Fleiri fréttir

Skuldir sveitarfélaganna hafa þrefaldast

Starfsfólk Íslandsbanka hefur að undanförnu unnið að kortlagningu á stöðu íslenskra sveitarfélaga og verður skýrsla um stöðu þeirra gerð opinber á morgun, en fréttastofa Stöðvar 2 hefur hana undir höndum.

Repjuolían uppfyllti ekki skilyrði

Ástæða óvenju mikilla vetrarblæðinga í síðasta mánuði gæti verið sú að repjuolían uppfyllir ekki þær kröfur sem til hennar eru gerðar en etýlesterarnir gera það hins vegar. Þessi efni hafa verið notuð sem þjálniefni/mýkingarefni í asfaltklæðingar eða bik á undanförnum árum.

"Ótrúlega ósmekklegt og ömurlegt grín"

Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands segist í fyrstu hafa talið að nemendur annars framhaldsskóla hefðu staðið fyrir umdeildum ratleik sem fjallað hefur verið um á Vísi í dag.

Ronaldo og Rauði kross Íslands vinna að sama verkefni

Portúgalski knattspyrnusnillingurinn Cristiano Ronaldo og Rauði krossinn á Íslandi styðja í sameiningu endurhæfingu fatlaðs fólks í Afganistan. Um er að ræða fólk sem hefur misst útlimi eða á sökum annarrar fötlunar erfitt uppdráttar í þessu stríðshrjáða landi. Verkefnið felst í að styðja árlega um tvö þúsund manns - karla, konur og börn - þannig að þau geti aflað sér menntunar eða tekna.

Enn óvíst hversu margir hafa dregið uppsagnir til baka

"Þetta skýrist allt á morgun," segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga. "Deildar- og starfsmannastjórar vinna nú að því að taka saman hversu margir hafa dregið uppsagnir sínar til baka."

Yfirvöld kokgleyptu skýringar FBI

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar báru Ögmund Jónasson innanríkisráðherra þungum sökum í umræðum um komu fulltrúa bandarísku alríkislögreglunnar hingað til lands árið 2011. Þingmennirnir sögðu ráðherra hafa ógnað sjálfstæði embætta ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra með inngripum sínum. Þingmenn Hreyfingarinnar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vörðu hins vegar ráðherrann og sögðu hann hafa gert skyldu sína, þegar FBI hafi sent fulltrúa sína til Íslands undir fölsku yfirskyni.

1500 manns dönsuðu í Hörpu

Íslendingar dönsuðu í Hörpu í hádeginu í dag til þess að sýna konum og stúlkum, sem upplifað hafa kynbundið ofbeldi, stuðning.

Allsherjarnefnd fundar um ofbeldismál: Hæstiréttur gerði mistök

Hæstiréttur gerði mistök þegar hann komst að þeirri niðurstöðu í dómi að það hefði ekki verið kynferðisbrot þegar brotamaður stakk fingri í endaþarm og leggöng konu og klemmdi. Þetta segir Björgvin G. Sigurðsson, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Nefndin fundaði um dóminn í morgun.

Hjúkrunarfræðingar farnir að draga uppsagnir til baka

Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum eru farnir að draga uppsagnir sínar til baka eftir að nýr stofnanasamningur var undirritaður í fyrrakvöld. Þeir hafa frest til miðnættis til að gera upp hug sinn vilji þeir fá allt að sextíu þúsund króna álagsgreiðslu.

Síldin sem drapst er sjö milljarða virði

Þrátt fyrir að um 50 þúsund tonn af síld hafi drepist í Kolgrafafirði í desember og í byrjun febrúar, er það ekki nema helmingur af því sem drepist hefur árlega úr stofninum vegna sýkinga, undanfarin ár. Andvirði síldardauðans núna er hátt í sjö milljarðar króna.

"Okkar hugur er hjá Oscari"

"Okkar hugur er hjá Oscari og aðstandendum þeirra sem hlut eiga að máli," segirJón Sigurðsson, forstjóri Össurar, um tíðindi dagsins af frjálsíþróttakappanum Oscar Pistorius.

