Fleiri fréttir

Strokkur gaus rauðu - Myndband

Rauðu litarefni var hellt út í Strokk í morgun sem varð til þess að hann gaus rauðu. Talsmaður landeigendafélags Geysis segir að um vanvirðingu við náttúruna sé að ræða og vill að gripið verði til frekari ráðstafana.

Yfir 7.000 íbúðir fyrir árslok 2018

Jafnvægi mun nást á íbúðamarkaðinn við árslok 2018. Reiknað er með að um 7.250 nýjar íbúðir hafi þá verið byggðar. Of mikið er byggt af dýrum eignum og skortur er á ódýrari íbúðum.

Páll Skúlason látinn

Páll Skúlason, heimspekingur og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 22. apríl. Páll var fæddur þann 4. júní árið 1945 og var því á sjötugasta aldursári.

Útlendingar eiga um 2.000 hross á Íslandi

Hrossaeign erlendra aðila hér á landi er afar mikilvæg fyrir hestamennsku. Þjónusta til þeirra eykur gjaldeyristekjur segir formaður Landssambands hestamannafélaga.

Bærinn blandi sér ekki í geldingu villikatta

Heilbrigðiseftirlitið ræður Hafnarfjarðarbæ frá því að hafa aðkomu að og bera ábyrgð á geldingu villikatta sem áhugafélagið Villikettir vill grípa til svo halda megi stofninum í skefjum á mannúðlegan hátt.

35 milljarðar í rannsóknir

35 milljörðum króna var varið til rannsókna- og þróunarstarfs á árinu 2013 og jafngildir það tæpum tveimur prósentum af landsframleiðslu Íslands það ár.

Framtak Kópavogsbæjar lofsamað

Haustið 2010 var tekin upp ný aðferð við útreikninga á lóðagjöldum þegar samþykkt var ákveðið lágmarksviðmiðunarverð.

Blönduós í mál

Sveitarstjórn Blönduósbæjar unir ekki úrskurði óbyggðanefndar um að Skrapatungurétt, Fannlaugarstaðir og Skálahnjúkur teldust til þjóðlenda.

Bagalegur gagnaskortur

Jón Bjarni Gunnarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir það bagalegt hve lítið er til af gögnum um framkvæmdir á byggingamarkaðnum.

Fluguveiði og blót á sumardaginn fyrsta

Íslendingar héldu sumardaginn fyrsta hátíðlegan í gær og fögnuðu langþráðri sól. Í höfuðborginni tók fjöldi fólks þátt í skrúðgöngum skátahreyfingarinnar og vatnsstríði á Lækjatorgi. Aðrir fóru í útreiðartúra eða renndu fyrir silung í Elliðavatni.

Eiginkonan hagnast á makrílfrumvarpi

Makrílkvóti að verðmæti 50 milljónir fer til eiginkonu alþingismannsins Jóhanns Pálssonar verði nýtt frumvarp að lögum. Útvegsmaður sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins fær þrefalt meiri kvóta en skip hans veiddi í fyrra.

Reykjanesbæ stefnt vegna Helguvíkur

AGC ehf. hefur stefnt Reykjanesbæ vegna samninga bæjarins við Thorsil ehf. um lóð í Helguvík. Áður hafði AGC fengið vilyrði fyrir sömu lóð. Umhverfismat er byggt á staðsetningu verksmiðju þess á lóðinni. Bærinn hafnar málatilbúnaðinum.

Auglýsir eftir sjálfboðaliðum í ruslatínslu

Tuttugu og eins árs verkfræðinemi vonast til þess að fá sjötíu til áttatíu sjálfboðaliða til að hreinsa rusl á Hornströndum í næsta mánuði. Þetta er annað árið í röð sem hann skipuleggur slíka ferð en í fyrra náði hópurinn að tína fimm og hálft tonn af rusli.

Sjá næstu 50 fréttir