Fleiri fréttir

Frjáls ferða sinna hvort sem hann greiðir sektina eða ekki

Marco Evaristti, listamaðurinn sem í gær hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk og var í dag sektaður um 100 þúsund krónur, er frjáls ferða sinna og heimil brottför af landinu, hvort sem hann greiðir sektina eður ei.

Nærri 30 þurfa líffæri ár hvert

Rúmlega fertug kona sem fór í tvöfalda lungnaígræðslu segir fjölda þeirra sem þurfi líffæragjöf mun meiri en fólk geri sér almennt grein fyrir.

Dagur: Borgin innan heimilda á Hlíðarenda

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að Reykjavíkurborg hafi verið innan fullra heimilda þegar gefið var út framkvæmdaleyfi á svæði Valsmanna við Hlíðarenda. Um undirbúningsframkvæmdir sé að ræða sem séu utan fluglínu.

Varnaðarorðin voru hunsuð

Sterklega var varað við því að forsendur fyrir gerð Vaðlaheiðarganga stæðust ekki skoðun og að framkvæmdin yrði mun kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki virðist hafa verið hlustað á ráðgjöf eða varnaðarorð áður en framkvæmdir hófust.

Kergja í Hornfirðingum vegna heimagistingar

Þótt Hornafjörður sé eina sveitarfélagið með þrengri skorður við heimagistingu en lögin heimila óttast bæjarstjórinn ekki málsóknir eftir rýmkun á skilmálunum.

Undirrituðu viljayfirlýsingu um íbúðir fyrir eldri borgara.

Einsemdin er sögð alvarleg

Rauði krossinn í Hafnarfirði leitar sjálfboðaliða í svokölluð „heimsóknarvinaverkefni“.

Ófremdarástand um miðja næstu viku vegna kjúklinga

Hér bætast við um 100.000 kjúklingar á viku. Þeir stækka hratt og þrengir strax að þeim tefjist slátrun. Dýraverndarsjónarmið undir, segir framleiðslustjóri Reykjagarðs. Vilja slátra fyrir markaðinn, segja dýralæknar.

Titanic í Smáralind

Brynjar Karl Birgisson afhjúpaði stórvirki sitt í Smáralind í dag.

Beitir sér áfram í nefnd þótt eiginkonan fái kvóta

Stjórnarþingmaður í atvinnuveganefnd sér ekkert athugavert við að fjalla um nýtt frumvarp um úthlutun makrílkvóta í nefndinni þótt eiginkona hans fái 50 milljóna króna kvóta verði frumvarpið að lögum. Þingmaður stjórnarandstöðunnar lagði fram bókun um vanhæfi þingmannsins í nefndinni í dag.

Sjá næstu 50 fréttir