Fleiri fréttir

Gekk á þaki fangelsis

Lögregla fékk á þriðja tímanum í nótt tilkynningu um mann á þaki Hegningarhússins við Skólavörðustíg.

Tapar 338 milljónum á Laugavegshúsum

Meirihlutinn í borgarráði Reykjavíkur samþykkti á miðvikudag að taka tilboði BAB Capital ehf. í Laugaveg 4 og 6. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarráðsfulltrúi Framsóknar, segir að með þessu tapi borgin 338 milljónum króna.

Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake

Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi.

Vill vita laun nefndarmanna hjá borginni

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir upplýsingum um það hvernig greiðslum sé háttað til þeirra sem sitja í tilteknum nefndum á vegum borgarinnar.

Segja stjórnkerfi borgararinnar vera að blása út

„Mikilvægt er að stjórnkerfi borgarinnar sé ekki blásið út í þeim tilgangi að skapa stöður fyrir stjórnmálamenn,“ segir í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks sem gagnrýna stofnun stjórnkerfis- og lýðræðisráðs.

Launin námu 1,5 milljörðum króna

Samkvæmt nýrri skýrslu um Dróma námu laun og launatengd gjöld vegna slita SPRON og Frjálsa nærri tveimur milljörðum króna á þremur árum. Þrír sátu í langflestum slita- og skilastjórnunum en átta þáðu laun samkvæmt skýrslunni.

Geggjað gaman að vera byrjuð í skóla

Það eru mikil tímamót að hefja skólagöngu í fyrsta sinn en Fréttablaðið tók nokkur nýbökuð skólabörn tali sem eru sammála að það sé frábært að vera sest á skólabekk.

Berjast fyrir nauðsynlegri aðstoð

Hin rúmlega tveggja ára gamla Katrín Sara Ketilsdóttir er baráttujaxl með meiru. Þrettán mánaða gömul greindist hún með Kabuki heilkennið en hún er fyrsti og eini Íslendingurinn sem greinst hefur með þetta sjaldgæfa heilkenni.

Fundu brunalykt alla leið upp í þyrluna

Fögur gígaröð hefur myndast undan sporði Dyngjujökuls eftir stutt eldgos sem þar varð í nótt. Kristján Már Unnarsson flaug yfir gosstöðvarnar í dag og lýsir hér því sem fyrir augu bar.

Telja of langt gengið í lokunum

Sumir telja of langt gengið í að loka vegum vegna gosóróans, en fólk virðir þó lokanir. Þetta segir formaður björgunarsveitarinnar Stefáns í Mývatnssveit.

Aðalfundi DV frestað um viku

Aðalfundi útgáfufélags DV var frestað um viku nú síðdegis vegna ágreinings um ársreikninga félagsins.

Botninn tekinn af sellóleikaranum

Starfsmenn á vegum Reykjavíkurborgar unnu að því í dag að brjóta stallinn undir styttunni af sellóleikaranum við Háskólabíó.

Sigkatlar gætu verið frá afboðaða gosinu á laugardag

Líklegast er að bráð frá sigkötlum í Vatnajökli hafi runnið til Grímsvatna. Jarðvísindamenn útiloka ekki að ummerki séu komin fram frá því sem Veðurstofan taldi á laugardag vera eldgos. Kvika skríður áfram til Öskju.

Björn Leifsson farinn af fundinum: Vantar undirskrift

Björn Leifsson, eigandi World Class og nýr hluthafi í DV, yfirgaf hluthafafund DV á Hótel Natura um klukkustund eftir að hann hófst þegar það kom í ljós að undirskrift eins eigenda félagsins Catalina ehf., sem Björn keypti á þriðjudag, vantar á kaupsamninginn.

Ægifegurð við Holuhraun

Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari náði þessum mögnuðu myndum af nýja hrauninu eftir gosið í nótt.

Bíða í von og óvon fyrir utan fundinn

Blaðamenn DV hafa þungar áhyggjur af áhrifum breyts eignarhalds á lífsviðurværi sitt og hafa fjölmennt fyrir utan aðalfund hlutafélags blaðsins sem nú stendur yfir.

„Virknin er mjög lítil“

Rögnvaldur Ólafsson, stjórnandi í samhæfingarmiðstöð Ríkislögreglustjóra segir að virkni sé mjög lítil í Holuhrauni, norður af Dyngjujökli, þar sem sprungugos hófst skömmu eftir miðnætti. Eðlilegt sé að gosi fylgi sterkir jarðskjálftar.

„Ótrúlega aum framkoma við Færeyinga“

Jón Bjarnason, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, er afar ósáttur við þá staðreynd að skipverjar á færeyska skipingu Nærabergi fái ekki olíu, vatn og vistir í Reykjavík.

Fyrirspurnum frá flugfarþegum rignir inn

All­ir áætl­un­ar­flug­vell­ir lands­ins eru opn­ir og eins og staðan er núna þykir ólíklegt að gosið hafi áhrif á flugumferð, bæði til og frá landinu og innanalands. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir þó að fyrirspurnum frá flugfarþegum rigni inn.

Ítarlegur gosfréttatími Bylgjunnar

Fréttafólk Bylgjunnar, Vísis og Stöðvar 2 mun í hádeginu upplýsa hlustendur Bylgjunnar um stöðu gossins í Holuhrauni. Tveir fréttamenn fóru af stað í nótt ásamt fjölmennu töku- og tækniliði.

Sjá næstu 50 fréttir