Fleiri fréttir

Samningur undirritaður um verkefni í öryggis- og varnarmálum

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, og Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, undirrituðu í dag samning sem felur Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslu Íslands að sinna framkvæmd verkefna á grundvelli varnarmálalaga nr. 34/2008.

Heilu íbúðirnar lagðar undir kannabisræktun

"Það er umhugsunarvert hve mikið er orðið um það að verið sé að rækta kannabis í íbúðum,“ segir Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík.

Nokkur vitni stigið fram

Lögreglan í Grafarvogi hefur rætt við nokkur vitni að árás á karlmann á fertugsaldri í Rimahverfinu þann 12. júlí. Var maðurinn barinn með golfkylfum.

Spennistöð við róló vekur ugg

Íbúar í Borgarnesi eru uggandi yfir spennustöð sem er við leikvöllinn Bjössaróló og nokkrum metrum frá tveimur húsum. Ekkert hefur verið sannað varðandi hættuna af segulsviðinu en krakkarnir og íbúarnir ættu að njóta vafans, segja þeir.

Úti að aka á læknadópi á Akureyri

Ökumaður var tekinn úr umferð á Akureyri á tólfta tímanum í gærkvöldi grunaður um akstur undir áhrifum lyfseðilsskyldra róandi lyfja.

Tróðust undir á tónleikum

Að minnsta kosti 24 létust þegar þeir tróðust undir á tónleikum sem haldnir voru í Conakry, höfðuborg Gíneu.

Seltjarnarnesið endurskipulagt

Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur samþykkt að fara í endurskoðun á aðalskipulagi bæjarins og hvetur íbúa til að taka þátt.

Tvö stærstu skipin koma í september

Í september koma tvö skemmtiferðaskip, bæði um 140 þúsund brúttótonn. Fjöldi farþega við höfnina verður um hundrað þúsund eftir sumarið. Faglærðir leiðsögumenn hrökkva skammt í umferðinni og vinsælustu áfangastaðirnir fyllast.

440 milljónir króna á baki dæmdra manna

Útistandandi skuldir dæmdra ofbeldismanna hafa aukist um 65 prósent frá árinu 2011. Mun fleiri skulda bætur til fórnarlamba sinna nú en áður. Skýringuna má rekja til lagabreytingar árið 2012 þegar bótaþak í ofbeldismálum var hækkað.

Gífurlegt mannfall á Gaza í dag

Hús eins af leiðtogum Hamas sprengt í loft upp en hann slapp. Um hundrað manns fallir í dag þar af að minnsta kosti ellefu börn. Vopnahlés tillögu hafnað bæði af Ísrael og Hamas.

Píratar vilja fund um lekamálið

Þingmaður Pírata hefur óskað eftir því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd leiti svara við því hvort ráðherra hafi haft óeðlileg afskipti af störfum lögreglunnar.

Hundruð búa í hjólhýsum á sumrin

Sífellt fleiri Íslendingar hafast við í hjólhýsum yfir sumarmánuðina. Hjólhýsahverfi hafa skotið upp kollinum á nokkrum stöðum á Íslandi, þar sem nokkur hunduð manns búa á sumrin

Töldu rúmlega sjöhundruð seli

Sjöhundruð og sex selir sáust í selatalningunni miklu sem haldin var á vegum Selaseturs Íslands hinn 27. júlí síðastliðinn.

Stefán Eiríksson tvíræður á Twitter

Eitt af uppáhalds Bítlalögum fyrrverandi lögreglustjóra fjallar um mann sem hættir í lögreglunni og samskipti hans við konu með silfurskeið í munni.

Ísraelsmenn herja á MAMMÚT

"Það sem verið er að skrifa þarna er í raun svo langt frá vestrænu samfélagi og því sem við þekkjum. Þarna skrifa Ísraelsmenn til dæmis að fólkið á Gasa eigi ekki skilið að lifa því það fæddist í Palestínu.“

Missti heimili sitt í eldsvoða á Patreksfirði

"Ég fór rakleiðis heim og sá þar húsið mitt brenna. Ég vildi fara inn í húsið til að bjarga því sem bjarga gæti en ég mátti það ekki. Konan mín var í áfalli en börnin voru nokkuð hress.“

Bíður svars ráðherra rétt fyrir uppboð

Sigurður Ingi lagði fram þingsályktunartillögu fyrir kosningar þar sem hann hvatti landbúnaðarráðherra til að bregðast við hættunni sem íslenski geitfjárstofninn sé í. Stærsta búið verður boðið upp í september. Eigandinn nær ekki eyrum Sigurðar.

Starfsfólk sætir hótunum vilji það leita réttar síns

Dæmi eru um að starfsfólk í ferðaþjónustu og á veitingastöðum á svæði Verkalýðsfélags Vestfjarða sæti hótunum vinnuveitenda ef það ætlar að leita sér aðstoðar verkalýðsfélagsins þegar á því er brotið.

Hugsanlega íkveikja í Kópavogi

Slökkviliðið var kallað að nýbyggingu við Urðahvarf í Kópavogi í gærkvöldi þar sem reyk lagði frá húsinu.

Flutningaskip á reki á Faxaflóa

Stórt flutningaskip með 18 manna áhöfn er nú á reki á Faxalóa, um það bil 15 sjómílur suður af Arnarstapa, eftir að bilun varð í aðalvél þess í gærkvöldi.

Sjá næstu 50 fréttir