Fleiri fréttir

Vonast til að mál sitt verði fordæmi

Læknadeildin hefur gefið Liönu Belinska nokkra möguleika til þess að gera henni kleift að starfa sem læknir en hún hefur ítrekað reynt að fá menntun sína metna. Liana vonast til að sitt mál geri öðrum innflytjendunum auðveldara fyrir.

Raforkulög stuða þingheim

Uppnám varð á Alþingi í gær í annarri umræðu um raforkulög. Þrjár tilraunir þurfti til að samþykkja kvöldfund sem stóð fram á nótt. Deilur standa um afgreiðslu atvinnuveganefndar á málinu. Engin sátt í sjónmáli.

Náttúrupassinn er vonbrigði

Sveitarstjórn Grímsness- og Grafningshrepps segir það mikil vonbrigði að á því tæpa ári sem liðið sé síðan náttúrupassi var síðast til meðferðar á Alþingi hafi lítið áunnist.

Tryggja þurfi eftirfylgni í heimilisofbeldismálum

Frumvarp sem miðar að því að sérstakt refsilagaákvæði sem taki til heimilisofbeldis verði lögfest í hegningarlögum. Þingmaður segir að breyta þurfi lögum um nálgunarbann þannig að lögregla geti kært brot á nálgunarbanni.

Tugum komið til bjargar á Hellisheiði og Lyngdalsheiði

Björgunarsveitarmenn voru fram yfir miðnætti að aðstoða fólk í föstum bílum í Þrengslum, á Hellisheiði og Lyngdalsheiði, en þessu heiðum var lokað undir kvöld. Hundruð manna voru þá þegar lentir í vandræðum og komust hvergi.

Glíma við götusölu á netinu

Lögreglan handtók ellefu manns í átaki gegn fíkniefnasölu á samfélagsmiðlum. Hald lagt á kókaín, LSD, amfetamín og kannabis auk milljónar í peningum. Segir götusölu hafa alfarið færst yfir á samfélagsmiðla.

Bæjaryfirvöld töldu gögn innihalda símtöl farsíma

Vodafone sendi Hafnarfjarðarbæ aðeins gögn um símanotkun þeirra símanúmera sem bærinn greiðir að fullu. Oddvitar meirihlutans fagna þeim upplýsingum. Formaður bæjarráðs segir minnihlutann hafa farið of geyst.

Láti foreldra vita um óbólusetta skólafélaga

Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, telur að upplýsa eigi foreldra ef börn sem ekki eru bólusett gangi í skóla með börnum þeirra. Þá hefðu foreldrar það val að setja barnið sitt í annan skóla með hærra hlutfalli bólusettra barna.

Hellisheiði og Þrengslin lokuð

Einnig er búið að loka Sandskeiði og Lyngdalsheiði. Þá eru Súðavíkurhlíð og Raknadalshlíð einnig lokaðar.

Barn á Ísafirði reyndist ekki vera með mislinga

Haraldur Briem sóttvarnarlæknir útilokar að barn hafi greinst með mislinga á Ísafirði. Orðrómur hefur verið í samfélaginu fyrir vestan þess efnis að mislingatilfelli hefði komið upp, umræða skapast og fólk haft áhyggjur.

Gróf vanræksla íslenska ríkisins á EES bitnar á almenningi

Alvarlegt ástand er til staðar varðandi innleiðingu EES tilskipana í íslenska löggjöf, ástand sem veikir skuldbindingar Íslands gagnvart öðrum aðildarríkjum EES, lögaðilum og einstaklingum. Þetta er mat fyrrverandi ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu.

Sóttu slasaðan sjómann

Björgunarsveitin Þorbjörn var kölluð út síðdegis í dag þegar tilkynning barst um slasaðan sjómann um borð í fiskiskipi rétt utan Grindavíkur.

Þrír ofurstórmeistarar á Reykjavíkurskákmótinu

Opna Reykjavíkurskákmótið verður óvenju sterkt að þessu sinni. Tveir Íslendingar geta landað lokaáfanga að stórmeistaratitli. Sterkar skákkonur fjölmenna frá öllum heimshornum auk skák­æsku Íslands að venju. Mótið er tileinkað Friðriki Ólafssyni áttræðum.

Sjá næstu 50 fréttir