Fleiri fréttir

Lögreglan lýisr eftir Emblu Nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Emblu Nótt Anderson er fór að heiman frá sér 1 febrúar s.l. Embla Nótt er 15 ára, var klædd í "army" úlpu, svartar íþróttabuxur og svarta strigaskó. Embla Nótt er um 160 sm á hæð, með grænleit augu og axlasítt svart hár. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um ferðir Emblu Nótt frá því 1 febrúar s.l. eru beðnir að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444 1000.

Áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stóra fíkniefnamálsins

Þrír karlar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. febrúar og einn til 14. febrúar í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fíkniefnamáli. Fjórmenningarnir, sem eru á fertugs- og fimmtugsaldri, voru handteknir í síðasta mánuði eftir lagt var hald á verulagt magn af því sem talið er vera sterk fíkniefni, en efnin voru send í nokkrum póstsendingum til landsins. Um tíma sat karl á þrítugsaldri einnig í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarinnar, en honum var sleppt úr haldi lögreglu í byrjun mánaðarins.

Íslendingar mega aldrei sætta sig við yfirgang

Sigmundur Davíð gerði deiluna í Icesave-málinu að umtalsefni á flokksþingi Framsóknarflokksins í Gullhömrum í Grafarvogi í dag. "Íslendingar eru, og verða vonandi alltaf, herlaus þjóð. En við sættum okkur ekki við yfirgang. Við heyjum baráttu okkar á grundvelli laga og réttar, vegna þess að við vitum að með lögum skal land byggja. Við megum aldrei láta undan ofríki sama hversu mikið ofurefli kann að vera við að etja,“ sagði Sigmundur Davíð.

Bæjarstjórinn óttast ekki útkomu bæjarstarfsmanna

Ranglega var sagt í inngangi fréttar um fíkniefnapróf í Fréttablaðinu og Vísi í morgun að bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum óttaðist útkomu bæjarstarfsmanna úr fíkniefnaprófum. Hið rétta er, eins og kom fram síðar í fréttinni, að Elliði Vignisson bæjarstjóri kvaðst þvert á móti enga trú hafa á því að starfsmenn bæjarins hefðu eitthvað að óttast í slíkum prófum. Beðist er velvirðingar á þessasari missögn. Umrædd frétt hefur nú verið leiðrétt á Vísi.

Hagkaup tók umdeilda peysu úr umferð

"Ef viðskiptavinur bendir okkur á svona lagað þá förum við bara eftir því, enda er ekki okkar tilgangur að særa blygðunarkennd viðskiptavina okkar,“ segir Gunna Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, en fyrirtækið tók umdeilda peysu úr sölu eftir að fyrirtækinu bárust ábendingar frá viðskiptavinum.

Mikil óánægja með náttúruverndarfrumvarp

Ferðaklúbburinn 4x4 birtir í dag heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu þar sem Alþingi er hvatt til að "leggja nú þegar til hliðar frumvarp til laga um náttúrvernd og vanda betur til verka.“

Kjósa frekar Sjálfstæðisflokkinn með Hönnu Birnu í forystu

Um 36% segja líklegra að þeir muni kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum ef Hanna Birna Kristjánsdóttir leiðir flokkinn. Tæplega 17% segja að það sé ólíklegra að þeir kjósi flokkinn með hana í forystu en 47% segja það hvorki líklegra né ólíklegra. Þetta sýna niðurstöður sem Capacent Gallup gerði fyrir Samtök áhugafólks um stjórnmál. Könnunin var gerð dagana 31. janúar til 6. febrúar. Úrtakið var 1400 manns og fjöldi svarenda var 58%. Könnunin var gerð dagana 31. janúar - 6. febrúar. Engar upplýsingar hafa fengist um það hverjir standa að baki félaginu Samtök áhugafólks um stjórnmál, en samtökin eru ekki skráð með kennitölu í fyrirtækjaskrá.

Grétars leitað í sjó og í fjörum

Leitinni að Grétari Guðfinnssyni er haldið áfram í dag en áhersla er lögð á að leita á bátum og í fjörum. Um sex til sjö leitarhópar eru að störfum og taka á bilinu þrjátíu til fjörutíu menn þátt. Leitað var fram í myrkur í gær og leitað verður fram eftir degi í dag. Eftir það verður tekin ákvörðun um framhaldið.

