Fleiri fréttir

Svandís ræddi afléttingar innanlands

Fundur ríkisstjórnarinnar hófst í Ráðherrabústaðnum klukkan 9:30 á morgun. Dagskrá fundarins liggur ekki fyrir en fastlega má búast við því að tillögur sóttvarnalæknis að afléttingum innanlands séu til umræðu.

Tillögur að tilslökunum ræddar í ríkisstjórn

Fastlega er búist við því að tillögur Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum innanlands verði ræddar á fundi ríkisstjórnarinnar fyrir hádegi í dag. Einnig má gera ráð fyrir að tillögur hans að tilhögun skólastarfs verði ræddar.

Líklegra að ríkisstjórnin haldi ef minni flokkar ná ekki manni inn

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og forseti stjórnmálafræðideildar, telur að sitjandi ríkisstjórn muni halda samstarfi áfram eftir kosningar, haldi flokkarnir þrír meirihluta. Ef litlir flokkar nái ekki manni inn séu auknar líkur á því að ríkisstjórnin haldi meirihluta.

Segja friðlandið orðið að óskiljanlegri kerfisvitleysu

Barnafjölskylda sem flutti á fiskeldisbýli á Barðaströnd segir þungt í vöfum að vera innan friðlands Vatnsfjarðar. Í neyð sinni ákváðu þau á endanum að byggja íbúðarhús í óleyfi á bakka eldistjarnar fremur en að hírast áfram með börnin í örlitlu pallhýsi.

„Maður hefði óskað þess að geta kvatt hann“

Sveinn Albert Sigfússon missti átján ára gamlan son sinn í slysi í skemmtigarðinum Terra Mitica á Spáni árið 2014. Sonur Sveins, Andri Freyr, losnaði úr rússíbana á fullri ferð með þeim afleiðingum að hann féll átján metra niður á steinsteypta jörð. Hann segir son sinn hafa verið bjartan strák sem átti framtíðina fyrir sér.

„Foreldrar vilja gera allt og þeir brenna sig út“

Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu og móðir drengs með sjaldgæfan heilagalla, segir að fjölskyldur langveikra barna og ungmenna þurfi mun meiri og heildrænni stuðning frá hinu opinbera. Of mikið sé um að foreldrar þurfi að hafa berjast fyrir því að fá nauðsynlega þjónustu og brenni út.

Langvarandi áhrif Covid-19 minnki yfirleitt með tímanum

Tæp sjötíu prósent þeirra sem greindust með covid-19 í fyrstu bylgju faraldursins hér á landi segjast hafa fundið fyrir þreytu og um helmingur hefur fundið fyrir verkjum og mæði, eftir að hafa jafnað sig af sjúkdómnum sjálfum. Langvarandi áhrif covid-19 fari þó minnkandi með tímanum. Þetta segir Sigríður Zoega, sérfræðingur í hjúkrun og dósent við Háskóla Íslands, en hún heldur utan um rannsókn um eftirköst covid-19 á Íslandi.

Lög­regla telur sig vera nær því að upp­lýsa málið

Lögreglan telur sig vera nær því að upplýsa um morðið í Rauðagerði fyrir rúmri viku síðan, en yfirheyrslur fóru fram um helgina og vinnur lögregla að því að kortleggja ferðir sakborninga. Til skoðunar er hvort einhverjir hópar tengist málinu.

„Maður er greinilega með sjónminni á bragð“

Þann 28. febrúar er ár síðan fyrsta kórónuveirusmitið greindist innanlands. Frá þeim tíma hafa rúmlega sex þúsund manns smitast af veirunni innanlands sem samsvarar því að um eitt og hálft prósent íbúa hafi fengið veiruna. Þó nokkur hluti þeirra sem hefur greinst er enn að glíma við afleiðingarnar. Þeirra á meðal er Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.

Velti fyrir sér hvernig höfuð­paurarnir gátu leikið lausum hala

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögreglumaður, útilokar ekki að það vanti frumkvæði eða vilja hjá lögreglu til þess að hefja rannsókn þegar vísbendingar eru um ólöglega háttsemi. Löggjafinn þurfi þó að tryggja að lögregla hafi þær heimildir sem til þurfa.

Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka

Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu.

„Í rauninni er hægt að finna myglu í hverju einasta húsi“

Líffræðingur og lýðheilsufræðingur hjá Eflu verkfræðistofu segir að finna megi myglu í einhverjum mæli í öllum húsum. Það sé upp að vissu marki eðlilegt að mygla myndist en mikilvægt sé að vera vel vakandi og fjarlægja alla myglu sem upp kemur. Góð loftskipti gegni lykilhlutverki í baráttunni gegn myglu í húsum.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fyrrverandi læknir sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Er ekki einhver með allt niðrum sig í þessum málum?“

Fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir heiðarlega lögreglumenn og almenning árum saman hafa bent á tiltekinn Íslending sem auðgast hefur gífurlega án þess að sýna skýranlega afkomu.

