Innlent

Fjórhjólaslys á Hagafelli

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Otti Rafn Sigmarsson
Björgunarsveitarmenn frá Þorbirni í Grindavík eru nú á toppi Hagafells. Þar slasaðist kona þegar hún velti fjórhjóli um klukkan ellefu í morgun. Lögregluþjónar og sjúkraflutningamenn hafa verið fluttir á slysstað.

Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu var konan búin til flutning af fellinu í sjúkrabíl sem mun flytja hana á sjúkrahús. Hún er ekki talin alvarlega slösuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×