Bein útsending frá flokksþingi Framsóknar

Bein útsending af flokksþingi Framsóknarmanna, sem fer fram í Gullhömrum í Grafarholti nú um helgina. Þingið hefst formlega með setningarræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns klukkan 14 í dag.

Forsetinn býður þér í heimsókn

Forsetasetrið að Bessastöðum verður opið í dag, en það er liður í Vetrarhátíð og Safnanótt, sem hófst í gær. Gestum býðst að skoða Bessastaðastofu og Bessastaðakirkju milli klukkan fjögur og átta. Auk hinna merku steinhúsa frá 18. öld geta gestir virt fyrir sér fjölbreytt sýnishorn gjafa, sem forseta og þjóðinni hafa borist, og merkar fornleifar sem veita innsýn í sögu búsetu og starfsemi á Bessastöðum frá landnámstíð. Þá mun fyrsti forsetabíll lýðveldissögunnar, Packard bifreið Sveins Björnssonar, standa í hlaði Bessastaða en bifreiðin er ríflega sjötug.

Mosfellingur datt í lukkupottinn

"Mér líður eins og ég sé staddur í kvikmynd og að ég sé aðalleikarinn" sagði eigandi vinningsmiðans í Víkingalottóinu sem skilaði honum 126.947.850 krónum, sem jafnframt er hæsti vinningur í sögu Íslenskar getspár. Miðann góða keypti hann á lotto.is og er 10 raða sjálfvalsmiði með Jóker og kostaði 900 krónur.

Segir hugmynd um reykingabann allt of víðtæka

"Ég er ekki ósammála því að skoða það að reykingar verði bannaðar í kringum opinberar stofnanir,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, spurður út í tillögu Framsóknarmannsins Ómars Stefánssonar, sem hann lagði fram á bæjarráðsfundi í gær.

Flugi Icelandair til Bandaríkjanna í dag aflýst

Flugi Icelandair til Boston (FI631) og New York (FI615) síðdegis í dag hefur verið aflýst vegna veðurins sem nú gengur yfir austurströnd Bandaríkjanna. Jafnframt hefur flugi frá þessum borgum til Íslands í kvöld (FI630 og FI614) verið aflýst. Búist er við að samgöngur verði aftur komnar í gang síðdegis á morgun og að flug verði þá samkvæmt áætlun, en farþegar eru beðnir að fylgjast með brottfarartímum.

Sjómannafélagið Jötunn fær ráðgjafa frá SÁÁ til Eyja

Sjómannafélagið Jötunn í Vestmannaeyjum, í samráði við stjórnendur Vinnslustöðvarinnar, hefur samið við SÁÁ um að senda ráðgjafa til Eyja til að ræða við skipverjana ellefu ,sem Vinnslustöðin sagði upp eftir að leifar af fíkniefnum fundust í þvagprufum þeirra.

Samkeppnisvandi á fjármálamarkaði

Samkeppniseftirlitið kynnti í gær skýrslu um samkeppni á íslenskum fjármálamarkaði. Stofnunin telur samþjöppun á markaðnum of mikla og rekstrarkostnað háan í alþjóðlegum samanburði. Þá hefur stofnunin einnig áhyggjur af aflsmun stóru bankanna og minni fjármálastofnunum.

Læknar íhuga uppsagnir

Meira en fjórðungur lækna tekur að sér aukavinnu hér á landi í frístundum og 17 prósent erlendis. Almennir læknar vilja bætt kjör og starfsaðstæður. Uppsagnarfrestur þeirra er einn mánuður. Nokkrir eru þegar hættir.

Útbúa þrengingar á alræmdri slysagötu

Þrengt verður að bílum á Snorrabraut til að hægja á umferð um götuna. Eitt af hverjum tuttugu alvarlegum slysum þar sem ekið er á gangandi vegfarendur verður á Snorrabraut. Fulltrúi í samgönguráði sagði hraðakstur ekki stundaðan.

Fíkniefnaprófanir í ráðhúsi Eyjamanna

Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir samfélagið ekki geta látið lögregluna eina fást við fíkniefnavandann. Verið sé að virkja allt samfélagið í Eyjum gegn þeim vágesti. Bæjarstjórinn segist óttast útkomu bæjarstarfsmanna í fíkniefnaprófi.