Íslenskir hestar streyma úr landi

Árið 2020 voru 2.320 hross flutt út frá Íslandi en eftirspurn eftir íslenska hestinum erlendis hefur vaxið hratt. Þetta kemur fram á vef Íslandsstofu. Árið 2019 voru flutt út 1.509 hross frá Íslandi og nemur því aukningin milli ára 53 prósentum.

Ó­vissu­stigi af­lýst við Jökuls­á á Fjöllum

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra og Veðurstofu Íslands ákveðið að aflýsa óvissustigi almannavarna vegna krapastíflu og flóðahættu við Jökulsá á Fjöllum.

Allir vilja komast á Alþingi

Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fer í slag um efsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi.

„Við erum með aðgengilegri þjónustu en áður, ódýrari og öruggari“

Heilbrigðisráðherra segir að danska rannsóknarstofan sem heilbrigðisráðuneytið samið við um greiningu leghálssýna sé meðal þeirra fremstu í heiminum. Hún vonar að hægt verði að byggja upp samskonar þekkingu hér á landi. Danska rannsóknarstofan skuldbindi sig að birta niðurstöður innan þriggja vikna frá afhendingu sýna.

Kortleggja ferðir sakborninga

Lögreglan vinnur nú að því að kortleggja ferðir sakborninga í Rauðagerðismálinu. Grunur beinist að ákveðnum aðilum en enginn hefur játað á sig morðið. Skotvopnið er enn ófundið.

Enn að jafna sig á Covid-19

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segist enn vera að jafna sig á Covid-19 sjúkdómnum sem hann fékk seinni hluta nóvember. Hann segist ekki óska neinum að smitast af kórónuveirunni.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fáum við helstu tíðindi af upplýsingafundi um kórónuveirufaraldurinn en sóttvarnalæknir hefur nú skilað minnisblaði um frekari tilslakanir til ráðherra sem tekur væntanlega ákvörðun um það á morgun.

Enginn greindist innan­lands í gær

Enginn greindist með kórónuveiruna innan­lands í gær.  Einn greindist með veiruna á landamærum og niðurstöðu mótefnamælingar beðið.

Símon Sig­valda­son metinn hæfastur í Lands­rétt

Símon Sigvaldason héraðsdómari er hæfastur umsækjenda til að gegna stöðu dómara við Landsrétt að mati dómnefndar um hæfni umsækjenda. Embætti dómara við Landsrétt var auglýst laust til umsóknar þann 20. nóvember síðastliðinn og bárust alls þrjár umsóknir.

Kosningar 2021: Stjórnmál á tímum sóttarinnar

Tiltölulega litlar breytingar er að sjá á fylgi flokkanna í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn heldur ágætum sjó og er sá eini sem segja má að njóti umtalsverðs fylgis – stöðugt með vel yfir fimmtung atkvæða. Hefur þó dalað í öðrum nýlegum könnunum, svo sem hjá MMR. Aðrir flokkar ná ekki yfir fimmtán prósenta fylgi könnun Maskínu.

Byggðin á Barðaströnd nær vopnum sínum á ný

Það blés ekki byrlega fyrir samfélaginu á Barðaströnd fyrir fimm árum þegar bæjarstjórn Vesturbyggðar tilkynnti að grunnskóla sveitarinnar á Birkimel yrði lokað vegna barnafækkunar. Þá stefndi í að einungis tvö börn yrðu í sveitinni á skólaaldri.

Blóðug barátta á botninum fyrir kosningar

Fylgi Samfylkingarinnar dalar nokkuð samkvæmt nýrri könnun og Flokkur fólksins dettur út af þingi. Prófessor í stjórnmálafræði telur nær ómögulegt að flokkum fjölgi á Alþingi og segir blóðuga baráttu fram undan á milli minnstu flokkanna.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um næstu skref í kórónuveirufaraldrinum en hún fékk í tillögur að næstu tilslökunum í hendurnar í kvöld.

Minnisblaðið komið til ráðherra

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum innanlands. 

Lögreglan varar við umferðartöfum næstu daga

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við umferðartöfum sem kunna að verða næstu daga vegna framkvæmda á Hafnarfjarðarvegi. Vinna hefst í fyrramálið vegna framkvæmdanna á Hafnarfjarðarvegi á leið til norðurs á brúnni sem liggur yfir Nýbýlaveg í Kópavogi.

„Mesta furða hvað fólk ber sig vel“

Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur (VSFK), segir Suðurnesjamenn bjartsýna og bera sig almennt nokkuð vel þrátt fyrir að atvinnuástandið þar sé það versta á landinu. Atvinnuleysi á Suðurnesjum mældist 24,5 prósent í janúar en þar að auki eru margir sem hafa verið þvingaðir í lægra starfshlutfall.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.