Innlent

Bátur missti stýri í Arnarnesvík

Atli Ísleifsson skrifar
Í Arnarnesvík.
Í Arnarnesvík. Mynd/Landsbjörg
Björgunarsveitir frá Hrísey, Dalvík og Akureyri voru kallaðar út um klukkan 16 vegna báts sem misst hafði stýri í Arnarnesvík í Eyjafirði.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að tveir menn hafi verið um borð í bátnum sem rak upp í fjöru. „Ekki var þó mikil hætta á ferð þar sem veður er gott á svæðinu, stafalogn og fínar aðstæður. Sendar voru bjargir bæði á sjó og landi.

Björgunarbátur frá Dalvík var kominn á staðinn um 20 mínútum eftir að útkallið barst og er nú að koma taug í strandaða bátinn. Hann verður líklegast dreginn á flot og til hafnar á Hjalteyri.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×