Teljum eðlilegt að fá að skrá niður verð

„Það er eðlilegt að það komi upp afmarkaðir þættir við verðkannanir sem menn eru ekki sammála um. Við fáum ábendingar öðru hverju frá verslunum en langoftast ekki. Við metum þær á gagnrýninn hátt en eðlilega hafa þeir kannski aðra sýn á þetta en við.“

Brot gegn piltunum í rannsókn

Lögreglan á Akureyri hefur hafið rannsókn á meintum kynferðisbrotum manns á áttræðisaldri gegn tveimur piltum, átján og nítján ára, sem réðust á hann á Skagaströnd um liðna helgi. Annar piltanna er barnabarn mannsins.

Greina heilabilunarsjúkdóma

Mentis Cura opnaði í gær greiningarmiðstöð í Álftamýri þar sem fyrirtækið mun greina heilabilunarsjúkdóma. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, opnaði miðstöðina formlega.

Yfirburðarsigur Vöku

Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, vann yfirburðarsigur í kosningum til Stúdentaráðs við Háskóla Íslands í kvöld. Vaka fékk 21 sæti af þeim 27 sem kosið var um en Röskva hin sætin sex.

Brot af því besta frá Íslandi

Stiklur úr Batman Begins og Die Another Day eru meðal þess sem sést í nýlegu myndbandi sem framleiðslufyrirtækið Truenorth hefur tekið saman.

"Gat ekki ímyndað mér að það væri viðurkennt nafn"

Emil Örn Kristjánsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, segist hafa haldið að Gnarr væri einhvers konar gælunafn. Emil Örn gagnrýndi Jón Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur, nokkuð harðlega í innsendri grein í Fréttablaðinu í morgun.

Hagsmunum fatlaðra betur borgið innan ESB

Ný skýrsla sem Öryrkjubandalag Íslands lét vinna kemst að þeirri niðurstöðu að hagsmunum fatlaðs fólks á Íslands sé betur borgið með aðild Íslands að Evrópusambandinu.

"Sá blóðbununa standa út"

"Ég lít svona niður og þá stendur bara blóðbunan hérna út. Mér náttúrulega brá alveg rosalega. Ég áttaði mig strax á því að ég hefði verið stunginn en ég fann ekki fyrir því," segir Skúli Eggert Sigurz sem varð fyrir lífshættulegri líkamsárás í mars á síðasta ári.

Norðurslóðanet stofnað á Akureyri

Norðurslóðanet Íslands var stofnað formlega með undirritun samnings milli utanríkisráðuneytisins og Norðurslóðanetsins í rannsóknarhúsi Háskólans á Akureyri Borgum í dag.

Vera FBI-manna sögð grafalvarlegt mál

Svo virðist sem að bandarískir alríkislögreglumenn hafi verið hér að störfum í fimm daga vegna Wikileaks án eftirlits íslenskra stjórnvalda. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segir það blasa við að málið þarfnist frekari skoðunar.

Nýtt húsbréfakerfi að danskri fyrirmynd

ASÍ vill innleiða nýtt húsbréfakerfi á Íslandi að danskri fyrirmynd. Kerfið er talið tryggja betur hag neytenda og á þeim rúmlega 200 árum sem það hefur verið við lýði í Danmörku hefur það staðið af sér gjaldþrot danska ríkisins, heimsstyrjöld og tvær alþjóðlegar fjármálakreppur.

Fimmta hvert fyrirtæki í alvarlegum vanskilum

Fimmta hvert fyrirtæki á Íslandi er í alvarlegum vanskilum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Creditinfo á stöðu íslenskra fyrirtækja. Þau fyrirtæki sem eru best rekin á Íslandi eru rótgróin fyrirtæki, en meðalaldur þeirra best reknu er 31 ár.

Flokksþing Framsóknarflokksins hefst á morgun

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins flytur setningarræðu sína á flokksþingi flokksins klukkan 14 á morgun en flokksþingið hefst í Gullhömrum í Grafarvogi og stendur til sunnudags.

Gunnar Nelson og CCP taka höndum saman

Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP er nýr stuðningsaðili baradagamannsins Gunnars Nelson. Eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmynd reyndust samningaviðræður CCP og Gunnars erfiðar.

Sjá næstu 50 fréttir