Innlent

Verkfalli tæknimanna RÚV afstýrt

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/gva
Samningar hafa náðst á milli RÚV og tæknimanna hjá fyrirtækinu sem eru félagar í Rafiðnaðarsambandi Íslands. Stjórnendur RÚV og fulltrúar tæknimanna skrifuðu undir nýjan fyrirtækjasamning á fundi ríkissáttasemjara um klukkan hálf fjögur í dag.

Viðræður höfðu staðið yfir í nokkurn tíma og boðað hafði verið til verkfalls sem hefjast átti í fyrramálið. Verkfallið hefði haft víðtæk áhrif enda nýtir þorri þjóðarinnar sér þjónustu Ríkisútvarpsins í sjónvarpi, útvarpi og á internetinu.

Með undirrituninni er fallið frá verkfalli en félagsmenn munu greiða atkvæði um samninginn nú síðdegis.


Tengdar fréttir

Hörkuverkföll virðast það eina í spilunum

Formaður BHM vonast til að viðsemjendurnir hjá ríkinu fari að átta sig á alvöru málsins. Verkföll eru hafin. Fundað verður í deilunni í dag og búist er við útspili af hálfu ríkisins. Formaður SGS furðar sig á skorti á samningsvilja hjá ríki og SA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×