Fleiri fréttir

Gasið lúmskasta hættan

„Menn fá brunasár á augu og lungu. Það verður hreinlega til brennisteinssýra úr vökvanum.“

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Skaftárhlaup verður fyrirferðarmikið í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast kl. 18:30. Einnig verður fjallað um mögulega sölu á Valitor og eitt glæsilegasta seglskip í heimi.

Skemmdarvargur tapaði tönnunum

Skemmdarvargur sem skemmdi John Deer traktor sem stóð við verslunina Iceland í Vesturbergi virðist hafa misst tennurnar við hamaganginn.

Rennsli eykst hratt í Skaftá

Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar.

Hlýjast suðvestanlands á morgun

Veðurstofa Íslands spáir því að hlýjast verði suðvestanlands á morgun. Í dag er suðaustlæg og rigning með köflum sunnan-og vestanlands en annars hægari breytileg átt, skýjað með köflum og víða skúrir einkum síðdegis. Hlýjast verður norðaustanlands í dag.

Gleði víða um land um helgina

Pönkinu er fagnað á Norðanpaunki á Laugarbakka. Í Neskaupstað fer fram Neistaflug og í Bolungarvík Evrópumeistaramótið í mýrarbolta. Útihátíð verður á Flúðum, Síldarævintýri á Siglufirði og Þjóðhátíð í Heimaey.

Íssólgnir landsmenn láta veður ekki á sig fá

Ísmaðurinn Daníel Heide Sævarsson segir blússandi sölu í ísbílnum þó það rigni, líkt og Reykvíkingar hafa kynnst í sumar. Sólin skemmi þó ekki fyrir sölunni, en mest sé selt í kringum jól.

Ferðafólk haldi sig fjarri farvegi Skaftár

Veðurstofan tilkynnti í gær að Skaftárhlaup væri hafið og að hlaupið brytist væntanlega undan jöklinum aðfaranótt morgundagsins, það nái svo hámarki snemma á sunnudag.

Ekki stjórnvalda að leysa almennar kjaradeilur en þau geti liðkað fyrir

Forsætisráðherra segir það ekki stjórnvalda að leysa almennar kjaradeilur heldur aðila vinnumarkaðarins. Þó sé hægt að liðka fyrir með aðgerðum eins og skattalækkunum á lægstu stéttir. Þingmaður Viðreisnar telur að ríkið eigi að beita sér fyrir lækkun matvælaverðs og vaxta.

Hjólafólk óskar eftir samvinnu allra

Tilkynning á facebooksíðu lögreglunnar vakti mikla athygli í gær, en þar var hjólreiðafólk hvatt til að gera betur í umferðinni. Ummælin hafa verið gagnrýnd og hjólafólk segir þessa aðferð ekki vænlega til árangurs. Það þurfi samvinnu allra til að samgöngur gangi betur.

Búast við hlaupi undan jöklinum á laugardaginn

Búist er við að jökulhlaupi í Skaftá aðfaranótt laugardagsins 4. ágúst. GPS-mælingar í Eystri-Skaftárkatli sýna að íshellan þar sé farin að lækka og að rennsli úr lóni við jökulbotninn sé hafið. Líklegt er að rennsli úr katlinum hafi byrjað snemma þriðjudaginn 31. júlí og nemur nú stærðarþrepinu 100 rúmmetrar á sekúndu.

Sjá næstu 50 fréttir