Um klikkaðar upphæðir að ræða

"Þetta eru náttúrlega tveir stærstu markaðir veraldarinnar, þar sem helmingur allra viðskipta fer fram. Menn eru að fara í formlegar samningaviðræður í sumar þannig að málið er komið lengra en áður," segir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði og forstöðumaður Evrópuseturs. Hann segir ráð gert fyrir að samningum verði lokið árið 2014.

Spurði hvort hótun Hreyfingarinnar hefði áhrif á stjórnarskrármálið

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra að því á þingi í dag hvort Hreyfingin hefði hótað ríkisstjórninni vantrauststillögu og hvort það væri vegna slíkrar hótunar sem ríkisstjórnin hefði ákveðið að halda áfram með málið í þinginu þrátt fyrir þá gagnrýni sem málið hefði sætt.

Biðst velvirðingar á ummælum um Kúbu norðursins

Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, biðst velvirðingar á því að hafa líkt Íslandi við Kúbu þegar hann var spurður út í það hvað gæti gerst felldu Íslendingar fyrsta Icesave samninginn árið 2010.

Stöðvuðu fíkniefnasendingu til Ísafjarðar

Í gær stöðvaði lögreglan fíkniefnasendingu sem átti að fara með áætlunarflugi frá Reykjavík til Ísafjarðar. Í sendingunni reyndist vera um 10 grömm af marijúana.

Ríkið er langstærsti jarðeigandinn

Reglulega skjóta upp kollinum áhyggjur af því að jarðir séu að safnast á fárra hendur og auðmenn séu að eignast Ísland. Undanfarið hefur óttinn beinst að erlendum auðmönnum. Sé málið skoðað kemur þó í ljós að lítið hefur verið um jarðasöfnun og eignarhald

Grút mokað upp og síldin grafin

Hreinsunarátak hófst í Kolgrafafirði í gær. Heil síld verður grafin í sandinn. Grútardrullu verður mokað upp og urðuð. Árangur aðgerða metinn daglega. Ernir eru tugum saman í firðinum, eins og yfirlitsflug leiddi í ljós. Fimm tilkynningar um grútarblauta

Menn ættu alltaf að hlusta á varúðarorð

Ekki er vænlegt til árangurs að skella skollaeyrum við varnaðarorðum við þróun nýrrar tækni. Í flestum tilfellum reynist gagnrýni eiga rétt á sér, sýnir nú skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu. Varúðarreglan, ein af meginreglum umhverfisréttar, verður að óbr

Kaup á formúluliði til sérstaks saksóknara

Slitastjórn Glitnis kærði í janúar veitingu fjögurra milljarða króna bankaábyrgðar vegna kaupa á Williams Formúlu 1-liðinu sumarið 2008 til sérstaks saksóknara vegna rökstudds gruns um umboðssvik. Engir einstaklingar eru sérstaklega kærðir heldur er þess óskað að embættið rannsaki málið í heild.

Sjóðirnir vilja kaupa báða einkabankana

Þreifingar eru hafnar á milli Framtakssjóðs Íslands, lífeyrissjóða og aðila tengdra MP banka og slitastjórnar Glitnis um kaup á Íslandsbanka. Hluti bjóðenda horfir einnig til Arion banka. Þeir vilja fá að kaupa fyrir brot af innra virði bankanna.

Segist loka heilli hæð vegna of mikillar sölu

Framkvæmdastjóri ATMO við Laugaveg segist glíma við vöruskort þar sem sala hafi gengið mjög vel. Hún kallar eftir meiri stuðningi frá hinu opinbera og segir einkennilegt að fatahönnun sitji ekki við sama borð og aðrar skapandi greinar.

Fái ókeypis útsendingar í RÚV

Nefnd fulltrúa þingflokka vill að framboðslistar fái ókeypis útsendingartíma hjá Ríkisútvarpinu. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu gagnrýndi árið 2009 að rótgrónir flokkar gátu útilokað nýja frá kynningu í sjónvarpi.

