Fleiri fréttir

Milljónir í æskulýðsstarf kirkjunnar frá Seltjarnarnesi og Garðabæ

Þjóðkirkjusóknirnar tvær í Garðabæ fá samtals 16,5 milljónir króna úr bæjarsjóði á næstu þremur árum til að efla sunnudagaskóla og annað æskulýðsstarf. Slíkir styrkir hafa verið veittir áður. Bæjarstjóri segir stefnuna þá að efla allt félagastarf.

Þriðjungur rekstrartekna Hörpu fer í fasteignagjöld

Harpa mun þurfa að greiða rúmlega 380 milljónir í fasteignagjöld eftir dómsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur. Borgarstjóri Reykjavíkur segir að beðið verði eftir ákvörðun stjórnar Hörpu um áfrýjun áður en ákveðið verði hver næstu skref eru.

Tveir í bíl sem valt á Miklubraut

Bílvelta varð á Miklubraut um ellefuleytið í kvöld. Slysið varð þar sem Miklabraut gengur undir Bústaðaveg á mörkum Snorrabrautar og Bústaðavegar.

Efast um að öll svínabú lifi verkfallið af

Svínabóndi í Grímsnesi segir búið, og þar með heimilið, vera farið að verða fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna verkfalls dýralækna. Ekki eru til peningar til að kaupa fóður og borga reikninga. Hún efast um að minni svínabú landsins lifi verkfallið af.

Engin sátt um rammaáætlun ef breytingartillaga verður samþykkt

Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að engin sátt muni ríkja um rammaáætlun nái breytingartillaga meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis fram að ganga. Hann segir umhverfisráðherra hafa brugðist í málinu. Framkvæmdastjóri Samorku segir nauðsynlegt að fjölga virkjunarkostum enn frekar til að mæta eftirspurn eftir raforku.

Sakar seðlabankastjóra um hræðsluáróður

Formaður Starfsgreinasambandsins sakar seðlabankastjóra um hræðsluáróður og segir fátt geta komið í veg fyrir verkfallsaðgerðir í næstu viku. Hann segir útilokað að fallast á sáttatilboð Samtaka atvinnulífsins.

40 bátar losnuðu frá bryggju

Um tólf björgunarsveitarmenn unnu eldsnemma í morgun að því að festa bátana á Rifi á Snæfellsnesi og náðu að tryggja þá áður en illa fór.

Munnmök nýi góða nótt kossinn

"Það er virðing sem þú öðlast ef þú byrjar að stunda kynlíf. En aftur á móti máttu ekki sofa hjá of mörgum. Þá ertu orðin drusla.“

Hörður Zóphaníasson látinn

Hörður Zóphaníasson, fyrr skólastjóri Víðistaðaskóla í Hafnarfirði, andaðist á Sólvangi 13. maí 2015 á 85. aldursári.

Göngin lokuð vegna malbikunar

Göngin verða lokuð frá klukkan 20 að kvöldi föstudagsins 15. maí til klukkan 6 að morgni mánudagsins 18. maí.

Hófu umræðu um sameiningu skóla

Fyrrverandi menntamálaráðherra segir samráð skorta og að umræða um sameiningu skóla sé stefnubreyting í menntamálum.

Minni Alzheimerssjúklinga batnar við reglulegar líkamsæfingar

Regluleg líkamsrækt eykur líkamlega vellíðan og andlega færni sjúklinga með Alzheimer á byrjunarstigi samkvæmt niðurstöðum nýrrar danskrar rannsóknar. Samstarf er milli íþróttafélaga og Alzheimersfélaga í Finnlandi. Slíkt þyrfti að komast á hér á landi.

Þolmörkum náð vegna tekjutaps

Bændur í frumframleiðslu hafa mjög takmarkaða möguleika til að bjarga sér segir formaður Samtaka svínabænda um þrönga stöðu þeirra vegna tekjumissis í verkfalli BHM.

Taka til og slá upp grillveislu

Íbúar Blönduóss munu í dag gera sér glaðan dag og taka til hendinni við allsherjar tiltekt í bænum. Byggðaráð Blönduóss segir markmið tiltektardagsins vera að hvetja íbúa og fyrirtæki í bæjarins til að taka til hjá sér og í næsta nágrenni.

Bæjarstjóri segir ráðherra skilja mikilvægi fjárveitingar

„Ekki var annað að skilja en að ráðherra skildi mikilvægi þess að tryggja fjármuni til aðgerða nú þegar og einnig í rannsóknarverkefni sem varða Grynnslin og innsiglinguna um Hornafjarðarós,“ segir í fundargerð bæjarráðs Hornafjarðar um fund bæjarstjórans með innanríkisráðherra.

Verkfallsaðgerðir í gangi

Í dag hefur hluti félagsmanna BHM verið 38 daga í ótímabundnuverkfalli. 36 daga þeir sem næstlengst hafa verið og nokkrir hópar, dýralæknar þar á meðal, í 25 daga.

Segir ekki langt eftir í líftauginni

Gjöld sem svínabú þurfa að standa undir, svo sem vegna fóðurs, hverfa ekki þótt tekjurnar hafi horfið í verkfalli dýralækna. Bú eru komin að þolmörkum. Veltutölur eru háar og reksturinn hefur víða verið í járnum. Töpuð sala verður ekki unnin upp.

Eftirmaður Eyþórs gæti tekið ákvörðun um flutning starfsmanna

Sjávarútvegsráðherra hefur fallið frá kröfu um að starfsmenn Fiskistofu, að fiskistofustjóra undanskildum, flytji til Akureyrar. Þetta kom fram á fundi ráðherra með fiskistofustjóra í dag. Starfsmenn telja þetta fullnaðarsigur í baráttu gegn flutningi.

Sjá næstu 50 fréttir