Fleiri fréttir

Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum

Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin.

Nemendur MA slegnir eftir alvarlegt slys á dimmisjón

Nemendur Menntaskólans á Akureyri eru slegnir eftir alvarlegt slys sem varð við dimmiteringu útskriftarnema í bænum í gær, að sögn formanns nemendafélags skólans sem dimmiteraði ásamt samnemendum sínum í gær.

Segir kæru vegna gistiskýlis koma á óvart

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur segir kæru vegna nýs gistiskýlis fyrir heimilislausa koma í verulega opna skjöldu. Til standi að taka skýlið í notkun fljótlega og vonar hún að kæran komi ekki til með að tefja framkvæmdir.

Miðflokkurinn bætir við sig fylgi

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkaði um um rúm fjögur prósentustig og mældist nú 40,9% en var 40,4% í síðustu mælingu.

Blautt og hlýtt sumar í kortunum

Veðurlag sumarsins mun einkennast af þokkalegum hlýindum, einkum á hálendinu og fyrir norðan og austan. Þá er spáð meiri úrkomu en að jafnaði á sömu svæðum.

Við viljum vanda okkur

Hátt í 50 sýrlenskir flóttamenn eru að flytja til Íslands þessa dagana. Þeir koma í þremur hópum, tveir eru lentir og flestir þeirra fá ný heimkynni norður í Húnavatnssýslu.

Fékk strax góða tilfinningu fyrir bænum

Liljana Milankoska er hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri Húnaþings vestra í málefnum flóttamanna. Hún er búin að heimsækja nýju íbúana fyrsta dag þeirra á Hvammstanga.

Hallast að nýrri fjármálaáætlun

Fram kom í svari Bjarna við fyrirspurn Oddnýjar Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær að forsendur hefðu breyst verulega frá síðustu fjármálaáætlun.

Tæplega 600 fullorðnir bíða eftir greiningu á ADHD

Langur biðlisti er eftir þjónustu ADHD-teymis Landspítalans sem sinnir greiningu og meðferð hjá fullorðnum einstaklingum. Teymisstjóri segir þá sem séu í mestri þörf fyrir greiningu setta í forgang.

Kæra áform um gistiskýli

Nokkrir eigendur fasteigna á Grandanum freista þess nú að koma í veg fyrir starfrækslu gisti­skýlis fyrir heimilislausa á svæðinu með kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Ársreikningur veldur harðvítugum deilum

Borgarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins skrifuðu undir ársreikning Reykjavíkurborgar með fyrirvara. Forseti borgarstjórnar sakar fulltrúana um lélega niðurrifspólitík.

Kjarasamningar verði virtir

Miðstjórn ASÍ harmar viðbrögð þeirra atvinnurekenda sem hafa gripið til uppsagna á launakjörum starfsmanna vegna kostnaðarauka í kjölfar nýsamþykktra kjarasamninga.

Kenísk fótboltabörn þakklát Íslendingum

Fjórtán kenískir drengir stefna á þátttöku í fótboltamóti á Íslandi í sumar. Fótboltinn gefur þeim aukið tækifæri í lífinu og þeir eru þakklátir Íslendingum.

Á­hrif styttingar náms til stúdents­prófs verði metin

Þingmaður Samfylkingarinnar óttast að stytting námstíma til stúdentsprófs kunni að hafa ýtt undir brottfall ungmenna frá efnaminni heimilum úr skóla. Þá séu vísbendingar um að dregið hafi úr þátttöku ungmenna í afreksíþróttum.

Ástin mun sigra með gong-slökun

Ástin mun sigra en ekki hatrið segja skipuleggjendur gong-slökunartónleika sem verða í Guðríðarkirkju á laugardaginn, á sama tíma og lokakeppni Eurovision.

„Þessi starfs­manna­lög eru dá­lítið barn síns tíma“

Það er óásættanleg niðurstaða ef prestur, sem fundinn hefur verið sekur um siðferðisbrot, getur starfað áfram innan kirkjunnar óáreittur. Þetta segir lögmaður kvenna, sem sökuðu sóknarprest um kynferðislega áreitni og ósæmilega hegðun í þeirra garð.

Hatari gagnrýndur fyrir skort á gagnrýni

Á meðan landsmenn og heimsbyggðin öll veltir því fyrir sér hvort hatrið muni sigra Eurovision er hljómsveitin Hatari gagnrýnd fyrir skort á gagnrýni um málefni Palestínu og Ísraels. Íslenskur tónlistarblaðamaður sem sniðgengur hátíðina í ár hvetur Hatara til að hnykkja betur á skilaboðum sínum.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þingmaður Samfylkingarinnar óttast að stytting námstíma til stúdentsprófs kunni að hafa ýtt undir brottfall ungmenna frá efnaminni heimilum úr skóla. Þá séu vísbendingar um að dregið hafi úr þátttöku ungmenna í afreksíþróttum.

Öryggisveikleikinn í WhatsApp nýttur til nútímalegrar vopnaframleiðslu

Alvarlegi öryggisveikleikinn sem uppgötvast hefur í WhatsApp-samskiptaforritinu var notaður til þess að búa til vopn svo njósna mætti um notendur forritsins. Sérfræðingur í tölvuöryggi segir að um sé að ræða nútímalega vopnaframleiðslu sem sé helst nýtt af leyniþjónustum eða sambærilegum ríkisstofnunum. Hann segir ólíklegt að almenningur þurfi að óttast að verða fyrir árás vegna veikleikans en mikilvægt sé að hafa í huga að möguleikinn sé fyrir hendi.

Heildarlaun að meðaltali 652 þúsund

Heildarlaun félagsmanna VR voru 652 þúsund krónur að meðaltali í febrúar 2019 en miðgildi heildarlauna var 600 þúsund. Grunnlaun voru að meðaltali 644 þúsund en miðgildi grunnlauna var 591 þúsund.

Geðheilbrigðisþjónusta aukin í fangelsum landsins

Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir tilboðum vegna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Umsóknarfrestur rennur út eftir ellefu daga. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verkefnið nái til allra fangelsa landsins og vonar að hægt verði að ganga frá samningum í byrjun sumars.

Sigmundur Davíð einn á móti þriðja orkupakkanum í utanríkismálanefnd

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði á Alþingi í gærkvöldi í umræðu um þriðja orkupakkann að veik staða Eftirlitsstofnunar EFTA gagnvart ACER, stofnun Evrópusambandsins, hefði það í för með sér að gengið væri framhjá tveggja stoða kerfi EES-samningsins með þriðja orkupakkanum.

Sjá næstu 50 fréttir