Fleiri fréttir

Íslensk börn kunna heiti hluta á ensku en ekki íslensku

Börn tala um og segja frá tölvuleikjum á ensku, segir Linda Björk Markúsardóttir, talmeina- og íslenskufræðingur. Íslensk tunga í hættu verði ekki fjármunum veitt í að efla stafræna stöðu hennar. Foreldrar beiti sér.

Slátruðu tugþúsundum laxa eftir óveður

Fjarðalax greip til þess ráðs að slátra tugþúsundum laxa úr sjókví í Patreksfirði á Vestfjörðum í janúar 2014. Eftir bilun í sjókví særðist fiskurinn svo honum var slátrað og fargað. Tjónið metur forstjóri Fjarðalax á um 100 milljónir króna.

Einkaleyfi Íslandspósts afnumið á haustþingi

Innanríkisráðherra hyggst leggja fram frumvarp um afnám einkaréttar Íslandspósts á póstþjónustu á haustþingi. Auk þess vill hún að Íslandspóstur sé seldur. Þetta kom fram í sérstakri umræðu um málefni Íslandspósts á Alþingi í gær.

Eldur í lyftara hjá Samskipum

Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var hvatt að frystigeymslum Samskipa við Sundahöfn um klukkan sex í morgun þar sem talsverðan reyk lagði frá húsinu. Hann var brátt rakin til hleðslurýmis fyrir raflyftara, sem er í áfastri byggingu við frystigeymsluna og gekk greiðlega að slökkvaa eldinn, en reyk lagði inn í geymsluna sjálfa og er slökkviliðið nú að reykræsta.

Plástur sem ekki losnar af

Þingmenn ræddu enn á ný hvernig hátta bæri viðræðum um aðild að Evrópusambandinu. Stjórnarandstaðan vill að þjóðin fái að kjósa um hvort viðræður hefjist á ný. Ekki eru allir stjórnarliðar fráhverfir þeirri hugmynd.

Minni útflutningur þrátt fyrir samning

Árið 2014 var verðmæti útflutnings landsins til Kína tæpum þriðjungi minna en 2013. Fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi um mitt síðasta ár. Innflutningur dróst líka lítillega saman, en eykst frá áramótum. Flutt út fyrir 4,8 milljarða.

Líkur á að LÍN þurfi aukið ríkisframlag

Litlar líkur eru á að ný heildarlög um LÍN komi fram á þessu þingi. Kostnaðurinn við heildarendurskoðun kerfisins meiri en talið var. Innheimtuhlutfall sjóðsins hefur versnað og líkurnar á auknu ríkisframlagi hafa að sama skapi aukist.

Fara úr þrjú þúsund tonnum í tíu

Arnarlax stefnir á að auka framleiðslu á laxi í sjókvíum í Arnarfirði um 7.000 tonn á ári. Fyrirtækið hefur skilað Skipulagsstofnun frummatsskýrslu á umhverfisáhrifum vegna þessa.

900 hjúkrunarfræðingar gætu hætt næstu þrjú árin

Vinnumálastofnun bendir á að endurnýjun í heilbrigðisþjónustu geti orðið vandamál á næstu árum. Um 900 hjúkrunarfræðingar mega hætta störfum sökum aldurs 2015 til 2017. Gert ráð fyrir 400 til 500 nýjum á sama tíma.

Hinseginfræðsla í Hafnarfirði

Hafnarfjörður verður fyrsta bæjarfélagið á Íslandi sem mun bjóða nemendum grunnskóla upp á hinseginfræðslu

Yngri bróður haldið sofandi næstu daga

Níu ára dreng sem féll í Lækinn í Hafnarfirði verður haldið sofandi næstu daga. Tólf ára bróðir hans var útskrifaður af sjúkrahúsi í dag.

Leita að Birgittu Sif

Birgitta Sif er 17 ára og síðast var vitað um hana í Reykjanesbæ í gær.

Verkfalli tæknimanna RÚV afstýrt

Skrifað var undir nýjan fyrirtækjasamning sem hvílir á grunni hins almenna samnings á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag.

Nítján ára tók sæti í bæjarstjórn

Eva Lín Vilhjálmsdóttir, varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, tók í dag sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og er þar með yngsti bæjarfulltrúi í sögu bæjarins.

Vilborg kemst loksins í sturtu

"Hér í Town Base Camp gengur allt sinn vanagang,“ skrifar Vilborg Arna Gissurardóttir á bloggsíðu sinni í gær en hún er komin í grunnbúðir Everest.

Sjá næstu 50 fréttir