahverfi sem verði til þess að ógna umferðaröryggi allra vegfarenda, líkt og það er orðað í tilkynningunni.

„Það eru að verða algjör vatnaskil í baráttunni við veiruna“

„Við erum við krossgötur núna. Það eru að verða algjör vatnaskil í baráttunni við veiruna þegar að okkur er að takast núna á næstu vikum að bólusetja alla viðkvæmu hópana, allar eldri kynslóðirnar og koma framlínufólkinu öllu í bólusetningu. Maí og júní eru eins konar úrslitamánuðir hjá okkur til þess að stórauka bólusetningar með auknum fjölda í hverri viku og þetta breytir auðvitað allri vígstöðu í málum. Að því leytinu til er allt að breytast,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.

Tveir íslenskir hestar felldir vegna skæðrar veiru

Skæð herpesveira sem herjað hefur á hesta í Evrópu hefur greinst í íslenskum hestum á að minnsta kosti fjórum búgörðum í Þýskalandi. Þurft hefur að fella tvo íslenska hesta vegna sjúkdómsins sem veiran veldur, að því er fram kemur í tilkynningu Landssamtaka íslenska hestsins í Þýskalandi.

Farfuglarnir streyma til landsins – sumir örmagnast

Farfuglar streyma nú til landsins í þúsunda tali eins og lóur, spóar, stelkar, þúfutittlingar og maríuerla. Það tekur á fyrir fuglana að fljúga svona langt og eru margir við það að örmagnast þegar þeir koma til landsins.

Býst við fjölgun í sóttkví: „Þetta er bakslag“

Þrettán greindust með kórónuveiruna í gær og voru átta utan sóttkvíar. Víðir Reynisson segir að um bakslag sé að ræða. Ekki séu öll kurl komin til grafar og býst hann við að þeim fjölgi sem þurfa í sóttkví.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Þrettán greindust með kórónuveiruna í gær og voru átta utan sóttkvíar. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að um bakslag sé að ræða. Ekki séu öll kurl komin til grafar og býst hann við að þeim fjölgi sem þurfa í sóttkví. Við ræðum við Víði og stöðu faraldursins í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Ekkert sérstakt ferðaveður að gosstöðvunum í dag

Ferðaveður að gosstöðvunum í Geldingadölum er ekkert sérstakt í dag. Spáð er suðvestan tíu til fimmtán metrum á sekúndu fyrir hádegi en bætir nokkuð í vindinn eftir hádegi. Hægist um aftur í kvöld en búast má við éljum í allan dag að því er segir í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum.

Bandaríkin og Kina vinna saman í loftslagsmálum

Ráðamenn í Kína og Bandaríkjunum segjast hafa komið að samkomulagi um að takast á við veðurfarsbreytingar og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ríkin eru efst á lista ríkja sem losa hvað mestan koltvísýring út í andrúmsloftið.

Tilkynning um eld sem reyndist vera rómantísk kvöldstund

Slökkvilið á vakt á öllum fjórum stöðvum Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang þegar tilkynnt var um eld í fjölbýlishúsi í nótt. Nágranni hafði orðið var við eldbjarma í íbúð og ekki þótti duga minna til en að senda allt tiltækt slökkvilið á staðinn.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.