Fleiri fréttir

Þingmenn hvetja allir til allsherjar samstöðu

Mikil samstaða var meðal þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu í morgun um að allir standi saman að því að grípa til nauðsynlegra aðgerða í efnahags- og heilbrigðismálum til að vinna gegn áhrifum kórónuveirunnar á samfélagið.

Munu ekki hika við að setja á út­göngu­bann ef talið er að þess þurfi

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að yfirvöld muni ekki hika við að setja á útgöngubann hér á landi ef talið er að þess þurfi. Sá tímapunktur sé hins vegar ekki kominn og ekki sé búist við því að setja þurfi á útgöngubann næstu daga.

Lungnasjúklingar í margra mánaða félagslegri einangrun

Þúsundir Íslendinga sem glíma við lungnasjúkdóm hafa verið í sjálfskipuðu sóttkví síðastliðinn mánuð og sjá fram á félagslega einangrun næstu mánuði. Formaður Samtaka lungnasjúklinga segir þetta eina í stöðunni en hefur áhyggjur af andlegri hlið félagsmanna.

17 af 20 veikir í togara í Eyjum

Fiskiskip með tuttugu manns um borð lagði að bryggju í Vestmannaeyjum klukkan ellefu í gærkvöldi. Sautján af tuttugu höfðu glímt við veikindi og voru þrír mikið veikir.

Skoða stærri framkvæmdir

„Við sjáum fram á að hér verði verulegur samdráttur og erum að reyna að koma í veg fyrir að hér verði eins mikið atvinnuleysi og ef við gerðum ekkert.“

Rekja skjálftahrinu við Þorbjörn mögulega til niðurdælingar

Niðurdæling jarðhitavökva gæti verið hluti af skýringu jarðskjálftahrinu vestan við fjallið Þorbjörn við Grindavík sem hófst í dag. Tveir stærstu skjálftarnir í hrinunni voru yfir þrír að stærð og fundust þeir víða í byggð, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu.

Íþróttaleikir í borginni eina sem er talið tengja smit í Eyjum

Tíu kórónuveirusmit hafa nú verið staðfest í Vestmannaeyjum. Lögreglan þar segir að það eina sem virðist tengja tilfellin saman séu íþróttakappleikir á höfuðborgarsvæðinu sem einstaklingarnir eða fólk þeim tengdir sótti sem áhorfendur eða leikmenn. Íþróttamiðstöðinni hefur verið lokað tímabundið.

„Það geta í raun allir veikst alvarlega“

Íslendingum með kórónuveiruna fjölgar hratt en á síðustu tveimur dögum hafa vel á annað hundrað greinst með veiruna en smitum hefur fjölgað um þriðjung. Þá eru taldar miklar líkur að ástralskur ferðamaður um fertugt hafi látist af völdum COVID-19 hér á landi.

Blaðamenn sömdu við SA

Skrifað var undir kjarasamning á milli Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins í dag.

Alþingi komið á neyðaráætlun

Starfsáætlun Alþingis hefur í fyrsta sinn verið tekin úr sambandi til að þingið geti hugað að einungis einu máli; aðgerðum vegna kórónuveirunar.

Svíar búa sig undir að það taki tíma fyrir faraldurinn að ganga yfir

Ellefu hafa látist í Svíþjóð af völdum COVID-19 og nærri fimmtán hundruð greinst með kórónuveiruna. Forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi, þar sem fjöldi Íslendinga starfar, segir fólk vera búa sig undir það andlega að það muni taka tíma fyrir faraldurinn að ganga yfir.

Smitin gætu orðið 1.200 eftir þrjár vikur

Almannavarnayfirvöld reikna með því að kórónuveirusmitum eigi eftir að fjölga áfram næstu daga. Ef marka má spálíkön gæti fjöldi smitaðra náð allt 1.200 manns þegar toppi verði náð eftir um þrjár vikur

Lægstu laun ekkert skert við skert starfshlutfall

Ríkisstjórnin hefur breytt upprunalegum hugmyndum sínum um greiðslu atvinnuleysisbóta til fólks sem fer úr fullu starfi í lægra starfshlutfall vegna ástandsins á vinnumarkaði til þannig að þeir lægst launuðu verði ekkert skertir.

Átján sóttu um starf borgarritara

Átján manns hafa sótt um starf borgarritara sem auglýst var til umsóknar þann 14. febrúar. Viðkomandi á að fylla í skarð Stefáns Eiríkssonar sem var ráðinn útvarpsstjóri á dögunum.

Sjá næstu 50 fréttir