Telja söluna vera dýra lántöku

Orkuveitan selur Straumi fasteignirnar fyrir 5,1 milljarð króna og skuldbindur sig um leið til að taka þær á leigu.

Fjölgar mest á Íslandi

Ferðamönnum sem heimsækja Evrópulönd fjölgaði um fjögur prósent á síðasta ári.

Telur fólk nokkuð sátt við tilboð

Nýr stofnanasamningur á Landspítalanum færir hjúkrunarfræðingum á bilinu fimm til 9,6 prósenta launahækkun, en samningurinn var undirritaður á þriðjudag og kynntur á tveimur fundum í gær.

60 fermetrum bætt á áætlun

Nýtt hjúkrunarheimili á Ísafirði verður um 60 fermetrum stærra en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir.

Árborg bannar munntóbakslíki

Notkun á sænska munntóbakslíkinu Kickup hefur verið bönnuð í grunnskólum, félagsmiðstöðvum og íþróttahúsum sveitarfélagsins Árborgar.

Óska eftir að Húsavík verði þjónustuhöfn Drekasvæðis

Olíufélög sem undirbúa leit á Drekasvæðinu hafa óskað eftir því að Húsavík verði þjónustuhöfn fyrir borpalla. Umsókn um lóð hefur verið send til bæjarráðs Norðurþings, sem tekur jákvætt í erindið. Fyrstu tvö sérleyfin voru afhent í byrjun janúar og merki sjást nú um að félögin eru byrjuð að undirbúa leitina. Fulltrúar annars leyfishafans, Íslensks kolvetnis, Faroe Petroleum og Petoro, hafa nú sótt um lóð við Húsavíkurhöfn undir aðstöðu til að þjónusta leitarborpalla. Í fundargerð bæjarráðs Norðurþings kemur fram að óskað er eftir svæði til að geyma pípur og borstangir, svæði fyrir sementstanka og leðjutanka, lóð undir vöruhús og tengingum við vatn, olíu og rafmagn.

Binda vonir við að hjúkrunarfræðingar dragi uppsagnir til baka

"Það er ánægjulegt að stjórn spítalans og hjúkrunarfræðingar skyldu ná saman,“ segir Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra um nýjan stofnanasamning sem var undirritaður á fundi hjúkrunarfræðinga með fulltrúum Landspítalans seint í gær.

Þór Saari harðorður í garð Þorgerðar - áminntur fyrir orð sín

Forseti Alþingis áminnti Þór Saari þingmann Hreyfingarinnar um að gæta orða sinna í umræðum á Alþingi í dag. Þingmaðurinn gagnrýndi Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, fyrir ummæli hennar í fjölmiðlum varðandi komu fulltrúa bandarísku Alríkislögreglunnar til Íslands.

"Mér finnst ég ótrúlega heppin að hafa sloppið"

Fyrir hver fimm börn sem fæðast hér á landi árlega fer fram ein fóstureyðing. Þetta er meðal þess sem fram kom í sjónvarpsþættinum Málinu á Skjá einum sem sýndur var á mánudagskvöldið.

Hjúkrunarfræðingar fá 5-9% hækkun

Hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum býðst 5-9% launahækkun samkvæmt nýjum stofnanasamningi sem var undirritaður á fundi hjúkrunarfræðinga með fulltrúum Landspítalans seint í gær.

Fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag pilt í fimm ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stungið fyrrverandi ástkonu föður síns margsinnis með hníf 21. apríl síðastliðinn. Konan var hætt komin eftir árásina og þurfti að grípa inn í með skurðaðgerð til þess að bani hlytist ekki af. Maðurinn játaði að hafa veist að konunni, en neitaði að hafa ætlað að ráða henni bana. Konan lá á sjúkrahúsi í þrjár vikur eftir árásina. Auk fangelsisdómsins var maðurinn dæmdur til að greiða konunni þrjár milljónir í miskabætur.

"Í takt við það sem ég finn alls staðar"

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöðu úr skoðanakönnun MMR ekki koma sér á óvart. Um 63% Íslendinga eru andvígir því að Ísland gangi í Evrópusambandið samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR.

Sjá næstu 50 fréttir